Morgunblaðið - 11.02.2021, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.02.2021, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021 Ferðalög á Páll Guðmundsson palli@fi.is Þrátt fyrir vinsældir fjallsins til útivistar og fagurt yfirbragð er Esjan krefjandi fjall. Í raun vold- ugur fjallgarður með fjölmörgum krefjandi gönguleiðum. Víða eru uppgönguleiðir hennar varðar með klettabelti. Hæst er Esjan 914 metrar og er því hæsta fjall í ná- grenni Reykjavíkur. Vinsældir Esj- unnar sem útivistarsvæðis hafa far- ið stöðugt vaxandi undanfarin ár. Það sést meðal annars vel í gesta- bókum Ferðafélags Íslands á Þver- fellshorni og við Stein. Um leið hef- ur slysum í fjallinu fjölgað og Esjan er það fjall á landinu þar sem flest útivistarslys hafa orðið sl. ár. Því er rétt að hafa góðan búnað þegar gengið er á fjallið, ekki síst að vetrarlagi, og þarf þá allan bún- að til vetrarfjallamennsku. Byrj- endur í fjallamennsku ættu frekar að ganga á lægri fjöll en Esjuna, t.d. Úlfarsfell eða Mosfell. Nafn Esjunnar hefur aldrei verið útskýrt svo með góðu móti sé. Fyrstu landnemarnir hafa líklega gefið fjallinu nafn. Esja er þekkt nafn í norsku máli. Samkvæmt landnámu var Örlygur gamli land- námsmaður á Kjalarnesi sá er fyrstur bjó á Esjubergi. Ekki er ólíklegt að hann hafi gefið fjallinu nafn eða þá Helgi Bjóla sem var fyrsti landnámsmaður á Kjalarnesi. Á landsnámstíð kom Esja kerling frá Írlandi og tók við búi af Örlygi landnámsmanni á Esjubergi , líkt og fram kemur í Kjalnesingasögu. Esja kerling var rík og afgerandi og lét til sín taka og ekki óeðlilegt að ætla að fjallið væri nefnt eftir henni. Esjan virðist frá Reykjavík vera langur fjallgarður sem nær frá Hvalfirði að vestanverðu, austur að Skálafelli og drögum Mosfells- heiðar, um 17 km í beinni loftlínu. Hún er þó frekar fjallbálkur, marg- klofinn af djúpum dölum og mynd- ar í raun mörg fjöll og marga hálsa sem liggja í allar áttir frá há- Esjunni. Há-Esjan rís í vestri með Kerhólakambi og endar í austri við Móskarðahnúk þar sem Svínaskarð klýfur fjalllendið frá Skálafelli. Há- Esjan er að ofan óreglulegt flat- lendi, víðast hvar á bilinu 850-900 metrar yfir sjó. Áður var lengi talið að Hátindur, sem er 908 metra hár, væri hæsti tindur Esjunnar eins og nafn hans gefur óbeint til kynna en svo er ekki. Í mælingum hefur komið í ljós að Hábungan er hæsti tindur Esjunnar, 914 metrar. Gönguleiðir á Esju Gaman er að ferðast um landið og þekkja það betur og betur bæði út frá örnefnum, gróðurfari og dýralífi og ekki síður sögu landsins og menningu. Esjan hefur það fram yfir mörg fjöll að hún hefur að geyma margar gönguleiðir. Margir þekkja reyndar kannski að- eins þær vinsælustu. Og sumir þekkja Esjuna Kjósarmegin nánast ekki neitt þrátt fyrir að þar liggi margar góðar gönguleiðir og rísi áhugaverðir tindar. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur haft umsjón með Esjuhlíðum frá árinu 2000. Ferðafélag Íslands hafði áður lagt stíga í efri hluta fjallsins, byggt göngubrýr og sett keðjur og þrep í kletta á Þverfells- horni. FÍ hefur einnig í samstarfi við Landsbjörg sett upp fræðslu- skilti með upplýsingum um örygg- isatriði við upphaf gönguleiða á Þverfellshorn, Kerhólakamb og Móskarðahnúka. Skógrækt- arfélagið í samvinnu við hjólreiða- félög hefur nýlega byggt upp hjóla- leið á svæðinu neðan við Gunnlaugsskarð. Aðgengilegasta og mest skipu- lagða göngusvæðið í Esjunni er undirhlíðar hennar upp frá Mógilsá og á svæðinu milli Mógilsár og Kollafjarðarár þar sem liggja margir greiðfærir göngustígar. Þar hafa einnig nýlega verið byggðir upp hjólreiðastígar að frumkvæði Skógræktarfélagsins í samstarfi við hjólreiðafélög. Frá bílastæðinu á Mógilsá er gengið á Þverfellshorn, vinsælustu gönguleið Esjunnar sem líklega gæti einnig borið titilinn vinsælasta gönguleið landsins. Þverfellshorn er vesturhluti Þverfells og endar það í hvössu horni vestast, upp af fjallsrana eða hálsi sem liggur milli giljadraga Mógilsár og Gljúfurdals. Að austanverðu nær Þverfellið að Gunnlaugsskarði sem er lægð í fjallinu á milli Kistufells og Þver- fells. Aðrar gönguleiðir á Esjuna eru á Kerhólakamb, upp Gunnlaugs- skarð, á Kistufell, Hábungu og Há- tind, um Laufskörð og á Móskarða- hnúka. Þá eru ótaldir Dýjadalstindur og Þórnýjartindur, Trana og Skálatindur. Um Svína- skarð liggur gömul þjóðleið yfir í Kjósina. Kjósarmegin eru nokkrir misstórir dalir sem kljúfa fjallgarð- inn; Elífsdalur, Blikdalur, Flekku- dalur, Eyjadalur og Grjótdalur. Þannig skiptist Esjan í ótal mörg göngusvæði þar sem finna má áhugaverðar gönguleiðir og fjöl- marga tinda. Esjan í allri sinni dýrð Esjan er bæjarfjall Reykjavíkur og blasir við borgarbúum handan Kollafjarðar. Á undanförnum árum hefur Esjan orðið einn vinsælasti útivistarstaður borgarbúa og nú stunda tugþúsundir fjallgöngur og útivist í fjallinu á hverju ári. Með fjölbreytileika sínum, litbrigðum og síbreytilegri fegurð fangar hún augu og vekur aðdáun borgarbúans. Ljósmynd/FÍ myndabanki Esjan og Viðey Esjan er innan borgarmarka Reykjavíkur og er eitt af einkennum höfuðborgarsvæðisins. Hér skartar hún sínu fegursta í vetrarham. Morgunblaðið/Ingó Heilsubót Fjölmargir, bæði fólk og ferfætlingar, ganga reglulega á Esju. Verð: 22.995.- Stærðir: 36 - 41 Vnr. E-803743 Verð: 22.995.- Stærðir: 41- 45 Vnr. E-803734 Verð: 22.995.- Stærðir: 36 - 41 Vnr. E-803743 - Auðvelt að fara í og úr skónum - ECCO FLUIDFORM™ sóli - SHOCK THRU höggdempun - Gott grip - Léttur, sveigjanlegur og þægilegur ECCO ZIPFLEX NÝ SENDING AF DÖMU- OG HERRASKÓM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.