Morgunblaðið - 21.01.2021, Síða 38

Morgunblaðið - 21.01.2021, Síða 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2021 Vegna háskóla- umsóknar Kvikmynda- skóla Íslands (KVÍ) hefur Listaháskóli Ís- lands (LHÍ) efnt til fremur ósmekklegrar orðræðu gegn Kvik- myndaskólanum og m.a. haft forgöngu um flokkadrætti meðal kvikmyndagerð- armanna, sem KVÍ hefur neitað að taka þátt í, jafnvel þótt ástæða hefði verið til að leiðrétta margt. Kvikmyndaskóli Íslands hefur einfaldlega lagt inn vandaða og formlega umsókn til mennta- og menningarmálaráðherra um færslu milli skólastiga, sem hefur verið í vinnslu í ráðuneytinu í 12 mánuði. Ekki er verið að biðja um hækkun fjárveitinga. Skólinn starfar fyrst og fremst fyrir nemendur sína sem eiga kröfu á að nám þeirra sé rétt metið, hjá stjórnvaldi sem hefur einkarétt á að veita slíkt mat. Umsóknin hefur ekkert að gera með löngun LHÍ til að opna kvikmyndadeild. En af því hversu Listaháskólinn hefur farið mikinn, meðal annars gagnvart nem- endum Kvikmynda- skólans, finnst stjórn- endum KVÍ rétt að stíga fram og benda á nokkrar staðreyndir um LHÍ frá Hagstofu Íslands. Dýrustu nemendur skólakerfisins Í upphafi er rétt að minna á að þjóðin er í djúpri efnahagskreppu. Leitað er logandi ljósi að nýjum at- vinnutækifærum og tekjum. Horft hefur verið til kvikmyndaiðnaðarins og hinna skapandi greina sem mögu- legrar nýrrar stoðar undir efnahags- lífið. Fjórða iðnbyltingin er líka að innleiða hljóðlega en miklar umbylt- ingar á flestum sviðum atvinnulífs- ins. Menntun í listum, skapandi greinum og hugvísindum, sem eru allt tengdar greinar, er mikilvægt viðbragð við þessum breytingum. Umræða um listmenntun er því ekki jaðarmál, heldur eitt af grundvall- aratriðunum í framtíðaruppbygg- ingu samfélagsins. Þegar burðir Listaháskólans eru metnir þá er þetta bakgrunnurinn. Nýjustu tölur Hagstofunnar um skólakerfið eru fyrir skólaárið 2018/ 2019. Þann vetur brautskráðust 4.408 nemendur með gráður frá há- skólum landsins. Frá LHÍ útskrif- uðust 137 nemendur eða 3,2%. Það hlutfall verður að teljast mjög lágt. Frekari greiningu á braut- skráðum nemendum má sjá í með- fylgjandi töflu. Taflan sýnir brautskráningar LHÍ veturinn 2018/19 og til saman- burðar er veturinn 2005/06 en þá var skólinn kominn vel af stað, en hann var stofnaður árið 1999. Það vakna margar spurningar við skoðun á þessari töflu. Tekið skal fram að eingöngu eru teknar náms- greinar sem sýndu brautskráningar. Að minnsta kosti átta listnáms- greinar sem falla undir LHÍ eru til viðbótar í Hagstofutöflunni, en þær sýna allar núll. Hvers vegna er vöxtur grunn- námsins svona lítill og í litlu sam- ræmi við fjölgun stúdenta, sem er 55% á tímabilinu? Hjá LHÍ er vöxt- urinn 15%. Í raun er hann minni því meðaltal leiklistar er mun lægra en þarna sést. Í fjórum námsgreinum er bein fækkun. Hvað er að gerast í hljóðfærakennslunni, er hún að leggjast af? Er meistaranámið ekki bæði götótt og veigalítið? Ef miðað er við að fjárveitingar frá ríkinu til skóla séu til kaupa á námsgráðum fyrir nemendur, þá greiddi ríkissjóður 7,4 milljónir fyrir hverja gráðu veturinn 18/19, sem er með því allra hæsta sem þekkist. Heildarfjárveiting fyrir þennan vet- ur var rétt rúmur einn milljarður króna. Fjárveitingin í dag 2021 er komin 1,35 milljarða þannig að lík- lega er gráðukostnaðurinn orðinn enn hærri. En það er alveg ljóst við skoðun þessarar töflu að það er ekki brýn- asta verkefni Listaháskóla Íslands að stofna nýja flókna kvikmynda- deild með mörgum námsgreinum. Það eru greinilega næg verkefni til staðar að þétta það sem fyrir er í náminu. Áfram veginn Við eigum að reyna að forðast að eyða tíma í vitleysu. Sérstaklega á erfiðum tímum. Nú þurfa stjórnvöld og stofnanir að vanda sig í sam- skiptum og afgreiðslum ef þjóðinni á að takast að vinna sig skjótt út úr vandanum. Bægslagangur eins og LHÍ sýnir stjórnvöldum og Kvik- myndaskólanum er engum til fram- dráttar. Eftir Böðvar Bjarka Pétursson » Það er ekki brýnasta verkefni Listaháskóla Íslands að opna nýja og flókna kvikmyndadeild. Böðvar Bjarki Pétursson Höfundur er formaður stjórnar Kvikmyndaskóla Íslands. Sannleikurinn um Listaháskóla Íslands Brautskráningar 2005/06 2018/19 2018/19 2018/19 Námsgreinar Gr.nám Gr.nám Viðb.nám Framh. Arkitektúr 12 11 0 0 Fatahönnun 11 7 0 0 Vöruhönnun 11 6 0 0 Grafísk hönnun 12 15 0 0 Tónlist, óskilgr. 0 7 0 0 Tónlistarmiðlun 0 3 0 0 Listdans 0 3 0 0 Leiklist 8 19 0 6 Tónsmíðar 0 7 0 1 Tónlistarfræði 4 0 0 0 Söngur 2 0 0 0 Hljóðf.leikur 9 3 0 0 Listkennsla 0 0 0 9 Myndlist 24 25 0 8 Tónl.kennaranám 0 1 0 2 Myndl.kennaranám 0 0 4 0 Samtals 93 107 4 26 Heimild: Hagstofa Íslands Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.