Skessuhorn


Skessuhorn - 19.05.2021, Qupperneq 27

Skessuhorn - 19.05.2021, Qupperneq 27
MiðViKudAGuR 19. MAÍ 2021 27 Pennagrein „Hver vegur að heiman er vegur- inn heim,“ segir máltækið en þó kemur hann lítt að gagni til og frá nema hann sé þokkalega fær. um vegamál var allmikið rætt í Norðvesturkjördæmi fyrir síð- ustu sveitarstjórnarkosningar og ekki að tilefnislausu enda er í kjör- dæminu eitt hæsta hlutfall lands- ins af tengivegum á möl. undir- ritaður vildi frá byrjun kjörtíma- bils beita þekkingu sinni, reynslu og tengslum til þess að þoka mál- um áfram fyrir sitt eigið hérað og síðar svæðið í heild sinni. Á fyrsta sveitarstjórnarfundi að loknu sumarleyfi kosningaár- ið 2018, var samþykkt samhljóða tillaga undirritaðs, þess efnis að stofna starfshóp um samgöngu- mál, sem yrði sveitarstjórn inn- an handar varðandi tillögugerð og forgangsröðun í vegamálum. Í þessum hópi tóku sæti oddvit- ar beggja lista auk sveitarstjóra. Starfshópurinn tók til starfa strax í september 2018 og átti símafundi með hluta af þingmannahópi kjör- dæmisins og samgönguráðherra auk staðfunda með forsvarsmanni Vegagerðar ríkisins á Hvamms- tanga og svæðisstjóra sömu stofn- unar á Norðurlandi. Nokkrum vikum síðar eða á haustþingi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra í október 2018 var samþykkt stofnun samgöngu- og innviðanefndar SSNV. undir- ritaður hlaut stuðning og traust sveitarstjórnar Húnaþings vestra til að setjast í umrædda nefnd fyrir hönd Húnaþings vestra. Samgöngu- og innviðanefnd tók til starfa strax í desember 2018 og var starfið yfirgripsmikið. Fyr- ir voru tekin vega-, hafnar-, flug- vallar-, fjarskipta- og raforkumál. Gengið var rösklega til verks og skilaði nefndin af sér skýrslu og um leið tillögu að samgöngu- og inn- viðaáætlun SSNV á ársþinginu vor- ið 2019. Skýrslan og tillagan voru samþykkt samhljóða á þinginu og þar náðist þakkarverð eining og afgerandi niðurstaða. Niðurstaða varðandi vegamál var sú að tvær vegaframkvæmdir voru settar á odd- inn varðandi sameiginleg áherslu- mál sveitarfélaganna á Norður- landi vestra. Annars vegar upp- bygging syðri hluta Skagastrandar- vegar, sem nefnist Þverárfjallsvegur um Refasveit, ásamt nýrri brú yfir Laxá í Refasveit. Meginþungi þessa verkefnis var á áætlun seinni hluta fyrsta tímabils samgönguáætlunar, þ.e. 2023 og 2024 en í fyrra var tek- in ákvörðun um að flýta verkinu og fer það væntanlega í útboð á næstu dögum. Hins vegar var um að ræða uppbyggingu Vatnsnesvegar, sem lengi hefur verið baráttumál sveit- arstjórnar Húnaþings vestra og íbúa í kringum Vatnsnes. Að öðru leyti setti hvert sveitarfélag fyrir sig fram sínar áherslur varðandi for- gangsröð vegaframkvæmda. Þeg- ar samgönguráðherra lagði fram endurskoðaða samgönguáætlun á alþingi haustið 2019 var Vatnsnes- vegurinn kominn á áætlun, reynd- ar undir þeim formerkjum að mik- ill minnihluti fjármagnsins átti að koma á öðru tímabili áætlunarinnar en aukinn meirihluti fjármagnsins á þriðja tímabili. Samþykkti sam- göngunefnd alþingis og síðar meiri- hluti þingsins þessa tillögu ráðherra að endurskoðaðri