Morgunblaðið - 21.01.2021, Page 48
48 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2021
✝ Heiðdís Norð-fjörð fæddist á
Akureyri 21. desem-
ber 1940. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Hlíð 7. janúar 2021.
Foreldrar hennar
voru Jón Aðalsteinn
Norðfjörð, bæjar-
gjaldkeri og leikari,
f. 30.10. 1904, d.
22.3. 1957 og Anna
Guðrún Helgadótt-
ir, f. 24.7. 1920, d. 15.6. 2000.
Heiðdís ólst upp fyrst hjá föður
sínum og stjúpmóður, Jónu Jóns-
dóttur, sem lést ári eftir að Heið-
dís kom til hennar. Þá fór hún í
fóstur til Gróu Hertervig og Hjör-
leifs Árnasonar þar sem hún var
til 4 ára aldurs. Þá giftist faðir
hennar aftur, Jóhönnu Ingv-
arsdóttur kjólameistara, f. 10.6.
1911, d. 30.12. 2008, sem gekk
Heiðdísi í móðurstað og ættleiddi
hana síðar.
Heiðdís giftist 1.12. 1959 Gunn-
ari Jóhannssyni bifvélavirkja, f.
20.4. 1935. Foreldrar Gunnars
voru Jóhann Valdemarsson, bóndi
á Möðruvöllum í Eyjafirði, f. 22.6.
1911, d. 3.9. 2004 og Helga Magn-
ea Kristinsdóttur frá Sam-
komugerði í Eyjafirði, f. 13.2.
1911, d. 18.1. 1965.
Synir Heiðdísar og Gunnars
eru: a) Gunnar Gunnarsson Norð-
fjörð, organisti Fríkirkjunnar í
Reykjavík, f. 26.7. 1961. Kona
hans er Gréta Matthíasdóttir,
forstöðumaður námsráðgjafar hjá
HR, og eru börn þeirra Heiðdís
forstöðu í allmörg ár. Hún starf-
aði síðan sem læknafulltrúi við
embætti héraðslæknis Norður-
lands eystra og var síðar lækna-
ritari á heilsugæslustöðinni á Ak-
ureyri um langt árabil.
Meðfram störfum sínum skrif-
aði Heiðdís sögur fyrir börn og
unglinga og út komu nokkrar
barnabækur eftir hana. Hún var
dagskrárgerðarmaður hjá RÚV
og var þá m.a. með morgunstund
barnanna. Til eru margar hljóð-
upptökur með upplestri hennar.
Hún orti einnig ljóð og samdi
tónlist enda liðtækur píanisti.
Þekktust eru lög Heiðdísar við
ævintýrið um Pílu pínu eftir
Kristján frá Djúpalæk. Þau komu
út á hljómplötu árið 1980. Seinna
skrifaði Heiðdís leikrit við sög-
una um Pílu pínu sem var svið-
sett af Leikfélagi Akureyrar
2016 í samstarfi við Sinfóníu-
hljómsveit Norðurlands og
Menningarhúsið Hof. Heiðdís var
um árabil meðhjálpari við
Akureyrarkirkju og hún var
lengi þátttakandi í kórstarfi. Ár-
ið 2007 fékk hún viðurkenningu
frá Beta-deild Alfa Kappa
Gamma á Akureyri fyrir framlag
til menningar og menntunarmála
barna. Einnig fékk hún við-
urkenningu Menningarsjóðs
Akureyrar 2010 fyrir mikilvægt
framlag til menningarlífs á
Akureyri.
Útförin fer fram frá Akureyr-
arkirkju 21. janúar 2021 klukkan
13.30. Streymt verður frá athöfn-
inni:
https://tinyurl.com/y37qr6ay/.
Virkan hlekk á streymið má
finna á:
https://www.mbl.is/andlat/.
Norðfjörð, f. 1983,
Birta, f. 1987 og
Katrín Sól, f. 2001.
Þau eiga 3 barna-
börn. b) Jón Norð-
fjörð rekstrarstjóri,
f. 19.3. 1966. Kona
hans er Ragnheiður
Björg Svavarsdóttir
og eru börn þeirra
Jón Heiðar, f. 1991,
Svavar Árni, f.
2005, Eva María, f.
