Morgunblaðið - 21.01.2021, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 21.01.2021, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2021 Ólík lönd með samleið Staða landanna er samt mjög ólík. „Jú, að mörgu leyti er það rétt. Við Íslendingar eigum raunar tiltölulega stórt land, að minnsta kosti miðað við hvað við erum fá, og svo eigum við stóra efnahagslögsögu. En Græn- land er feykilegt flæmi þótt megnið sé undir jökli og hafsvæðið er tröll- aukið, en þar búa aðeins um 57 þús- und manns. Þeir eiga sams konar auðlind í hafinu og við, en svo eiga þeir óstjórnlegar auðlindir í landinu aðrar og einnig undir hafsbotni, bæði góðmálma og fágæta málma í miklu magni, þar má finna olíu og hvaðeina. Þar að auki bendir allt til þess að landið verði ekki úr alfaraleið mikið lengur og raunar í lykilstöðu ef norð- ursiglingaleiðin opnast. Ísland er á sömu slóðum, en staðan þó önnur að því leyti að Ísland er nánast eins og hlið að Grænlandi. Ef það verður at- vinnuuppbygging á Austur-Græn- landi, þar sem er engin byggð svo heitið geti, þá blasir við að þjónust- unni yrði sinnt um eða frá Íslandi. Þar eigum við enn sameiginlegra hagsmuna að gæta. Við allt þetta bætist svo þessi nýja stórveldaspenna á svæðinu, sem norrænar njósnastofnanir telja mestu ógn við hagsmuni ríkjanna. Þar ráða hefðbundnir geópólitískir hagsmunir miklu, en við bætist að tæknibyltingin síðustu ár hefur gert Grænland enn eftirsóknarverðara vegna fágætra málma og jarðefna, sem eru ekkert sérlega fágætir þar.“ Sé staða landanna ólík, þá á það ekki síður við um stöðu þjóðanna, fá- tækt er þar mikil, menntunarstigið lægra en nokkurs staðar í Evrópu, félagslegur vandi víða mikill, stjórn- kerfið veikt… Grænlendingar sterkari en fyrr „Það er alveg rétt, að Grænlend- ingar eiga við ýmsan vanda að etja, en ég vil samt undirstrika að þar horfir margt til betri vegar. Menntunarstigið er sérstakt vanda- mál, en hins vegar hefur stjórnkerfið þar eflst mjög mikið undanfarin ár og eftirtektarvert að Grænlendingar eru einfaldlega orðnir mun metnaðar- fyllri, bæði hvað varðar efnahags- uppbyggingu og í sjálfstæðismál- unum. Þeir eru búnir að taka nær öll mál í sínar hendur nema utanríkis- málin, en raunar hafa þeir einnig verið að láta í sér heyra um þau við Hringborð norðursins, Arctic Circle, hina árlegu alþjóðaráðstefnu um mál- efni norðurslóða. Þar hefur t.d. komið skýrt fram að Grænlendingar hyggj- ast sækja um aðild að Atlantshafs- bandalaginu (NATO) við sjálfstæði.“ Það veltur þó mikið á því hvernig tekst að byggja upp efnahagslífið. „Jú. Það hvílir að langmestu leyti á sjávarútvegi, en ferðaþjónustan er vaxandi og þar eigum við samleið. Loks er svo hagnýting auðlinda jarð- ar, sem er varla komin af stað enn, en mun fyrr en varir skipta sköpum fyrir þá. Í því samhengi er líka rétt að hafa í huga að í Grænlandi er sterk umhverfisvitund og ströng lög- gjöf á því sviði, svo það er máske nokkurt happ að sá iðnaður hófst ekki fyrr.“ Höfum við Íslendingar þar mikið til málanna að leggja? „Án minnsta vafa. Við búum yfir margs konar reynslu og þekkingu, sem kemur í góðar þarfir í Græn- landi. Og það er ekki eins og við vær- um að veita grönnum okkar ein- hverja ölmusuaðstoð, því að þar hefðu báðir gagnkvæman ávinning af. Í því samhengi skiptir máli að Grænlendingar hafa góða reynslu af Íslendingum og Íslendingar eru þar vel þokkaðir. Það þekkja menn ekki síst af at- vinnuuppbyggingu Íslendinga á Grænlandi, Brim er frábært dæmi um það. Grænlendingar eru einnig áhugasamir um Sjávarklasann og dreymir um sams konar klasa á Grænlandi til þess að auka verð- mætasköpunina þar. Þeir hafa líka leigt skip héðan, sent fólk í Fisk- tækniskólann í Grindavík og svo framvegis. Á sama hátt hafa Græn- lendingar horft á undraverða upp- byggingu ferðaþjónustu á Íslandi og vilja sitt hvað af henni læra og þar eru líka fjölmörg tækifæri. Ég gæti nefnt fjölmargt fleira, en menn verða að bíða eftir skýrslunni [sem kynnt verður síðdegis í dag] til þess að sjá hinar eiginlegu hug- myndir. Eitt samt, sem þar kemur ekki fram, sem er að Grænlendingar eru þjóð á sjálfstæðisbraut. Í þeim efnum hafa þeir litið til Íslands um margt, annars lands sem öðlaðist sjálfstæði frá Dönum. Það gera þeir enn.“ Komið að stjórnsýslunni En samskiptin hafa samt ekki ver- ið jafnmikil og kannski mætti vænta um nágrannalönd. Hefur strandað á einhverju sérstöku til þessa? „Ekki beint, en Íslendingar hafa kannski haft nógu að sinna heima fyrir. Samt sem áður er það nú at- vinnulífið, sem hefur eygt tækifærin og helst eflt tengslin til Grænlands. Stjórnsýslan hefur hins vegar verið talsvert á eftir, eiginlega furðanlega svo. Sem dæmi má nefna að Davíð Oddsson var síðasti forsætisráð- herra til þess að fara í opinbera heimsókn til Grænlands, þar til núna og Guðlaugur Þór Þórðarson utan- ríkisráðherra á allt frumkvæði að því. Áhugi hans á efldum tengslum þessara tveggja grannríkja leynir sér ekki og það er vel. Tengslin í at- vinnulífinu eru nú þegar fyrir hendi og tímaspursmál hvenær fjármagn mun leita þangað í meiri mæli. Nú er vonandi komið að því að við eflum tengslin á opinbera sviðinu og þar mun reyna á pólitíska forystu. Þarna eru gagnkvæmir efnahags- legir og pólitískir hagsmunir. Bæði löndin verða sterkari með auknum samskiptum og við verðum sterkari saman.“ Morgunblaðið/RAX Land tækifæranna Grænland er stórt land, fámennt en strjálbýlt og býr yfir feykilegum náttúruauðæfum. Samstarf Íslands og Grænlands Valin undirföt, náttföt, náttkjólar, sloppar og sundföt á 50% afslætti og hluti af úrvalinu einnig aðgengilegt í vefverslun www.selena.is Útsalan er hafin Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 • Vefverslun: selena.is 50% afsláttur af öllum útsölu- vörum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.