Morgunblaðið - 21.01.2021, Side 6

Morgunblaðið - 21.01.2021, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2021 Skipholti 3 – Sími 552 0775 – erna.is Mikið af fallegum úrum frá Pierre Lannier á 30-50% afslætti Sími 551 8588 • skartgripirogur.is Bankastræti 12, sími 551 4007 skartgripirogur.is ERNA GULL- OG SILFURSMIÐJA Guðni Einarsson gudni@mbl.is Kórónuveirufaraldurinn hafði tals- verð áhrif á fjölda þeirra sem sóttu hér um alþjóðlega vernd í fyrra, að sögn Útlendingastofnunar. Um- sóknir um alþjóðlega vernd 2020 voru 654 eða fjórðungi færri en 2019. Mikið dró úr fjölda umsókna þegar teknar voru upp ferðatak- markanir fyrir ríkisborgara þriðju ríkja, eins og sést á skýring- armyndinni. Aðgerðirnar höfðu mikil áhrif á flugumferð til lands- ins. Útlendingastofnun segir að sam- bærilegar aðgerðir annars staðar á Norðurlöndunum hafi leitt til þess að í Danmörku, Noregi og Svíþjóð fækkaði umsóknum um vernd um 40% og í Finnlandi fækkaði þeim um 25% í fyrra líkt og hér á landi. Umsóknir um alþjóðlega vernd voru hlutfallslega flestar hér af norrænu þjóðunum árið 2020 líkt og einnig var 2019. Hér voru 18 umsóknir á hverja tíu þúsund íbúa en hlutfalllega fæstar umsóknir voru í Danmörku og Noregi eða þrjár á hverja tíu þúsund íbúa. Helmingur var með vernd Umsækjendur um vernd hér á landi í fyrra voru frá 52 þjóð- löndum. Einungis 6% umsókna komu frá ríkisborgurum ríkja á lista yfir örugg upprunaríki. Slíkar umsóknir hafa ekki verið færri undanfarin ár. „Umsóknir frá einstaklingum sem þegar nutu verndar í öðru Evrópuríki voru helmingur allra umsókna og fjölgaði um rúman helming milli ára, úr 202 í 331. Langflestir þeirra höfðu fengið vernd á Grikklandi eða um þrír af hverjum fjórum,“ segir í frétt Út- lendingastofnunar. Framan af árinu 2020 voru ríkis- borgarar Venesúela fjölmennasti hópur umsækjenda. Þeim fækkaði mikið eftir innleiðingu ferðatak- markana í mars. Þegar leið á árið voru stærstu hópar umsækjenda frá Palestínu, Írak og Venesúela. Tóku 825 ákvarðanir Útlendingastofnun tók 825 ákvarðanir vegna umsókna um al- þjóðlega vernd 2020. Þær vörðuðu 766 einstaklinga en í 56 málum var tekin fleiri en ein ákvörðun. Til viðbótar drógu 79 ein- staklingar umsókn sína til baka eða hurfu frá henni. 140 manns var synjað um efnislega meðferð umsóknar, 52 á grundvelli Dyfl- innarreglugerðarinnar og 88 vegna þess að þeir nutu verndar í öðru Evrópuríki. Hlutfallslega flestar umsóknir  Hlutfall umsækjenda um vernd hér 2020 var 18 á hverja 10.000 íbúa  Hvergi hærra á Norðurlöndum  Kórónuveirufaraldurinn dró úr fjölda umsækjenda Örugg upprunaríki Með vernd í öðru ríki Venesúela Annað Karlar 55% Konur 20% Drengir 13% Stúlkur 12% Palestína 122 Írak 115 Venesúela 104 Sýrland 60 Sómalía 44 Annað 209 Heimild: ÚtlendingastofnunUmsóknir um alþjóðlega vernd árið 2020 Fjöldi umsókna 2017 til 2020 Samsetning umsækjenda 2019 og 2020 Fjöldi umsókna um alþjóðlega vernd árið 2020 Fjöldi umsókna um vernd á hverja 10.000 íbúa Þjóðerni umsækjenda Skipting eftir kyni og aldri 20 15 10 5 0 Noregur Danmörk* Finnland* Svíþjóð Ísland 1.387 1.631 3.410 12.991 654Fjöldi umsókna: 3 3 6 13 18 40 30 20 10 0 *Tölur eru frá desember 2019 til nóvember 2020 þar sem fjöldi umsókna í desember 2020 hefur ekki verið birtur 2017 2018 2019 2020 jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. 20. MARS Innleiðing ferðatakmarkana 15. JÚNÍ Skimanir á landamærum hófust 1.096 800 866 654 28% 39% 16% 21% 51% 23% 6% 17% 2020 2019 Ekki hefur verið tekin ákvörðun um lengingu bótatímabils atvinnuleys- isbóta en það mál er í sífelldri skoðun í félagsmálaráðuneytinu. Þetta kem- ur fram í svari Grétars Sveins Theo- dórssonar upplýsingafulltrúa ráðu- neytisins við fyrirspurn blaðsins. Bent er á í svarinu að fyrir síðustu jól voru bætur hækkaðar, þar sem óskertar grunnbætur voru hækkaðar um 3,6%, ásamt viðbótarálagi vegna Covid-19-faraldursins upp á 2,5%, og nemur heildarhækkunin því 6,1%. Einnig var hækkun greiðslna sem fylgja börnum