Skessuhorn - 19.05.2021, Qupperneq 24
MiðViKudAGuR 19. MAÍ 202124
Eigendur Græna kompanísins í
Grundarfirði efndu til ljóðasam-
keppni meðal barna í bæjarfélag-
inu frá 14. apríl til 1. maí sl. „Við
vorum með þennan fallega glugga
með taflborðið fyrir innan og út-
sýnið yfir Kirkjufellið og okkur
langaði að skreyta hann á einhvern
einstakan hátt,“ segir Lilja Magn-
úsdóttir einn af eigendum Græna
kompanísins í samtali við Skessu-
horn. „Þannig kviknaði sú hug-
mynd að fá krakkana í Grundar-
firði í lið með okkur, enda her-
bergið sem glugginn er í svokallað
barna- og unglingabókaherbergi.
Svo við efndum til ljóða/smásagna-
samkeppni meðal krakkanna hér í
plássinu með það fyrir augum að
Aðalfundur Skógræktarfélags Borg-
arfjarðar var haldinn sunnudag-
inn 2. maí síðastliðinn. Þar hætti
Óskar Guðmundsson sem formað-
ur félagsins og tók Pavle Estrajher
við keflinu. Laufey Hannesardóttir
verður áfram gjaldkeri, Ragnheið-
ur Freysteinsdóttir er markaðs-
stjóri, Sigursteinn Sigurðsson með-
stjórnandi og Hafdís Huld kemur
ný inn í stjórnina, einnig sem með-
stjórnandi. Loks verður Friðrik
Aspelund framkvæmdastjóri félags-
ins í verktakavinnu.
Félagar SB eru um 150 talsins og
hefur félagið í sinni umsjón fjög-
ur skógræktarsvæði innan Borg-
arbyggðar: Einkunnir, daníels-
lund, Reykholt og Grafarkot. Að
sögn Pavle, nýs formanns SB, þá er
markmið félagsins ávallt að fá fleiri
félaga inn í starfið en meirihluti
starfseminnar er í sjálfboðavinnu
að undanskildum framkvæmdar-
stjóra sem er í um 30% starfi. Hef-
ur stjórn SB áætlanir um að bæta
við félögum með því að skipuleggja
viðburði á skógræktarsvæðum sín-
um sem vekja vonandi áhuga fólks á
útivist, sveppatínslu, náttúruvernd
og fleiru.
Vilja byrja framleiðslu
Ýmis mál eru á dagskrá hjá nýrri
stjórn skógræktarfélagsins. Stefnt
er á að hefja framleiðslu á hráefni
úr borgfirskum viði og er áætlað að
hefja framleiðslu á eldivið svo dæmi
sé tekið. Til þess þarf félagið hús-
næði en Pavle segir að búið sé að
senda fyrirspurn á Borgarbyggð
og beðið sé svara hvað það varð-
ar. Hann segir engu að síður brýna
nauðsyn að fá húsnæði til að hægt
sé að fara af stað með framleiðslu
yfir höfuð og vill ólmur senda orð
út í kosmósið, að ef einhver veit
um húsnæði fyrir félagið að þá má
hafa samband við hann. Hugmynd-
in með að hefja framleiðslu er til
að nýta allt hráefni til fulls eins og
þegar skógar eru grisjaðir, að allt
efni sé endurnýjað á einn eða ann-
an hátt. Pavle segir möguleikana
nokkra og væri hægt að bæta trjá-
kurli og spæni við framleiðsluna
síðar meir, verði af þessu.
