Morgunblaðið - 21.01.2021, Side 32
32 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2021
ATVINNUHÚSNÆÐI
SKRIFSTOFUR – IÐNAÐARBIL
Davíð Ólafsson,
löggiltur fasteignasali,
leigumiðlari og
viðskiptafræðingur
BERG Fasteignasala | Háholt 14 | Mosfellsbæ
Sími 588 5530 | berg@berg.is | berg.is
Hafðu samband við okkur og við aðstoðum og finnum
rétta aðilann fyrir þig eða réttu eignina.
Þarftu að selja, kaupa, leigja út
eða taka á leigu?
Til leigu Sunnukriki 3 – 100 fm
Sími 766 6630
Til leigu Laugavegur 65–150 fm
21. janúar 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 129.41
Sterlingspund 176.18
Kanadadalur 101.65
Dönsk króna 21.104
Norsk króna 15.181
Sænsk króna 15.551
Svissn. franki 145.79
Japanskt jen 1.2444
SDR 186.37
Evra 157.0
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 186.6908
Hrávöruverð
Gull 1843.1 ($/únsa)
Ál 1979.5 ($/tonn) LME
Hráolía 55.01 ($/fatið) Brent
● Í nýrri könnun,
sem byggir á gögn-
um ferðamark-
aðstorgsins
KOALA, sést að Ís-
land er í hópi vin-
sælustu áfanga-
staða sem
Bandaríkjamenn
fletta upp um
þessar mundir. Í könnuninni, sem bygg-
ir á gögnum sex mánuði aftur í tímann,
lendir Ísland í 10. sæti yfir þau lönd
sem mestur áhugi virðist á. Þannig hafa
189.100 „leitir“ verið gerðar að Íslandi á
vef fyrirtækisins. Vinsælasta landið, út
frá þessum mælikvarða, er hins vegar
Púrtó Ríkó með 580.100 uppflettingar.
Þar á eftir kemur Mexíkó með 476.690
leitir. Í þriðja til níunda sæti eru svo
Maldíveyjar, Japan, Jamaíka, Grikkland,
Aruba-ey í Karabíska hafinu, Kosta Ríka
og Bahamaeyjar.
Sérstaka athygli vekur að fleiri leitir
eru gerðar að Íslandi en löndum á borð
við Ítalíu (12. sæti), Taíland (15. sæti),
Írland (21. sæti) og Spán (24. sæti).
Mike Kennedy, forstjóri KOALA segir
að gögn fyrirtækisins bendi ekki aðeins
til þess að Bandaríkjamenn séu að
kynna sér áfangastaði heldur að leggja
drög að ferðalögum, bæði til nærliggj-
andi og fjarlægari áfangastaða.
Ísland skorar hátt hjá
Bandaríkjamönnum
STUTT
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Tæplega 13 þúsund umsóknir hafa
borist Ríkisskattstjóra vegna endur-
greiðslu á virðisaukaskatti vegna
bílaviðgerða.
Þetta kemur fram á vef stjórnar-
ráðsins um efnahagsaðgerðir vegna
kórónuveirufaraldursins.
Nánar tiltekið var búið að sam-
þykkja 11.800 umsóknir af 12.700 að
fjárhæð alls 234 milljónir króna.
Óðinn Valdimarsson, verkefna-
stjóri hjá Bílgreinasambandinu, seg-
ir endurgreiðslurnar hafa aukið eft-
irspurnina jafnvel meira en hann
gerði sér vonir um.
„Það er ánægjulegt að úrræðið
hafi ýtt undir að fólk fari á bílaverk-
stæðin í þessu ástandi. Við höfum
heyrt það frá verkstæðunum að
þetta er að skila sér – að eftirspurnin
hafi aukist strax eftir að úrræðið tók
gildi 1. mars sl. Síðan hefur aðeins
hægst á markaðnum.“
Hefur róast frá áramótum
„Við heyrum það alla vega frá
verkstæðunum að nú er heldur
minna að gera en í venjulegu árferði.