2010 og Helga Lind, f. 2017. Þau
eiga 1 barnabarn. c) Jóhann V.
Norðfjörð framkvæmdastjóri, f.
18.8. 1971. Sambýliskona hans er
Linda Björk Rögnvaldsdóttir við-
skiptafræðingur, f. 1989 og eru
börn þeirra Gunnar Ögri, f. 2000
og Nína Rut, f. 2018. Bræður
Heiðdísar, synir Jóns og Jó-
hönnu, voru Jón H. Norðfjörð, f.
1947 og Ásgeir Heiðar Norð-
fjörð, f. 1951, d. 1951. Fóst-
ursystkini Heiðdísar, börn Jó-
hönnu, eru Ingibjörg Skarphéð-
insdóttir, f. 1931, og Sverrir
Steinar Skarphéðinsson, f. 1935.
Systkini Heiðdísar, börn Önnu,
voru Sigurrós Svavarsdóttir, f.
1945, d. 1945, Svavar Svav-
arsson, f. 1952, Helga Kristín
Jónsdóttir, f. 1955, d. 1996 og
Hulda Jónsdóttir, f. 1963.
Heiðdís lauk prófi frá Gagn-
fræðaskólanum á Akureyri og
stundaði síðan nám við Hús-
mæðraskólann á Laugalandi.
Hún útskrifaðist sem sjúkraliði
1975 og starfaði við Elliheimilið í
Skjaldarvík sem hún veitti síðan
Elsku amma mín!
Það er langt síðan ég byrjaði
að sakna þín, en núna er komið
að kveðjustund. Veikindi þín
voru ósanngjörn og erfið. Þau
rændu þig svo miklu. Sögunum
og ljóðunum. Dýrmætum tíma.
Þau rændu því að þú fengir að
kynnast drengjunum mínum og
ó, hvað þú hefðir haft gaman af
þeim!
Það var óskaplega sárt að sjá
þig lokast inni og verða loks að
skugganum af því sem þú eitt
sinn varst. En núna ertu laus
úr þessum fjötrum. Og á
undraverðan hátt er eins og
reiðin yfir þessum ómaklegu
örlögum dofni líka. Það skapast
rúm fyrir dásamlegar minning-
ar að stíga aftur fram og
kveðja sér hljóðs.
Í hvert sinn sem ég kom í
Hraungerðið fann ég hvað ég
var velkomin og elskuð. Þú
mættir mér með breiðu brosi
og opnum faðmi, eins og ég
væri sólin sjálf að heiðra þig
með nærveru minni. Sjáaldur
augna þinna, eins og þú sagðir.
Allar minningar um þig eru lit-
aðar af þessari gleði og birtu,
sem vafalaust hafði mótandi
áhrif á litla skottu.
Ég kom stundum með
heimalexíurnar og vann þær
við eldhúsborðið hjá þér. Mér
gekk ekki vel að leggja marg-
földunartöflurnar á minnið fyrr
en þú sagðir að ég ætti bara að
syngja þær! Ég hélt nú ekki!
Glætan! „Jú! Þú getur meira að
segja rappað þær!“ sagðir þú
og gerðir þér lítið fyrir og
rappaðir sex-sinnum-töfluna.
Auðvitað hafðirðu rétt fyrir
þér. Töflurnar lögðust á minn-
ið, og alltaf sé ég ömmu gömlu
fyrir mér að rappa þegar ég
þarf að margfalda með sex.
Þegar ég gisti hjá þér um
helgar varstu alltaf vöknuð fyr-
ir allar aldir. Svo var heilög
stund hjá okkur þegar þú vakt-
ir mig til að horfa á barnatím-
ann. Eftir hádegið skottaðist ég
með þér í öll erindi. Við fórum í
kaffi til Kristjáns frá Djúpalæk
og Unnar.
Ég sat í fanginu á þér,
bruddi kandís, og þú sagðir
mér að Kristján hefði samið
söguna um Pílu pínu. Hann
hlaut að vera heimsfrægur
fannst mér. Samt fannst mér
þú eiga ansi mikið í sögunni
líka, sem gæddir hana lífi með
lögunum þínum.
