Morgunblaðið - 21.01.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2021
Mörkin 6 - 108 Rvk.
s:781-5100
Opið: 11-18 virka daga
og 11-15 laugardaga.
www.spennandi-fashion.is
ÚTSALA
40-50%
AFSLÁTTUR
FALLEG HÖNNUN
OG GÆÐi
Skoðið laxdal.is
Skipholti 29b • S. 551 4422
40-60%
ENN MEIRI
AFSLÁTTUR
TRAUST
Í 80 ÁR
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna
Netverslun á www.belladonna.is
Fæst í
netverslun
belladonna.is
Útsalan í fullum gangi
30-50% afsláttur af öllum útsöluvörum
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Enn er hægt að gera góða kaup
Str. 36-56
Útsalan
í fullum gangi
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það er ekki boðlegt að þurfa að
keyra yfir heiðar í einn og hálfan
tíma til að ná sér í mjólk á veturna.
Ég er viss um að fólkið á Reykhól-
um verður ánægt að fá búðina sína
aftur,“ segir Helga Guðmundsdóttir
sem áformar að endurreisa versl-
unarrekstur á Reykhólum í vor.
Búðinni á Reykhólum var lokað í
október og auglýsti sveitarfélagið
húsnæðið til leigu. Helga og maður
hennar, Arnþór Sigurðsson, voru
þau einu sem sóttu um og hafa síðan
lagt drög að því að opna búðina á
ný. Í vikunni var tilkynnt að þau
hefðu fengið 5,8 milljóna styrk frá
yfirvöldum til þessa.
Þrír styrkir voru veittir á grund-
velli stefnumótandi byggðaáætlunar
fyrir árin 2018-2024 og hlaut búðin á
Reykhólum hæsta styrkinn. Mark-
mið með styrkjunum var sagt vera
að styðja verslun í skilgreindu
strjálbýli fjarri stórum þjónustu-
kjörnum, þar sem verslun hefur átt
erfitt uppdráttar.
„Maðurinn minn á rætur að rekja
til Reykhóla. Okkur finnst þetta frá-
bær staður og höfum verið þarna
með annan fótinn. Þegar við vorum
á ferðinni í október og búið var að
loka búðinni sló ég því fram í hálf-
kæringi hvort ég ætti ekki bara að
opna búðina aftur,“ segir Helga.
Hún segir að þetta hafi þó síður
en svo verið sjálfsagt enda þau Arn-
þór búsett á höfuðborgarsvæðinu og
verslunarrekstur hefur reynst erf-
iður á staðnum.
„Við vorum hálfefins en langaði
að gera þetta og sóttum um þennan
styrk. Svo bárust þessar gleðifréttir
á þriðjudaginn. Það hefði verið erf-
iðara að ætla að reka búðina bara á
lánum.“
Helga var að vinna á Landakoti
en sagði starfi sínu lausu fyrir ára-
mót. Hún mun einbeita sér að
rekstri búðarinnar en Arnþór mun
áfram sinna fyrri vinnu í fjarvinnu.
„Við erum alveg blaut á bak við
eyrun í verslunarrekstri ef ég á að
vera alveg hreinskilin,“ segir Helga
og hlær við. „En við erum útsjón-
arsöm og ætlum að vanda okkur við
þetta. Hugmyndin er að búa til
skemmtilegan stað fyrir fólkið á
Reykhólum. Það er veitingastaður
þarna við hliðina á búðinni og þar er
kannski hægt að gera eitthvað.
Hver veit nema maður verði með
kaffi og með því? Þetta verður alla
vega bæði gaman og spennandi.“
Þessa dagana er verið að dytta að
búðinni og stefnt er að opnun í síð-
asta lagi 1. apríl. „Við reynum að
nýta það sem er þarna og svo þarf
maður að fara að ræða við birgja og
fleira slíkt,“ segir Helga og bætir
við að þau flytji tvö ein vestur fyrst
um sinn. „Auðvitað reynum við svo
að draga börnin eitthvað með okk-
ur.“
Búðin hét áður Hólabúð en Helga
segir að þau hafi ekki ákveðið hvaða
nafn nýja búðin muni bera. „Mér
fannst alltaf Hólabúð skrítið nafn,
ég hugsaði bara um Hóla í Hjalta-
dal. Á hún ekki bara að heita Reyk-
hólabúð? Eða kannski Helgubúð,
hver veit?“
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Reykhólar Íbúar geta glaðst yfir því að búð verður opnuð þar á ný.
Flytja vestur og
opna búðina á ný
Helga í rekstur á Reykhólum í vor
Nýgræðingar Arnþór og Helga
flytjast að Reykhólum bráðlega.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
(LRH) skráði 774 hegningarlaga-
brot í umdæmi sínu í desember og
voru þau fleiri en í nóvember. Þetta
kemur fram í mánaðarskýrslu lög-
reglustjórans á höfuðborgarsvæðinu
fyrir desember 2020.
Tilkynningum um þjófnaði fækk-
aði hins vegar á milli mánaða og
einnig tilkynningum um nytjastuld á
vélknúnum ökutækjum. Minni hátt-
ar eignaspjöllum fjölgaði mjög.
Skráðar tilkynningar um eignaspjöll
hafa ekki verið fleiri síðan 2010. Lög-
reglan tekur fram að árið 2020 hafi
borist álíka margar tilkynningar um
eignaspjöll og bárust að meðaltali á
árunum 2017-2019.
Skráðum ofbeldisbrotum fækkaði
á milli mánaða og eins tilkynningum
um heimilisofbeldi. Tilvikum þar
sem lögreglumaður var beittur of-
beldi fækkaði einnig á milli mánaða.
Í desember bárust álíka margar til-
kynningar um tilvik þar sem lög-
reglumanni var hótað ofbeldi og í
nóvember.
Skráðum kynferðisafbrotum fjölg-
aði mikið í desember. Það má einna
helst rekja til aðgerða lögreglunnar í
vændismálum. Undanfarnar vikur
hefur LRH gripið til sérstakra að-
gerða í tengslum við mansal en
vændi er ein af birtingarmyndum
þess. Þetta er einn af þeim þáttum í
skipulagðri brotastarfsemi sem
LRH leggur mikla áherslu á.
Beiðnum um leit að börnum og
ungmennum fjölgaði í desember frá
fyrri mánuði en alls bárust 16 slíkar
beiðnir í síðasta mánuði ársins.
gudni@mbl.is
Afbrotum fjölgaði í desember