Morgunblaðið - 21.01.2021, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2021
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Bílaleigubílum á skrá hjá Sam-
göngustofu hefur á einu ári fækkað
um 5.500, eða 24%. Í svari Sam-
göngustofu við fyrirspurn Morgun-
blaðsins segir að í lok árs 2019 hafi
23.265 ökutæki verið skráð, en í lok
ársins 2020 hafði þeim fækkað nið-
ur í 17.794. Ástæðan er samdráttur
í komu ferðamanna vegna kórón-
uveirufaraldursins.
Bílaleigum fækkaði einnig á
tímabilinu. Í byrjun árs 2019 voru
135 ökutækjaleigur með leyfi í
gildi, en í desember sl. voru gild
leyfi 86. Það er fækkun um 49.
„Ég held að þetta verði ekki auð-
velt ár og það verði enginn ferða-
mannastraumur að neinu ráði fyrr
en í fyrsta lagi síðsumars,“ segir
Steingrímur Birgisson, forstjóri
Bílaleigu Akureyrar.
Eins og fram kom í Viðskipta-
Mogganum í gær búa hótelin sig nú
undir „Íslendingasumar“ á ný. Það
sama virðist vera uppi á teningnum
með bílaleigufyrirtækin. Óvissa er
með komu erlendra ferðamanna. Á
haustmánuðum vonuðust margir
eftir að ferðamenn yrðu nálægt 800
þúsund. Í dag hafa þær vonir held-
ur dvínað. „Við verðum góð að ná 5-
600 þúsund,“ segir Steingrímur.
Hann segir að hlutirnir geti verið
fljótir að breytast ef vel gengur að
bólusetja.
Spurður hvernig fyrirtækið sé í
stakk búið til að mæta áframhald-
andi þrengingum segir Steingrím-
ur að búið sé að skala félagið tölu-
vert niður, sérstaklega hvað
bílaflota og starfsmannahald varð-
ar. „Við mokum okkur í gegn en
auðvitað er þetta þungur rekstur.“
Aðspurður segir Steingrímur að
fyrirtækið hafi ekki tekið ný lán til
að bregðast við ástandinu. Það hafi
hins vegar nýtt úrræði varðandi
frestanir á afborgunum lána.
Steingrímur segir að fyrirtækið
flýti sér hægt í endurnýjun bílaflot-
ans við þessar aðstæður.
Hittast mánaðarlega
Ísland er góður áfangastaður
fyrir ferðamenn að mati Stein-
gríms. Landið hafi margt til að
bera í núverandi ástandi. Hér sé
víðerni, fámenni, gott pláss og gott
heilbrigðiskerfi. „Þegar allt fer í
gang tel ég að við verðum einn af
fyrstu valkostunum sem áfanga-
staður.“
Þorsteinn Þorgeirsson, fram-
kvæmdastjóri bifreiðasviðs bíla-
leigunnar Avis og nefndarmaður í
bílaleigunefnd Samtaka ferðaþjón-
ustunnar, lýsir stöðunni á svipaðan
hátt og Steingrímur. „Við sjáum
ekki að það rætist úr neinu fyrr en
mögulega seint í sumar.“
Þorsteinn segir nefndina hittast
mánaðarlega til að fara yfir stöð-
una, og hún sé svipuð alls staðar.
Spurður um stöðuna hjá Avis segir
hann að búið sé að skera mikið nið-
ur, en reynt sé að halda í einhverja
þekkingu eins og hann orðar það.
Hann segir að félagið sé varla
svipur hjá sjón, hvað starfsmanna-
fjölda varðar.
Aðspurður segir hann að bílafloti
Avis telji þrjú þúsund bíla, en þeir
voru fjögur þúsund þegar mest lét.
Leigum og bílum fækkað mikið
Bílaleigurnar búast ekki við ferðamönnum að neinu ráði fyrr en síðsumars Flýta sér hægt í endur-
nýjun bílaflotans Ísland er talinn góður staður fyrir ferðamenn þegar rofar til í veirufaraldrinum
Steingrímur
Birgisson
Þorsteinn
Þorgeirsson
Auðkenni hefur þróað smáforrit
(app) sem er rafræn skilríki. Það er
komið í Google Play Store og Apple
App Store, sjá app.audkenni.is.
