Morgunblaðið - 21.01.2021, Blaðsíða 45
minnst á Sverri í bréfunum, hann
var hetjan, góði frændinn sem
börnin litu upp til.
Það var 10 ára aldursmunur á
Sverri, sem gekk undir gælunafn-
inu Dússi, og Jóhannesi elsta syni
Sigurveigar.
Í bréfum kemur fram að Sverr-
ir var mjög þolinmóður við litla
frænda sinn. Í bréfi frá 27. maí
1942 segir: „Dússi er Jóa minn-
isstæðastur af öllum. Hann kallar
alla drengi Dússa ef þeir eru
stærri en hann sjálfur. Þegar
drengir ganga framhjá þar sem
hann stendur við hliðið, kallar
hann alltaf Dússi til þeirra. Hann
segir að ég heiti Dússi sagði einn
mjög hneykslaður um daginn.
Berðu Dússa kveðju frá honum.
Hann myndi áreiðanlega skila
henni sjálfur ef hann kynni.“ Sex-
tánda janúar 1944 segir Sigurveig
í bréfi til Sverris: „Góði Sverrir
minn það var verulega fallegt af
þér að hugsa um hann Jóa.
Hann hefir alltaf farið í rúmið
þegjandi með sítrónið sitt frá
Dússa segir hann. Flugvélina
geymi ég enn þá, til þess að hafa
hana til taks, ef mikið gengur á.“ Í
sama bréfi segir Sigurveig: „Ég
vona að þú ætlir að koma til okkar
í sumar.“
Ég kynntist Sverri og Mar-
gréti konu hans þegar ég var ung-
lingur og passaði stundum fyrir
þau elstu börnin þegar þau
brugðu sér af bæ.
Þá sá ég glöggt hvað Sverrir og
Margrét voru góð við börnin sín
og alla tíð hreykin af þeim. Enda
máttu þau vel vera það. Börnin
eru öll mesta myndarfólk, vel
menntuð og góðir einstaklingar.
Við Sverrir og Margrét hitt-
umst oftast í seinni tíð í afmælum
Sigurveigar. Það var alltaf gaman
að tala við Sverri, hann sagði
margt frá æsku sinni og Hólm-
fríði ömmu sem ég hitti aldrei.
Ég heimsótti þau Sverri og
Margréti á Kleppsveginn þegar
þau voru um það bil að flytja í
þægilegri íbúð á Dalbraut. Þá dá-
sömuðu þau börn sín fyrir að hafa
séð um allt fyrir þau, kaupa og
selja íbúð og sjá um flutningana.
Við hittumst svo síðast á
Bessastöðum árið 2017 í tilefni af
endurútkomu Tvennra tíma, ævi-
sögu Hólmfríðar Björnsdóttur
ömmu okkar og langömmu. Guðni
Th. Jóhannesson forseti skrifaði
formála að bókinni. Sverrir var
eini afkomandinn sem mundi
Hólmfríði sem lést 1947.
Þetta var mjög notaleg stund
þar sem við ræddum um sameig-
inlegar rætur okkar.
Sverrir frændi minn var ekki
ríkur að veraldlegum auði frekar
en móðursystir hans, en hann
skilur eftir sig mikinn auð í börn-
um sínum.
Blessuð sé minning Sverris
frænda míns, hann lifði langa og
góða ævi.
Margrét H. Sæmundsdóttir
Afi var alveg einstakur og frá-
bær fyrirmynd. Ég var svo hepp-
in að hafa átt margar samveru-
stundir með afa. Að heimsækja
ömmu og afa á Kleppsveginn var
vikulegur atburður alla mína
æsku. Afi var mikil barnagæla og
var duglegur að leika við barna-
börnin sín og síðar langafabörnin
sín.
Hann var snillingur að skapa
úr pappa og bjó til alls konar
skemmtilegt handa okkur, skutl-
ur, pappahús og hatta.
Hann fór með okkur í Kola-
portið, keypti handa okkur lukku-
pakka og við gáfum öndunum
brauð. Hann kynnti mig fyrir
bleikum snúði og kenndi mér kap-
al. Hann var duglegur að finna
upp á alls konar leikjum og
keppnum.
Ég var svo heppin að afi vann
alla mína skólagöngu í íþrótta-
húsinu í Grafarvoginum. Þar lá
leið mín oft að hitta afa, skemmti-
legast var þegar ég fékk rúnt með
afa á bónvélinni.
Ef við afi vorum ein í húsinu þá
spiluðum við tennis, badminton,
handbolta og fótbolta. Samveru-
stundir sem ég mun aldrei
gleyma.
Afi naut sín best í útlöndum.
