Skessuhorn - 19.05.2021, Blaðsíða 16
MiðViKudAGuR 19. MAÍ 202116
Norskættaði Skagamaðurinn Mari-
anne Ellingsen hefur vakið verð-
skuldaða athygli fyrir handbragð
sitt við útsaum, prjón, hekl, leður-
gerð, þæfingu og gerð allskyns list-
muna í formi brúða og dýra. Brúð-
urnar eru oft klæddar í þjóðbúninga
þar sem öll smáatriði eru unnin af
mikilli nákvæmni. „Áhugi minn á
handverki gæti átt rætur að rekja
til uppeldisins í Noregi. Mamma
mín var mikil handavinnukona og
saumaði kjóla og föt á okkur krakk-
ana. Pabbi var líka hagleiksmaður
en hann náði sér í við úr skóginum
og var að renna tréskálar. Þá var
afi minn afar liðtækur í að skera út
og tálga úr viði sem hann náði sér
einnig í úti í skóginum sem var allt
um kring hjá okkur,“ segir Mari-
anna.
Heimsækir
æskustöðvarnar
Marianne fæddist í Sande sem er
í Vestfold fylki í suðaustur Nor-
egi á milli drammen og Töns-
berg. Hún er yngst fjögurra systk-
ina. Þrjú þeirra eldri búa í Noregi
í og við Sande. Hún segir að ekk-
ert þeirra væri í handverkinu. List-
fengið hefði greinilega bara far-
ið í hana. Eftir að Marianna flutt-
ist til Íslands árið 1970 hefur hún
haldið tryggð við heimahagana og
segist reyna að fara árlega í heim-
sókn til ættingja sinna og vina í
Noregi. „Þegar stelpurnar mínar
voru yngri elskuðu þær að fara til
Bekke. Þarna var skógurinn fyrir
ofan byggðina og svo Oslóarfjörð-
urinn fyrir neðan þar sem hægt var
að synda og leika sér. Þær reyndar
njóta þess enn í dag. Bróðir minn
er búinn að gera upp æskuheimilið
okkar og býr þar í dag. Hann hefur
gert risastóran pall fyrir utan húsið
og útsýnið þaðan yfir Oslóarfjörð-
inn með skógivöxnum eyjunum þar
fyrir utan er himneskt.“
Prófað ólíkt listform
Marianne segir að þegar kemur
að handavinnunni þá reyni hún að
nýta hluti og efni sem jafnvel aðrir
myndu henda og telja einskis nýtt.
„Ég fæ mest út úr því að geta nýtt
þessa afganga sem aðrir telja einskis
virði. Ég er af þeirri kynslóð og ólst
upp við að það ætti að nýta hlutina
ef hægt væri í stað þess að henda
þeim.
Þegar ég flutti til Íslands á sínum
tíma þá voru þetta auðvitað mik-
il viðbrigði og mér leiddist oft og
saknaði heimahaganna. Þá má segja
að ég hafi hellt mér út í handverk-
ið af fullum þunga.“ Þegar mun-
ir Marianne eru skoðaðir á heim-
ili hennar sést að hún er ótrúlega
hæfileikarík í list sinni og kennir
þar ýmissa grasa. „Ég hef farið allan
skalann í hannyrðunum og prófað
margskonar listform. Heklað gard-
ínur og rúmteppi, prjónað, farið í
silfurleir og kynnt mér leðurvinnu,
en ég fór á sínum tíma á námskeið í
Handverkshúsinu í leðurtöskugerð.
Ég fór síðan að vinna fyrir félags-
málaráð Akraneskaupstaðar. Júlla
Baldurs heitin sá um keramikgerð
og ég um ýmis konar föndur fyrir
þá sem sóttu þessi námskeið á veg-
um bæjarins á sínum tíma. Ég rak
Grundarbúðina í 2-3 ár og snéri
eftir það aftur til félagsmálaráðs um
tíma. Síðan vann ég við leikskóla og
var m.a. að föndra með börnunum
og fannst það mjög skemmtilegt og
gefandi. Sömu sögu er að segja eft-
ir að ég fór að vinna á hjúkrunar-
heimilinu Höfða. Það var mjög gef-
andi líka. Þar kom fólk á dagdeild
og auðvitað heimilisfólkið líka. Við
vorum að aðstoða þau við hannyrð-
ir og fleira. Áður, þegar Höfði var
einungis dvalarheimili, var þarna
fólk sem var mjög fært í að prjóna
og hekla og gaman að aðstoða það
en eftir að heimilið breyttist meira í
hjúkrunarheimili hefur þetta breyst
og fólkið ekki getað eins mikið og
áður og verkefnin verið einfaldari
sem er ofur eðlilegt. En ég naut
þess að geta gefið af mér á Höfða
og hætti á þeim góða vinnustað eft-
ir um 15 ára starf þegar ég náði eft-
irlaunaaldri 67 ára gömul.“
Tómstundir öllum
nauðsynlegar
En Marianne slær ekki slöku við
þótt hún sé hætt að vinna. Hún er
alltaf með hugann opinn fyrir nýju
handverki. „Ég er nú þannig gerð
að ég fæ áhuga og hugmyndir fyr-
ir ákveðnum verkefnum og fer þá
alla leið í því og geri nokkur stykki
af hverjum hlut en svo vil ég prófa
eitthvað nýtt. Oft eru þetta mínar
eigin hugmyndir eða ég sé eitthvað
á internetinu eða í blöðum. Fæ þá
hugmyndir en geri svo úr þeim
annað efni, í öðru formi, eða á ein-
hvern hátt öðruvísi.“
Maríanne leggur áherslu á mikil-
vægi þess hversu nauðsynlegt er fyr-
ir fólk að hafa eitthvað fyrir stafni,
sérstaklega eftir að það hættir á
vinnumarkaðinum og reyndar fyr-
ir fólk á öllum aldri. „Hannyrðir og
tómstundir eru öllum nauðsynlegar
og lífið verður innihaldsríkara. Eins
og ég sagði áður þá hjálpuðu hann-
yrðirnar mér þegar ég kom fyrst til
Íslands. Enn í dag veita þær mér
mikla ánægju ásamt því að vinna í
garðinum mínum, sem mér finnst
afskaplega nærandi.“
Námskeiðahald
Marianne heldur ekki úti heimasíðu
með handverki sínu en hefur selt
muni sína á handverkssýningum.
Einnig hafa verið sýningar á Vöku-
dögum á Höfða og þar var hún og
vinkona hennar Áslaug Rafnsdóttir
með sýningu á verkum þeirra. „Ég
„Hannyrðir og tómstundir eru öllum nauðsynlegar
til að öðlast innhaldsríkara líf“
segir Marianne Ellingsen hannyrðarkona á Akranesi
Marianna með eina léttklædda dúkku með G-streng.
Þessa krosssaumsmynd (að ofan) af síðustu kvöldmáltíðinni saumaði Marianna
fyrir mörgum árum, ætlaði að vera nokkur ár að því, en var þrjá mánuði. „Ég
heillaðist af verkefninu, mátti varla vera að því að fara úr vinnufötunum á daginn
og sofnaði út frá saumaskapnum á kvöldin.“
Jólasveinarnir þrettán.
„Hérna eru ég og vinkonur mínar,“ sagði Marianna og benti á sjálfa sig.
Vegglistaverk, bæði blaut- og þurrþæfð unnin úr kembu.
Saumaðar dúkkur.