Við fórum stundum í leik-
húsið, klæddar í okkar fínasta
púss. Þú bentir á málverkið af
langafa sem hékk þar. „Hann
var leikari,“ sagðirðu, og ég
fann að hann hafði verið merki-
legur karl. Stundum fórum við í
ísbíltúr um Oddeyrina og þú
sagðir mér sögur af þér þegar
þú varst lítil stelpa. Það sem
við hlógum í þessum bíltúrum,
enda varstu algjör óþekktar-
ormur og sögurnar fyndnar eft-
ir því.
Stundum þurftum við að
stoppa bílinn til að geta hlegið
almennilega.
Eftir því sem ég set fleiri
minningar á blað, þeim mun
fleiri koma upp í hugann. Þær
hlýja mér allar. Stundum velti
ég því fyrir mér hvaða braut þú
hefðir valið þinni litríku ævi ef
þú hefðir fæðst kynslóð síðar.
Ef þú hefðir ekki misst pabba
þinn 15 ára gömul eða verið
ættleidd í tvígang. Ekki farið í
húsmæðraskóla heldur listahá-
skóla.
Þú varst svo mikill listamað-
ur og hafðir stórkostlega sýn á
lífið. Þú fannst náðargáfunni
þinni farveg í sögum þínum og
söngvum sem munu lifa áfram.
Þú gafst mér svo mikið og þú
gerðir það af öllu hjarta.
Elsku amma mín! Góða ferð
inn í ljósið. Það mun skína
bjartar vegna þín.
Þín sonardóttir,
Meira á mbl.is/andlat
Heiðdís Norðfjörð yngri.
Það er mikil gæfa að geta
vaknað heilbrigður hvern
morgun og haldið glaður út í
daginn. Elsku Heiðdís systir
mín átti ekki því láni að fagna
hin síðari ár. Það var erfitt að
sjá þessa góðu konu hverfa inn
í tómleika hugar og athafna.
Við áttum bernskuárin okkar
saman með mömmu og pabba á
Ægisgötunni á Akureyri og ég
á góðar minningar frá þeim
tíma er hún passaði mig.
Mamma kenndi okkur kvæði og
vísur sem við lásum og sung-
um. Í uppáhaldi voru Gutta- og
Aravísur og kvæðið „En hvað
það var skrýtið“. Heiðdís sagði
mér sögur um allt mögulegt
sem hún bjó til, stundum jafn-
óðum og það var sagt. Skálda-
og leikhæfileikar hennar komu
snemma fram og söngur átti
hug hennar alla tíð. Pabbi okk-
ar féll frá árið 1957 og í fram-
haldi fluttum við mamma til
Reykjavíkur, en Heiðdís var þá
trúlofuð Gunnari sínum og varð
eftir á Akureyri. Við hittumst
oft og alltaf voru það fagnaðar-
fundir. Sumarið eftir að pabbi
lést fór ég í sveit að Háagerði í
Eyjafirði og þá kom Heiðdís
reglulega til mín og við fórum í
bíltúr. Þegar sveitardvöl minni
lauk sótti hún mig og sagði:
„Nú skulum við kaupa eitthvað
fallegt handa mömmu.“ Heiðdís
vildi alltaf gleðja aðra. Við fór-
um í KEA-búð og fundum þar
fallega Jesúmynd sem ég fór
með suður og gaf mömmu.
Heiðdísi var margt til lista
lagt. Hún samdi vinsælar
barnabækur og falleg ljóð og
hún sá um dagskrárgerð hjá
RÚV og ávallt þegar ég heyrði
hana lesa upp, komu upp í huga
minn upphafsorð ljóðsins um
Sólskríkjuna, „Sú rödd var svo
fögur, svo hugljúf og hrein“, en
rödd Heiðdísar var einmitt svo
hugljúf og hrein. Hún las einn-
ig sögur inn á fjölmargar
snældur og samdi lög við eigin
texta og annarra. Þekktust eru
lög Heiðdísar við ævintýrið um
Pílu pínu eftir Kristján frá
Djúpalæk. Þau komu út á
hljómplötu árið 1980 og seinna
skrifaði hún leikrit eftir sög-
unni og það var gleðiefni þegar
leikritið um Pílu pínu var flutt
hjá LA árið 2016. Heiðdís hefur
hlotið viðurkenningar fyrir rit-
störf sín, meðal annars frá
Menningarsjóði Akureyrar árið
2010 fyrir mikilvægt framlag til
menningarlífs á Akureyri.