Sérstaklega í þeim ferðum sem
voru með öllu inniföldu, setið fyr-
ir aurinn og drukkið fyrir afgang-
inn. Þjóðhátíð átti séns í þessa
gleði.
Það var dásamlegt að fylgjast
hvernig afi hélt í höndina á ömmu
og passaði svo vel upp á konuna
sína. Þau algjörlega mállaus í
framandi landi, en afi var með
nafnspjald af hótelinu og þá voru
allir vegir færir.
Hann elskaði að prútta við
götusölumennina og var amma
eina ferðina hlaðin skartgripum
sem hún hafði engin not fyrir.
Þegar við fórum út að borða og afi
pantaði eitthvað sem enginn vissi
hvað var, algjörlega óætt. Ég og
afi hlógum svo mikið að amma var
farin skamma okkur, svöng en
samt svo sátt.
Afi var brandarakarl og sagði
við Orra Hrafn son minn í sumar,
þú ert bara 6 ára. Ertu ekki til í að
gefa mér svona 7 ár af þínu lífi, þú
átt svo mikið eftir. Orri: Glætan
afi, þú ert orðinn allt of gamall
fyrir það. Svo hlógu þeir báðir.
Ég á ekkert nema góðar minn-
ingar og hugsa með þakklæti til
þín.
Ég hefði ekki getað óskað mér
betri afa. Þú gafst mér allt það
besta, tíma þinn, kærleika og ást.
Takk fyrir allt, elsku afi.
Sara Kristín Arnardóttir.
Afi sagði einu sinni að hann
skildi ekkert í því hvað það væru
alltaf mörg börn í kringum hann
og ömmu, að hann væri alltaf með
börn í fanginu. Hann var aðeins
undrandi á þessu en mjög ánægð-
ur með lítið barn í fanginu. Á
þeim tímapunkti voru börn í
gömlu blokkinni þeirra farin að
koma í reglulegar heimsóknir til
ömmu og afa sem bættust við
heimsóknir barna og barnabarna
sem fjölgaði stöðugt. Mér fannst
þetta rökrétt staða að smáfólk og
hvaða fólk sem er gerði sér ferð
til þeirra á Kleppsveginn, heimili
ömmu og afa var griðastaður sem
togaði fólk til sín. Það var alltaf
heitt á könnunni og maður var
alltaf velkominn.
Afi taldi gullin sín í fjölskyld-
unni, hann var stoltur af fjöl-
skyldunni sinni og hafði gaman af
að umgangast börnin og barna-
börnin, hann naut þess að deila
lífinu með þeim og sinnti þeim af
mikilli alúð og áhuga. Afi var ein-
staklega skemmtilegur og uppá-
tækjasamur maður. Hann bjó til
heilu ævintýraheimana við eld-
húsborðið á Kleppsveginum rétt
eins galdrakarl, vopnaður Coco
Puffs-pakka, lími, skærum og eld-
spýtum. Hann var líka alltaf til í
að gera eitthvað skemmtilegt.
Hann hikaði hins vegar ekki við
að forða sér ef fólk var með ein-
hver leiðindi, hann bara nennti
ekki svoleiðis. Hann var mjög
hreinn og beinn í háttum og kom
til dyranna eins og hann var
klæddur. Afi elskaði að segja sög-
ur og hann var góður sögumaður,
einstakir frásagnarhæfileikar
hans gæddu sögur lífi og oftar en
ekki voru þær bráðfyndnar, afi
var nefnilega fyndinn grallari
sem tók sjálfan sig ekkert of al-
varlega.
Margir merkisdagar í lífi afa
voru í kringum jól og áramót. Það
er því dálítið táknrænt að elsku
afi hafi kvatt þennan heim á síð-
asta degi jóla þegar álfar og tröll
fara á kreik og dýrin fá rödd ef
eitthvað er að marka þjóðsögurn-
ar, mikli dýravinurinn sem hann
var.
Við sem eftir stöndum kveðj-
um elsku afa með miklu þakklæti
og yljum okkur við endalausar
fallegar minningar. Við kveðjum
einstakan mann sem átti gott og
fallegt líf með elsku ömmu sem
þau sköpuðu með einstakri elju,
dugnaði og gleði.
Góða ferð í sumarlandið elsku
afi með kærri þökk fyrir allt.
Margrét, Ólafur,
Aron og Viðar Örn.
MINNINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2021
✝ Kristín Guð-mundsdóttir
fæddist í Reykjavík
26. september
1934. Hún lést á
Hjúkrunarheimili
Hrafnistu Sléttunni
10. janúar 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Guð-
mundur Guð-
mundsson, látinn
1986, og Guðrún
Ólafsdóttir, látin 1977.
