Morgunblaðið - 21.01.2021, Page 61
ÍÞRÓTTIR 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2021
Frammistaða íslenska karla-
landsliðsins í handknattleik á
HM í Egyptalandi er ákveðið
áhyggjuefni. Liðið hefur leikið
fjóra leiki, tapað tveimur og unn-
ið tvo. Eftir tap í fyrsta leik gegn
Portúgal vann liðið nokkuð
þægilega og örugga sigra gegn
Alsír og Marokkó. Í gær þurfti
liðið svo að sætta sig við tap í
fyrsta leik sínum í milliriðli gegn
Sviss.
Ef horft er til styrkleika lið-
anna sem Ísland hefur mætt á
mótinu til þess er það ekki orð-
um aukið að segja að liðið hafi
fallið á prófinu. Að vinna Alsír og
Marokkó á að vera formsatriði
fyrir landslið eins og Ísland. Að
tapa gegn Portúgal og Sviss er
ekki eitthvað sem íslenskt lands-
lið í handbolta á að sætta sig
við, jafnvel þótt Portúgal hafi
hafnað í sjötta sæti á EM 2020,
því Ísland er einfaldlega mun
meiri handboltaþjóð en Portúgal.
Ljósu punktarnir úr leik
liðsins í gær voru klárlega varn-
arleikurinn sem og frammistaða
Ýmis Arnar Gíslasonar og Elliða
Snæs Viðarssonar. Sóknarleik-
urinn var hins vegar afleitur, líkt
og gegn Portúgal og íslenska lið-
ið skorti alvörusvör við sterkri
vörn Sviss. Sóknarleikurinn er
ákveðið áhyggjuefni og það er
ekki laust við að maður spyrji
hvort liðið hafi verið nægilega
undirbúið fyrir brotthvarf fyr-
irliðans Arons Pálmarssonar.
Á sama tíma er liðið ansi ungt
og flestir sem hafa verið í aðal-
hlutverki á mótinu í ár eiga nóg
eftir. Enn sem komið er, er HM í
Egyptalandi langt frá því að vera
mót íslenska liðsins en það eru
enn þá tveir leikir eftir í það
minnsta og það skal aldrei af-
skrifa handboltalandsliðið. Það
geta hins vegar flestir verið
sammála um það að töp gegn
Portúgal og sérstaklega Sviss sé
ekki ásættanlegur árangur.
BAKVÖRÐUR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
með dauðafærin í nokkrum tilfellum.
Bjarki Már Elísson er þekktur fyrir
að nýta færin sín vel en var illa upp-
lagður og Nikola Portner, mark-
vörður Sviss, varði nokkrum sinnum
frá honum í dauðafærum. Bjarki og
Viggó Kristjánsson brenndu báðir af
vítaköstum í leiknum.
Framan af fóru dauðafærin for-
görðum en síðasta kortérið eða svo
seig enn á ógæfuhliðina þegar vörn
Sviss varð öflugri. Þá varð erfitt fyr-
ir íslenska liðið að búa til góð færi.
Eins og nefnt hefur verið í greinum í
blaðinu að undanförnu er leik-
mannahópurinn þannig samansettur
að fáir í liðinu geta ógnað með skot-
um af löngu færi á móti heimsklassa-
liðum. Þar hefur fjarvera Arons
Pálmarssonar mikil áhrif á ógnunina
í sóknum Íslands. Þegar Svisslend-
ingar spiluðu aftarlega áttu okkar
menn erfitt með að opna vörnina.
Eins og íslenska liðið er skipað á
liðið auðveldara með að sækja þegar
liðin koma lengra fram á völlinn.
Ólafur Guðmundsson og Kristján
Örn Kristjánsson geta skotið fyrir
utan punktalínu og reyndu það í
gær. Í fyrri hálfleik skoraði Ísland
sex mörk úr uppstilltum sóknum og
þá skoraði Ólafur þrjú þeirra.
Er spennan of mikil?
Baráttuandinn er fyrir hendi og
okkar menn leggja sig fram. En það
virðast vera þyngsli yfir leik-
mönnum og langt er í brosið. Búa
þarf þannig um hnútana að menn
geti notið þess að spila leikina. Í því
felast forréttindi að spila á stórmót-
um en menn virðast ekki njóta þess í
þetta skiptið. Léttleikann virðist
vanta og spennan gæti verið of mikil.
Utan frá líta leikmennirnir út fyrir
að bera byrðar á bakinu. Ef til vill er
það ein skýringin á því að menn nýta
færin illa.
