Skessuhorn - 19.05.2021, Qupperneq 17
MiðViKudAGuR 19. MAÍ 2021 17
Lögreglan á Vesturlandi tók á móti
Haraldi Jónssyni skipstjóra á inga
Rúnari AK-35 þegar hann kom úr
síðasta gráslepputúrnum á þriðju-
daginn í síðustu viku. Ástæðan var
sögð sú að Haraldur hefði verið
að veiðum í friðlandi við Kjalar-
nes og Landhelgisgæslan hefði eitt-
hvað við það að athuga. Blaðamað-
ur Skessuhorns náði tali af Har-
aldi þar sem hann var að ganga frá
grásleppunetum. Hann segist vera
orðinn ansi þreyttur á atganginum í
Gæslunni. Meðal annars hringi hún
í hann seint á kvöldin. Hann segir
ástæðuna fyrir þessari afskiptasemi
Gæslunnar sé þá að bóndi, sem oft
standi hoppandi í fjörunni þegar
þeir vitja netanna við Kjalarnes, en
Haraldur segist ekki kippa sér neitt
upp við það. Bóndinn er með æðar-
rækt í landi sínu og segir Harald-
ur einkennilegt hve oft Landhelg-
isgæslan byrjar að hamast í honum
strax í kjölfarið á þessu hoppi bónd-
ans.
Haraldur á inga Rúnar AK í fé-
lagi við bróður sinn, Guðmund
Pál Jónsson og son hans, Sigur-
jón Guðmundsson. Að mati þeirra
bræðra á það sér enga stoð í lögum
að óheimilt sé að veiða á þessum
slóðum og að auki löng hefð fyrir
því að grásleppunet séu lögð þarna.
Engin opinber gögn sé neinsstað-
ar að finna um slíkt bann. Haddi
segist vilja fá þetta mál endanlega á
hreint. Hann segist hreinlega hafa
óskað eftir því að vera kærður en
ekki hafi enn orðið af því. Haraldur
hefur lagt sín grásleppunet á þess-
um slóðum í áraraðir. Aldrei hafi
orðið nein eftirmál eða kærur enda
sé enginn fótur fyrir slíku, að hans
sögn.
Að sögn Haraldar gekk grá-
sleppuvertíðin vel, tíðin góð og
mokafli. Verð fyrir grásleppuna er
hins vegar sögulega lágt en mikill
afli bjargaði því sem bjargað varð.
Alls veiddu þeir á inga Rúnari um
50 tonn á þessari vertíð. frg
Hér er Haraldur að landa netunum eftir örvertíðina síðasta vor.
Ljósm. úr safni/mm
Ósáttur við Landhelgis-
gæsluna sem hleypur eftir
hoppandi landeiganda
Haraldur Jónsson, skipstjóri, búinn að taka upp grásleppunetin. Ljósm. frg.
var hér á árum áður með námskeið
á Akranesi fyrir félagasamtök og
starfsfólk fyrirtækja. Þetta var mest
í kringum 1990. Þá var ég með m.a.
námskeið hjá kvenfélaginu, starfs-
fólki HB & Co og hjá kennurunum
í Grundaskóla svo eitthvað sé nefnt.
Oft voru þessi námskeið haldin fyr-
ir jólin.“
Þegar Marianne er spurð að því
hvort hún taki að sér að gera muni
eftir pöntunum frá fólki sagði hún
að svo væri ekki. „Ég vil miklu frek-
ar skapa þá sjálf, reyni að hafa þá
fjölbreytta þannig að sem flestum
líki. Ég sauma á dúkkur og þæfi
og hef verið að gera fugla, kindur,
hreindýr og hunda svo eitthvað sé
nefnt.“
Snýst um að fá nýjar
hugmyndir
Marianne og vinkona hennar Áslaug
fara oft í Góða hirðinn í Reykjavík
og finna þar skemmtilega hluti sem
þær geta unnið úr. Á heimili Mari-
önnu er til dæmis gömul vekjara-
klukka sem hún hefur á skemmti-
legan hátt sett mynd af barnabarni
sínu framan á klukkuna og vísarnir
eru stilltir á þann tíma sem barn-
ið fæddist. „Þetta snýst svo mikið
um að fá hugmyndir og vinna út frá
þeim. Mér finnst alltaf skemmtileg-
ast að sauma á dúkkurnar og föndra
við tölur og bönd sem á flíkurnar
fara. Þetta er mikil vinna en mér
finnst skemmtilegast að fást við það
þótt að þetta taki mikinn tíma. Það
er auðvitað hægt að hafa dúkkurn-
ar stærri og fjöldaframleiða en það
er ekki fyrir mig. Þetta verður því
persónulegra þegar þetta er unn-
ið svona vegna þess að þá verður
enginn hlutur eins. En ég fæ ýms-
ar hugmyndir og ég hef gert tösk-
ur úr slöngum úr bíldekkjum sem
ég hef fengið á dekkjaverkstæði og
hjá Axel á reiðhjólverkstæðinu. Það
er nú bara svoleiðis að ég hef bara
svo mikið að gera eftir að ég hætti
að vinna að sólahringurinn dugir
varla,“ segir Marianne og hlær.
Sjósund þegar
gráðurnar verða átta
Auk handavinnunnar og að atast í
garðinum stundaði Marianne sjó-
sund í fyrrasumar og finnst það gera
sér mjög gott. „Ég ólst auðvitað
upp við það að fara í sjóinn heima
hjá mér í Noregi á sínum tíma. Ég
vil ekki byrja alveg strax því sjórinn
er enn bara um sex gráður en það
er gott að fara þegar hann nær átta
gráðum. Einnig finnst mér æðislegt
að fara í hina frábæru laug Guð-
laugu við Langasandinn,“ sagði
Marianne að endingu.
se/ Ljósm. mm
Sauðféð er Mariönnu hugleikið.
Nálapúði sem jafnframt má nota sem vúdú dúkku ef eigandanum er mjög illa við
einhvern!
Sessur úr vaðmáli sem hafa má í bílnum eða á ferð hvar sem er. Hægt að rúlla upp
og geyma.
Klukka sem Marianna útbjó og sýnir
fæðingardag, ár og klukkuna þegar
eitt barnabarnið kom í heiminn. Klukk-
una fékk hún í Góða hirðinum.
Töskur unnar úr traktora- og reiðhjólaslöngum.
Kanínur af ýmsum gerðum. Brot af því sem Marianna hefur gert.