Kristín átti eina systur, Öldu
Guðmundsdóttur, látna 2016.
Kristín giftist Björgvini Jóns-
syni 31 ágúst 1957. Björgvin lést
2008.
Fyrstu búskaparárin bjuggu
þau í Reykjavík en fluttu í Kópa-
vog 1963 og frá 1964 í Holta-
gerði 48 þar í bæ. En Kristín
flytur síðan á Sléttuveg 31 árið
2011 og síðar á Sléttuveg 25
þegar hún flyst á Hjúkr-
unarheimili Hrafnistu Sléttuna
3. mars 2020 og lést þar.
Börn þeirra voru 6 þau eru:
Stúlka andvana,
fædd 1956. Guð-
mundur, fæddur
1959, maki Karen
Valdimarsdóttir.
Hrafnhildur, fædd
1960, maki Davíð
Friðriksson. Þor-
geir, fæddur 1964,
látinn 2013, maki
Klara Guðrún Haf-
steinsdóttir. Jón
Óttar, fæddur 1964,
látinn 1986. Kolbeinn, fæddur
1967, maki Unnur Þóra Proppé
Valsdóttir.
Barnabörnin eru 11 og barna-
barnabörnin eru 9.
Kristín ólst upp í Vest-
urbænum í Reykjavík. Lauk
prófi frá Kvennaskólanum í
Reykjavík. Starfaði hjá borg-
ardómara í Reykjavík og síðar
við hin ýmsu verslunarstörf en
lengst af starfaði hún í Bóka-
safni Kópavogs eða til starfs-
loka.
Útför Kristínar fór fram 19.
janúar 2021.
Elsku besta amma mín, það er
mjög óraunverulegt að þú skulir
vera farin úr þessu jarðneska lífi.
Ég mun sakna þess að geta faðm-
að þig eða átt spjall við þig eins
og við höfum gert svo mikið af í
gegnum árin. Ég elskaði þig mik-
ið og þú varst svo sterkur stólpi í
lífi mínu og þú sýndir mér hvað
það er að vera sterk og mikil bar-
áttukona.
Ég á óteljandi minningar alveg
frá því ég var lítil stelpa, allar
heimsóknirnar til þín og afa í
Holtagerðið, í vinnuna til þín á
bókasafnið, sumarbústaðarferð-
irnar og öll aðfangadagskvöldin
sem við eyddum saman fjölskyld-
an, sem var árleg hefð mestalla
æskuna mína og á fullorðinsárun-
um mínum.
Ég er þakklát fyrir hverja
minningu og mun alltaf geyma
þær í hjarta mér elsku amma. Ég
þakka þér fyrir að vera alltaf þú,
hrein og bein en ég elskaði það
við þig hvað þú varst alltaf hrein-
skilin. Þér gat ég sagt nánast allt
og aldrei dæmdir þú mig, heldur
varstu alltaf stolt af mér. Takk
fyrir tímann sem ég bjó hjá þér.
Ég fékk að kynnast þér svo vel þá
og það var dýrmætur tími. Ég er
svo þakklát fyrir hvað þú varst
stór þáttur í lífi Nadíu og Emelíu
og hvað þér þótti vænt um þær.
Við eigum það sameiginlegt að
elska jólin og það var svo gaman
að heyra allar frásagnirnar af
jólaferðunum sem þú fórst í er-
lendis þegar þú áttir heima í
Holtagerðinu. Eins á ég fullt af
minningum eftir að þú fluttir á
Sléttuveginn, t.d. þegar við hjálp-
uðumst að við að setja upp jóla-
tréð og skreyta fyrstu árin þín
þar. Þú áttir nokkur jól með mér
og Nadíu í Grindavík og tvenn jól
með okkur í Grýtubakkanum,
m.a. fyrstu jólin hennar Emelíu
Vonar. Við áttum samtal núna
fyrir jól sem þú varst einmitt að
rifja upp þegar þú varst hjá okk-
ur og hvað það hefði verið góður
tími.
Minningarnar væru nóg í heila
bók.
Síðasta ár var sérstaklega erf-
itt vegna takmarkana í samfélag-
inu og mér þykir það svo leitt
hversu lítið ég gat hitt þig og
stelpurnar fengu ekki að heim-
sækja þig neitt. En á sama tíma
er ég þakklát fyrir tæknina og að
stelpurnar gátu talað við þig fyrir
jólin í myndsímtali sem er þeim
ákaflega dýrmætt.