Kári Kristján Kristjánsson og
aðrir skemmtilegir menn í leik-
mannahópnum ættu að skapa létta
stemningu fyrir leikinn gegn Frakk-
landi. Sóknarleikurinn gæti batnað
ef menn ná að slaka aðeins á.
Léttleikann vantaði í
sáru tapi gegn Sviss
Ísland skoraði aðeins 18 mörk Vörnin er á réttri leið hjá ungum mönnum
AFP
Vonbrigði Íslensku leikmennirnir svekktir í leikslok enda ætluðu þeir sér tvö stig gegn Sviss.
Höll Hassan Moustafa í 6. október,
milliriðill HM, miðvikudag 20. jan-
úar.
Gangur leiksins: 2:1, 4:3, 6:4, 7:5,
7:7, 9:9, 10:9, 12:11, 13:12, 14:15,
16:15, 16:17, 19:17, 19:18, 20:18.
Mörk Sviss: Andy Schmid 6/1,
Roman Sidorowicz 4, Cedrie Ty-
nowski 3, Nicolas Raemy 3, Lenny
Rubin 1, Marvin Lier 1, Alen Milosev-
ic 1, Jonas Schelker 1.
Varin skot: Nikola Portner 14/1, Au-
rel Bringolf 1/1.
Utan vallar: 10 mínútur.
SVISS – ÍSLAND 20:18
Mörk Íslands: Ólafur Guðmundsson
4, Viggó Kristjánsson 2/1, Bjarki
Már Elísson 2/1, Elvar Örn Jónsson
2, Gísli Þorgeir Kristjánsson 2,
Björgvin Páll Gústavsson 2, Kristján
Örn Kristjánsson 1, Sigvaldi Björn
Guðjónsson 1, Alexander Petersson
1, Oddur Gretarsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gúst-
avsson 11, Ágúst Elí Björgvinsson 3.
Utan vallar: 6 mínútur.
Dómarar: Robert Shulze og Tobias
Tonnies, Þýskalandi.
Áhorfendur: Ekki leyfðir.
Ísland var yfir 17:16 þegar skammt var eftir gegn Sviss
á HM en mátti sætta sig við sárt tap 20:18. „Úr því sem
komið var er þetta rosalega leiðinlegt. Við vorum komn-
ir í góða stöðu og að ákveðnu leyti þróaðist leikurinn
eins og við vildum. Við vildum stjórna leiknum með
vörninni og ef við hefðum fengið 1-2 hraðaupphlaup þá
hefði þetta getað farið allt öðruvísi. Það er sorglegt að
fá ekkert út úr þessum leik þegar við vorum þannig séð
komnir með hann í okkar hendur,“ sagði markvörðurinn
Björgvin Páll Gústavsson þegar Morgunblaðið ræddi við
hann. Þrátt fyrir góða markvörslu og varnarleik skoraði
íslenska liðið ekki eitt einasta mark úr hraðaupphlaupi.
„Það er ráðgáta sem við verðum að leysa. Við verðum að leggjast yfir
þetta núna því ef við fáum ekki ódýr mörk á móti Frökkum verður það
mjög löng kvöldstund,“ sagði Björgvin einnig en lengra viðtal er að finna á
HM-vef mbl.is frá því í gær. johanningi@mbl.is
Sorglegt að fá ekkert
Björgvin Páll
Gústavsson
„Þetta var erfiður leikur, sérstaklega í sókninni þar sem
við skorum 18 mörk sem er alls ekki nógu gott. Það var
hundleiðinlegt að klúðra öllum þessum færum. Við fór-
um með ótrúlega mikið af dauðafærum og ég hef varla
séð aðra eins markvörslu. Hann varði allt,“ sagði hægri
hornamaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson í samtali við
Morgunblaðið eftir tapið gegn Sviss.
„Vörnin var glæsileg og Bjöggi var stórkostlegur og
við vorum að spila leikinn eins og við vildum í vörninni.
Mér fannst sóknin okkar stundum deyja þegar fyrsta
árás gekk ekki upp og það var vesen að ná upp flæði.
