Morgunblaðið - 21.01.2021, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2021
TAKE AWAY
25% afsláttur
af sérstökum Take Away matseðli ef þú sækir
Frí heimsending á pöntunum yfir 10.000 kr.
gildir ekki með öðrum tilboðum.
Aðalstræti 2, 101 Rvk. |www.matarkjallarinn.is
LEYNDARMÁL
MATARKJALLARANS
Á tilboði sunnudaga – fimmtudaga í janúar
6 rétta leyndarmáls
matseðill Matarkjallarans
6.990 kr. á mann
í stað 9.990 kr á mann
6 réttir að hætti kokksins
– leyfðu okkur að koma þér á óvart.
Eldhúsið færir þér upplifun þar sem
fjölbreytni er í fyrirrúmi
Nýttu ferðagjöfina
hjá okkur
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Glæsileg borðstofuhúsgögnum
frá CASÖ í Danmörku
Á morgun hefur Þjóðleikhúsið sýn-
ingar á Stóra sviðinu eftir nær fjög-
urra mánaða samfellt hlé vegna
samkomubanns.
Frumsýndur verður einleikurinn
Vertu Úlfur eftir Unni Ösp Stef-
ánsdóttur sem einnig leikstýrir.
Verkið er byggt á bók Héðins Unn-
steinssonar sem var tilnefnd til Ís-
lensku bókmenntaverðlaunanna.
Bókin kom út árið 2015 og í henni
fjallar Héðinn á opinskáan hátt um
baráttu sína við geðrænar áskoranir
eftir að hafa greinst með geðhvörf
sem ungur maður.
Í einleiknum er fjallað hispurs-
laust um baráttuna við geðsjúkdóma
frá sjónarhóli manns sem í senn
glímir við geðraskanir og starfar
innan stjórnsýslunnar á sviði geð-
heilbrigðismála. Héðinn, höfundur
bókarinnar, hefur sjálfur starfað við
stefnumótunarmál í geðheilbrigðis-
málum og er í dag formaður Geð-
hjálpar.
Í tengslum við sýninguna gefa
Emilíana Torrini og Prins Póló út
tvö ný lög sem segja má að endur-
spegli ólíkar hliðar geðhvarfanna.
Lag Emilíönu, sem hún samdi í
samvinnu við Margrétu Irglová,
fangar dekkri og viðkvæmari hliðar
geðhvarfa á meðan lag Prins Póló
endurspeglar oflætið. Lag Emilíönu
er með íslenskum texta og er það í
fyrsta skipti sem Emilíana gefur út
lag á íslensku. Þá var texti hennar
einnig notaður í lagi Prins Póló. Höf-
undur annarrar tónlistar í sýning-
unni er Valgeir Sigurðsson sem á
langan feril að baki í kvikmynda- og
leikhústónlist.
Hispurslaus bar-
átta við geðsjúk-
dóma í einleikn-
um Vertu Úlfur
Einleikurinn Vertu Úlfur verður frumsýndur á Stóra
sviði Þjóleikhússins á morgun eftir nær fjögurra
mánaða samfellt hlé vegna samkomubanns. Verkið
er byggt á bók Héðins Unnsteinssonar, Vertu Úlfur,
sem kom út árið 2015 en í henni fjallar hann opin-
skátt um baráttu sína við geðrænar áskoranir.
Leikarinn Björn Thors í
hlutverki sínu í Vertu Úlfur.
Lag Emilíönu Torrini fangar
dekkri og viðkvæmari hliðar
geðhvarfa í sýningunni.