Skessuhorn


Skessuhorn - 24.03.2021, Qupperneq 26

Skessuhorn - 24.03.2021, Qupperneq 26
MIÐVIKUDAGUR 24. MARs 202126 Pennagrein svokölluð flygildi, eða drónar, hafa á liðnum árum verið að ryðja sér til rúms og er nú á færi almennings að eignast slík tæki. Meðal þeirra sem hafa keypt dróna eru fréttarit- arar skessuhorns sem hver á fæt- ur öðrum tekur nú tæknina í sína þjónustu. Nýverið keypti Alfons Finnsson fréttaritari skessuhorn í snæfellsbæ dróna. Heimsótti hann Tómas Frey Kristjánsson stall- bróður sinn í Grundarfirði og fékk leiðsögn um notkun tækisins. síðan var tekið á flug. Meðfylgjandi eru tvær skemmtilegar loftmyndir af þéttbýlisstöðum í snæfellsbæ sem Fonsi tók í einni af fyrstu flugferð- unum á nýja tækinu. Annars vegar í Ólafsvík en hins vegar af Rifi og Hellissandi. mm Það eru fúin verkfærin sem Teitur Björn Einarsson reynir að hand- leika í grein sinni í skessuhorni á dögunum. Upp úr töskunni tín- ist eitt og annað gamalkunnugt s.s. slagorðin um aðför að landsbyggð- inni, niðurrif, skattaáráttu og van- þekkingu á lögmálum í greininni. Allt er þetta harla aumkunarvert og hittir Teit og kumpána hans í sjálfstæðisflokknum illilegast fyr- ir sjálfa. Sviðin jörð – meira af svo góðu? Teitur dregur ekkert af sér, stekk- ur upp á afturlappirnar til að verja kerfi sem lagt hefur byggðarlögin eitt af öðru í rúst, skilið eftir sviðna jörð. Þetta kerfi sem komið hef- ur samfélögum sem ættu að standa honum nærri á vonarvöl, rænt íbúana bjargræðinu, hneppt þá í gíslingu fyrirtækja sem sum hver skeyta hvorki um skömm né heið- ur utan lands sem innan. Þessum öflum kemur Teitur Björn til varn- ar af öllum mætti. Finnst íbúum á þessu landssvæði svona málflutn- ingur sannfærandi og boðlegur? Hverra erinda gengur frambjóð- andi sem trúir á þessa hugmynda- fræði? Eru það hagsmunir og vel- ferð almennra íbúa og byggðarlaga sem Teiti eru efstir í huga? Er hann kannski fremur með hugann við ofsagróða fámennrar hagsmuna- klíku? Hann þekkir söguna. Þurfa landsmenn fleiri varðmenn af hans tagi á Alþingi? Ég held ekki. Fyrirlitning á hags- munum byggðanna Bábiljur Teits eru margar og allar af sömu sort. Einlægni hans og trúar- leg vandlæting leynir sér ekki, en er um leið grátbrosleg þegar hann spyr hversu langt samfylkingin ætli að ganga gegn byggðum landsins. Í hvaða heimi lifir Teitur Björn? Þekkir hann ekkert til aðstæðna á landsbyggðinni og á hverju hefur gengið. Byggðir hafa hrunið, fólk hefur flæmst í burtu frá rótgrónum sjávarútvegsbæjum þar sem fisk- urinn er spriklandi skammt undan landi. samþjöppunin hefur verið stórfelld og nýliðun nánast ómögu- leg, hinir stóru bara orðið stærri og stórfelldur ábati fallið æ færri í skaut. Nær er að spyrja; hversu lengi ætlar sjálfstæðisflokkurinn að styðja og ýta undir þau öfl sem eru nú að verki, sem engu mannlífi eira og hafa gróðahyggjuna eina að markmiði. Grænland, með fullri virðingu Aðstæður eru mismunandi eft- ir greinum sjávarútvegs, stærð og umfangi. Afkomutölur og fjárfest- ingar út um hvippinn og hvappinn tala hins vegar sínu máli. Eigend- ur sjávarútvegsfyrirtækja hafa feng- ið rúmlega 100 milljarða í hreinan arð á innan við áratug. Enginn deilir um að ábatasamur rekstur er forsenda fyrir uppbygg- ingu og framförum. Krafa sam- félagsins er hins vegar sú að sann- gjarn hluti auðlindarentunnar skili sér til innviða samfélagsins, s.s. heil- brigðiskerfis, skólakerfis, vega- og hafnagerðar. Það var rauði þráður- inn í grein minni þar sem ég benti á leið Grænlendinga. Á Græn- landi er það skýrt og ekki véfengt að þjóðin á auðlindina og krafan er einbeitt um að hún skili þjóðinni umtalsverðum tekjum. Þar lýkur samlíkingu við grænlenska kerfið. Viðsnúningur fyrir byggðirnar samfylkingin berst fyrir réttlátum og sanngjörnum breytingum svo skapa megi viðsnúning fyrir byggð- irnar, opna fyrir nýliðun og eðli- legt rekstrarumhverfi í þágu sjáv- arbyggða. Þetta útmála skoðana- systkin Teits og hann sjálfur sem hreint niðurrif og ógn. Viðhorf og stefna samfylkingar- innar er skýr og málefnaleg. Það er réttlætismál að fólkið í landinu fái að njóta arðsins sem eign þess á fiskveiðiauðlindinni skapar og að þjóðin fái fullt verð fyrir veiðileyf- in. Þann arð gætum við notað til að efla okkar nauðsynlegu og fjöl- breytilegu innviði. Við Íslendingar erum sem betur fer rík af auðlindum. Mörg lönd í sömu stöðu