Morgunblaðið - 21.01.2021, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 21.01.2021, Qupperneq 63
MENNING 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI THE HOLLYWOOD REPORTER CHICAGO SUN-TIMES LOS ANGELES TIMES INDIEWIRE ROGEREBERT.COM 25. febrúar árið 1964 varðCassius Clay, skömmu síðarþekktur sem Muhammed Ali,heimsmeistari í hnefaleikum í þungavigtarflokki eftir frækinn og óvæntan sigur á ríkjandi handhafa titilsins, Sonny Liston. Sama kvöld ku meistarinn hafa á vegahóteli hitt þrjá félaga sína, sem voru allir ekki síður þekktar og mikilvægar svartar persónur í bandarísku þjóðlífi. Þetta voru þeir Jim Brown ruðningskappi, Malcolm X, réttindabaráttumaður svartra, og Sam Cooke tónlistar- maður. Kvöld eitt í Miami ímyndar sér hvað gæti hafa átt sér stað meðal þessara stórmenna þetta örlagaríka kvöld. Í upphafi myndarinnar er hverri söguhetju gefin ein sena sem á sér stað í aðdraganda meginatburðanna og kynnir persónurnar og aðstæður þeirra á hnitmiðaðan hátt. Ali finn- um við fyrir í hringnum á þjóðar- leikvangi Breta, Wembley í Lund- únum, þar sem hann etur kappi við Henry Cooper. Meistarinn stingur eins og býfluga, geislar af ungæðis- legum þokka og gerir um leið gys að keppinaut sínum. Hnefaleikar eru sniðnir að eiginleikum kvikmynda- miðilsins og er rík hefð fyrir þeim í sögu hans. Þar af leiðandi getur reynst erfitt að miðla þeim á spenn- andi eða nýstárlegan máta en kvik- myndagerðarmönnum tekst virki- lega vel upp hér. Atriðin er Ali mundar hanskana eru kvik, dýnamísk og slá upptakt frásagn- arinnar með hvelli. Þau skapa sterkt kvikmyndalegt mótvægi við það sem koma skal – línulegan framgang kvöldstundar sem takmarkast að mestu við einn tökustað og samtal manna á milli. Sam Cooke er á hápunkti frægð- arinnar er hann syngur á sögufræg- um skemmtistað ríka fólksins í New York, Copacabana. Flutningurinn fellur þó ekki í kramið hjá moldrík- um hvítum áhorfendum og kringum- stæðurnar varpa ljósi á tilraunir listamannsins til að höfða til breiðs hóps áhorfenda. Malcolm X, í ein- arðri baráttu sinni fyrir málstað svartra, myndar hugmyndafræði- lega andstæðu við söngvarann innan frásagnarinnar. Hann er álitinn öfgamaður af mörgum og alríkis- lögreglan fylgir honum hvert fet. Þar að auki stendur hann á kross- götum gagnvart „Íslömsku þjóð- inni“, samtökum sem hann tilheyrir og er málsvari fyrir, vegna spillingar leiðtoga þeirra, Elijah Muhammad. Sá fjórði, Brown, hefur slegið öll met í íþrótt sinni þrátt fyrir mikið mót- læti en hann er frá Georgíuríki, einu af höfuðvígjum kynþáttahyggj- unnar. Innan stykkisins spilar hann stuðningsstöðu. Eftir krýningu Alis er komið á tilkomulítið mótel- herbergi Malcolms X. Strákarnir búast við stuði en leiðtoginn stað- fasti vill nýta augnablikið til að velta vöngum. Óvænt trúar- og nafnskipti Alis eru undir og upphefst orrahríð þessara lykilpersóna bandarískrar sögu. Kvöld eitt í Miami er byggð á samnefndu leikriti Kemps Powers (en hann er einnig annar höfunda Sálar, nýjasta verks teiknimynda- smiðjunnar Pixar), sem sér einnig um aðlögun handritsins. Leikhús- rætur verksins fara aldrei á milli mála en form þess er nokkuð hefð- bundinn fjalaköttur sem einskorðar tíma og rúm. Aðlögun slíkra verka að kvikmyndaforminu getur reynst ansi torveld en hér er haldið vel á spilunum. Regina King þreytir frumraun sína sem leikstjóri en hún er leikkona að upplagi og vann m.a. Óskarsverðlaun fyrir aukahlutverk sitt í Ef Beale-stræti gæti talað (Barry Jenkins, 2018). Gamla spekin að leikarar geri góða leikstjóra er dagsönn og sést skýrast í frábærri frammistöðu leikaraliðsins. Einnig ber að hrósa hreyfingu myndavélar og leikara innan rýmisins (og sjón- rænu hliðinni almennt). Vandasamt verkefni leikaranna, og frásagnarinnar í heild, er að gera dægurhetjurnar mannlegar. Hér liggur meginstyrkur kvikmyndar- innar þar sem persónurnar, og sam- skipti þeirra, verða trúaanlegar og áþreifanlegar. Uppáhald rýnis er Eli Goree í hlutverki Alis sem skín af æskunnar fjöri og galsa. Hann er með heiminn að fótum sér en virðist njóta hvers andartaks og er enn nógu barnslegur til að láta alvöruna ekki sliga sig. Leslie Odom Jr. er magnaður í hlutverki Cooke, ekki síst í tónlistarflutningi sínum. Erfitt er fyrir Kingsley Ben-Adir að stand- ast samanburð við Denzel Wash- ington í mynd Spikes Lees um leið- togann Malcolm X en frammistaða hans er þó býsna góð. Að mestu leyti hagnast verkið þó á hugrenninga- tengslum við fyrri kvikmyndir um sömu persónur og áhorfendum er treyst til að þekkja sögulegt sam- hengi. Rimman milli aðalleikendanna Sams Cookes og Malcolms X er m.a. um hylli gulldrengsins en einnig um hver sé rétta leiðin í baráttunni að samfélagslegum breytingum. Hug- myndafræðilega togstreitan myndar meginhugsun verksins og tjáir erfið- leika þess að vera til í samfélagi sem vinnur kerfisbundið á móti þér. Cooke á réttinn á tónlist sinni, er eigandi útgáfufyrirtækis og reynir að ná völdum í samfélaginu á þann hátt. Malcolm X álasar honum fyrir að semja ekki um samfélagsleg mál- efni, líkt og Bob Dylan, og leggja málstaðnum lið með beinni hætti. Flutningur á baráttuóði Cookes, „A Change Is Gonna Come“, í loka- myndskeiðinu er ávöxtur átaka þessara ólíku manna sem áttu báðir eftir að láta lífið skömmu seinna. Myndin hefði færst á annað plan fyr- ir rýni hefði flutningur Odom Jr. fengið óskipta athygli, án víxlklipp- ingar á aðrar persónur. Í heildina er Kvöld eitt í Miami virkilega vel heppnuð og grípandi frásögn af ungum karlmönnum á sögulegu augnabliki. Dægurhetjur af holdi og blóði Grípandi Kvöld eitt í Miami er „virkilega vel heppnuð og grípandi frásögn af ungum karlmönnum á sögulegu augnabliki,“ að því er segir í gagnrýni. Amazon Prime Kvöld eitt í Miami/One Night in Miami … bbbmn Leikstjórn: Regina King. Handrit: Kemp Powers. Kvikmyndataka: Tami Reiker. Aðalleikarar: Kingsley Ben-Adir, Eli Goree, Aldis Hodge, Leslie Odom Jr. Bandaríkin, 2020. 111 mín. GUNNAR RAGNARSSON KVIKMYNDIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.