áætlun. Engum blöðum er um það að fletta að stóru skrefin í þessari baráttu, þ.e. að ýta Skagastrandarvegi/Þverárfjallsvegi framar og koma Vatnsnesvegi inn á áætlun má öðrum þræði þakka slag- kraftinum sem kom í kjölfar þess að Skagastrandarvegur/Þverárfjalls- vegur og Vatnsnesvegur voru sam- þykktir sem sérstök forgangsverk- efni í samgöngu- og innviðaáætlun SSNV. Síðan Vatnsnesvegur komst inn á samgönguáætlun hefur undirritað- ur talað fyrir tvennu innan sveitar- stjórnar Húnaþings vestra, á þing- um SSNV, á þingmannafundum og fundum með embættismönnum Vegagerðar ríkisins. Annars vegar að fá Vatnsnesveginn færðan framar í samgönguáætlun og hins vegar að fá fjármagn úr tengivegapotti í milli- tíðinni til að byggja upp stutta kafla á hverju ári og nýta þannig tímann til að vinna í haginn þegar kemur að aðalframkvæmdinni. Þessi þrýst- ingur og samstaða sveitarstjórnar hefur skilað því að á þessu ári verð- ur farið í byggingu nýrrar brúar yfir Vesturhópshólaá í Vesturhópi og um leið uppbyggingu á veginum frá Þorfinnsstöðum og út fyrir nefnda á eða tæplega þriggja km kafli. Á næsta ári verður síðan farið í upp- byggingu fimm km kafla á Vatns- nesvegi að vestanverðu frá Kára- stöðum og út fyrir Ánastaði. ,,Stórfé! Hér dugar ei minna“ Einar Benediktsson skáld sagði í ljóði sínu Aldamót, sem hann gaf út fyrir aldamótin 1900, að þörf væri á stórfé til að byggja upp landið um og eftir þau aldamót. Þessi barátta fyrir bættum samgöngum á Norð- urlandi vestra um svokallaða tengi- vegi hefur leitt í ljós að hér dugar ei minna en stórfé og stórátak. Slíkt átak myndi væntanlega standa næsta áratuginn og án efa hafa jákvæð og góð áhrif bæði á daglega vegferð og velferð fólks vítt og breitt um hér- öð. undirritaður vill setja fram til- lögu þess efnis að þeim tengivega- potti, sem Vegagerð ríkisins hefur nú úr að moða og settar eru í tæp- lega kr. 1.000 milljónir árlega, verði skipt í tvennt, þ.e. tengivegapott i og tengivegapott ii. Tengivega- pottur i myndi standa undir upp- byggingu tengivega, sem auk inn- ansveitarumferðar og skólaaksturs innihéldi allnokkra ferðamannaum- ferð og þaðan af meira. Þennan pott þyrfti að tvöfalda með fjárframlög- um samtals kr. 2.000 milljónir ár- lega. Vegir sem fjármagnaðir væru úr þessum potti þyrfti að byggja vel upp í tvöfaldri breidd og leggja bundnu slitlagi. Tengivegapottur ii stæði síðan undir uppbyggingu á tengivegum, sem auk innansveitar- umferðar og skólaaksturs innihéldi nokkra ferðamannaumferð eða þaðan af minna. Þennan pott þyrfti að fjármagna með kr. 1.000 millj- ónum árlega. Vegir, sem fjármagn- aðir væru úr þessum potti, þyrftu að lagfærast eftir atvikum og yrðu síðan lagðir bundnu slitlagi í einni og hálfri breidd. Sumir þessara vega þarfnast í raun ekki mikilla lagfær- inga til að hægt sé að leggja á þá. Í ofangreindri tillögu er öðr- um þræði verið að koma með nýja nálgun á það stórverkefni, sem upp- bygging tengivega vissulega er, og flestir ef ekki allir eru sammála um að gangi fremur hægt fram. Í þessu efni er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að hér væri um tímabund- ið