Morgunblaðið - 21.01.2021, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 21.01.2021, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2021 10-60% AFSLÁTTUR ÚTSALAN ER Í FULLUMGANGI SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS Fæst í verslunum okkar á Selfossi og í Ármúla 42 NÝ ÍSLENSK GLÆPASAGA Anna Ólafsdóttir Björnsson ir og verður haft til taks meðan óvissa ríkir um framhaldið. Þrátt fyrir vegalokanir und- anfarna daga skortir Siglfirðinga ekki helstu nauðsynjar. Bærinn er vel birgur, en björgunarsveitarmenn fóru á móti póstinum þannig að lyfjasendingar komust til bæjarins. Pattstaða í augnablikinu „Það er hálfgerð pattstaða akk- úrat núna,“ sagði lögregluþjónninn Hermann Karlsson í samtali við mbl.is frá aðgerðastjórn almanna- varna á Akureyri. „Við sjáum núna hvernig nóttin verður og tökum stöðuna aftur í fyrramálið.“ Her- mann. segir að öll samskipti við íbúa hafi verið til fyrirmyndar og þeir hafi allir tekið fyrirmælum um að yf- irgefa heimili sín vegna snjóflóða- hættunnar vel. Veðurspár gera ráð fyrir áfram- haldandi úrkomu á svæðinu og óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Tröllaskaga. Vonskuveður og ófærð Vonskuveður hefur verið á Trölla- skaga síðustu daga og ófært til Siglufjarðar. Þá er vegurinn um Ólafsfjarðarmúla lokaður, en þar hafa fallið snjóflóð. Af þeim sökum var aðstoðar Landhelgisgæslunnar óskað og er varðskipið Týr á leiðinni norður fyr- Aðgerðastjórn almannavarna á Ak- ureyri var virkjuð eftir að snjóflóð féll á skíðasvæðinu í Skarðsdal við Siglufjörð í gærmorgun, en engan sakaði þótt tjón væri nokkuð. „Eftir því sem ég best veit slokkn- aði á eftirlitsmyndavél um hálfníu í morgun, þannig að þetta hefur gerst í morgun. Við vitum svo sem ekki mikið um tjón, en við vitum að skíða- skálinn er farinn,“ sagði Elías Pét- ursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, í samtali við mbl.is í gær. Snjóflóðið fór auk skíðaskálans á áhaldageymslu og snjótroðara þar á svæðinu, en skíðaskálinn fór af grunninum. Tjón af völdum snjó- flóðsins er því talið verulegt, en til allrar mildi var svæðið mannlaust þegar það féll. Vegna hættu á frekari snjóflóðum voru níu hús á Siglufirði rýmd og þurftu liðlega tuttugu manns að leita annað af þeim sökum, en allir áttu þeir í önnur hús að venda hjá vinum eða ættingjum. Ljósmynd úr Matrice 300 RTK-dróna/Sigurður Þór Helgason Siglufjörður Stórtjón varð á mannvirkjum á skíðasvæðinu í Skarðsdal eftir snjóflóð í gærmorgun. Snjóflóðahætta á Siglu- firði og vegir tepptir  Aðgerðastjórn virkjuð á Akureyri vegna snjóflóðsins Morgunblaðið/Margrét Þóra Aðgerðastjórn Hermann Karlsson hjá almannavörnum á Akureyri. Helgi Bjarnason Veronika Steinunn Magnúsdóttir Kaupfélag Skagfirðinga hefur ákveðið að framlengja fram yfir páska matvælaaðstoð við þá sem eiga í erfiðleikum vegna atvinnu- missis af völdum kórónuveirufarald- ursins. „Við erum afskaplega þakklát fyr- ir áframhaldandi stuðning frá KS og sjáum fyrir okkur að geta aðstoðað hluta af þeim fjölmörgu sem hafa úr litlu að spila,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskyldu- hjálpar Íslands. Kaupfélag Skagfirðinga og dótt- urfélög þess í matvælaframleiðslu útveguðu mat í um 90 þúsund mál- tíðir síðustu mánuði nýliðins árs sem hjálparstofnanir dreifðu. „Kaup- félagið er stór matvælaframleiðandi á íslenskan mælikvarða og með fjöl- breytta framleiðslu. Samstarfið við hjálparstofnanir gekk vel á síðasta ári og þörfin er enn mikil, atvinnu- leysi er mikið og ekkert farið að breytast í þeim efnum enn þá. Nið- urstaða okkar var, eftir að hafa rætt við hjálparstofnanir og fleiri sem til þekkja, að það væri skynsamlegt að halda þessu samstarfi áfram fram- yfir páska,“ segir Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri KS. Samkomulag hefur verið gert við hjálparstofnanir um áframhaldandi dreifingu matvæla frá kaupfélaginu. Þórólfur segir að sama fyrirkomulag verði viðhaft og var fyrir jólin. Þórólfur segir að ekki hafi verið áætlað hversu margar máltíðir KS muni útvega í þessari umferð. Það verði að ráðast af þörfinni. Nefnir hann í því sambandi að þörfin á síð- ustu mánuðum