Morgunblaðið - 11.02.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.02.2021, Blaðsíða 20
Starfsstöðin Nýja skrifstofan verður til húsa í Glerárgötu 34 á Akureyri. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ríkisendurskoðun mun á næstu vik- um opna skrifstofu á Akureyri. Þetta má m.a. sjá í auglýsingu á Starfatorgi, þar sem stofnunin auglýsir eftir starfsfólki í fjár- hagsendurskoðun og til úttekta á stjórnsýslu stofn- ana með aðsetur á Akureyri. „Það er rétt að við erum að ráð- ast í þetta eftir nokkra athugun á síðustu misserum hvernig best væri að standa að þessu,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisend- urskoðandi í samtali við Morgun- blaðið. Verkefni skrifstofunnar verða að annast fjárhagsendurskoðun á A- stofnunum, svo sem heilsugæslu, menntastofnunum, lögreglu, sýslu- mönnum og ýmsum stofnunum á Norður- og Austurlandi og annast stjórnsýsluúttektir og liðsinna við eftirlit með ríkistekjum. „Á undanförnum árum hefur starfsfólk komið úr Reykjavík til að sinna þessum verkefnum en nú verða nokkrir starfsmenn staðsettir á Akureyri. Jafnframt er áformað að færa ákveðin verkefni fyrir land- ið allt, sem eingöngu eru unnin raf- rænt, til Akureyrar,“ segir Skúli Eggert. Störf færð út á land Hann sagði enn fremur að raf- rænar lausnir væru í mikilli þróun hjá embættinu og í þeim fælust mikil tækifæri. Með því að setja upp skrifstofu á Akureyri vildi embættið leggja sitt af mörkum við að færa störf út á land sem hingað til hefðu eingöngu verið unnin á höfuðborg- arsvæðinu vegna landsins alls. „Það verður spennandi að sjá hvernig til tekst og hvort Norðlendingar taki þessu framtaki ekki fagnandi,“ bætti Skúli Eggert við. Ríkisendurskoðun heyrir undir Alþingi og var Skúli Eggert spurð- ur hvort þrýstingur hefði komið frá þingmönnum. „Enginn þrýstingur var um eitt eða neitt. Ég vakti sjálf- ur máls á þessu að fyrra bragði á fundi með forseta Alþingis og þá- verandi skrifstofustjóra Alþingis fyrir rúmum tveimur árum og sé mörg sóknarfæri fyrir Ríkisendur- skoðun í þessu. Í mínu fyrra starfi sem ríkisskattstjóri voru margar starfsstöðvar úti um allt land og af þeim var góð reynsla.“ Við undirbúning málsins hafi á öllum stigum verið haft samráð við Alþingi. Búið að ráða stjórnanda Reiknað er með að fyrst um sinn muni fjórir til fimm starfsmenn starfa á skrifstofunni á Akureyri. Stjórnandi hennar verður Guð- mundur B. Helgason sérfræðingur á skrifstofu ríkisendurskoðanda en hann starfaði um árabil hjá Samein- uðu þjóðunum í Jórdaníu og þar áð- ur var hann skrifstofustjóri í land- búnaðarráðuneytinu. Aðsetur Ríkisendurskoðunar á Akureyri verður í Glerárgötu 34. Starfsstöð opnuð á Akureyri  Ríkisendurskoðun með skrifstofu í Glerárgötu  Rafrænar lausnir eru í mikilli þróun hjá embættinu Skúli Eggert Þórðarson 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021 Styrkir til krabbameins- rannsókna Nýjar áskoranir – nýjar leiðir milljónum úthlutað 227 styrkir veittir 47 „Ef ljósameðferð dregur úr líffræði- legri öldrun eftir krabbameinsmeðferð gæti þetta verið hagkvæmt meðferðarúrræði til að stuðla að góðri líkamlegri og andlegri heilsu.