Morgunblaðið - 21.01.2021, Side 1

Morgunblaðið - 21.01.2021, Side 1
F I M M T U D A G U R 2 1. J A N Ú A R 2 0 2 1 Stofnað 1913  17. tölublað  109. árgangur  G-VÍTAMÍN FYRIR GEÐ- HEILSUNA GRÁTLEGT TAP GEGN SVISS FRAMLEIÐSL- AN KOMIN Á GÓÐAN SPÖL HM Í HANDBOLTA 60-61 NÝ GRÓÐRARSTÖÐ 18DAGLEGT LÍF 16 EITTHVAÐ FYRIR ALLA Í NETTÓ! Grísasteik Fyllt með beikoni og döðlum 1.379KR/KG ÁÐUR: 2.299 KR/KG Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 21. 24. janúar Lítill þorrabakki 4 tegundir 1.999KR/PK Græn epli 199KR/KG ÁÐUR: 398 KR/KG -40% -50% Helgi Bjarnason Veronika Steinunn Magnúsdóttir Kaupfélag Skagfirðinga hefur ákveðið að framlengja fram yfir páska matvælaaðstoð við þá sem eiga í erfiðleikum vegna atvinnu- missis af völdum kórónuveirufarald- ursins. „Samstarfið við hjálparstofnanir gekk vel á síðasta ári og þörfin er enn mikil, atvinnuleysi er mikið og ekkert farið að breytast í þeim efn- um enn þá. Niðurstaða okkar var, eftir að hafa rætt við hjálparstofn- anir og fleiri sem til þekkja, að það væri skynsamlegt að halda þessu samstarfi áfram,“ segir Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri KS. KS og dótturfyrirtæki þess eru með fjölbreytta matvælaframleiðslu. Ákváðu stjórnendur fyrirtækisins að útvega hjálparstofnunum sem veita matvælaaðstoð matvæli síðustu mánuði ársins. Hjálpaði það þeim við jólaúthlutanir í desember. Upphaf- lega var reiknað með 40 þúsund mál- tíðum en niðurstaðan varð sú að Kaupfélagið gaf um 90 þúsund mál- tíðir. Samkomulag hefur verið gert við fjórar helstu hjálparstofnanir lands- ins um úthlutun matvælanna og verður fyrirkomulagið það sama og fyrir jólin. Ásgerður Jóna Flosadóttir, for- maður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir að þörfin fyrir mataraðstoð sé enn mjög mikil. Margir hafi sam- band. Fólkið hafi ekki fjármuni til matar- og lyfjakaupa. „Við munum geta brúað bilið eins og mögulegt er með aðstoð KS,“ segir Ásgerður. Mikil þörf fyrir aðstoð  KS og dótturfyrirtæki framlengja fram yfir páska matar- aðstoð til þeirra sem eiga í vanda vegna atvinnumissis MMataraðstoð »4 Sumir fisk- stofnar hafa stækkað og auk- ið útbreiðslu- svæði sín á síð- ustu árum, en aðrir komist að þolmörkum, seg- ir Sigurður Guð- jónsson, forstjóri Hafrannsókna- stofnunar, í við- tali við Morgunblaðið. „Þó svo að sjórinn sé kaldari núna en hann var fyrir tveimur ár- um og áratuginn þar á undan erum við á ýmsan hátt í umhverfi sem við höfum aldrei séð áður,“ segir Sig- urður. Vonast er til að nýtt rannsókna- skip verði tekið í notkun 2023 og er áætlað að kostnaður við smíði þess verði allt að 5,6 milljarðar. Staða forstjóra Hafró var nýlega auglýst laus til umsóknar. Sigurður hefur gegnt starfinu sl. 5 ár og seg- ist tilbúinn að leiða stofnunina áfram. Segist hann vera meðal um- sækjenda um stöðuna, sem sjáv- arútvegsráðherra skipar í. »28-30 Umhverfi sem við höfum aldrei séð Sigurður Guðjónsson  Vill leiða starfsemi Hafró áfram Össur Skarphéðinsson telur gríð- arleg tækifæri felast í auknum sam- skiptum nágrannalandanna Íslands og Grænlands. Hagsmunir landanna fari saman á ótal sviðum, en þau hafi mikinn, gagnkvæman ávinning af auknum og dýpri tengslum en verið hefur. Þetta er meðal þess, sem fram kemur í viðtali við Össur í Morg- unblaðinu í dag, en hann var formað- ur Grænlandsnefndar, sem Guð- laugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skipaði til þess að greina samskipti landanna og gera tillögur um framtíðarsamskiptin á breyttum norðurslóðum. Skýrslan kemur út í dag. Þar koma fram nær 100 tillögur um aukna samvinnu á fjölmörgum sviðum, sem kynntar verða nánar á fundi síðdegis. »22 og 24 Morgunblaðið/Eggert Vígreifur Össur Skarphéðinsson í viðtali um samskiptin við Grænland. Gríðarleg tækifæri á Grænlandi Joe Biden sór í gær embættiseið sinn sem 46. for- seti Bandaríkjanna við hátíðlega athöfn við bandaríska þinghúsið í Washington-borg. Hét Biden því í innsetningarræðu sinni að vinna að einingu í stað þeirrar sundrungar sem hafi einkennt bandarísk stjórnmál um skeið. Sagði Biden meðal annars að Bandaríkin myndu „gera við“ bandalög sín og að þau yrðu leiðandi afl í alþjóðamálum með góðu fordæmi. »34 AFP Kallar eftir einingu allra Bandaríkjamanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.