Morgunblaðið - 21.01.2021, Síða 62

Morgunblaðið - 21.01.2021, Síða 62
62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2021 FORNUBÚÐIR 12, HAFNARFIRÐI | S: 555 0800 | SIGN@SIGN.IS | SIGN.IS andi hugmynd sem gaman var að spreyta sig á,“ segir Björn og tekur fram að efniviðurinn henti nýjum aðstæðum vel. „Um tíma stóð til að frumsýna verkið á jólunum, ef sam- komutakmarkanir leyfðu. Það þýddi að sex vikum fyrir áætlaðan frum- sýningardag þurfti að henda allri þeirri vinnu sem búið var að vinna og byrja upp á nýtt í nýju rými,“ segir Björn og viðurkennir að það hafi krafist mikils æðruleysis allra sem að sýningunni koma. Nálgast efnið af auðmýkt „Við höfum reynt að nálgast efni- viðinn af mikilli auðmýkt, enda aðal- atriðið að þjóna verkefninu,“ segir Björn og tekur fram að það sé engin tilviljun að Vertu úlfur er fyrsta sýningin sem sýnd er á Stóra sviði Þjóðleikhússins eftir að gildandi samkomutakmarkanir voru rýmk- aðar. „Verkið kallast sterklega á við ákall samtímans um að við hugsum vel hvert um annað á þessum erfiðu tímum,“ segir Björn. „Mér finnst svo gaman að vinna með Unni,“ segir Björn um sam- starfið við eiginkonu sína sem leik- stýrir honum. „Það er ekkert sjálf- gefið að hjón geti unnið náið saman, en það hentar okkur vel. Það hefur alltaf verið bæði gefandi og skemmtilegt,“ segir Björn og tekur fram að vissulega felist nýbreytni í því að annað þeirra sé að leikstýra hinu því hingað til hafi þau aðeins unnið saman sem leikarar. Áhorfendur mótleikarinn Björn er ekki ókunnugur ein- leiknum sem sviðslistaformi því árið 2014 frumsýndi hann í Borgarleik- húsinu einleikinn Kenneth Máni sem Bergur Þór Ingólfsson leik- stýrði. Uppfærslan naut gríðarlegra vinsælda og gekk fyrir fullu húsi mánuðum saman. „Mín reynsla af því að vinna einleik er sú að sam- bandið við leikstjórann verður öðru- vísi en þegar maður hefur mótleik- ara á sviði,“ segir Björn og tekur fram að í grunninn snúist leikhúsið alltaf um samtal. „Þegar leikari hef- ur ekki mótleikara á sviðinu verður salurinn með sínum áhorfendum í raun eini mótleikarinn í rýminu,“ segir Björn og bendir á að Vertu úlfur sé í eðli sínu einfalt frásagnar- leikhús. „Þetta er í raun tært leik- hús þar sem umgjörðin er fremur einföld. Það er þannig ekkert milli mín og áhorfenda nema sagan sem hangir í loftinu og hlustunin. Hlut- verk mitt er síðan að magna þennan galdur sem í loftinu er.“ Næst víkur samtalinu að tækni leikarans við að læra leiktextann. „Upphaflega stóð ekki til að hefja æfingar fyrr en í febrúar,“ segir Björn þegar hann er spurður hvern- ig hann takist á við það að læra um 30 blaðsíður af texta utan að fyrir einleikinn. „Þar sem frumsýning- unni var flýtt var ekki annað í boði en að læra textann jafnóðum í æfingaferlinu,“ segir Björn og upp- lýsir að undir venjulegum kringum- stæðum reyni hann yfirleitt að kunna megnið af textanum áður en fyrsta æfing hefst. Taka handbremsuna af „Þegar maður þarf að læra svona textabálk hjálpar alltaf að brjóta textann niður í smærri einingar. Oft er gott að grófvinna einhverja búta og hvíla áður en maður kemur aftur að þeim, því það er eins og undir- meðvitundin hjálpi til við að setja hlutina á rétta staði. Suma parta verður að læra mjög nákvæmlega frá fyrstu yfirferð en aðra kafla lær- ir maður innihaldslega séð og leið- réttir síðan hægt og rólega orðalag- ið. Við hverja yfirferð kemstu nær kjarnanum og þá er auðveldara að læra textann utan að,“ segir Björn og tekur fram að hreyfimynstur sena hjálpi líka minninu. „Sumum leikurunum finnst betra að koma ferskir að verkum og vilja helst ekki læra textann áður en æf- ingar byrja. Ég skil vel þá hug- mynd, en hún hentar ekki mér. Í mínum huga er það fremur hindrun að kunna ekki textann fyrir hlut- verk sem ég er að fara að vinna. Það er svolítið eins og að maður ætli að bruna af stað með handbremsuna á. Þegar maður er búinn að læra text- ann og taka handbremsuna af getur maður beygt og sveigt í hvaða átt sem er án þess að það verði til vand- ræða. Um leið og maður er búinn að grunna verkið veit maður hvert maður ætlar að fara og getur farið að leika sér til dæmis með