atvinnulausra fram- lengt út árið 2021. Þá hafi tekjutengt tímabil atvinnuleysisbóta verið lengt úr þremur mánuðum í sex og tugþús- undir einstaklinga hafi einnig nýtt sér hlutabótaleiðina. „Ráðuneytið fylgist vel með fram- vindu faraldursins og stöðunni á vinnumarkaði og þegar kemur að lengingu bótatímabils þá er það mál í sífelldri skoðun í ráðuneytinu. Ráðu- neytið hefur verið í mjög þéttu sam- tali og samstarfi við félagsþjónustu sveitarfélaga og fundar mjög reglu- lega með félagsþjónustu sveitar- félaga. Að svo stöddu hefur ekki verið tek- in ákvörðun um lengingu [á] því tímabili sem einstaklingur hefur rétt á atvinnuleysisbótum en rétt er að ítreka að málið verður áfram í skoð- un innan ráðuneytisins,“ segir í svari ráðuneytisins. omfr@mbl.is Bótatím- inn er til skoðunar  Ekki ákveðið hvort tímabilið verður lengt Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Við erum bara með reglugerð sem er í gangi. Það eru engin sérstök áform uppi um að breyta henni eitt- hvað eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Fá kórónuveirusmit hafa greinst innanlands síð- ustu daga, tvö á þriðjudag rétt eins og daginn áður en Þórólfur telur ekki tíma- bært að slaka á aðgerðum innan- lands þrátt fyrir fá smit síðustu daga. Reglugerðin sem nú er í gildi kveður á um 20 manna samkomu- bann, takmarkanir á ýmissi starf- semi og fleira. Hún tók gildi 13. jan- úar síðastliðinn og gildir til 17. febrúar næstkomandi. „Það er alltaf verið að spá í það hvort það eigi að fara í [tilslakanir] fyrr eða ekki. Við erum að reyna að vinna tíma með því að ná bólusetn- ingunum og halda þessu ástandi góðu þangað til við náum að bólu- setja marga. Auðvitað tekur það ein- hvern tíma en þetta helst í hendur,“ segir Þórólfur og bætir við: „Við þurfum líka að sjá hvaða áhrif síð- ustu tilslakanir hafa. Það er alltaf talað um að það taki eina til tvær vikur að sjá árangurinn af þeirri breytingu.“ Vika er síðan tilslakanirnar tóku gildi. Spurður hvort þær aðgerðir sem nú eru í samfélaginu hafi borið árangur, þegar litið er til síðastlið- innar viku, segir Þórólfur: „Já, ég held það og það er ánægjulegt út af fyrir sig. En það er fljótt að breytast og reglugerðin er bara í gildi.“ Einstaklingum í sóttkví fjölgaði úr 149 í 247 frá mánudegi til þriðjudags eða um 66% þrátt fyrir að einungis hafi tvö kórónuveirusmit greinst innanlands. Þórólfur segir að líklega hafi þessir 98 einstaklingar farið í sóttkví vegna smitanna tveggja. Seinni bólusetning er hafin Lyfjastofnun hafa borist 86 til- kynningar vegna gruns um auka- verkanir í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Þar af eru 23 til- kynningar vegna bóluefnis Mod- erna og 63 vegna bóluefnis Pfizer/ BioNTech. Níu tilkynninganna eru alvarlegar og sjö þeirra eru vegna dauðsfalla. Á upplýsingafundi al- mannavarna á mánudag kom fram að í fjórum tilvikum væri ekki eða mjög ólíklegt að um tengsl væru á milli bólusetningar og andláts en í einu tilvikinu var ekki hægt að segja til um orsakatengsl með vissu. Niðurstöður rannsóknar á hinum tilvikunum hafa ekki verið birtar. Framlínustarfsmenn og íbúar hjúkrunarheimila á Húsavík sem fengu bóluefni við Covid-19 í lok desembermánaðar hafa fengið seinni bóluefnaskammtinn og eru því komnir með fulla bólusetningu gegn Covid-19. Sambærileg bólu- setning hefst í dag á höfuðborgar- svæðinu. Telur ekki tímabært að slaka á aðgerðum hér  Fá smit greind síðustu daga  Seinni bólusetning hafin Innanlandssmit: 54 ný smit greindust sl. 14 daga Nýgengi er: 14,7 Fjöldi í sóttkví: 247 Smit á landamærum: 159 virk smit greindust sl. 14 daga Nýgengi er: 22,4 Fjöldi í skimunarsóttkví: 1.267 116 eru með virkt smit og í einangrun Fjöldi smita frá 30.6. 2020 Heimild: covid.is júlí ágúst september október nóvember desember janúar Fjöldi smita innanlands Fjöldi smita á landamærum Þórólfur Guðnason Morgunblaðið/Árni Sæberg Bólusetning Fólk í framlínunni fær nú seinni bóluefnaskammtinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.