Morgunblaðið - 21.01.2021, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.01.2021, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2021 TAKE AWAY 25% afsláttur af sérstökum Take Away matseðli ef þú sækir Frí heimsending á pöntunum yfir 10.000 kr. gildir ekki með öðrum tilboðum. Aðalstræti 2, 101 Rvk. |www.matarkjallarinn.is LEYNDARMÁL MATARKJALLARANS Á tilboði sunnudaga – fimmtudaga í janúar 6 rétta leyndarmáls matseðill Matarkjallarans 6.990 kr. á mann í stað 9.990 kr á mann 6 réttir að hætti kokksins – leyfðu okkur að koma þér á óvart. Eldhúsið færir þér upplifun þar sem fjölbreytni er í fyrirrúmi Nýttu ferðagjöfina hjá okkur N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Glæsileg borðstofuhúsgögnum frá CASÖ í Danmörku Á morgun hefur Þjóðleikhúsið sýn- ingar á Stóra sviðinu eftir nær fjög- urra mánaða samfellt hlé vegna samkomubanns. Frumsýndur verður einleikurinn Vertu Úlfur eftir Unni Ösp Stef- ánsdóttur sem einnig leikstýrir. Verkið er byggt á bók Héðins Unn- steinssonar sem var tilnefnd til Ís- lensku bókmenntaverðlaunanna. Bókin kom út árið 2015 og í henni fjallar Héðinn á opinskáan hátt um baráttu sína við geðrænar áskoranir eftir að hafa greinst með geðhvörf sem ungur maður. Í einleiknum er fjallað hispurs- laust um baráttuna við geðsjúkdóma frá sjónarhóli manns sem í senn glímir við geðraskanir og starfar innan stjórnsýslunnar á sviði geð- heilbrigðismála. Héðinn, höfundur bókarinnar, hefur sjálfur starfað við stefnumótunarmál í geðheilbrigðis- málum og er í dag formaður Geð- hjálpar. Í tengslum við sýninguna gefa Emilíana Torrini og Prins Póló út tvö ný lög sem segja má að endur- spegli ólíkar hliðar geðhvarfanna. Lag Emilíönu, sem hún samdi í samvinnu við Margrétu Irglová, fangar dekkri og viðkvæmari hliðar geðhvarfa á meðan lag Prins Póló endurspeglar oflætið. Lag Emilíönu er með íslenskum texta og er það í fyrsta skipti sem Emilíana gefur út lag á íslensku. Þá var texti hennar einnig notaður í lagi Prins Póló. Höf- undur annarrar tónlistar í sýning- unni er Valgeir Sigurðsson sem á langan feril að baki í kvikmynda- og leikhústónlist. Hispurslaus bar- átta við geðsjúk- dóma í einleikn- um Vertu Úlfur Einleikurinn Vertu Úlfur verður frumsýndur á Stóra sviði Þjóleikhússins á morgun eftir nær fjögurra mánaða samfellt hlé vegna samkomubanns. Verkið er byggt á bók Héðins Unnsteinssonar, Vertu Úlfur, sem kom út árið 2015 en í henni fjallar hann opin- skátt um baráttu sína við geðrænar áskoranir. Leikarinn Björn Thors í hlutverki sínu í Vertu Úlfur. Lag Emilíönu Torrini fangar dekkri og viðkvæmari hliðar geðhvarfa í sýningunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.