Morgunblaðið - 21.01.2021, Side 40
40 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2021
Sveitarfélög sinna
ýmsum verkefnum og
leggja sitt af mörkum
við að tryggja sem
bestu þjónustuna. Um
þetta ríkir ákveðin
samfélagssáttmáli:
Borgarbúar greiða út-
svar og þiggja í stað-
inn ýmsa þjónustu frá
sveitarfélaginu. Fyrir
borgarbúa skiptir
fyrst og fremst máli að þjónustan
sé öflug og biðin eftir henni sé
stutt, burtséð frá því hver innir
hana af hendi.
Pólitískar stefnur setja mark sitt
á þau verkefni sem meiri-
hlutavaldhafar standa frammi fyr-
ir. Einn grundvallarmunur á póli-
tískum stefnum er ólík sýn á
rekstrarform þjónustunnar.
Rekstrarformi þjónustu er gjarnan
stillt upp á móti hvoru öðru í um-
ræðunni: Einkaframtakið gegn
hinu opinbera. Oft festist umræðan
í skotgröfunum, þ.e. þessum gagn-
stæðu pólum, og minni tími fer í að
ræða lausnir á vandamálunum,
sem oftar en ekki eru fólgin í bið-
listum.
Biðlistar frekar en lausnir
Þegar litið er til margvíslegrar
þjónustu borgarinnar með gagn-
rýnum augum má fljótt sjá hvar
tækifærin liggja og
úrbóta er þörf. Sjálf-
stæðisflokkurinn hef-
ur ítrekað lagt fram
tillögur um að fé fylgi
barni í grunn- og leik-
skóla, óháð rekstr-
arformi þjónustunnar.
Tillögurnar hafa allar
verið felldar. Auk þess
hafa tillögur um
hækkun niður-
greiðslna til dagfor-
eldra vegna barna 18
mánaða og eldri ítrek-
að verið lagðar fram, en felldar. Sú
tillaga miðast að því að kostnaður
foreldra sem hafa börn í dagvistun
hjá dagforeldi og þeirra sem hafa
hlotnast pláss í leikskólum borg-
arinnar sé á pari.
Tilvalið væri að nýta einka-
framtakið betur við skólaþjónustu
borgarinnar. Í núverandi leik-
skólakerfi eru biðlistar þekkt
vandamál. Í stað þess að hlusta á
réttmæta gagnrýni og tillögur að
langtímalausnum og horfast í augu
við vandamálið er það pólitísk
ákvörðun sitjandi meirihluta að
hlusta ekki. Með því er auknum
sveigjanleika í þjónustu Reykjavík-
urborgar hafnað og þar af leiðandi
skerðist valfrelsi borgarbúa um
þjónustu borgarinnar. Fjölmargir
foreldrar, sem sjá ekki fram á að fá
leikskólapláss fyrir börnin sín fyrir
tveggja ára aldur, eiga erfitt með
að samþykkja þessa pólitík.
Vannýtt tækifæri
í velferðarþjónustu
Biðlistar eftir velferðarþjónustu
og stoðþjónustu borgarinnar eru
víðast hvar mjög langir. Ótal tæki-
færi eru fólgin í því að útvista ein-
hverjum af þeim verkefnum sem
borgin sinnir. Það gæti dregið úr
álagi á þjónustustofnunum borg-
arinnar og á sama tíma aukið þjón-
ustu við borgarbúa. Hugmyndin
um að fé fylgi þjónustuþega ætti að
opna á möguleika einkaframtaks-
ins í þjónustu við borgarbúa með
góðum árangri og bættri þjónustu.
Undirritaður lagði fram tillögu í
velferðarráði í vikunni sem lýtur að
því að skoða þá möguleika sem í
boði eru til útvistunar á þjónust-
unni. Tillagan er lögð fram með
það að markmiði að stytta biðlista,
bæta og auka skilvirkni í þjónustu
og hugsanlega auka hagkvæmni í
rekstri velferðarsviðs. Sé mark-
miðið að setja borgarbúa í fyrsta
sæti umfram annað er erfitt að sjá
slíka tillögu fellda af meirihlut-
anum í borgarstjórn.
Fyrir borgarbúa sem greiða út-
svar sitt til sveitarfélagsins skiptir
fyrst og fremst máli að veitt þjón-
usta sé öflug og biðin eftir henni
stutt. Þess vegna er nauðsynlegt
að borgin opni augu sín fyrir að-
ilum á einkamarkaði svo unnt sé að
grynnka á biðlistunum.
Vannýtt tækifæri
Eftir Egil Þór
Jónsson » Fyrir borgarbúa sem
greiða útsvar sitt til
sveitarfélagsins skiptir
fyrst og fremst máli að
veitt þjónusta sé öflug
og biðin eftir henni
stutt.
Egill Þór Jónsson
Höfundur er borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins.
egill.thor.jonsson@reykjavik.is
ÚTSALA
50%
AFSLÁTTUR
AF UMGJÖRÐUM
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
Þessar takmarkanir á flugi und-
anfarið hafa hafa beint athyglinni að
því hvað við erum í raun sam-
bandslaus við umheiminn án þess, og
tími kominn til að við endurhugsum
gamlar hugmyndir um farþegaferjur.
Því þótt Norræna sé í sjálfu sér
traust skip og henti vel til þungaflutn-
inga gerir staðsetning hennar hinum
megin á landinu hana að ófýsilegum
kosti fyrir meirihluta Íslendinga, og
þegar litið er á landakort sést strax
að bein lína frá Íslandi til meginlands
Evrópu er ekkert styttri frá Seyð-
isfirði en hvaða stað sem er á Suður-
landi. En þá verðum við að hætta
þessum úrelta sið að taka bílinn með í
ferðalagið, enda er það bara hlægi-
legt þegar maður hugsar um það, en
það þýddi að létt farþegaferja gæti
notað nánast hvaða höfn sem er bæði
hér og á meginlandinu – sem væri þó
nauðsynlegt að væri í góðri tengingu
við járnbrautarstöð og þar með allt
lestarkerfið. Ég segi fyrir mig að ég
vildi mörgum sinnum frekar taka rút-
una frá Umferðarmiðstöðinni að
þægilegri ferju með rúmgóðum söl-
um en að taka hana til Keflavíkur þar
sem maður þarf að troðast í röðum til
að komast inn í þröngan álhólk. Að
vísu er ég svo heppinn að hafa aldrei
verið sjóveikur, en það eru líka marg-
ir sem eru flugveikir. En gamli góði
Velvakandi skammtar orðin naumt
svo ég get ekki viðrað alla mögu-
leikana (og kannski líka ókostina)
sem lestarferðir bjóða upp á – bæði
fyrir einstaklinga og hópa.
Leó S. Ágústsson
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Sambandslaus við umheiminn?
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Farþegaflutningar Mörgum hentar ágætlega að sigla á milli landa.
Atvinna