Skessuhorn - 19.05.2021, Síða 8
MiðViKudAGuR 19. MAÍ 20218
Með ljóslausan
tjaldvagn
á þjóðvegi
VESTURLAND: Lögreglu-
menn stöðvuðu ökumann
með ljóslausan tjaldvagn á
Vesturlandsvegi við Ölver að-
fararnótt föstudags. Auk þess
var tjaldvagninn án skrán-
ingarmerkja en tjaldvagnar
eru skráningarskyldir. Mikil
hætta getur skapast af ljóslaus-
um eftirvögnum enda skyggja
þeir á afturljós bifreiða og eru
lítt sýnilegir þegar birtu fer að
bregða. Ökumaðurinn hlaut
40 þúsund króna sekt, en það
er mun hærri upphæð en nýr
afturljósabúnaður kostar! -frg
Aflatölur fyrir
Vesturland
8. til 14. maí.
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu.
Akranes: 25 bátar.
Heildarlöndun: 61.905 kg.
Mestur afli: Eskey ÓF-80:
15.608 kg. í þremur löndun-
um.
Arnarstapi: 33 bátar.
Heildarlöndun: 127.147 kg.
Mestur afli: Bárður SH-811:
80.590 kg. í sex löndunum.
Grundarfjörður: 24 bátar.
Heildarlöndun: 414.291 kg.
Mestur afli: Hringur SH-153:
77.790 kg. í einni löndun.
Ólafsvík: 49 bátar.
Heildarlöndun: 537.797 kg.
Mestur afli: Steinunn
SH-167: 136.406 kg. í fjórum
löndunum.
Rif: 43 bátar.
Heildarlöndun: 624.710 kg.
Mestur afli: Saxhamar
SH-50: 77.765 kg. í þremur
löndunum.
Stykkishólmur: 5 bátar.
Heildarlöndun: 25.883 kg.
Mestur afli: Signý Hu-13:
8.503 kg. í fjórum löndunum.
Topp fimm landanir
á tímabilinu:
1. Hringur SH-153 GRU:
77.790 12. maí.
2. Farsæll SH-30 GRU:
74.576 11. maí.
3. Sigurborg SH-12 GRU:
72.446 10. maí.
4. Runólfur SH-135 GRU:
63.439 10. maí.
5. Tjaldur SH-270 RIF:
59.327 10. maí.
-frg
Á bílastæði framan við slökkvistöð-
ina við Sólbakka í Borgarnesi var
á mánudaginn komið fyrir 40 feta
gámi sem ætlaður er til að rúma dó-
samóttöku til bráðabirgða. Verður
opið fyrir móttöku dósa í nokkra
klukkutíma á dag. Eins og kunn-
ugt er var dósamóttöku Öldunn-
ar í Brákarey lokað í febrúar vegna
þess að brunavörnum er ábótavant
í húsinu.
Slökkviliðsmenn telja þessa stað-
setningu gámsins slæma í ljósi þess
að ekki megi takmarka á neinn hátt
aðgengi og athafnasvæði slökkvi-
liðsins nú þegar hættustig al-
mannavarna er í gildi í héraðinu
vegna hættu á gróðureldum. Hafa
þeir samkvæmt heimildum Skessu-
horns komið athugasemdum sínum
um það á framfæri. „Okkur finnst
ekki fara saman að almenningur
komi með bíla og kerrur á bílastæð-
ið ef útkall verður. Ég tala nú ekki
um þegar hættuástand ríkir vegna
þurrka,“ sagði slökkviliðsmaður í
skeyti til Skessuhorns. mm
Björgunarsveitin Ok í Borgarfirði
var kölluð út rétt fyrir klukkan átta
að kvöldi þriðjudags í liðinni viku
vegna konu sem slasast hafði í fjall-
göngu í Kvígindisfelli, norðaust-
ur af Hvalvatni. Konan hrasaði í
hlíðum fellsins og slasaðist á fæti.
Björgunarsveitarfólk og sjúkra-
flutningamenn frá Heilbrigðis-
stofnun Vesturlands fóru á vettvang
með fjórhjól og búnað til þess að
hlúa að konunni og flytja hana nið-
ur af fjallinu. Þyrla flutti svo kon-
una á sjúkrahús og var aðgerðum
lokið um klukkan 21.
mm
Eftir hádegi síðastliðinn laugar-
dag barst útkall á björgunarbátinn
Björg í Rifi. Það var frá handfæra-
bátnum Höllu daníelsdóttur RE,
sem þurfti aðstoð en báturinn var
þá staddur um eina sjómílu frá Rifi.
Halla var að koma úr róðri af Flák-
anum þegar drapst á vélinni. Leið-
angurinn gekk vel og kom Björgin
með Höllu til hafnar um 40 mínút-
um eftir að útkallið barst.
þa
Bæjarstjórn Akraness samþykkti á
fundi sínum 11. maí síðastliðinn
tillögu skipulags- og umhverfisráðs
um deiliskipuskipulagsbreytingu
vegna Garðalundar og Lækjar-
botna. Í breytingunni felst að heim-
ilt verði að reisa 18 metra hátt fjar-
skiptamastur ásamt 2,1 metra háum
tækjaskáp, í um 200 metra fjarlægð
frá byggð við Baugalund, um 250
metra frá næstu húsum í Jörundar-
holti og um 170 metra frá fyrirhug-
aðri byggð við Skógarlund. Það er
Míla sem óskar eftir staðsetningu
mastranna. Fram hefur komið að
mikilvægt er að bæta farsímasam-
band ekki síst í ljósi fyrirhugaðrar
stækkunar Skógahverfis.
Í bókun ráðsins frá 7. desember
um sama mál lagði ráðið til að fjar-
skiptamastur, til að bæta farsíma-
samband á Akranesi, verði stað-
sett við Garðalund annarsvegar og
Flóahverfi hinsvegar. Staðsetning-
ar á háum fjarskiptamöstrum verði
kynntar sem skipulagsbreyting-
ar. Jafnframt sagði að uppsetning
mastranna væri til að auka þjónustu
og öryggi íbúa og fyrirtækja, í ljósi
þess að farsímasambandi er ábóta-
vant á vissum stöðum á Akranesi.
Nú hefur verið ákveðið að reist
verði eitt mastur sem þjóna á hinni
nýju og vaxandi byggð.
frg
Gámur til bráðabirgða fyrir dósamóttöku
Björgunarsveitin Ok er hér komin á svæðið norðaustan við Hvalvatn. Ljósm. þbp
Sóttu slasaða konu í Kvígindisfell
Vélarvana skammt
frá Rifi
Fjarskiptamastur við Garðalund á Akranesi. Ljósm. úr fylgiskjali með deiliskipulagsbreytingu.
Átján metra hátt fjarskiptamastur reist á Akranesi