Skessuhorn - 19.05.2021, Síða 19
MiðViKudAGuR 19. MAÍ 2021 19
Stykkishólmsbær
Hafnargötu 3
340 Stykkishólmur
Sími: 433-8100
netfang: stykkisholmur@stykkisholmur.is
KT.: 620269-7009
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
Auglýsing um tillögu að
deiliskipulagi á reit austan við
Aðalgötu í miðbæ Stykkishólms
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti á fundi þann
12. maí 2021 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi
samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Reiturinn er um 1,7 ha að stærð og er skilgreindur sem
íbúðasvæði, miðsvæði og athafnasvæði í aðalskipulagi
Stykkishólms 2002-2022 m.s.br.
Svæðið afmarkast af Víkurgötu og Aðalgötu til vesturs, Austur-
götu til norðurs og lóðarmörk húsa sem standa við Skúlagötu
til austurs. Markmið skipulagstillögunnar er að skilgreina nýjar
lóðir og byggingarreiti sem styrkja gömlu byggðina og þá
fallegu bæjarmynd sem fyrir er í Stykkishólmi.
Enn fremur er gerð tillaga að breytingu á deiliskipulagi
Stykkishólmur miðbær samþykkt 28.08 2003 m.s.br., þar sem
að deiliskipulagsmörk færast til við Aðalgötu og hluti þess
fellur úr gildi og verður innan deiliskipulagsmarka nýju til-
lögunnar.
Deiliskipulagstillagan ásamt greinargerð og breytingin á
deiliskipulagi Stykkishólmur miðbær verður aðgengileg á
vef Stykkishólmsbæjar www. Stykkisholmur.is og á skrifstofu
skipulagsfulltrúa, Hafnargötu 3, á opnunartíma klukkan 10 -15,
frá 19. maí til og með 30. maí 2021.
Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að
kynna sér tillöguna.
Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila
skriflega til skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@
stykkisholmur.is, eigi síðar en 30. júní 2021.
Skipulagsfulltrúi Stykkishólmsbæjar.
Eyrarrósin, viðurkenning fyrir
framúrskarandi menningarverkefni
utan höfuðborgarsvæðisins, var af-
hent í sautjánda sinn á sunnudaginn
við hátíðlega athöfn á Patreksfirði.
Frú Eliza Reid forsetafrú og vernd-
ari Eyrarrósarinnar veitti verð-
launin. Handbendi brúðuleikhús á
Hvammstanga hlýtur viðurkenn-
inguna að þessu sinni. Greta Clo-
ugh, stofnandi og listrænn stjórn-
andi Handbendis, tók á móti við-
urkenningunni og verðlaunafé að
upphæð 2,5 milljónir króna. Eyr-
arrósarhafa verður boðið að standa
að viðburði á Listahátíð 2022 og að
auki verður framleitt stutt og vand-
að heimildamyndband um verk-
efnið.
Alls bárust 36 umsóknir um Eyr-
arrósina og hvatningarverðlaun
Eyrarrósarinnar 2021 hvaðanæva af
landinu. Hvatningarverðlaun Eyr-
arrósarinnar eru ný af nálinni og
eru veitt þremur verkefnum sem
hafa verið starfrækt í þrjú ár eða
skemur. Verðlaunin eru veitt metn-
aðarfullum verkefnum sem þykja
hafa listrænan slagkraft, jákvæð
áhrif á nærsamfélagið og hafa alla
burði til að festa sig í sessi.
Hvatningarverðlaun Eyrarrós-
arinnar 2021 hlutu icedocs – ice-
land documentary Film Festival
á Akranesi, Boreal Screendance
Festival Akureyri og Röstin gesta-
vinnustofa á Þórshöfn. Hljóta þau
hvert um sig verðlaunafé að upp-
hæð kr. 750.000 auk gjafakorts frá
icelandair að upphæð kr. 100.000.
Eyrarrósin er samstarfsverk-
efni Listahátíðar, Byggðastofnunar
og icelandair sem undirrituðu við
sama tækifæri endurnýjaðan sam-
starfssamning út árið 2024. mm
Glaðbeittir verðlauna- og viðurkenningarhafar á Patreksfirði. Ljósm. Eyrarrósin.
Handbendi hlýtur Eyrarrósina
og IceDocs hvatningarverðlaun
Á uppstigningardag fóru um 20 börn
úr sunddeild ungmennafélags-
ins Víkings/Reynis í Snæfellsbæ í
ferðalag. Ferðinni var heitið á vina-
sundmót á Kleppjárnsreykjum með
félögum í ungmennasambandi
Borgarfjarðar. Keppt var í fjórum
greinum; bringusundi, baksundi,
flugsundi og skriðsundi. Veðrið var
gott en kalt og nutu krakkarnir sín
enda mikilvægt að fá að keppa við
aðra til að sjá hversu mikið maður
hefur bætt sig. Gróska hefur verið
í sundinu hjá Víkingi/Reyni í vet-
ur þrátt fyrir þær takmarkanir sem í
gangi hafa verið. þa
Á vinafélagsmóti í sundi