Skessuhorn


Skessuhorn - 24.03.2021, Page 15

Skessuhorn - 24.03.2021, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 24. MARs 2021 15 AÐALFUNDUR Aðalfundur Kjalar stéttarfélags verður haldinn fimmtudaginn 25. mars kl. 17 í Hömrum í menningarhúsinu Hofi á Akureyri Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosning fulltrúa á þing BSRB 3. Önnur mál Stjórn Kjalar stéttarfélags Fjöldi fundarmanna er takmarkaður í samræmi við sóttvarnarreglur. Streymi frá fundinum verður á heimasíðu Kjalar, www.kjolur.is stjórnendur hjúkrunar- og dvalar- heimilisins Brákarhlíðar hafa sent heilbrigðisráðherra ítrekun á er- indi sem þeir sendu 10. nóvember síðastliðinn. Í því var óskað eftir að þau fjögur biðrými sem Brák- arhlíð var með samkvæmt sér- stökum samningi vegna aðstæðna á LsH, yrðu samþykkt varanlega og hins vegar að fimm dvalarrým- um af sautján á heimilinu yrðu samþykkt sem hjúkrunarrými enda uppfylla þau allar þær kröfur sem til þeirra eru gerðar. Ekki hafa borist nein viðbrögð við þessu erindi önnur en þau sem Birni Bjarka Þorsteinssyni fram- kvæmdastjóra heimilisins barst í tölvupósti 27. janúar síðastliðinn þar sem fulltrúi sjúkratrygginga Íslands skrifaði: „Við erum loks að fá niðurstöðu varðandi framhald- ið á þessum tímabundnu rýmum. Því miður er okkur frekar þröngt skorinn stakkur varðandi fjölgun rýma utan höfuðborgarsvæðisins en við getum boðið framlengingu á tveimur tímabundnum rýmum á Brákarhlíð út maí. Ráðuneyt- ið telur mikilvægt að þessi rými yrðu notuð sem biðrými fyrir fólk af LsH til að létta af álagi þar…“ Þá segir: „Varðandi skipti á dval- arrýmum fyrir hjúkrunarrými er það möguleiki en þá í hlutfallinu tvö dvalarrými á móti einu hjúkr- unarrými, en ekki eitt á móti einu eins og þið óskuðuð eftir. Ef það er eitthvað sem ykkur hugnast láttu mig þá endilega vita,“ skrif- aði fulltrúi sjúkratrygginga Ís- lands í svar sínu við erindi Brák- arhlíðar. Um þetta svar sÍ segja þeir Björn Bjarki og Jón G Guðbjörnsson for- maður stjórnar m.a. í bréfi til ráðu- neytisins: „Varðandi hjúkrunar- rými vs. dvalarrými skal því svarað í fullri hógværð að okkur hugnast ekki skipti á íbúðarrýmum í anda ráðuneytisins eða sÍ. Við höfum ítrekað rökstutt afstöðu okkar í því efni með því að vísa til almenns skorts á hjúkrunarrýmum, viðvar- andi biðlista í Brákarhlíð og þess að öll íbúðarrými í Brákarhlíð uppfylla skilyrði sem gerð eru til hjúkrunar- rýma; þökk sé nýlegri uppbygg- ingu og endurbyggingu heimilisins. Einnig höfum við mótmælt viðmiði ráðuneytisins varðandi þörf fyrir hjúkrunarrými á starfssvæði HVE, að þar sé horft til meðaltalsþarfar svæðisins í heild, þrátt fyrir gjör- ólíkar aðstæður innan þess, enda er svæðið stórt og dreift um þrjá landshluta. Varðandi hinn þáttinn, sem við setjum framar í röð ef því er að skipta, þ.e. óskina um að þau fjögur biðrými sem við vorum með til síðustu áramóta verði gerð var- anleg, þá uppskárum við tvö bið- rými, framlengt til bráðabirgða til loka maí. Borið er við að sÍ sé frek- ar þröngt skorinn stakkur varðandi fjölgun rýma utan höfuðborgar- svæðisins.“ Loks segir í bréfi forsvarsmanna Brákarhlíðar: „Það væri gríðarlega dýrmætt í öllum rekstri Brákarhlíð- ar að til þessa væri horft nú, bæði hvað varðar þau tvö tímabundnu rými sem heimild fyrir til 31. maí nk. og að einnig verði horft til þess að heimilið getur útbúið tvö við- bótarrými með stuttum fyrirvara. Undirritaðir vænta enn skilnings og jákvæðra viðbragða við þessu endurtekna erindi og eru reiðu- búnir til samtals og samvinnu um þætti þessa erindis við alla viðtak- endur þess,“ skrifa þeir Jón G Guð- björnsson formaður stjórnar og Björn Bjarki Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri. Þingmönnum kjör- dæmisins og sjúkratryggingum Ís- lands var sent afrit af bréfinu til ráðuneytisins. mm Tregðu gætir í kerfinu á fjölgun hjúkrunarrýma í Brákarhlíð Hjúkrunar- og dvalarheimilið Brákarhlíð. Ljósm. Ómar Örn Ragnarsson.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.