Morgunblaðið - 21.01.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.01.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2021 Afgreiðslutímar á www.kronan.is Þorrablótið heima! Með Þorramat frá Múlakaffi SÁ NÝI Ef þú þorir ekki! 4199 kr.pk. Hjónabakki, nýmeti 2999 kr.pk. Hjónabakki, súrmeti SÁ SÚRI Þorir þú? Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sala á kjöti sem framleitt er hér á landi minnkaði um rúmlega 1.500 tonn á nýliðnu ári, miðað við árið á undan. Mesti samdrátturinn var í sölu á kindakjöti, nærri 1.000 tonn, og nam 12,6%. Þrátt fyrir samdrátt í framleiðslu jukust birgðir kinda- kjöts um tæp 800 tonn og verður því kjötfjall þegar slátrun hefst í haust nema því betur gangi að selja kjötið innanlands eða utan. Þau tíðindi urðu á síðasta ári að meira seldist af íslensku svínakjöti en lambakjöti þannig að hinn hefð- bundni þjóðarréttur Íslendinga er kominn niður í þriðja sætið sem söluhæsta íslenska kjötið, á eftir alifuglakjöti og svínakjöti. Sölutölur einstakra kjöttegunda og hlutfall af heildarmarkaðnum sjást á meðfylgjandi grafi, grund- vallaðar á upplýsingum frá atvinnu- vegaráðuneytinu. Taka ber fram að töluvert er flutt inn af ýmsum kjöt- tegundum sem breyta hlutföllum á markaðnum en þær tölur liggja enn ekki fyrir. Grafið sýnir því ekki heildarneyslu á kjöti eða einstaka kjöttegundum. Vantar ferðamanninn Kórónuveirufaraldurinn er ástæðan fyrir samdrætti í sölu kindakjöts og annarra kjöttegunda. Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar KS, segir að fækkun ferðamanna hafi mikil áhrif. Sala til veitingastaða og mötuneyta hafi minnkað mikið en á móti komi að lambakjöt seljist ágætlega í verslunum. Erfiðleikar eru á hefðbundnum útflutningsmörkuðum fyrir kinda- kjöt, af sömu ástæðu. Veiran hefur alls staðar sömu áhrif. Ágúst nefnir að hans fyrirtæki hafi flutt 340 tonn til Spánar á árinu 2019 en nú sé sá markaður lokaður vegna fækkunar ferðafólks. Það svarar til sam- dráttar í útflutningi á síðasta almanaksári sem varð þrátt fyrir allt ekki nema 300 tonn. Framleiðsla kindakjöts minnkaði milli ára um 2,5%. Er það minni samdráttur en reiknað var með vegna þess að lömbin komu óvenju- væn af fjalli. Það dugar þó ekki til að vega upp á móti falli í sölu og þess vegna hafa birgðir í frysti- geymslum sláturhúsanna aukist. Ekki óyfirstíganlegt Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að vissulega sé slæmt að salan minnki en hann telur birgðavandann þó ekki óyfir- stíganlegan. Hann segir erfitt að ráða í stöðuna nú í byrjun árs vegna óvissu á markaðnum í heild. Það hafi áður gerst að sauðfjár- ræktin hafi lent í erfiðleikum en núna séu allar kjötgreinar í vand- ræðum. Nefnir sérstaklega offram- leiðslu á nautgripakjöti. Því til við- bótar komi mikill innflutningur á kjöti. „Innflutningurinn skapar óvissu, við vitum ekki hvað er að koma inn og hversu mikið,“ segir Unnsteinn. Þrýstingur á verð Hann segir að þróunin ráðist töluvert af því hvernig innanlands- salan tekur við sér á þessu ári. Þá bendi tölur um ásetning fjár til þess að frekari samdráttur verði í framleiðslu í haust. Umframbirgðir nú samsvari sölu í rúmlega mánuð og ætti að vera hægt að takast á við þann vanda. Vandinn sem er í nautakjöts- framleiðslunni kemur ekki nema að hluta til fram í tölum um fram- leiðslu og sölu á síðasta ári. Salan minnkaði um rúm 3%. Framleiðsla á nautakjöti á sér langan aðdrag- anda og ljóst að mikið af kjöti er í pípunum. Birgðirnar eru að miklu leyti á fæti því bændur fá gripum sínum ekki slátrað fyrr en eftir bið í einhverja mánuði. Kostnaður við fóðrun þeirra umfram áætlaðan sláturtíma er beint tap fyrir við- komandi bónda auk þess sem hætt er við að gæði kjötsins minnki þeg- ar gripur er alinn of lengi. Innflutningur á ódýru nauta- kjöti og án tolla þrýstir á verðið. Sláturfélag Suðurlands tilkynnti í byrjun ársins 5-10% verðlækkun á nautgripakjöti til bænda. Ástæðan var birgðasöfnun og versnandi staða á kjötmarkaði. Þessum áformum var mótmælt af bændum, meðal annars Landssambandi kúa- bænda. SS endurmat forsendur ákvörðunar sinnar og féll frá verð- breytingunni áður en hún kom til framkvæmda. Sala á kjöti 1.500 tonnum minni  Aukin sala á svínakjöti en samdráttur í öðrum greinum  Sala á kindakjöti dróst saman um 12,6%  Í fyrsta skipti í sögunni seldist meira af báðum tegundum hvíta kjötsins en kindakjöti Morgunblaðið/Árni Sæberg Úrbeinað Markaður fyrir lambakjöt er skiptur. Veitingahús taka mikið magn í eðlilegu árferði, sömuleiðis mötuneyti fyrirtækja og stofnana. Mjög hefur dregið úr sölu á þessa markaði í kórónuveirufaraldrinum. Fólk þarf áfram að borða þótt það haldi sig heima við og þess vegna er ágæt sala í verslunum. Sala kjöts 2020 tonn tonn Heimild: Atvinnuvegaráðuneytið Hlutdeild í % -7,7% -12,6%+4,4% -3,1% -7,1% Breyting í % frá 2019 10.000 8.000 6.000 4.000 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 Sala kjöts 2020 33,0% 24,9%22,6% 17,0% 2,5% 6.007 7.048 5.853 3.610 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 Birgðir kindakjöts, tonn 4.644Ársbyrjun 5.419Árslok Kindakjöt NautakjötAlifuglakjöt Svínakjöt Hrossakjöt 9.039 6.204 6.819 4.667
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.