liðins árs hafi orðið mun meiri en reiknað var með fyrir fram. Matargjöfin hjálpar mikið til Hjálparstofnanirnar eru Fjöl- skylduhjálp Íslands, Hjálparstofnun kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Þær hafa látið þessi mál mest til sín taka. Þórólfur segir að reynt verði að aðstoða aðila sem veita mataraðstoð á öðrum stöðum eftir því sem þarf. „Þetta hjálpar gríðarlega mikið til. Ég hugsa til desembermánaðar og get ekki ímyndað mér hvernig hefði átt að hjálpa öllu þessu fólki ef ekki hefði komið til matargjöf KS,“ segir Ásgerður Jóna. Hún segir Fjölskylduhjálpina hafa aðstoðað yfir 2.000 heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Reykjanesi fyrir jólin. Síðan hafi ein matarúthlutun verið þar sem 300 heimili hafi fengið aðstoð og önnur sé fyrirhuguð síðar í janúar. Þörfin sé enn mjög mikil. Segir Ásgerður að mikið sé hringt og fólk komi. Það hafi ekki fjármuni til matar- og lyfjakaupa. „Við munum geta brúað bilið eins og mögulegt er með aðstoð KS,“ segir Ásgerður Jóna ennfremur. Fjölgað um 150 frá því í fyrra Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur þiggur aðstoð frá Kaupfélagi Skag- firðinga og aðstoðaði um 450 heimili með matargjöfum á þriðjudag og í gær, miðvikudag, að sögn Önnu H. Pétursdóttur, formanns samtak- anna. Að hennar mati hefur heim- ilum sem þiggja aðstoð fjölgað um 150 síðan á sama tíma í fyrra.. „Það hefur orðið mikil aukning hjá okkur, það var brjálað að gera í gær og í dag [í fyrradag og í gær],“ segir Anna. Segir hún að mikið sé um nýtt fólk, sem kom nokkuð á óvart. Fólk af ís- lenskum og erlendum uppruna sækja í aðstoðina, ungir sem aldnir, en einnig eru dæmi um að fólk komi sem á ekki rétt á aðstoð samkvæmt skilyrðum samtakanna. „Það er líka fólk sem kemur til okkar og heldur að það sé hægt að fá frían mat, en er samt með tekjur yfir viðmiðunar- mörkum. Það er bara sent í burtu,“ segir Anna en skila þarf skattafram- tali sem sýnir fram á að tekjurnar séu undir viðmiðunarmörkunum, sjö milljónum á ári. „Fjöldinn sem uppfyllir þessi skil- yrði og er að þiggja aðstoð hjá okkur gefur því ágætis mynd af aðstæðum í samfélaginu,“ segir Anna en auðséð en atvinnuleysi hefur aukist vegna faraldursins. Sjálfboðaliðar samtak- anna hafa verið önnum kafnir, enda heldur starfsemin velli allt árið. „Það eru svo margir einstaklingar sem eru að styrkja okkur og síðan er margt um stóra styrki. Við erum mjög þakklát fyrir alla styrkina sem við erum að fá, þetta bjargar okkur alveg,“ segir Anna. Mataraðstoð fram yfir páska  Kaupfélag Skagfirðinga heldur áfram aðstoð sinni við hjálparstofnanir  Útveguðu mat í um 90.000 máltíðir á síðustu mánuðum síðasta árs  Ásgerður Jóna segir þörfina á mataraðstoð enn vera mikla Morgunblaðið/Árni Sæberg Aðstoð Kaupfélag Skagfirðinga og dótturfyrirtæki hafa veitt hjálparstofn- unum aðstoð í formi matargjafa að undanförnu og munu halda því áfram. Hjá embætti landlæknis er verið að leggja lokahönd á raf- ræna lausn sem gerir fólki kleift að sækja sér bólusetningar- vottorð á síðunni heilsuvera.is. Stefnt er að því að þetta verði mögulegt frá og með deginum í dag, segir í tilkynningu heilbrigðisráðu- neytisins frá í gær. Vottorðið verður að efni og útliti í samræmi við fyrirliggjandi evr- ópska staðla og alþjóðlega bólusetn- ingarskírteinið. Markmiðið er að greiða för fólks milli landa, þannig að einstaklingar geti framvísað bóluefnavottorði á landamærum og séu þá undanþegnir sóttvarnaráð- stöfunum vegna Covid-19 í samræmi við reglur hlutaðeigandi lands. Heilbrigðisráðherra ákvað nýver- ið að bólusetningarvottorð, sem upp- fylla leiðbeiningar sóttvarnalæknis og eru gefin út í EES/EFTA-ríki, verði tekin gild á landamærum Ís- lands. Þeir sem framvísa slíku vott- orði eru undanþegnir opinberum sóttvarnaráðstöfunum á landamær- um og er þannig ekki skylt að fara í sýnatöku við landamæri. Þeir sem ekki geta nýtt sér Heilsuveru til að sækja sér rafrænt bólusetningarvottorð geta fengið vottorð hjá heilsugæslunni um að þeir séu fullbólusettir. Bólusetningarvottorð fyrir flugferðir Bólusettir geta fengið vottorð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.