Skessuhorn - 19.05.2021, Síða 28
MiðViKudAGuR 19. MAÍ 202128
Vörur og þjónusta
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
H P Pípulagnir ehf.
Alhliða pípulagnaþjónusta
Hilmir 820-3722
Páll 699-4067
hppipulagnir@gmail.com
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
8
Fyrir alla vigtun
Húsarafmagn
Töflusmíði
Iðnaðarrafmagn
Bátarafmagn
Bílarafmagn
RAFMAGN
vogir@vogir.is Sími 433-2202
VOGIR
Bílavogir
Kranavogir
Skeifuvogir
Pallvogir
Aflestrarhausar
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
• Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti
BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS
S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com
Vinnum fyrir öll tryggingafélög
Pennagrein
Pennagrein
Í rekstri sveitarfélaga koma oftar en
ekki upp hugmyndir og/eða vanda-
mál sem þarfnast ríkulegs skilnings,
stuðnings og oftar en ekki, skjótr-
ar úrlausnar, löggjafans og fjár-
veitingavaldsins. Eðli málsins sam-
kvæmt eru því sveitarstjórnarmenn
í reglulegum samskiptum við al-
þingismenn hvers kjördæmis.
Alþingismenn líkt og sveitar-
stjórnarmenn eru jafn ólíkir og þeir
eru margir. Áhugasviðið mismun-
andi og svo ræður pólitískur styrk-
leiki þeirra auðvitað nokkru hvers
þeir eru megnugir á þingi.
Nú eru brátt liðin 12 ár síðan ég
hlaut fyrst kjör sem bæjarfulltrúi
á Akranesi og hef ég síðan marga
fjöruna sopið í baráttu fyrir hags-
munum Akurnesinga og míns kjör-
dæmis.
Á undanförnum fimm árum hef-
ur Haraldur Benediktsson leitt lista
Sjálfstæðisflokksins í Norðvestur-
kjördæmi og í kjölfar góðs árangurs
í kosningum verið fyrsti þingmaður
kjördæmisins. Hann hefur á þess-
um árum skapað sér mikið traust
með störfum sínum sem í hans til-
felli nær langt út fyrir raðir Sjálf-
stæðisflokksins. Það hefur verið
auðvelt að ná sambandi við hann og
hann hefur alltaf brugðist skjótt við
þeim erindum sem honum berast.
Samstarf okkar bæjarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins við Harald hef-
ur verið ákaflega traust og saman
höfum við náð farsælli lausn í mörg-
um baráttumálum. Lausn sem ekki
hefur verið augljós við fyrstu sýn.
Af mörgu er að taka. Þar ber hæst
framganga hans til réttlátrar lausn-
ar í uppgjöri á lífeyrisskuldbinding-
um kaupstaðarins, fjármögnun end-
urbyggingar Faxabrautar, aukning
fjárveitinga af ýmsum toga til Heil-
brigðisstofnunar Vesturlands, bar-
átta fyrir byggingu Sundabrautar,
flýting á breikkun vegar um Kjal-
arnes, framlag til Þróunarfélags
Grundartanga tryggt svo einhver af
þeim verkefnum séu nefnd er upp
hafa komið og segja má að séu utan
þeirra venjubundinna verkefna er
snúa að starfi þingmanna.
Á næstu misserum bíða mörg
verkefni svo tryggja megi viðsnún-
ing í fjármálum hins opinbera í
kjölfar veirufaraldursins. Í þeirri
baráttu mun reyna á styrk Harald-
ar eftir áralanga reynslu hans í fjár-
laganefnd. Okkar bíða einnig þau
verkefni að tryggja betur ýmsa at-
vinnustarfsemi er tengist útsvar-
stekjum Akraneskaupstaðar. Þar
ber væntanlega hæst að tryggja
áframhaldandi starfsemi stóriðj-
unnar á Grundartanga og framþró-
un hennar. Því miður hefur ríkis-
stjórnin ekki getað tryggt þá starf-
semi á sama tíma og henni tókst
með álverið í Straumsvík.
Það er því mikið fagnaðarefni að
Haraldur hafi áfram gefið kost á
sér í oddvitasæti Sjálfstæðisflokks-
ins í Norðvesturkjördæmi. Það
gerði hann m.a. eftir áskoranir á
bæjarmálafundum hjá okkur Sjálf-
stæðismönnum á Akranesi. Ekki er
óeðlilegt að grípa til samlíkingar
úr íþróttum þegar ég segi að mað-
ur breytir ekki sigurliði. Þar þurfa
heildarhagsmunir íbúa kjördæmis-
ins að ráða. Mín skoðun er því sú
að framboðslisti Sjálfstæðisflokks-
ins er sigurstranglegastur undir
forystu Haraldar Benediktssonar.
