Morgunblaðið - 21.01.2021, Síða 12

Morgunblaðið - 21.01.2021, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2021 Sími 557 8866 | pantanir@kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími7.30-16.30 Gerðu vel við bóndann þinn á morgun Frábært úrval af flottum steikum Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Hún er orðin 12 ára bless-unin, en er spræk ogvel ern. Hún gránareins og eigandinn en að öðru leyti er hún bara hress,“ seg- ir Stefán Jón Hafstein um heim- ilishundinn Freyju sem er þó nokkur heimshornahundur, fædd í Mósambik, uppalin í Malaví en býr nú á Íslandi þar sem hún ætlar að verja efri árunum. „Við fengum hana sem varð- hund í Malaví, þegar við bjuggum þar. Ég hef alltaf verið mikill dýravinur en fékk aldrei að eiga hund eða kött þegar ég var lítill. Draumur minn um að eignast hund rættist því ekki fyrr en Freyja kom inn í líf mitt í Afríku og ég þá kominn á sextugsaldur,“ segir Stefán og bætir við að til- gangurinn hafi í og með verið að fá hund sem gæti virkað sem varð- hundur. „Stundum var ótryggt ástand þar sem við bjuggum, innbrot og leiðindavesen hjá fólki. Ég vildi því hafa einhvern á heimilinu sem gæti vaknað við óboðna gesti.“ Þeir eru með hvelft brjóst eins og blettatígrar „Þegar kom að því að velja hvers konar hund ég ætti að fá mér var mér bent á þetta merki- lega kyn sem Freyja er af, Rhod- esian Ridgeback, eða rákhundar eins og þeir kallast á íslensku. Þeir eru mjög vinsælir í Afríku sunnanverðri, enda ræktaðir upp í Ródesíu til að vera varðhundar bú- garðanna. Hvítu nýlenduherrarnir í Ródesíu á nítjándu öld voru bún- ir að leggja undir sig þetta land sem nú heitir Simbabve, og þeir vildu fá hunda eins og þeir þekktu að heiman en voru ekki til í Afr- íku. Þeir fluttu því inn nokkur af- brigði frá Evrópu og bjuggu til sitt eigið afríska afbrigði; rák- hunda. Eitt einkenni á þessum hundum er dökk rák eftir allri hryggsúlunni, þar sem hárin snúa öfugt. Þetta er kambur og eitt af því sem erfðist við blöndun ný- lenduherranna á sínum hundum við afríska villihundinn, en hann er með kamb eins og híena, sem rís ef þær reiðast. Þessi rák verður dumbrauð hjá Freyju ef hún reið- ist eða þarf að ógna. Þessir hundar hafa afbragðs eiginleika sem búgarðaeigendur vildu. Þetta eru stórir hundar og sterkir, sjálf- stæðir í hugsun með frumkvæði, því það varð að vera hægt að skilja þá eftir á búgarðinum til að passa búsmalann þegar enginn húsbóndi var heima til að skipa þeim fyrir. Þeir hafa mjög stórar loppur og þófa til að geta hlaupið um í eyðimörkinni þar sem eru þyrnigerði, snöggan feld til að þola vel hita og hafa mikið hlaupaþol. Þeir eru með hvelft brjóst eins og blettatígrar. Þeir þurftu líka að vera barngóðir, því þeir máttu ekki ráðast á börn nýlenduherr- anna, urðu að geta verið heim- ilisvinir. Allir þessi eiginleikar voru ræktaðir upp í þeim kynslóð fram af kynslóð.“ Lætur alls ekki ná sér Stefán segir að rákhundar séu í alþýðuvísindum kallaðir ljóna- hundar. „Það kemur til af því að þeir voru látnir reka burt ljón sem hugðust ráðast á búsmala. Margir hundar króuðu þá ljónin af og héldu þeim í kví þar til húsbónd- inn kom til að skjóta þau. Ég hef misst Freyju í fé á Íslandi, en ég tek fram að hún bítur alls ekki. Aftur á móti kemur eðlið upp og hún tekur eitt dýr úr hópnum og króar það af. Þetta gerðist líka þegar hún slapp einu sinni í naut- gripahjörð í Malaví; hún fór beint í að reka eina kvígu úr hópnum og lét hana ekki sleppa, beið eftir að ég kæmi að sækja hana. Þessir hundar taka enga sénsa og láta ekki ná sér, það er ríkt í þeim að færast undan ef ókunnugir ætla að klappa þeim eða fanga þá. Þeir koma ekki flaðrandi upp um ókunnugt fólk, enda lætur góður ljónahundur alls ekki ná sér nema hann þekki til.