Heiðdís var alla tíð einlægt trú-
uð og var lengi meðhjálpari í
Akureyrarkirkju. Hún spilaði
marga fallega sálma á píanóið
heima og í uppáhaldi var sálm-
urinn Amazing Grace sem hún
gerði eftirfarandi íslenskan
texta við sem hún nefndi Vor-
koma.
Nú birta fer í bæ og sveit
því bráðum kemur vor,
þá vermir okkur vorsól heit
og veitir kraft og þor.
Og vorið nýja vekur sýn
þá vaknar allt og grær,
og blærinn ilminn ber til þín
sem bjó hann til í gær.
Þá hjörtun ungu örar slá
því ástin tekur völd,
með blik í augum blíð er þrá
hin björtu fögru kvöld.
Margar góðar minningar
rifjast upp og það voru alltaf
gleðistundir þegar við fjöl-
skyldurnar hittumst og sam-
band okkar hefur einkennst af
mikilli einlægni og væntum-
þykju.
Heiðdís varð áttræð hinn 21.
desember sl. Við héldum upp á
þennan dag sem markar bjart-
ari tíma og vorkomu innan tíð-
ar. Síðustu ár hefur hún notið
góðrar umönnunar á dvalar-
heimilinu Hlíð á Akureyri þar
sem eiginmaður hennar til
rúmlega sextíu ára, Gunnar Jó-
hannsson, dvelur einnig. „Sárt
er að missa sína“ segir í sakn-
aðarljóði Gínu mömmu í sög-
unni um Pílu pínu og í dag tök-
um við undir þau orð. Við Lóa
vottum elsku Gunnari og son-
um þeirra og fjölskyldum inni-
lega samúð og Guðsblessunar.
Blessuð sé minning elsku Heið-
dísar.
Meira á mbl.is/andlat
Jón Norðfjörð
(Nonni litli bróðir).
Elskuleg svilkona mín, Heið-
dís Norðfjörð, er látin eftir
nokkurra ára erfið veikindi.
Það eru komin hartnær fimm-
tíu ár síðan við nýtrúlofað kær-
ustuparið, blaut á bak við eyr-
un, hófum búskap á neðri
hæðinni hjá Heiðdísi og Gunna
í Hamarstíg 3. Frá fyrsta degi
tóku þau okkur opnum örmum
og vildu allt fyrir okkur gera.
Og þegar frumburður okkar
fæddist fékk ég margar þarfar
kennslustundir í umönnun þar
sem ég einbirnið vissi vart hvað
sneri fram eða aftur á ung-
barni.
Heiðdís var konan með
reynsluna, búin að eignast þrjá
stráka. Þegar ég svo byrjaði
aftur að vinna hálfan daginn
bauðst hún til þess að passa,
„af því að hún hvort sem var
heima“ sagði hún. Auðvitað tók
hún ekki í mál að taka greiðslu
fyrir og þetta lýsir Heiðdísi svo
vel, endalaust að reyna að gera
öðrum lífið léttara. Í minning-
unni var alltaf sól og logn, gleði
og gaman þau þrjú ár sem við
bjuggum í Hamarstígnum.
Upp úr þrítugu lærði Heið-
dís til sjúkraliða og vann um
tíma sem forstöðukona elli-
heimilisins í Skjaldarvík.
Seinna gerðist hún ritari hjá
héraðslæknisembættinu og
þegar það embætti var lagt nið-
ur færði hún sig yfir á Heilsu-
gæslustöðina á Akureyri
(HAK) og vann þar sem lækna-
ritari til starfsloka. Þar vorum
við vinnufélagar í yfir 20 ár.
Heiðdís naut sín vel í öflugu fé-
lagsstarfi á HAK, var sjálfskip-
aður forsetaritari hjá forseta
starfsmannafélagsins og gaf út
ein og óstudd Hökuna sem var
fyrir margar sakir hið merki-
legasta blað. Um tíma gaf hún
einnig út Undirhökuna þar sem
birtist eingöngu kveðskapur
eftir starfsmenn en óvenju-
margir snjallir hagyrðingar
voru á HAK á þessum árum.
