Morgunblaðið - 11.02.2021, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021
Bolholti 4 • 105 Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is
s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a
Úrval aukahluta:
Hulstur, Hleðslutæki, Snúrur,
Minniskort, USB lyklar og fleira
VIÐ GERUM VIÐ
allar tegundir síma,
spjaldtölva, tölva og dróna
Bolholt 4
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Tillaga arkitektastofunnar Kurtogpí
bar sigur úr býtum í samkeppni um
nýjar byggingar á Kirkjusandi. Þær
koma í stað Íslandsbankahússins
sem stendur á lóðinni. Húsið verður
rifið en það var dæmt ónýtt vegna
rakaskemmda. Vinningstillagan
verður unnin áfram sem nýtt deili-
skipulag fyrir Kirkjusand 2, lóð A á
Kirkjusandsreit.
Fimm byggingar munu rísa á
reitnum. Aðalbyggingin, næst Sæ-
braut, verður sjö hæðir og útlit
hennar minnir á Íslandsbankahúsið,
sem nú stendur á reitnum.
Samkeppnin var lokuð fram-
kvæmdakeppni í samstarfi við Arki-
tektafélag Íslands. Verkkaupi var
fjárfestingasjóðurinn Langbrók sem
er lóðarhafi á Kirkjusandi 2. For-
sögn samkeppninnar var unnin í
samstarfi við skipulagssvið Reykja-
víkurborgar. Langbrók er í stýringu
hjá Íslandssjóðum.
Verkkaupi bauð eftirtöldum arki-
tektastofum þátttöku í lokaðri fram-
kvæmdakeppni: Gláma Kím, Kurt-
ogpí, Studio Arnhildur Pálmadóttir
og THG arkitektar. Allar stofurnar
skiluðu inn tillögum. Dómnefnd var
einróma í afstöðu sinni og hlaut
Kurtogpí verðlaunin, eina milljón
króna. Höfundar tillögunnar eru
arkitektarnir Ásmundur Hrafn
Sturluson og Steinþór Kári Kárason
og samstarfsfólk voru arkitektarnir
Garðar Snæbjörnsson og Jóhanna
Hoeg Sigurðardóttir.
Sterk einkenni gamla hússins
„Hugmyndir um endurbyggingu,
staðsetningu og nýtt hlutverk gamla
frystihússins eru vel ígrundaðar. Það
er endurbyggt sem íbúðarhús og ber
hið endurbyggða hús sterk einkenni
gamla frystihússins hvort sem er í
mælikvarða, samsetningu eða efn-
iskennd. Byggingarmassar tillög-
unnar bjóða almennt upp á vel skipu-
lagðar og bjartar íbúðir af
mismunandi stærðum og gerðum og
stórt hlutfall þeirra er með úthliðar
til fleiri átta,“ segir m.a. um sigur-
tillöguna í áliti dómnefndar.
Fimm byggingar verði á lóðinni,
hver með sitt einkenni og hlutverk.
Skipulag lóðar er rökrétt og í góðu
samhengi við aðrar lóðir á Kirkju-
sandsreit, segir dómnefndin. Upp-
bygging lóðarinnar sé yfirveguð og
afslöppuð. Byggingar hafi gott and-
rými þrátt fyrir þéttleika reitsins,
myndi áhugaverð borgarrými og
styðji vel við götumynd Hallgerðar-
götu.
„Samspil bygginga og borgarrýma
er sannfærandi og gefur fyrirheit um
vönduð almenningsrými sem styðja
við lifandi mannlíf á svæðinu. Göngu-
leiðir eru fjölbreyttar, bjóða upp á
ólíkar upplifanir og skapa góð tengsl
við nærumhverfið.“
Íslandsbankabyggingin var upp-
haflega frystihús, sem reist var á ár-
unum 1955-1962 af hlutafélögunum
Júpíter og Mars. Byggingin á
Kirkjusandi er 7.719 fermetrar að
stærð. Þarna voru aðalstöðvar Ís-
landsbanka til ársins 2017 er hann
flutti í Kópavog. Ástæðan var sú að
rakaskemmdir voru í húsinu á
Kirkjusandi. Sérfræðingar voru kall-
aðir til og dæmdu þeir húsið ónot-
hæft og var því ákveðið í framhald-
inu að rífa það.
Í dómnefnd sátu Jónas Þór Jón-
asson, sjóðsstjóri og formaður dóm-
nefndar, og Kristján Eggertsson,
arkitekt FAÍ, tilnefndir af Landbrók
og Sigríður Magnúsdóttir, arkitekt
FA, tilnefnd af Arkitektafélagi Ís-
lands. Ritari dómnefndar var Bjarg-
ey Björgvinsdóttir,verkfræðingur og
arkitekt FAÍ. Trúnaðarmaður sam-
keppninnar var Helga Guðjóns-
dóttir, skrifstofustjóri Arkitekta-
félags Íslands. Hægt er að kynna sér
niðurstöður arkitektasamkeppn-
innar á vefnum www.kirkjusand-
ur.is.
Ný bygging líkist þeirri gömlu
Arkitektastofan Kurtogpí varð hlutskörpust í samkeppni um nýtt íbúðarhús sem rís á Kirkjusandi
Kemur í stað Íslandsbankahússins sem var metið ónýtt og verður rifið Langbrók er lóðarhafinn
Tölvumynd/Kurtogpí
Ný ásýnd Sæbrautar Hér má sjá hvar hið nýja hús (hvítt) hefur verið sett inn í götumynd Sæbrautarinnar. Það verður nær götunni en gamla húsið er nú.
Morgunblaðið/sisi
Íslandsbankahúsið Það hefur verið dæmt ónýtt og verður rifið til að rýma
fyrir nýjum byggingum. Engin starfsemi hefur verið í húsinu síðan 2017.
Íbúaráð Grafarvogs hefur dregið til
baka tillögu sína um breytingu á
póstnúmeri Bryggjuhverfis, sem
samþykkt var á fundi ráðsins 6. jan-
úar síðastliðinn.
Á þeim fundi óskaði íbúaráð Graf-
arvogs eftir því við póstnúmera-
nefnd að póstnúmeri Bryggjuhverfis
yrði breytt. Núna er póstnúmer
Bryggjuhverfisins 110, sem er það
sama og í Árbæjarhverfi. Í núver-
andi skipulagi fylgi Bryggjuhverfi
Grafarvogi, sem er með póstnúmer
112, og því sé eðlilegast að hverfið fái
sama póstnúmer og önnur hverfi í
Grafarvogi
Fram kom á fundi íbúaráðsins 3.
febrúar sl. að eftir að upphaflega til-
lagan var samþykkt hafi farið fram
miklar umræður um málið í
Bryggjuhverfi og var ákveðið að
taka málið fyrir á aðalfundi Bryggju-
ráðs, íbúasamtaka í Bryggjuhverfi.
Var niðurstaða Bryggjuráðsins að
óskað yrði eftir því við íbúaráð Graf-
arvogs að draga tillöguna til baka.
Vakin var athygli á því að frekari
umræðu væri þörf í hverfinu ef fara
ætti í breytingar á póstnúmeri þess.
„Vill því íbúaráð Grafarvogs verða
við þessari beiðni íbúa og draga upp-
haflega tillögu um breytingu á póst-
númeri til baka,“ segir í bókun íbúa-
ráðsins. sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Bryggjuhverfið Póstnúmer hverfisins verður það sama og verið hefur, 110.
Póstnúmerið óbreytt
í Bryggjuhverfinu