Morgunblaðið - 11.02.2021, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.02.2021, Blaðsíða 48
Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is Konan á bak við Sætar syndir er Eva María Hallgrímsdóttir sem er mikill brautryðjandi í sínu fagi og má segja að hún hafi gjörbreytt afmælis- og veislumenningu þjóðarinnar til hins betra. Sætar syndir voru fyrst opnaðar í pínulitlu húsnæði í Nethyl en flutti svo í Híðarsmára þar sem áfram er op- ið og allur bakstur fer fram. Eva María segir að kaffihúsið í Smáralind hafi verið rökrétt næsta skref og viðtök- urnar hafa heldur betur verið eftir því. „Síðustu tvær helgar hafa verið upp- bókaðar í „high-tea“, segir Eva en slíkt hefur notið mikilla vinsælda hér á landi sem ekki sér fyrir endann á. Bóka þarf í slíkt samsæti enda þarf að undirbúa veitingarnar með fyrirvara. Eva María er í senn mikill leiðtogi og frumkvöðull en kaffihúsið í Smára- lind, sem hún kýs að kalla kampavíns- kaffihús, er splunkunýtt fyrirbæri hér á landi og ef marka má viðtökurnar var greinilega vöntun á slíkum stað. Markhópurinn sé konur sem vilji setj- ast niður og fá sér bita. High tea er svo sérsteklega skemmtilegt fyrir hópa. Eins sé hægt að panta botnlausar búbblur með en þá má viðkomandi drekka að vild í tvær klukkustundir. Næsta mál á dagskrá er valentín- usardagurinn en þá hefur Eva María útbúið sérstakt valentínusarbox sem inniheldur súkkulaði, konfekt og freyðivín og kemur í fallegum gjafa- kassa. Svo er bolludagurinn sívinsæll en boðið verður upp á nokkrar teg- undir í ár og fer þar fremst í flokki glæsileg kampavínsbolla sem bragðast svo vel að undirritaðri vöknaði um aug- un. Eva María segir að jafnframt séu alltaf til kökur á kaffihúsinu þannig að auðvelt sé að grípa köku á leiðinni heim sé tilefni til. Það er því ljóst að gestir Smáralindar eiga gott í vændum enda notalegt til þess að hugsa að eiga bókað borð í high tea með vinkonunum í lok vel heppnaðrar verslunarferðar. Bolludraumur Boðið verður upp á dásamlega skemmtilegar bollur við allra hæfi um helgina og svo auðvit- að á mánudaginn. Kampavín og kósíheit Nýjasta skrautfjöðrin í hatti Smáralindar er án efa nýtt kaffihús Sætra synda en kaffihúsið er heldur óvenjulegt því þar er jafnframt boðið upp á kampavín og kræsingar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Búbblur í baði Hugsað er út í hvert smáatriði á kampavínskaffihúsinu. Bleikt og fagurt Kampa- vínskaffihúsið minnir á bleikt ævintýraland. Brautryðjandi Eva María Hallgrímsdóttir er konan á bak við Sætar syndir. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021 N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is AYJA - K129 3ja sæta, 2ja sæta og stóll. Margir litir af áklæði eða leðri. Komið og skoðið úrvalið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.