Útgáfa var nefnd Heiðprent.
Meðfram fullu starfi var
Heiðdís meðhjálpari í Akureyr-
arkirkju í fjöldamörg ár og
stýrði um tíma barnastund hjá
RÚVAK, svæðisútvarpi og
söng lengi með Kvennakór Ak-
ureyrar.
Heiðdís var einkar fjölhæf og
hugmyndarík. Hún spilaði á pí-
anó, samdi bækur, sögur, ljóð
og lög. Einnig las hún inn á
snældur „Sögur fyrir svefninn“
sem voru bæði hennar eigin
sögur og annarra. Þau eru ófá
börnin sem hafa í gegnum tíð-
ina sofnað út frá röddinni henn-
ar fallegu. Platan með lögum
og söng Heiðdísar og textum
Kristjáns frá Djúpalæk um Pílu
pínu músastelpu er löngu orðin
klassík og mörg börn hafa grát-
ið fögrum tárum yfir Saknaðar-
ljóði Gínu mömmu. Það gladdi
Heiðdísi mjög þegar Leikfélag
Akureyrar setti upp fyrir
nokkrum árum söngleik byggð-
an á þessari sögu og söngvum.
Heiðdís var árrisul, fór á
fætur við fyrsta hanagal til að
semja áður en dagsins amstur
hófst. Það voru hennar helgi-
stundir.
Ég kveð þig nú, mín kæra
Heiðdís, með þökk fyrir sam-
fylgdina. Þú gerðir veröldina
einfaldlega betri með tilvist
þinni.
Þín
Anna María (Anna Maja).
Horfin er nú til feðra sinna
eftir langvinna vanheilsu Heið-
dís Norðfjörð, sem um áratuga
skeið var náinn samstarfsmað-
ur minn á Heilsugæzlustöðinni
á Akureyri og sérleg vinkona
fjölskyldu minnar. Heiðdís var
einstök kona fyrir mannkosta
sakir og margvíslegra hæfi-
leika.
Hún hafði afar jákvæða sýn
á lífið og samferðamenn sína og
sýndi það látlaust í verki. Sið-
fágun hennar og eðliskurteisi
var við brugðið, en þó var
hæfnin til samlíðunar og hjálp-
semi hennar þeir eðliskostir,
sem mér eru minnisstæðastir.
Hún sýndi stöðugt í dagfari
sínu og verki áreynslulausa þrá
eftir því að auðvelda samferða-
fólki sínu lífið og bæta og létta
andrúmsloft hvers þess hóps,
sem hún blandaði geði við.
Auk þessara eðliskosta var
Heiðdís ágætum gáfum gædd
og af þeim sökum eftirsótt til
flestra starfa, sem hún jafnan
sinnti af sömu samvizkusemi og
auðmýkt, hvort heldur um að-
hlynningu sjúkra eða aldraðra,
stjórnunarstörf, þjónustustörf
eða félagsstörf var að ræða.
Sjaldnast þurfti að kalla eftir
aðstoð hennar ef á lá, því hún
var jafnan fyrri til að bjóða
fram hjálp sína. Hlutur hennar
við að styrkja félagslega innviði
vinnustaða hennar var ómeta-
legur, því auk glaðværðar og
gjörhygli var henni afar margt
til lista lagt. Sköpunargáfa
hennar fékk m.a. útrás í hljóð-
færaleik og tónsmíðum, ljóða-
gerð og ritlist. Hún var frábær
upplesari og söngvin að auki.
Það var einkar auðvelt að vekja
áhuga hennar á nánast hverju
sem var, svo lengi sem það
samrýmdist siðferðiskennd
hennar og lífssýn. Hún var
hvers manns hugljúfi og dreng-
ur góður.
Minningin um hógværa hug-
sjónakonu og viðleitni hennar
til að bæta heiminn mun lifa
með öllum þeim sem þekktu
hana.
Ég votta aðstandendum og
fjölmörgum syrgjendum samúð
mína.
Pétur Ingvi Pétursson.