stórátak að ræða og einnig hitt að draga mundi hratt úr fjárþörf til viðhalds sömu vega s.s. ofaníburði, bleytingu, söltun og heflun. Það hefur sannarlega sitt að segja þegar allt kemur alls og verkefnið er gert upp að lokum. Magnús Magnússon Höf. er sveitarstjórnarfulltrúi og byggðarráðsmaður Húnaþings vestra, nefndarmaður í samgöngu- og inn- viðanefnd SSNV og frambjóðandi í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Norðvesturkjördæmi. Breiðafjörður er gjöful auðlind sem fólk hefur nýtt sér til lífsviðurværis um aldir og gerir enn. En auðlindir eru ekki gefin stærð né er það sjálf- gefið að það takist að skapa verð- mæti úr auðlindum landsins. Verð- mæti þeirra hvílir fyrst og fremst á því hversu vel tekst að nýta þær með sjálfbærum hætti. Þekking og framtak, fjármagn og rannsóknir, allt þetta og meira þarf til þannig að náttúruauðlind verði verðmæti og gagnist þjóðinni. Þetta á við um Breiðafjörð sem og allar aðrar nátt- úruauðlindir Íslendinga. Hin síðari ár hafa stjórnvöld og vaxandi hluti almennings lagt rík- ari áherslu en áður á verndun og friðun ýmissa náttúruauðlinda og áhugaverðra svæða. Þessi þróun er skiljanleg og líka réttmæt í mörgum tilvikum. Við eigum ávallt að ganga vel um umhverfið okkar og vernda viðkvæmar náttúruperlur. En á sama tíma hafa mörkin á milli þess hvað á að friða og hvað á að nýta orðið óljósari. Skiptar skoðanir um hálendisþjóðgarð og orkunýtingar- kosti bera þess enn fremur merki að lítil samstaða er um hvaða svæði nákvæmlega eigi að friða, hversu langt eigi að ganga, hvernig stýr- ingu friðaðra svæða skuli háttað og að hversu miklu leyti sjálfbær nýt- ing auðlinda á friðuðu svæði skuli vera heimiluð. Framtíð Breiðafjarðarnefndar Nýlegar tillögur Breiðafjarðarnefndar um ríkari vernd og stækkun verndar- svæðis Breiðafjarðar eru einnig þessu marki brenndar. En nefndin leggur til við umhverfisráðherra að Breiða- fjörður verði tilnefndur á lista Rams- arsvæða, að Breiðafjörður verði skil- greindur sem þjóðgarður í sjó og að Breiðafjörður verði tilnefndur á heims- minjaskrá uNESCO. Þá er lagt til að lög um verndarsvæðið verði endur- skoðuð og svæðið m.a. stækkað þann- ig að það nái yfir allan Breiðafjörð, frá Bjargtöngum að Öndverðarnesi. Íbú- ar við Breiðafjörð hafa gert fjölmarg- ar athugasemdir og sett fyrirvara við þessar tillögur sem og sveitarfélög og taka má undir margt af því sem þar kemur fram. Í stuttu máli er hægt að draga þessa gagnrýni íbúa saman í tvær lykilspurn- ingar: 1) Er þörf á frekari friðun og al- þjóðlegri skráningu með þeim skuld- bindingum sem því fylgir? 2) Eru til- lögurnar í þágu og á forsendum íbúa Breiðafjarðar? Þörfin Að mati Breiðafjarðarnefndar er möguleg fjölgun ferðamanna og auk- in ásókn í náttúruauðlindir svæðis- ins helstu rök fyrir sterkari og skýr- ari verndun Breiðafjarðar. Í greinar- gerð Breiðafjarðarnefndar er þess hins vegar ekki getið og engar upplýsing- ar að finna annars staðar að lífríki og umhverfi Breiðafjarðar stafi hætta af þeirri sjálfbæru auðlindarnýtingu sem þar er nú stunduð eða að átroðningur ferðamanna við hólma og sker sé