Skessuhorn


Skessuhorn - 19.05.2021, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 19.05.2021, Blaðsíða 2
MiðViKudAGuR 19. MAÍ 20212 Eurovision söngvakeppnin verður haldin í Rotterdam á laugardags- kvöldið. Seinna úrslitakvöldið verð- ur annað kvöld og munu Daði og Gagnamagnið þá flytja sitt lag, 10 Years. Grillveislur hafa gjarnan ver- ið órjúfanlegur hluti af Eurovision og þá er vert að minna á að í lands- hlutanum hefur gróður verið mjög þurr og því mikilvægt að fara var- lega við grillið og gæta þess að glóð komist ekki í gróðurinn. Á morgun og föstudag verður breytileg átt 3-8 m/s og víða bjart í veðri, en skúrir sunnantil á land- inu. Hiti 3-11 stig og hlýjast vestan- lands. Á laugardag á að vera suð- austlæg átt með smáskúrum sunn- an- og vestanlands, annars þurrt. Hiti á bilinu 4-10 stig að deginum. Á sunnudag á að vera austlæg átt, skýjað með köflum og smá væta suðaustan- og austantil, en annars þurrt. Hiti breytist lítið. Á mánudag á að vera breytileg átt með stöku skúrum sunnan- og vestanlands, annars þurrt. Í síðustu viku voru lesendur á vef Skessuhorns spurðir hvort þeir hafi orðið fyrir ofbeldi. Tæplega helm- ingur svarenda, eða 47%, segjast ekki hafa orðið fyrir ofbeldi. 22% hafa orðið fyrir fleiri en einni teg- und af ofbeldi, 18% hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi, 7% hafa orðið fyr- ir kyferðislegu ofbeldi og 6% þeirra sem svöruðu hafa orðið fyrir líkam- legu ofbeldi. Í næstu viku er spurt: Horfir þú á úrslitakvöld Eurovision? Feðgarnir Magnús og Jón Þór á Rán SH í Snæfellsbæ rufu 100 tonna múrinn á grásleppuvertíðinni sem þeir voru að ljúka. Þeir feðgar eru Vestlendingar vikunnar að þessu sinni. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Beltin talin hafa bjargað manns- lífum VESTURLAND: Á sunnu- dagskvöld varð bílvelta á Hraunhreppsvegi við Einholt. Tveir voru í bílnum og öku- maður 17 ára síðan í janúar. Ökumaður segist hafa hrokkið eitthvað við, kippt í stýrið og við það misst bílinn út af veg- inum sem er malarvegur. Öku- maður og farþegi sem voru nokkuð skornir og lemstrað- ir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akranesi til aðhlynningar. Tal- ið var að íkveikjuhætta stafaði af bílnum í sinunni utan vegar og var hann því snarlega fjar- lægður með kranabíl af slys- stað. Talið er að bílbelti hafi þarna komið í veg fyrir alvar- legra slys og jafnvel bjargað mannslífum. -frg Dregið í Mjólk- urbikarnum LANDIÐ: dregið var í 32-liða úrslit Mjólkurbikars- ins í gær og voru Vesturlands- liðin nokkuð heppin með and- stæðinga. Skagamenn fengu heimaleik gegn Fram sem leik- ur í Lengjudeildinni, Víkingur Ólafsvík fékk útileik og mæt- ir liði KFS frá Vestmannaeyj- um sem leikur í þriðju deild- inni og Kári mætir KR-ingum í Akraneshöllinni. Leikirnir í 32-liða úrslitunum fara fram dagana 22.