Morgunblaðið - 21.01.2021, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2021
Afgreiðslutímar á www.kronan.is
Þorrablótið heima!
Með Þorramat frá Múlakaffi
SÁ NÝI
Ef þú þorir
ekki!
4199 kr.pk.
Hjónabakki, nýmeti
2999 kr.pk.
Hjónabakki, súrmeti
SÁ SÚRI
Þorir
þú?
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Sala á kjöti sem framleitt er hér á
landi minnkaði um rúmlega 1.500
tonn á nýliðnu ári, miðað við árið á
undan. Mesti samdrátturinn var í
sölu á kindakjöti, nærri 1.000 tonn,
og nam 12,6%. Þrátt fyrir samdrátt
í framleiðslu jukust birgðir kinda-
kjöts um tæp 800 tonn og verður
því kjötfjall þegar slátrun hefst í
haust nema því betur gangi að selja
kjötið innanlands eða utan.
Þau tíðindi urðu á síðasta ári að
meira seldist af íslensku svínakjöti
en lambakjöti þannig að hinn hefð-
bundni þjóðarréttur Íslendinga er
kominn niður í þriðja sætið sem
söluhæsta íslenska kjötið, á eftir
alifuglakjöti og svínakjöti.
Sölutölur einstakra kjöttegunda
og hlutfall af heildarmarkaðnum
sjást á meðfylgjandi grafi, grund-
vallaðar á upplýsingum frá atvinnu-
vegaráðuneytinu. Taka ber fram að
töluvert er flutt inn af ýmsum kjöt-
tegundum sem breyta hlutföllum á
markaðnum en þær tölur liggja enn
ekki fyrir. Grafið sýnir því ekki
heildarneyslu á kjöti eða einstaka
kjöttegundum.
Vantar ferðamanninn
Kórónuveirufaraldurinn er
ástæðan fyrir samdrætti í sölu
kindakjöts og annarra kjöttegunda.
Ágúst Andrésson, forstöðumaður
kjötafurðastöðvar KS, segir að
fækkun ferðamanna hafi mikil
áhrif. Sala til veitingastaða og
mötuneyta hafi minnkað mikið en á
móti komi að lambakjöt seljist
ágætlega í verslunum.
Erfiðleikar eru á hefðbundnum
útflutningsmörkuðum fyrir kinda-
kjöt, af sömu ástæðu. Veiran hefur
alls staðar sömu áhrif. Ágúst nefnir
að hans fyrirtæki hafi flutt 340 tonn
til Spánar á árinu 2019 en nú sé sá
markaður lokaður vegna fækkunar
ferðafólks. Það svarar til sam-
dráttar í útflutningi á síðasta
almanaksári sem varð þrátt fyrir
allt ekki nema 300 tonn.
Framleiðsla kindakjöts minnkaði
milli ára um 2,5%. Er það minni
samdráttur en reiknað var með
vegna þess að lömbin komu óvenju-
væn af fjalli. Það dugar þó ekki til
að vega upp á móti falli í sölu og
þess vegna hafa birgðir í frysti-
geymslum sláturhúsanna aukist.
Ekki óyfirstíganlegt
Unnsteinn Snorri Snorrason,
framkvæmdastjóri Landssamtaka
sauðfjárbænda, segir að vissulega
sé slæmt að salan minnki en hann
telur birgðavandann þó ekki óyfir-
stíganlegan. Hann segir erfitt að
ráða í stöðuna nú í byrjun árs
vegna óvissu á markaðnum í heild.
Það hafi áður gerst að sauðfjár-
ræktin hafi lent í erfiðleikum en
núna séu allar kjötgreinar í vand-
ræðum. Nefnir sérstaklega offram-
leiðslu á nautgripakjöti. Því til við-
bótar komi mikill innflutningur á
kjöti. „Innflutningurinn skapar
óvissu, við vitum ekki hvað er að
koma inn og hversu mikið,“ segir
Unnsteinn.
Þrýstingur á verð
Hann segir að þróunin ráðist
töluvert af því hvernig innanlands-
salan tekur við sér á þessu ári. Þá
bendi tölur um ásetning fjár til
þess að frekari samdráttur verði í
framleiðslu í haust. Umframbirgðir
nú samsvari sölu í rúmlega mánuð
og ætti að vera hægt að takast á við
þann vanda.
Vandinn sem er í nautakjöts-
framleiðslunni kemur ekki nema að
hluta til fram í tölum um fram-
leiðslu og sölu á síðasta ári. Salan
minnkaði um rúm 3%. Framleiðsla
á nautakjöti á sér langan aðdrag-
anda og ljóst að mikið af kjöti er í
pípunum. Birgðirnar eru að miklu
leyti á fæti því bændur fá gripum
sínum ekki slátrað fyrr en eftir bið
í einhverja mánuði. Kostnaður við
fóðrun þeirra umfram áætlaðan
sláturtíma er beint tap fyrir við-
komandi bónda auk þess sem hætt
er við að gæði kjötsins minnki þeg-
ar gripur er alinn of lengi.
Innflutningur á ódýru nauta-
kjöti og án tolla þrýstir á verðið.
Sláturfélag Suðurlands tilkynnti í
byrjun ársins 5-10% verðlækkun á
nautgripakjöti til bænda. Ástæðan
var birgðasöfnun og versnandi
staða á kjötmarkaði. Þessum
áformum var mótmælt af bændum,
meðal annars Landssambandi kúa-
bænda. SS endurmat forsendur
ákvörðunar sinnar og féll frá verð-
breytingunni áður en hún kom til
framkvæmda.
Sala á kjöti 1.500 tonnum minni
Aukin sala á svínakjöti en samdráttur í öðrum greinum Sala á kindakjöti dróst saman um 12,6%
Í fyrsta skipti í sögunni seldist meira af báðum tegundum hvíta kjötsins en kindakjöti
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Úrbeinað Markaður fyrir lambakjöt er skiptur. Veitingahús taka mikið magn í eðlilegu árferði, sömuleiðis mötuneyti fyrirtækja og stofnana. Mjög hefur
dregið úr sölu á þessa markaði í kórónuveirufaraldrinum. Fólk þarf áfram að borða þótt það haldi sig heima við og þess vegna er ágæt sala í verslunum.
Sala kjöts 2020
tonn
tonn
Heimild: Atvinnuvegaráðuneytið
Hlutdeild í %
-7,7%
-12,6%+4,4%
-3,1%
-7,1%
Breyting í % frá 2019
10.000
8.000
6.000
4.000
2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020
Sala kjöts 2020
33,0%
24,9%22,6%
17,0%
2,5%
6.007
7.048
5.853
3.610
10.000
8.000
6.000
4.000
2.000
0
Birgðir kindakjöts, tonn
4.644Ársbyrjun
5.419Árslok
Kindakjöt NautakjötAlifuglakjöt Svínakjöt Hrossakjöt
9.039
6.204
6.819
4.667