Einar Brandsson
Höf. er bæjarfulltrúi á Akranesi
fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Ísland heldur toppsæti sínu sem
það Evrópuland þar sem hæst hlut-
fall heimila nýtir sér ljósleiðara-
tengingu til að uppfylla gagna-
flutningsþörf heimilisins. Þetta var
kynnt á fundi í síðustu viku þar sem
Fibre to the Home Council Europe
kynnti stöðuna í álfunni miðað við
september síðastliðinn. Í skýrslunni
sem tekur mið af stöðunni í sept-
ember 2020 nýttu 70,7% íslenskra
heimila sér ljósleiðaratengingu en
nálægt 90% heimila í landinu eru
ljósleiðaratengd. Í öðru sæti í nýt-
ingu þessarar öflugu tengingar var
Hvíta Rússland með 70,1% nýt-
ingu og í þriðja sæti Spánn með
62,6% nýtingu.
mm
Stundum er sagt í hálfkæringi að
það fyrsta sem hverfi í aðdrag-
anda kosninga séu staðreynd-
ir. Þetta rifjaðist upp á dögunum
þegar Sigurður ingi Jóhannsson
samgönguráðherra kynnti um síð-
ustu styrktarsamninga Fjarskipta-
sjóðs við sveitarfélög um ljósleið-
arauppbyggingu í dreifbýli.
Síðar á þessu ári og því næsta
lýkur því átakinu. Hafa þá 57
sveitarfélög hlotið styrki til teng-
ingar á 6.200 stöðum frá því að
verkefnið hófst árið 2016. Að auki
hafa sveitarfélög og íbúar hinna
dreifðu byggða komið að fjár-
mögnun verkefnisins. Á einung-
is fimm árum hefur átakið fært
dreifbýli á Íslandi frá því að vera
með afleita nettengingu í teng-
ingu eins og þær gerast bestar.
Að auki stóðst verkefnið áætlanir
um kostnað og tíma þrátt fyrir að
umfangið hafi orðið 60% meira
en áætlað var í upphafi. Því mið-
ur eru það ekki algengar fréttir í
opinberum framkvæmdum.
Þrátt fyrir að verkefninu sé ekki
að fullu lokið er þegar komið í ljós
hversu stórstígar framfarir verða
með þessu átaki í hinum dreifðu
byggðum. Allir þekkja reynsluna
úr Covid-19 faraldrinum þegar
fólk gat tekið vinnuna með sér
heim án fyrirvara. Í rannsókn sem
Vífill Karlsson hagfræðingur hefur
nýverið birt koma fram fjölmarg-
ir jákvæðir þættir í kjölfar ljóð-
leiðaravæðingarinnar og má þarf
nefna meira atvinnuöryggi, hærri
launatekjur, meira atvinnuúrval,
hagfelldara vistspor, bætt aðgengi
að menntun og menningu og um-
fram allt hefur byggðafesta aukist á
þeim svæðum sem styrkjanna hafa
notið. Allt eru þetta atriði sem fáir
hefðu talið sig geta séð gerast fyrir
örfáum árum síðan.
Eins og áður sagði hófst verk-
efnið árið 2016 í ráðherratíð Ólaf-
ar Nordal en undirbúningur 2014
í tíð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur
í innanríkisráðuneytinu. Ólöf fól
Haraldi Benediktssyni að stjórna
verkefninu fyrir hönd stjórnvalda
og hefur hann leyst það afar vel af
hendi og tekist að skapa pólitíska
sátt um það þannig að mikill sómi
er að. Hann hefur jafnframt viðr-
að hugmyndir um hvort hægt sé að
nýta verklagið við ljósleiðaravæð-
inguna í átak til fleiri verkefna eins
og lækkunar húshitunarkostnaðar
í dreifbýli og lagningu tengivega.
Vonandi verða þær hugmyndir
að veruleika auk þess sem einnig
verði ráðist í sambærilegt átak við
ljósleiðaravæðingar smærri þétt-
býlisstaða.
Hér hafa verið nefndar stað-
reyndir í sögu þessa átaks. Á
kynningarfundi Sigurðar inga
sem nefndur var í upphafi þessar-
ar greinar taldi hann sig hins vegar
upphafsmann átaksins. Það stað-
festir sem fyrr var nefnt að reynt
sé að breyta staðreyndum í að-
draganda kosninga. Sigurður ingi
og Framsóknarmenn munu hvorki
skreyta sig né fljúga langt á stoln-
um fjöðrum þessa máls. Svo vel
þekkja menn forsögu þess.
Halldór Jónsson
Höfundur er áhugamaður um
byggð í landinu öllu
Ísland í fararbroddi í nýtingu
ljósleiðara í Evrópu
Veldur hver á heldur
Framsókn
reynir að
fljúga með
stolnum
fjöðrum