-24. júní næstkom- andi. -vaks Hólmurinn heilsueflandi STYKKISH: Stykkishólms- bær hefur ákveðið að sækja um þátttöku í Heilsueflandi samfélagi. Bæjarráð samþykkti á fundi 6. maí síðastliðinn að fela æskulýðs- og íþróttanefnd að undirbúa umsókn um þátt- töku og gera tillögu um skipan þverfaglegs stýrihóps. -arg Leitin að leikurum ÓLAFSVÍK: Í byrjun júní eiga að hefjast upptökur á kvikmyndinni Woman at sea í Ólafsvík og nágrenni, eins og við greindum frá í síðasta blaði. Í frétt á vef Snæfells- bæjar segir að upptökur eiga að standa yfir fram í júlí og hafa framleiðendur óskað eft- ir aukaleikurum af svæðinu. Áhugasamir aukaleikarar á aldrinum 18-70 ára eru hvatt- ir til að mæta á Hótel Ólafs- vík í dag, miðvikudag, milli kl 18:00 og 20:30. -arg Nú er unnið við byggingu nýs veiði- húss fyrir veiðimenn í Hörðudalsá Á vef Akraneskaupstaðar er sagt frá því að nýverið hafi verið skrif- að undir verksamning vegna upp- steypu og utanhússfrágangs á nýju leikskólahúsnæði við Asparskóga 25. Sjammi ehf er verktaki og mun Verkís hafa umsjón með verkinu fyrir hönd Fasteignafélags Akra- neskaupstaðar. Verkefnið snýst um byggingu á um 1500 fermetra leik- skóla úr forsteyptum einingum. Hluti af verkinu felst í að koma fyr- ir lögnum í grunni, setja í glugga og hurðir ásamt því að ganga frá þaki og ljúka öllum utanhússfrágangi við bygginguna. Áætlað er að verk- lok séu eigi síðar en 1. mars 2022. vaks Mikið líf er þessa dagana í höfnum Snæfellsbæjar þegar strandveiði- flotinn bætist við vertíðarbáta og -skip sem fyrir eru. Við trébryggj- una í Rifi voru t.d. nú um helgina fimm bátar hver utan á öðrum, sem gerist ekki oft. um 30 handfærabát- ar lágu þá í höfninni, bátar sem flot- bryggjan ætti að rúma, en það sem fréttaritari tók sérstaklega eftir var hvað það voru margir stórir bátar á færum sem ekki geta legið við flot- bryggjuna. Strandveiðar hafa farið vel af stað. Á A-svæði, sem nær frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðavíkur- hrepps, voru útgefin leyfi fyrstu sjö dagana í maí 231 en á sama tíma í fyrra voru þau 205. Landanir hafa nær tvöfaldast í fjölda, voru 564 árið 2020 en voru 1.071 í ár. Afli strand- veiðibátanna hefur að sama skapi aukist eða úr 406 tonnum í 764 tonn. Var meðalafli á bát árið 2020 2.335 kg fyrstu vikuna í maí, en í ár var hann 3.693 kg. Meðfylgjandi myndir eru frá Rifshöfn síðastliðinn laugardag. þa Töluverð aukning á strandveiðum í Snæfellsbæ Nýtt veiðihús risið fyrir Hörðudalsá í dölum. „Það er verið að vinna í að klára húsið og þetta er allt að koma,“ sagði Níels Sigurður Ol- geirsson á Seljalandi í Hörðudal, en hann selur veiðileyfi í Hörðudalsá fyrir veiðifélagið. Gamla veiðihús- ið við ána var orðið barn síns tíma enda orðið um 40 ára gamalt. Nýja veiðihúsið stendur rétt fyrir neðan það gamla á fallegum stað í Hörðu- dal þar sem sést vel yfir dalinn. Í fyrra veiddust um 60 laxar í ánni og um 140 bleikjur. Víða á þessu svæði selja bændur sjálfir veiðileyfi í árnar, svo sem í Hörðudalsá, Miðá í dölum og Hvolsá og Staðarhólsá. Nauðsynlegt er að aðbúnaður fyr- ir veiðimenn sé góður. Við Hauka- dalsá í dölum standa sömuleiðis yfir framkvæmdir en þar er verið að stækka veiðihúsið. gb Samið um byggingu nýs leikskóla í Skógahverfi Frá undirritun samningsins. Efri röð: Anna María Þráinsdóttir frá Verkís, Alfreð Þór Alfreðsson og Sigurður Páll Harðarson frá Akraneskaupstað. Neðri röð: Sigurjón Skúlason frá Sjamma ehf, Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri og Heimir Einarsson frá Sjamma ehf. Ljósm. Akraneskaupstaður. Nýja veiðihúsið við Hörðudalsá í Dölum skammt neðan við það gamla. Ljósm. María Gunnarsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.