“ Þórhildur Halldórsdóttir hlaut 9,3 milljónir króna úr sjóðnum 2020. „Við teljum að skilningur á kæliferli í krabbameinsfrumum geti nýst til að þróa betri meðferðir og minnka aukaverkanir meðferða.“ Hans Tómas Björnsson og Salvör Rafnsdóttir hlutu 9,1 milljónir króna úr sjóðnum 2020. „Það er mikilvægt að rannsaka hvernig börnum sem fá krabbamein reiðir af á fullorðinsaldri. Við skoðum m.a. hjartaheilsu og lífsgæði.“ Ragnar Bjarnason og Vigdís Hrönn Viggós- dóttir hlutu 4,3 milljónir króna úr sjóðnum 2020. Dæmi um rannsóknarverkefni sem styrkt eru af sjóðnumMarkmið Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins er að efla rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. Fjölbreytt rannsóknarverkefni eru styrkt af Vísindasjóðnum. Sérstaklega er hvatt til umsókna til klínískra rannsókna og rannsókna sem tengjast börnum og unglingum. Sjóðurinn var stofnaður með myndarlegu stofnframlagi Krabbameinsfélagsins, auk framlaga frá krabbameins- félögum um allt land. Starfsemi hans er fjármögnuð af félaginu með styrkjum og gjöfum almennings og fyrirtækja. Óskað er eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum • Umsóknareyðublað, úthlutunarreglur og aðrar upplýsingar er að finna á www.krabb.is/visindasjodur/ • Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti þriðjudaginn 9. mars • Umsóknir skal senda rafrænt á visindasjodur@krabb.is • Hámarksupphæð styrks er 10 milljónir króna • Styrkur vegna sama verkefnis er veittur að hámarki í þrjú ár Hægt er styrkja sjóðinn á krabb.is eða í síma 540 1900 Sveitarfélögin á Vesturlandi fagna nýrri skýrslu um lagningu Sunda- brautar þar sem skýrðir eru helstu valkostir um legu hennar og þverun Kleppsvíkur. Í sameiginlegri yfirlýs- ingu segja Vestlendingar skýrsluna vel unna og greinargóða. Samkvæmt niðurstöðum skýrsl- unnar er hábrú yfir Kleppsvík talin mjög vænlegur kostur, bæði hvað varðar kostnað og einnig myndi hún nýtast betur fyrir almennings- samgöngur, hjólandi og gangandi umferð. „Það er von okkar að þessi lausn höggvi á þann hnút sem verið hefur varðandi val á samgöngu- mannvirki til þverunar Kleppsvíkur. Hins vegar er afar mikilvægt að fara á sama tíma í allt verkefnið, þannig að framkvæmdir við þverun Kolla- fjarðar og vegalagningu á Álfsnesi, Gufunesi og Geldinganesi verði ekki látnar bíða efir því að þverun Kleppsvíkur verði lokið,“ segir m.a. í yfirlýsingunni. Sveitarfélögin minna á að Sunda- brautin verði ekki aðeins mikilvæg fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins heldur ekki síður stór samgöngubót fyrir Vestlendinga. Eru ríki og borg hvött til að hefja nú þegar undirbún- ing að lagningu Sundabrautar þann- ig að verkinu ljúki fyrir 2030. Sundabraut Vestlendingar fagna. Fagna skýrslu um Sundabraut  Farið verði á sama tíma í allt verkið LEIÐRÉTT Róbert var farinn Bent hefur verið réttilega á í tilefni af Staksteinum á þriðjudag að Róbert Marshall hvarf af þingi fyrir Bjarta framtíð ári áður en flokkurinn missti fótanna eftir ævintýralegan nætur- fund, eins og það var orðað í dálk- inum. Róbert sat á þingi fyrir Bjarta framtíð 2013 til 2016 og ákvað að bjóða sig ekki fram í kosningunum 2016. Næturfundurinn var 2017.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.