Samstarf við Ferðafélag
Borgarfjarðar
Skógræktarfélag Borgarfjarðar og
Ferðafélag Borgarfjarðar munu
sameina krafta sína og fara í sam-
starf til að betrumbæta gönguleið-
ir í fólkvanginum Einkunnum við
Borgarnes. Ákveðið hefur verið að
ferðafélagið muni fara yfir göngu-
leiðir í Einkunnum, merkja og
endurnýja stikur þar sem við á og
lagfæra skilti til að auðvelda gest-
um að rata um svæðið og nýta það
til fulls. Að auki hefur landvörð-
ur landshlutans kynnt fyrir skóg-
ræktarfélaginu ákveðna verndar-
áætlun og fór yfir hvað mætti bet-
ur fara í Einkunnum. Loks er búið
að hefja viðræður við Skógræktar-
félag Akraness um mögulegt sam-
starf til að nýta tækjakost sem þarf
að hafa til að viðhalda útivistar-
svæðum á borð við Einkunnum í
Borgarnesi og Garðalundi á Akra-
nesi.
glh
Síðastliðinn laugardag var fjórða
og síðasta mótið í Snæfellings-
mótaröðinni í hestaíþróttum hald-
ið í Reiðhöllinni í Ólafsvík. Fyrri
mót í röðinni voru haldin í Söð-
ulsholti, Stykkishólmi og Grund-
arfirði. Góð þátttaka hefur verið á
mótunum í vetur þrátt fyrir sam-
komutakmarkanir. Í mótaröðinni
taka keppendur með sér stig úr
hverju móti og fer stigafjöldi eft-
ir því í hvaða sæti keppandi lendir
í. Samanlagður stigafjöldi úr öllum
mótum ræður svo úrslitum í móta-
röðinni. Keppt var í fjórum flokk-
um. Í flokki 10 til 13 ára var Hauk-
ur Orri Bergmann Heiðarsson í
fyrsta sæti. Í flokki 14 til 17 ára var
Harpa dögg Bergmann Heiðars-
dóttir í fyrsta sæti. Í flokki minna
vanra var Veronica Osterhammer í
fyrsta sæti og í flokki meira vanra
Gunnar Tryggvason. Einnig var
pollaflokkur þar sem upprennandi
hestamenn tóku sín fyrstu spor í
keppni. Heppnaðist mótaröðin í
vetur mjög vel enda mikil gróska
í hestamennsku á svæðinu og fer
vaxandi.
þa
Þau báru sigur úr býtum í keppninni.
Úrslit í Snæfellsnes-
mótaröðinni
Ljóðið „Vertu þú“ eftir Jódísi Kristínu
og Ísabellu Ósk.
Ljóðasamkeppni meðal barna í Grundarfirði
Sigurvegarar í ljóðasamkeppninni. F.v. Steinunn Cecilia, Jódís Kristín, Ísabella Ósk
og Heiðrún.
Gestir fylgdust með verðlaunaafhendingu á miðvikudaginn í síðustu viku.
fá eitthvað skemmtilegt sem hægt
væri að skrifa í gluggann,“ heldur
Lilja áfram. Viðtökurnar voru góð-
ar og bárust þeim 30 ljóð. „Þegar
við ætluðum að velja einn sigurveg-
ara voru þrjú ljóð sem báru af og
ekki hægt að velja á milli. Svo nið-
urstaðan varð sú að við enduðum
með þrjá sigurvegara og ljóðin þrjú
skreyta nú gluggann okkar fína,“
segir Lilja.
Verðlaun voru veitt á miðviku-
daginn í síðustu viku og fengu sig-
urvegarar veitingar og bók að eigin
vali. Sigurvegarar í ljóðasamkeppn-
inni eru:
Jódís Kristín Jónsdóttir og Ísa-
bella Ósk davíðsdóttir með ljóðið
„Vertu þú“
Heiðrún Oddsdóttir með ljóðið
„Regn“
Steinunn Cecilia Steinardóttir
með ljóðið „Fiðrildi.“
arg/ Ljósm. Signý Gunnarsdóttir
Fólksvangurinn Einkunnir er vinsælt útivistarsvæði rétt fyrir utan Borgarnes, sem margir nýta sér til heilsubótar.
Skógræktarfólk vill vekja áhuga fólks á útivist