Heiðdís Norðfjörð
Ég heyrði þrjár
villur. Þetta voru
orðin sem ég fékk
að heyra eftir að ég
kláraði að spila á fiðluna fyrir
elsku afa minn. Þessar þrjár vill-
ur höfðu hins vegar ekki farið
framhjá mér. Því eins og afi væri
rannsóknarlögregla sem hafði
gómað sökudólg í miðri lygi, þá
heyrði ég „AAA“ í hvert skipti
sem fingurnir mínir villtust á
strengjunum. Það var alltaf
skemmtilegast að spila fyrir
hann afa. Á meðan aðrir ættingj-
ar myndu hrósa mér, sama
Sigurður Helgi
Valgarðsson
✝ Sigurður HelgiValgarðsson,
(Siggi) fæddist 11.
ágúst 1933. Hann
lést 10. janúar
2021.
Útförin fór fram
18. janúar 2021.
hversu illa mér
gekk, þá var afi ekki
að fara að gera það
sama ef það átti
ekki rétt á sér. Það
sem ég sóttist eftir
var æðsti heiður
sem afi gat gefið
mér: „Þetta var
skítsæmilegt.“ Ég
elskaði hvað afi gat
alltaf verið heiðar-
legur.
Það var nefnilega honum að
þakka að ég gat spilað á fiðluna
mína, þar sem hann átti hlut í
þeim kaupum. Einu sinni spilaði
ég á fiðluna á hjúkrunarheimili
þar sem afi horfði á, ásamt hópi
af eldri borgurum. Þar minntist
ég á að afi hefði hjálpað með
kaupin og að þetta fiðluspil væri
að vissu leyti honum að þakka.
En afi var ekki manneskja sem
vildi láta setja sig á háan hest,
þannig að hann þóttist ekki
kannast við það. Ekkert við-
fangsefni virtist vera afa óáhuga-
vert og bækurnar sem hann var
búinn að lesa voru óteljanlegar.
Hann afi hafði líka mikinn áhuga
á að deila þessari visku með öðr-
um, á mörgum heimilum má
finna áhugaverðar bækur sem afi
ákvað að gefa, eftir að hafa fund-
ið þær í Kolaportinu. Á minni
hillu má til dæmis finna allskonar
sögubækur, hjá bróður mínum
má finna bækur um bíla og hjá
pabba bók um smíðar.
Húmorinn var alltaf til staðar
hjá honum afa. Þegar pabbi fékk
sína bók, þá sagði afi að hún væri
fullkomin fyrir hann, það voru
nefnilega svo margar myndir í
henni.
Það var æðisleg gjöf fyrir
bæði mig og bróður minn að fá að
alast upp með honum afa. Það
skipti engu máli hvað ég var bú-
inn að kynna mér eða skoða,
hann afi vissi alltaf eitthvað um
það og gat spjallað um það tím-
um saman. Þegar ég var búinn að
ræða við hann um daginn og veg-
inn, þá gat bróðir minn tekið við
af mér og talað um eitthvert allt
annað viðfangsefni sem ég hafði
ekkert vit á, en afi, hann var rétt
að byrja. Það þurfti nefnilega
stundum fullt heimili til þess að
komast í gegnum allt það sem afi
gat talað um. Þetta var eitthvað
sem fór ekki með aldrinum, og
hann afi hélt áfram að vera dýr-
mætur viskubrunnur. Einu sinni
lét afi mig lofa sér því að láta sig
vita þegar honum væri farið að
förlast. Það var eitthvað sem ég
upplifði nær aldrei, þó að ég hafi
nú einu sinni látið þau orð falla.
En þá taldi ég að Útvarp Saga
hefði eitrað smá brunninn.
Hann afi hafði þann einstaka
eiginleika að njóta þess fé-
lagsskapar sem mörg okkar eiga
í erfiðleikum með, okkar eigin.
Alltaf fann afi leið til þess að
halda sér uppteknum og
skemmta sér með sjálfum sér.
Afi stressaði sig nefnilega ekki
yfir hlutum sem hann skorti,
heldur virtist hann alltaf vera
sáttur með það sem hann átti.
Elsku afi, takk kærlega fyrir
allt sem þú hefur gefið okkur.
Við munum sakna þín og ávallt
bera minningu þína með okkur.
Hinrik Snær Guðmundsson.