Morgunblaðið - 21.01.2021, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2021
Ilmur er ný litalína Slippfélagsins
hönnuð í samstarfi við Sæju
innanhúshönnuð. Línan er innblásin
af jarðlitum, dempaðir tónar með
gulum og rauðum undirtónum.
Opið:
8-18 virka daga
10-14 laugardaga
slippfelagid.is
slippfelagid.is/ilmur
Hör Leir Truffla Börkur
Myrra Krydd Lyng
Kandís
Lakkrís
Innblástur
og nýir litir á
slippfelagid.is
Elínrós Líndal
elinros@mbl.is
Íris er annar eigenda og fram-
kvæmdastjóri Mulier Fortis.
Fyrirtækið hóf rekstur í febrúar á
síðasta ári og er heildsölufyrirtæki
í þróun, framleiðslu og innflutningi
á vítamínum og bætiefnum.
„Við erum einnig í framleiðslu á
handspritti og sótthreinsispritti
undir vörumerkinu Númer eitt,
sem er í eigu fyrirtækisins. Frek-
ari vöruþróun er í gangi í flokki
heilsutengdra vara en þar liggur
okkar ástríða. Ég er spennt fyrir
komandi ári og leita tækifæra til
að koma vörum á markað sem
uppfylla þarfir viðskiptavina okk-
ar. Viðskiptavinir okkar eru í
fyrsta sæti og því höfum við að
leiðarljósi að þeirra heilsa er okk-
ar ástríða í þeim skilningi að bjóða
vörur sem þörf er á. Það eru ótrú-
lega spennandi tímar framundan
hjá okkur. Við höfum fengið góðar
viðtökur á fyrsta rekstrarárinu
okkar og getum því stigið þakklát
inn í nýja árið.“
Samnemendurnir skipta máli
Hver er menntun þín?
„Ég útskrifaðist með MBA-
gráðu frá Háskóla Íslands á árinu
2019. Áður hafði ég klárað nám í
markaðs- og útflutningsfræðum
frá endurmenntun Háskóla Íslands
og verkefnastjórnun APME frá
Opna Háskólanum í Reykjavík.“
Hvað fékkstu með því að bæta
við þig menntun?
„MBA-námið er krefjandi og
metnaðarfullt nám svo það reyndi
verulega á að hafa skipulag í lagi
til að geta sinnt bæði námi og
vinnu af fullum krafti. MBA-námið
er mjög hagnýtt og á sama tíma
fjölbreytt og skemmtilegt nám.
Hópurinn kemur úr öllum áttum
atvinnulífsins og er með mikla
reynslu úr atvinnulífinu og því
miklu að deila og það er ekki síður
það sem gerir námið fjölbreytt og
áhugavert. Mikill samhugur og
traust myndast meðal nemenda og
þeir tímar komu að álagið var það
mikið að maður var við það að gef-
ast upp en þá gat maður ávallt
treyst á samnemendur sem drógu
mann á land ef svo mætti segja og
hvöttu mann áfram. Ég öðlaðist
ótrúlega margt á leiðinni í víðum
skilningi. Sem dæmi að átta mig á
eigin styrkleikum og ekki síður
veikleikum. Að meta kosti og taka
ákvarðanir með meiri vissu. Mér
finnst ég betur í stakk búin til að
takast á við krefjandi verkefni eft-
ir námið. Ég er sterkari í víðum
skilningi og í flestum þáttum
rekstrar fyrirtækisins. Eins er
gott í framhaldinu að eiga verkfæ-
rakistu þar sem auðvelt er að leita
að margvíslegum fróðleik og leið-
beiningum. Námið víkkaði sjón-
deildarhringinn og ég lærði að
setja mér skýrari markmið, að
hugsa út fyrir boxið og komast að
því að engin verkefni eru það stór
að ekki sé hægt að leysa þau með
góðu tengslaneti og samvinnu
teymis. Síðast en ekki síst var
áhugavert að kynnast ótrúlega
skemmtilegum samnemendum
mínum en í þeim tengslum eru
mikil verðmæti og væntumþykja
sem ég hef trú á að verði til fram-
tíðar.“
Kom á óvart hvað
fjármálin heilluðu
Voru einhver fög sem stóðu upp
úr í þínum huga?