Þjónustuaðilar eru að undirbúa
stuðning við appið og þeir fyrstu
opna fljótlega fyrir notkun þess.
Morgunblaðið heyrði af manni
sem keypti sér síma sem notar raf-
rænt símakort (eSIM) í stað þess að
vera með hefðbundið SIM-kort.
Hann gat ekki fengið rafræn skilríki
í símann.
Haraldur A. Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Auðkennis, sagði
miklar kröfur gerðar til útgefenda
rafrænna skilríkja varðandi
geymslustað þeirra. Búnaðurinn
þarf að vera vott-
aður og uppfylla
ýmsar kröfur
sem hefðbundin
SIM-kort gera.
„eSIM er á
búnaði í símanum
sjálfum sem upp-
fyllir ekki þær
kröfur sem Evr-
ópusambandið
gerir til búnaðar
fyrir skilríkin. Það er vandamálið og
því er ekki hægt að gefa út rafræn
skilríki fyrir eSIM, að minnsta kosti
ekki enn sem komið er,“ sagði Har-
aldur.
Hann sagði að nýja auðkennis-
appið Auðkenni gæti verið lausn fyr-
ir þá sem eru með eSIM-síma eða
geta ekki notað hefðbundin rafræn
skilríki með auðveldum hætti. Það á
t.d. við um Íslendinga sem búa er-
lendis og eru með erlend símanúmer
og eins sjómenn sem starfa utan
símasambands á Íslandi en eru í net-
sambandi.
Hægt er að hlaða smáforritinu
niður í snjalltæki og skrá sig. Þjón-
ustuveitendur þurfa að innleiða
stuðning við appið svo hægt sé að
nota þetta nýja rafræna skilríki líkt
og rafræn skilríki sem þegar eru til.
Þau eru t.d. geymd á hefðbundnum
SIM-kortum og sérstökum auðkenn-
iskortum. gudni@mbl.is
Auðkenni hefur gefið út smá-
forrit fyrir rafræn skilríki
Þjónustuaðilar eru að undirbúa stuðning við nýja appið
Haraldur A.
Bjarnason
Meirihluti framkvæmda- og hafn-
arráðs Vestmannaeyja hefur sam-
þykkt að óska eftir afstöðu Minja-
stofnunar til þess að vélbátnum
Blátindi verði fargað en báturinn
er friðaður samkvæmt lögum um
menningarminjar.
Blátindur var smíðaður í Eyjum
1947 og var samfellt í útgerð til árs-
ins 1992. Hann var endurgerður að
frumkvæði áhugamannafélags og
komið fyrir við Skansinn 2018.
Landfestar bátsins slitnuðu í óveðri
í febrúar á síðasta ári og hann sökk
síðan inni í höfninni en náðist aftur
á þurrt mikið skemmdur.
Í skýrslu, sem lá fyrir fundi ráðs-
ins í vikunni, er áætlað að kostn-
aður við að koma Blátindi í sýning-
arhæft ástand sé ekki undir
hundrað milljónum króna og mun
dýrara yrði að gera hann sigl-
ingahæfan. Fram kemur að verkið
sé sérhæft og efniviður dýr og illfá-
anlegur. Kostnaður við að farga
bátnum er áætlaður um fimm millj-
ónir króna.
Of dýrt að endur-
byggja Blátind
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Sökk Blátindur sökk í Vestmannaeyjahöfn
í óveðri sem gekk yfir Eyjar í febrúar sl.
freðsdóttir menntamálaráðherra, Dagur B. Egg-
ertsson borgarstjóri og fleiri gestir skoðuðu sýn-
inguna Kolgrafarvík kemur í bæinn. Hér skoðar
Hrafn Jökulsson fékk góða heimsókn í Pakk-
húsið við Miðbakkann í Reykjavík í gær þegar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Lilja Al-
Katrín myndir en í húsinu söfnuðu Hrafn og Ver-
aldarvinir saman rusli sem tínt var á strand-
lengjunni í Kolgrafarvík á Ströndum í fyrra.
Morgunblaðið/Eggert
Skoðuðu rusl og myndir úr Kolgrafarvík
40-50%
AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SKÓM
ÚTSALA
ENN MEIRI AFSLÁTTUR!
SMÁRALIND - KRINGLAN - SKÓR.IS