glíma hins vegar við bölvun auðlindanna, spillinguna og það gerum við líka. Hér á landi birt- ist hún helst í því að stórútgerðir ausa fé í stjórnmálamenn og núver- andi ríkisstjórnarflokka til að reyna að tryggja sérhagsmunina auk þess sem þær halda úti dagblaði sem talar þeirra máli. Auðlindin hefur verið að safnast á fárra hendur og dæmi eru um óeðlileg völd stórút- gerða í samfélaginu. slíkt ástand er ekki í hag almennings. Óréttlætið á kostnað sjávarbyggða Þótt margt hafi tekist vel í sjávarút- vegi hér á landi þá vantar enn nauð- synlegan þátt. Það vantar réttlætið og fullvissuna um að samfélagið allt njóti nægilega góðs af auðlindanýt- ingunni. Auðlindanýting er ekki sjálfbær til lengri tíma nema hún leiði til jafnvægis þriggja þátta; um- hverfisáhrifa, efnahagsáhrifa og samfélagsáhrifa. Við höfum nú þegar tekið tvö skref af þessum þremur við stjórn fiskveiða. Kvótakerfið var sett á af umhverfisástæðum, til að vernda nytjastofnana og það var áhrifa- ríkt skref. Það olli hins vegar mis- rétti milli kynslóða nýrra og eldri útgerðarmanna og hamlaði nýlið- un. Nokkrum árum síðar var fram- sal kvóta heimilað af efnahagsleg- um ástæðum og það hefur leitt til hagræðingar í greininni. sú að- gerð hefur hins vegar víða haft nei- kvæð samfélagsleg áhrif. Með sölu kvóta er mögulegt að kippa í einni svipan megin stoðum undan heilu byggðalögunum eins og dæmin sanna. Fólkið í sjávarbyggðunum hefur fórnað öllu sínu við hagræð- inguna en ágóðinn að mestu runnið til einkaaðila. Virkjum markaðs- lögmálin – tryggjum nýliðun samfylkingin hefur lengi talað fyr- ir útboði á aflaheimildum. sú að- gerð ein og sér færir samfélaginu réttlátari hlut í auðlindaarðinum og gerir nýliðun í greininni mögu- lega. Til þess að ná sátt um hvernig veiðigjöld eru ákvörðuð og tryggja að auðlindinni sé ekki úthlutað á undirverði, liggur beinast við að nota markaðinn til að ákveða verð- ið. svigrúm innan kerfisins verð- ur meira með tilboðsmörkuðum sem veitir best reknu fyrirtækjun- um aukin tækifæri hvort sem þau eru gömul eða ný. Í útfærslu út- boðsleiðar er auðvelt að taka til- lit til byggðasjónarmiða, koma í veg fyrir samþjöppun og virða sér- stöðu minni útgerða. Mikilvægt er að taka viðráðanleg skref í áföngum og ef rétt er á málum haldið leið- réttir útboðsleiðin óréttlætið. Rétt er að minna á að kvótaút- boð á vegum einkaaðila í sjávarút- vegi hefur verið heimilt í áratugi. Kvótinn þar er seldur hæstbjóð- enda og verðið er því miður him- inhátt. Ástæðan er fyrst og fremst mikil eftirspurn og lítið fram- boð og verðið svokallað jaðarverð. Uppboðsgjaldið á þessum markaði rennur allt í vasa kvótaþega en ekki til þjóðarinnar. Ef við bætum við það framboð er líklegt að nýliðar og kvótalitlar útgerðir geti fengið kvótann á mun lægra og réttlátara verði en nú býðst. Og afraksturinn rennur til þjóðarinnar. Sveitarfélögn skipta máli Með því að sveitarfélög fái aukna hlutdeild í arðinum t.d. í gengum sóknaráætlun landshluta, gætum við styrkt stöðu þeirra til uppbygg- ingar með hugviti heimamanna. Útboð tryggir fullt verð fyrir sjávarauðlindina. Útgerðarmenn þyrftu þá ekki lengur að treysta á að stjórnmálamenn ákveði veiðigjald sem er þeim þóknanlegt. Þannig getum við náð nauðsynlegri sátt um sjávarútvegsmál. Fólkið í land- inu fengi notið arðsins af auðlind- inni til uppbyggingar í sveitarfélög- unum og til almennrar velferðar. Þessar sanngjörnu og heilbrigðu leiðir leggjum við jafnaðarmenn á borðið og viljum ræða við liðsmenn Teits Björns og félaga. Miðað við forherðingu undanfarinna missera er ólíklegt að á þeim bæjum þyki þetta spennandi kostir. Hingað til hafa nefnilega fáir setið við veislu- borð þar sem ekkert réttlæti hefur ríkt. Því verður að breyta. Guðjón S. Brjánsson Höf. er alþingismaður fyrir Sam- fylkiningu í NV kjördæmi Breytt útlit Anna sigga förðunarfræðingur og hárgreiðslukona tók hana skúlínu Guðmundsdóttur í smá meðferð í Breyttu útliti að þessu sinni. Myndirnar tala sínu máli, en þess má geta að allar förðunarvörurnar sem Anna sigga notaði eru frá Lancome og fást í verslun- inni Bjargi á Akranesi. mm Skúlína til í extreme meðferð. Skúlína með í breyttu útliti Samstarfsfélagar hennar þekktu ekki konuna þegar Anna Sigga sendi ljósmyndina á ritstjórn. Fréttaritarar drónavæðast Fúin viðhorf frambjóðandans

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.