Ég er þakklát fyrir að hafa
fengið að hitta þig þann 9. janúar
síðastliðinn og fengið að tala við
þig og kveðja. Ég mun aldrei
gleyma því kvöldi. Það snjóaði
svo fallega og það var kalt úti og
þú hafðir orð á því hversu kalt
mér væri á höndunum og hélst
fast í höndina mína og spurðir
hvort mér væri ekki að hlýna og
jú þrátt fyrir að þú værir brátt að
kveðja þá var þér umhugað um
mig og það er einmitt svo mikið
þú. Það var erfitt en gott að fá að
vera hjá þér en ég er svo þakklát
fyrir þessa stund og að geta skil-
að til þín kveðju frá stelpunum.
Elsku amm, það er alltaf sagt að
ömmur séu englar í dulargervi og
þú ert það svo sannarlega. Ég
veit að þú hefur fengið hvíld þar
sem þú getur andað áreynslu-
laust og fengið frið.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Prestshólum)
Hvíldu í friði elsku amma.
Þínar
Eva María, Nadía Mist og
Emelía Von.
Kristín
Guðmundsdóttir
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi
liður, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá inn
slóðina www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar
Sálm. 86.5
biblian.is
Þú, Drottinn,
ert góður og fús
til að fyrirgefa,
gæskuríkur öllum
sem ákalla þig.
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744 Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓNA ÁSGEIRSDÓTTIR,
til heimilis að Breiðvangi 28,
Hafnarfirði,
lést í faðmi fjölskyldu sinnar á Land-
spítalanum mánudaginn 11. janúar. Útförin fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 22. janúar klukkan 13.
Streymt verður frá útförinni á https://youtu.be/B4pbyUKAOOU
Sjöfn Arnbjörnsdóttir Gerhard Ball
Edda Arnbjörnsdóttir
Kristinn Arnbjörnsson Ivanka Sljivic
Ásgeir Arnbjörnsson Oddný Gunnarsdóttir
Guðjón Arnbjörnsson Ingibjörg Á. Magnúsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
PÁLL HELGI JÓNSSON BUCH
frá Einarsstöðum
í Reykjahverfi
lést föstudaginn 23. október.
Bálför hefur farið fram.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 22. janúar klukkan 10.30.
Streymt verður frá athöfninni á facebook-síðunni jarðarfarir í
Akureyrarkirkju/beinar útsendingar.
Guðrún Benediktsdóttir
Kristján Heimir Buch Helena Ýr P. Maitsland
Benedikt Smári Þórólfsson Mille Toft Sørensen
Halldór Fannar Þórólfsson Kristín Jóhanna Stefánsdóttir
Sigríður Drífa Þórólfsdóttir Birkir Þór Stefánsson
Kristófer Leó Smárason
Árný Helga Birkisdóttir
Stefán Þór Birkisson
Ástkær faðir okkar, sonur, afi og bróðir
HARALDUR KRISTJÁNSSON,
lést á heimili sínu í Los Angeles 12. janúar
eftir erfiða baráttu við krabbamein.
Útför verður tilkynnt síðar.
Kristján Haraldsson
Davíð Örn Kristínarson
Erla Hjartardóttir
Kristján Dór Clarke
Bjartmar Logi Clarke
Benedikt Björn Davíðsson
Kristján Ragnar Kristjánsson
Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR ÁRNASON
viðskiptafræðingur,
frá Litla-Hvammi, Mýrdal,
lést í faðmi fjölskyldunnar mánudaginn
11. janúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
26. janúar klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu
ættingjar og vinir viðstaddir en athöfninni verður streymt á:
https://youtu.be/M2bfuBCMPbs.
Guðlaug Ragnarsdóttir
Helga Sigurðardóttir
Gunnar Sigurðsson Rósa Hrönn Árnadóttir
Bryngeir Sigurðsson Jóhanna Arnþórsdóttir
Ragnar Steinar Bentsson Fjóla Jensen
Anný Elín Bentsdóttir Jóhannes Hauksson
Róbert M. O´Neill
afa- og langafabörn
Elsku pabbi okkar, tengdafaðir og afi,
KRISTINN HELGI ELDJÁRNSSON
frá Siglufirði,
Borgarbraut 2, Borgarnesi,
lést á Brákarhlíð fimmtudaginn 14. janúar
eftir erfið veikindi.
Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Brákarhlíðar,
sáramiðstöðvar B3 í Fossvogi og sjúkrahótels LSH fyrir einstaka
hlýju og góða umönnun.
Lára Bjarney Kristinsdóttir Sigurlínus Gunnarsson
Helgi Örn Kristinsson Hrafnhildur Gísladóttir
Elfa Sif Kristinsdóttir
Steinar Hannes Kristinsson Anzhela Klimets
og barnabörn