slík- ur að í óefni stefni. Ætla má að hætt- an sem kann að steðja að fólki og um- hverfi vegna úreltrar ferju á undan- þágu sem siglir yfir Breiðafjörðinn sé mun alvarlegri. Sá galli er á greinargerð nefndarinn- ar að í henni ekki er fjallað um hvern- ig stýra eigi ferðamönnum á svæð- inu eða takmarka fjölda þeirra. Þá er ekki annað að sjá en markmiðið með formfastari og sterkari umgjörð frið- unar á svæðinu, t.d. með skráningu á lista Ramsarsvæðis og heimsminjaskrá uNESCO, sé beinlínis til að koma í veg fyrir frekari auðlindanýtingu á svæðinu eða hið minnsta takmarka hana eins og kostur er, án þess að að baki þeirri skoðun liggi hlutlæg vís- indaleg úttekt á umhverfinu og lífríki. Á meðan ekki er sýnt fram á með skýrum hætti þörfina fyrir frekari frið- unarráðstafanir við Breiðafjörð telst málið vanreifað og ekki tækt til frekari málsmeðferðar. Í þágu íbúa? Stofnun þjóðgarðs á tilteknu svæði getur sannanlega haft í för með sér samfélagslegan ávinning fyrir íbúa og sveitarfélög. undirbúningur og stofn- un þjóðgarðsins Snæfellsjökuls ber þess glöggt merki en í því máli, sem átti sér langan aðdraganda, reyndi mik- ið á góða samvinnu heimamanna og stjórnvalda. Í greinargerð Breiðafjarð- arnefndar er ekki vikið að efnahags- legum og samfélagslegum áhrifum af aukinni vernd með stofnun þjóðgarðs og skráningu samkvæmt alþjóðlegum stöðlum og skilmálum en mikil áhersla lögð engu að síður á fræðslu, sam- tal og samráð. Eftir stendur að mark- mið þjóðgarða er að tryggja aðgang og nýtingu út frá náttúruvernd. Eftir er að taka samfélagslega- og efnahags- lega þætti með í reikninginn. Jafnvel þótt tekið sé fram í friðlýs- ingarskilmálum að styrkja skuli byggð og atvinnustarfsemi er ljóst að slíkir skilmálar og friðun torvelda mjög alla innviðauppbyggingu og frekari verð- mætasköpun með kostnaðarsamri og tímafrekri stjórnsýslumálsmeðferð við mat á umhverfisáhrifum, leyfisveitinga og skipulagsbreytinga. Stjórnsýslu- hryllingurinn vegna veglagningar í Gufudalssveit er dæmi um hvað ber að varast í þessum efnum. Á réttum forsendum Í upphafi var þess hér getið að auð- lind er ekki gefin stærð heldur verður að nýta hana með skynsamlegum hætti til að hún teljist verðmæt. Íbúar við Breiðafjörð eiga að fá notið sérstöðu svæðisins og nálægðar við margvís- leg tækifæri sem Breiðafjörður hefur upp á að bjóða og kann að bjóða upp á til að búa til verðmæti úr þeim auð- lindum. Aðalatriðið er að jafnvægið á milli náttúrverndar og sjálfbærrar auð- lindanýtingar í Breiðafirði verði fund- ið út frá forsendum íbúa og byggða við Breiðafjörð. Ef það er haft að leið- arljósi má í besta falli líta á tillögur Breiðafjarðarnefndar sem innlegg inn í takmarkaðan anga málsins, þar sem meginmálið snýr að framtíð og tæki- færum íbúa Breiðafjarðar til að vaxa og dafna á sínum forsendum. Teitur Björn Einarsson Höfundur er lögmaður og sækist eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi Skynsamleg nýting eða miðstýrð friðun? Pennagrein Vegurinn að baki – vegurinn framundan Stórátaks er þörf í tengivegamálum

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.