Svo komu tapaðir boltar og þá fór að koma meira stress í
sóknina. Við náðum ekki að opna vörnina nægilega mikið og svo voru þeir
fljótir til baka og komu í veg fyrir hraðaupphlaupin hjá okkur. Það er eitt-
hvað sem við þurfum að bæta því við þurfum þessi auðveldu mörk,“ sagði
Sigvaldi en lengra viðtal er að finna á HM-vef mbl.is. johanningi @mbl.is
Erfitt að ná upp flæði
Sigvaldi Björn
Guðjónsson
Manchester City vann í gærkvöld
sinn níunda leik í röð í öllum mótum
þegar liðið lagði Aston Villa, 2:0, á
heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu. Liðið hélt markinu
hreinu fimmta leikinn í röð og hef-
ur aðeins fengið á sig tvö mörk í
þessum níu leikjum.
Bernardo Silva og Ilkay Gündog-
an skoruðu mörkin á lokakafla
leiksins en Dean Smith stjóri Villa
fékk rauða spjaldið fyrir að mót-
mæla fyrra markinu.
City komst með sigrinum í efsta
sætið í fyrsta skipti á þessu keppn-
istímabili en liðið fór fram úr Leic-
ester og Manchester United. Leik
Fulham og Manchester United var
hins vegar ekki lokið þegar blaðið
fór í prentun í gærkvöld en United
gat endurheimt forystuna. Sjá
mbl.is/sport/enski.
Níundi sigur
City í röð
Etihad Jack Grealish og Raheem
Sterling í leiknum í gærkvöld.
AFP
HM 2021
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Ísland mátti sætta sig við tap gegn
Sviss á HM karla í Egyptalandi
þrátt fyrir að fá einungis á sig 20
mörk. Sviss hafði betur 20:18 og
keppni í milliriðli 3 fór því afar illa af
stað fyrir íslenska liðið sem á eftir að
mæta Frakklandi og Noregi; lið-
unum sem fengu silfur og brons á
HM fyrir tveimur árum.
Tapið er vægast sagt svekkjandi
og nú er útlit fyrir að liðið hafni neð-
arlega í mótinu á íslenskan hand-
boltamælikvarða. Ísland hefur nú
tapað fyrir bæði Portúgal og Sviss
en í báðum tilfellum mætti segja að
þar séu andstæðingarnir svipaðir að
getu og Íslendingar um þessar
mundir. Sigrar í þessum leikjum
hefðu þýtt að stemningin hefði verið
mikil hjá liðinu þegar komið væri í
erfiðu leikina gegn Frakklandi og
Noregi þar sem Ísland er án vafa
litla liðið í ljósi þess hvernig liðunum
hefur gengið á síðustu árum.
Leikurinn í gær var einkennilegur
á margan hátt. Þrátt fyrir að ís-
lenska liðið væri í miklu basli með að
koma boltanum í netið hjá Sviss var
möguleikinn á sigri samt fyrir hendi
þar til á lokamínútunni. Íslenska lið-
ið fór oft illa með marktækifærin
þegar liðið átti þess kost að jafna.
En það hafðist þó og Ísland var yfir
15:14 á 46. mínútu og 17:16 á 55.
mínútu. Þrátt fyrir að frammistaðan
í sókninni væri slök gerði gangur
leiksins það að verkum að maður
bjóst alveg eins við íslenskum sigri.
Gamla góða íslenska seiglan var ekki
til staðar á lokakaflanum þótt bar-
áttuviljinn væri fyrir hendi.
Tvö víti fóru forgörðum
Í handknattleik nútímans, þar
sem liðin kjósa gjarna að keyra upp
hraðann og spila stuttar sóknir, eru
lokatölur sem þessar sjaldgæfar.
Tapið er enn súrara fyrir íslensku
leikmennina í ljósi þess að liðið fékk
aðeins á sig 20 mörk. Alla jafna ætti
slíkt að duga til sigurs. Vörnin var
því góð og Björgvin Páll Gústavsson
stóð fyrir sínu fyrir aftan hana.
Mér finnst liðið hafa tekið fram-
förum í vörninni ef miðað er við síð-
ustu tvö stórmót. Arnar Freyr Arn-
arsson er 24 ára gamall, Ýmir Örn
Gíslason 23 ára og Elliði Snær Við-
arsson er 22 ára. Ég efast um að
nokkurt annað landslið tefli fram
eins ungum mönnum í hjarta varn-
arinnar. Á þeim grunni má byggja.
Um leið og hægt er að fjalla um
vörnina á jákvæðum nótum eftir
leikinn í gær er ekki hægt að skrifa á
sömu nótum um sóknina. Í fyrri hálf-
leik gekk betur að búa til góð færi en
íslensku landsliðsmennirnir fóru illa