„Ég hef alltaf haft áhuga á sölu-
og markaðsmálum og mikið starf-
að við slíkt, þannig að ég hafði
væntingar um að fög tengd þess-
um málefnum myndu standa sér-
staklega upp úr, en það verður að
segjast eins og er að fjármálafögin
heilluðu. Einnig fannst mér ný-
sköpun og frumkvöðlafræði sem og
samningatækni sérlega áhugaverð-
ir og skemmtilegir áfangar. Það
var líka mjög gaman að sitja fyr-
irlestrana um alþjóðamál og við-
skipti og jók enn frekar áhuga
minn á fréttum á heimsvísu. Allir
áfangar höfðu sinn sjarma og ég
lærði heilmikið á þeim öllum.“
Hvað er menntun að þínu mati?
„Menntun víkkar sjóndeildar-
hringinn, eykur persónulegt öryggi
og áhuga. Menntun er máttur og
með aukinni menntun öðlast mað-
ur alltaf eitthvað jákvætt hvort
sem það er persónulega eða í
vinnu.
Ég tók mér góðan tíma að hugsa
hvaða framhaldsmenntun mig
langaði að fá mér og hafði hugsað
mér að mennta mig meira í langan
tíma en fann alltaf einhverjar af-
sakanir. Mig langaði alltaf að fara
í MBA-námið en lét ekki verða af
því í mörg ár. MBA er krefjandi
stjórnendanám og það er mik-
ilvægt að vera 100% tilbúinn að
leggja þessa miklu vinnu á sig auk
þess að vera í fullu starfi samhliða
og geta sinnt því einnig á sama
tíma. MBA-námið er einfaldlega
besta fjárfesting sem ég hef gefið
sjálfri mér. Í mínum huga er hik
það sama og tap. Það er allt í lagi
að fresta en lífið er of stutt til þess
að leyfa markmiðum sínum ekki að
rætast ef mögulegt er að ná þeim.“
Íris er spennt fyrir árinu 2021.
„Við höfum nú stillt upp áætl-
unum fyrir árið. Við erum með
skýr og háleit markmið fyrir þetta
ár og það er ekkert annað en til-
hlökkun að takast á við krefjandi
og skemmtileg verkefni. Við erum
nú í vöruþróun sem er skemmti-
legur kafli í rekstri okkar fyrir-
tækis. Ég er full bjartsýni enda
ekkert annað í boði. Það eru alltaf
tækifæri og líka í þeim aðstæðum
sem við lifum nú.“
Setur þú þér markmið í upphafi
árs?
„Já ég hef alltaf sett mér mark-
mið í upphafi árs, þau hafa verið
misstór og krefjandi, en mér finnst
mikilvægt að leggja línurnar að
árinu svona í grófum dráttum. Það
hefur virkað vel fyrir mig. Ég man
þegar ég setti mér markmið þess
efnis að klára MBA-gráðuna að þá
sá ég myndrænt fyrir mér út-
skriftina að tveimur árum liðnum.
Ég hef þá trú að alltaf sé gott að
sjá fyrir sér myndræna útkomu
eftir að markmiði hefur verið náð.“
„MBA-námið er einfaldlega besta
fjárfesting sem ég hef gefið sjálfri mér“
Íris Gunnarsdóttir er á
því að hik sé sama og
tap og að allir ættu að
sjá fyrir sér markmiðin
sín og reyna svo að lifa
þau. Hún er spennt fyrir
árinu 2021.
Morgunblaðið/Eggert
Fjármál Írisi þóttu
fjármál áhugaverð
í MBA-náminu sínu.