Það helgast líka af því að flotinn hef-
ur verið minna notaður en í venju-
legu árferði. Þar af leiðandi verður
minna um tjón og slit á bílum og því
er eðlilegt að síður sé þörf á viðgerð-
um eða lagfæringum. Þá hefur það
auðvitað áhrif að miklu færri bíla-
leigubílar eru nú í umferð en á sama
tíma í fyrra,“ segir Óðinn.
Spurður hvernig árið 2020 hafi
komið út í bílaviðgerðum segir Óðinn
að árið 2020 hafi verið nokkuð gott.
„Þetta úrræði hvatti fólk til að fara á
verkstæðin og það var ekki fyrr en
undir lok árs sem menn fóru að taka
eftir því að minna væri að gera en í
venjulegu árferði. Fram að því hafði
verið meira að gera en 2019. Korta-
veltutölur sýndu það. Heilt yfir var
árið 2020 nokkuð gott ár en síðustu
þrír mánuðirnir voru sennilega undir
pari,“ segir Óðinn. Nú sé umferðin
að aukast á ný sem aftur kunni að
leiða til meiri eftirspurnar hjá bíla-
verkstæðum á síðari hluta ársins. Þá
stefni í annað innlent ferðasumar
sem aftur muni þýða meiri akstur Ís-
lendinga innanlands og það skila sér
í viðskiptum á bílaverkstæðum í
sumar og haust. Úrræðið gildir út
árið 2021.
Nær til bílamálunar
Á vef Ríkisskattstjóra segir að
endurgreiðslurnar eigi við vinnu
manna vegna bílaviðgerða, bílamáln-
ingar og bílaréttinga fólksbifreiða.
„Rétt til endurgreiðslu vegna
þessa eiga einstaklingar utan rekstr-
ar og skilyrði fyrir endurgreiðslu eru
þau að fólksbifreið sé í eigu umsækj-
enda og að fjárhæð vinnuliðar sé að
lágmarki 25.000 kr. án virðisauka-
skatts. Endurgreiðsla virðisauka-
skatts samkvæmt þessu tekur ekki
til virðisaukaskatts sem heimilt er að
færa til innskatts í skattskyldum
rekstri. Þá er það einnig skilyrði fyr-
ir endurgreiðslu að seljandi þjónustu
sé skráður á virðisaukaskattsskrá á
því tímamarki þegar viðskiptin eiga
sér stað,“ segir á vef RSK.
Meiri notkun, meira viðhald
Sigurjón Árni Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Max1 / Vélalands,
segir endurgreiðsluna hafa reynst
vel. Hún hafi aukið eftirspurn og
sparað almenningi fjármuni.
„Ég er mjög sáttur við reksturinn
í fyrra. Það var þéttleiki í þessu og
verkefnastaðan alltaf mjög góð,“
segir Sigurjón Árni. MAX1/Vélaland
er með þrjú verkstæði: í Jafnaseli 6
og Bíldshöfða 5a í Reykjavík og í
Dalshrauni 5 í Hafnarfirði.
Spurður hvort niðurstaðan sé þá
sú að engin kreppa hafi verið í fyrra
segir Sigurjón Árni að árið 2020 hafi
auðvitað verið frábrugðið öðrum ár-
um vegna faraldursins.
„En árið kom mjög vel út og það er
greinilegt að landinn notaði bílinn
meira og keyrði meira. Það endur-
speglast í meira viðhaldi.“
Endurgreiðsla jók eftir-
spurn á bílaverkstæðum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Aukin umsvif Endurgreiðslur á VSK vegna viðgerða juku eftirspurn.
Eftirspurnin var á tímabili meiri en árið 2019 Horft til innlends ferðasumars
Endurgreiðslur á VSK vegna bílaviðgerða
Sem hluti af efnahagsaðgerðum
vegna kórónuveirufaraldursins hafa
234 milljónir kr. verið endurgreiddar
12.700 umsóknir höfðu borist í byrjun janúar
og 11.800 verið afgreiddar
Heimild: Stjórnarráðið
Allt um sjávarútveg