tempó- skipti, hlustun og fókus,“ segir Björn og líkir þessu við píanóleikara sem ekki þarf lengur að lesa nótur heldur hefur tónlistina í fingrunum og getur einbeitt sér að túlkuninni. Frelsi til að hreyfa textann Ekki er hægt að sleppa Birni án þess að forvitnast um hvernig það sé að setja sig á sviðinu í spor raun- verulegrar manneskju úr samtím- anum. „Eðli málsins samkvæmt er leiksýning bundin öðrum lögmálum en bók og við í leikhúsinu verðum að hafa ákveðið frelsi til að hreyfa text- ann og sannleika bókarinnar og búa til senur sem eru kannski ekki alveg samkvæmt bókinni,“ segir Björn og rifjar upp að hann hafi hitt Héðin nokkrum sinnum yfir kaffibolla í undirbúningsferlinu. Við höfum öll á einn eða annan hátt staðið fyrir utan hringinn „Það skipti mig mjög miklu máli að Héðinn vissi að við ætluðum okk- ur að fjalla um hans líf og þetta mál- efni af virðingu. Hugmyndin var ekki að gera krassandi sögu um geðveiki heldur er þetta bara saga um mann og ákveðið tímabil í hans lífi. Í raun er þetta verk um okkur öll. Héðinn tileinkar bókina öllum þeim sem staðið hafa fyrir utan hringinn. Þótt fólk hafi ekki gengið í gegnum það sem hann lýsir í þess- ari bók þá höfum við öll á einn eða annan hátt staðið fyrir utan hring- inn á einhverjum tímapunkti í okkar lífi. Fyrir vikið á sagan mjög ríkt erindi til okkar allra. Þetta er mikil- væg áminning um það hvernig það er að vera manneskja. Þetta er hjartnæm saga sem sögð er á einum og hálfum tíma. Hún fjallar um það hvað lífið getur verið ófyrirsjáan- legt, hvað skiptir okkur máli og hvernig við getum orðið að betri manneskjum. Þetta er ævisaga í stóru samhengi,“ segir Björn að lokum. Ljósmyndir/Jorri Tært „Þetta er í raun tært leikhús þar sem umgjörðin er fremur einföld. Það er þannig ekkert milli mín og áhorf- enda nema sagan sem hangir í loftinu og hlustunin. Hlutverk mitt er síðan að magna þennan galdur sem í loftinu er.“ „Ögrandi og spennandi hugmynd“  Þjóðleikhúsið frumsýnir einleikinn Vertu úlfur á Stóra sviðinu í leikstjórn Unnar Aspar Stefáns- dóttur  „Þetta er ævisaga í stóru samhengi,“ segir Björn Thors sem fer með hlutverk úlfsins Hringur „Þótt fólk hafi ekki gengið í gegnum það sem hann lýsir í þessari bók þá höfum við öll á einn eða annan hátt staðið fyrir utan hringinn á ein- hverjum tímapunkti í okkar lífi,“ segir Björn Thors um Vertu úlfur. VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er brjálæðislega flott bók, mjög leikrænn texti og á sama tíma lýrískur. Þetta er sterkt efni og hlutverk úlfsins er bæði skemmti- legt og krefjandi. Það er alltaf gam- an að takast á við hlutverk sem hafa ríkt erindi við samtímann,“ segir Björn Thors leikari um einleikinn Vertu úlfur sem hann frumsýnir á Stóra sviði Þjóðleikhússins annað kvöld. Leikstjóri uppfærslunnar er Unnur Ösp Stefánsdóttir sem jafn- framt skrifar leikgerðina sem bygg- ist á samnefndri bók Héðins Unn- steinssonar sem út kom árið 2015. Í bókinni fjallar Héðinn á opinskáan hátt um baráttu sína við geðrænar áskoranir eftir að hafa greinst með geðhvörf sem ungur maður. Héðinn hefur um árabil starfað við stefnu- mótun í geðheilbrigðismálum og er í dag formaður Geðhjálpar. Kallast á við ákall samtímas Upphaflega stóð til að frumsýna verkið í Kassanum í mars, en meðan harðar samkomutakmarkanir vegna heimsfaraldursins giltu síðustu mánuði var ákveðið að færa sýn- inguna yfir á Stóra sviðið og flýta frumsýningunni. „Við í leikhúsinu, eins og allir aðrir í samfélaginu, höf- um þurft að þróa með okkur ákveðið æðruleysi meðan þessi heimsfar- aldur gengur yfir. Við höfum þannig sætt lagi þegar það hefur verið hægt og þurft að bíða þess á milli,“ segir Björn og bætir við: „Þegar sú hugmynd kom upp að flýta frum- sýningunni og færa verkið yfir á Stóra sviðið fannst okkur öllum sem að sýningunni komum það spenn- andi hugmynd og vorum til í að laga verkefnið að breyttum aðstæðum. Við það opnuðust líka nýir mögu- leikar við sviðsetninguna,“ segir Björn og bendir á að það sé ekki hverjum degi sem einleikir séu sett- ir upp á Stóra sviðinu. „Þetta var því ögrandi og spenn-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.