“ Menn gerðu grín að mér Stefán segir að sér hafi litist vel á að fá hund af kyni rákhunda með þessa eiginleika og tilhlökk- unin var mikil þegar fréttist af goti í Mósambík, ekki langt frá landamærum Malavís. „Þetta voru fimm eða sex hvolpar og meðal þeirra var ein tík, Freyja, sem mér leist mjög vel á. Ég vildi tík, því þær eru með- færilegri, en menn gerðu grín að mér að ætla að fá mér hund í fyrsta skipti af rákhundakyni, því þeir eru mjög þrjóskir og sjálf- stæðir. Mér var sagt að það væri ekki fyrir viðvaning að eiga svona hund, ég yrði að kunna eitthvað í hundauppeldi. Allt gekk þó vel, við fengum Freyju þegar hún var átta vikna og síðan óx hún upp og varð prýðis varðhundur á heimili okkar í Malaví. Hún er líka varðhundur hér heima á Íslandi, hún vill helst ekki að sá sem ber út blöðin komi of nálægt heimilinu. Freyja er gríðarlega húsbóndaholl og mikill vinur okkar. Þegar við tökum hana með okkur á flakk út á land passar hún bílinn og ef við erum í bústað passar hún að láta vita af manna- ferðum, eins og góðir hundar eiga að gera,“ segir Stefán og bætir við að Freyja hafi aðlagast loftslaginu á Íslandi mjög vel og henni finnst æðislegt að leika sér í snjó. „Þegar þessi tegund hunda flytur til kaldari landa þróar hún snögghærðan innri feld. Þannig þéttir hún feldinn og aðlagast.“ Tryllingslegur fögnuður Eðli málsins samkvæmt hefur vináttan á milli Freyju og Stefáns vaxið jafnt og þétt á þeim tólf ár- um sem þau hafa átt samleið. „Þetta er óskaplega mikil holl- usta og væntumþykja. Ég er ekk- ert fyrir að manngera dýrin, þau eru dýr og við erum manneskjur, en ég er oft í löngum utanlands- úthöldum og það er tryllingslegur fögnuður hjá Freyju þegar ég kem heim aftur. Mér fannst þetta eigin- lega vandræðalegt, svo mikil var gleðin, sérstaklega þegar hún var yngri. Freyja er mjög háð mér, ég er númer eitt hjá henni, en þegar ég fer er konan mín númer eitt hjá henni á meðan. Aðalatriðið hjá henni er að vera nálægt okkur húsbændum sínum, hennar félags- greind er þannig að henni líður vel ef hún er með okkur,“ segir Stefán og bætir við að þau Freyja skilji ágætlega hvort annað. „Hún skilur rúmlega þrjátíu orð, hugtök og bendingar. Hún hefur mikla þægindagreind og það kom strax fram í frumbernsku hjá henni að hún er fín með sig. Kon- an sem við fengum hana hjá kall- aði hana prinsessu vegna þessa.“ Kynntist hundum á Máná Stefán segir að Freyja haldi honum í líkamlegu formi, því hún þurfi mikla hreyfingu. „Hún þarf klukkutíma göngu- túr á dag, röskan gang. Við göng- um saman fimm til sex kílómetra á hverjum einasta degi. Freyja er stór og sterk, hún er yfir fimmtíu kíló og dregur auðveldlega börn og konur í jörðina ef hún tekur roku í ólinni. Húsbóndinn þarf því að taka vel á móti. Hún er mikið yndi hún Freyja, en þrjósk, frek og sjálfstæð,“ segir Stefán og bætir við að sér finnist hundar vera ynd- islegar skepnur, sem hann kynnt- ist fyrst þegar hann fór í sveit á Máná á Tjörnesi sem krakki. „Tveir hundar voru á bænum og ég var mikill vinur þeirra. Þeir eltu mig hvert sem ég fór, en auð- vitað með tignarröðina í lagi, fyrst húsbændur og svo niðurúr. Þegar ég kom með rútunni að vori eftir fjarveru heilan vetur komu þeir geltandi í áttina til mín þegar ég birtist með ferðatöskuna gangandi upp heimreiðina, en eftir sekúndu- brot þekktu þeir mig og fögnuðu.“ Stefán segir að flottustu skrif sem hann hafi séð um samband hunds og manns sé í ritgerðarsafni Halldórs Laxness. „Hann skrifaði fallega ritgerð um þetta einstaka samband, en í þessari ritgerð hæðist hann að þeim sem voru á móti hundahaldi í Reykjavík. Hundurinn hefur fylgt manninum í tíu þúsund ár, hann er fyrsta húsdýrið okkar. Hundar eru bandamenn og tryggir félagar, þeir eiga heima þar sem maðurinn er. Það þarf að gera hundahaldi í þéttbýli hærra undir höfði.“ Freyja ljónahundur er fín með sig Í Freyju heimshornahundi rennur afrískt blóð. Hún hefur búið í tveimur heimsálfum hjá þeim Stefáni Jóni Hafstein og Guðrúnu Sigurð- ardóttur. Stefán Jón segir hana kunna vel við sig í snjónum á Íslandi og að hún sé þrjósk, frek og sjálfstæð. Rákin eftir endilöngu baki hennar verður dumbrauð hjá Freyju ef hún reiðist eða þarf að ógna, en rákin sú eða kamburinn er arfleifð frá afríska villihundinum. Ljósmynd/Stefán Jón Hafstein Freyja „Þegar þessi tegund hunda flytur til kaldari landa þróar hún snögghærðan innri feld, hún þéttir feldinn.“ Stefán Jón og Freyja Hér er Freyja spengilegur unglingur í Malaví, nýbúin að reka geitur upp í fjall.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.