Morgunblaðið - 11.02.2021, Blaðsíða 68
68 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021
Sara Björk Gunnarsdóttir, lands-
liðsfyrirliði Íslands í knattspyrnu
og leikmaður Lyon í Frakklandi, er
á lista knattspyrnutímaritsins Fo-
urFourTwo yfir tuttugu bestu leik-
menn heims árið 2020.
Sara Björk varð Evrópumeistari
með Lyon en einnig bikarmeistari
og Þýskalandsmeistari með Wolfs-
burg.
Hún gekk til liðs við Lyon frá
Wolfsburg síðasta sumar og skoraði
í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Sara er í 15.-16. sæti á listanum
hjá FourFourTwo.
Enn ein rósin
í hnappagatið
Ljósmynd/Bragi Valgeirsson
Íþróttamaður ársins Sara Björk
gerði það gott á síðasta ári.
Ásbjörn Friðriksson hefur fram-
lengt samning sinn við handknatt-
leiksdeild FH.
Félagið tilkynnti þetta á sam-
félagsmiðlum sínum í gær en samn-
ingurinn er til næstu þriggja ára og
gildir út keppnistímabilið 2024.
Ásbjörn hefur verið algjör lyk-
ilmaður í liði Hafnfirðinga und-
anfarin ár og þá hefur hann verið
aðstoðarþjálfari liðsins frá því í
ágúst 2018.
Hann er einn leikjahæsti leik-
maður í sögu FH og á að baki tæp-
lega 400 leiki fyrir félagið.
Morgunblaðið/Eggert
Mikilvægur Ásbjörn Friðriksson er
í stóru hlutverki í Kaplakrika.
Ásbjörn hjá FH
næstu þrjú árin
FÓTBOLTI
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
„Ég átti bara eitt ár eftir af samningi
hjá Viking og það voru að koma til-
boð í mig. Í samráði við Viking
ákváðum við að það væri réttur tíma-
punktur að fara núna. Það voru
spennandi kostir í boði og þessi stóð
upp úr,“ sagði knattspyrnumaðurinn
Axel Óskar Andrésson í samtali við
Morgunblaðið. Axel skipti á mánu-
dag úr Viking í Noregi til meistara-
liðs Riga í Lettlandi. Hann verður
fyrsti íslenski leikmaðurinn til að
spila í lettnesku úrvalsdeildinni, en
Stefán Alexander Ljubicic var á mála
hjá liðinu á síðasta ári en lék ekki
keppnisleik.
„Mér fannst þetta spennandi ævin-
týri. Það er gott að prófa nýja hluti.
Það hefur enginn Íslendingur spilað í
deildinni þarna, þeir eru meistarar
síðustu þriggja ára og þetta er nýtt
félag sem var fyrst í deildarkeppn-
inni 2016. Það er mikil uppbygging í
liðinu og það er skemmtilegt að fara
aðrar leiðir en aðrir íslenskir leik-
menn. Það er skemmtilegt að prófa
nýtt,“ sagði Axel.
Ætla sér lengra í Evrópukeppni
Leikmannahópur Riga saman-
stendur af leikmönnum frá ýmsum
þjóðlöndum en þrír Brasilíumenn eru
í herbúðum félagsins, þrír Serbar,
einn Kongóbúi og einn Finni. Liðið
hefur samtals leikið 13 Evrópuleiki,
en aldrei komist í riðlakeppni í Evr-
ópukeppni. Axel segir markmiðið að
breyta því.
„Vel yfir helmingur leikmanna er
útlenskur og liðið ætlar sér að fara
lengra í Evrópu. Fyrir einu og hálfu
ári komst liðið í umspilið um að kom-
ast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
Þeir seldu mér þetta með því að þetta
er sigurvegaralið sem hefur unnið
deildina síðustu ár og er að reyna fyr-
ir sér í Evrópu. Ég spilaði einn leik í
Evrópu með Viking í fyrra, það er
stór gluggi og það er hrikalega gam-
an að taka þátt í svona stóru verk-
efni.“
Eiginlega bara eitt tap
Riga vann deildina á síðasta tíma-
bili með þremur stigum en Rigas
varð í öðru sæti og veitti Riga harða
keppni. Mikill munur er á sterkustu
og veikari liðum deildarinnar. „Mér
er sagt að það séu fimm sterk lið í
þessari deild sem eru töluvert sterk-
ari en hin. Riga hefur hins vegar ver-
ið besta liðið og verður það vonandi
áfram. Þeir töpuðu eiginlega bara
einum leik í fyrra en svo var Covid
mikið vesen hjá þeim. Þeir voru að
spila með markverði frammi í síðustu
leikjunum í fyrra því þeir máttu ekki
fresta leikjunum. Þetta er hörkulið,“
sagði varnarmaðurinn sem hefur
leikið tvo A-landsleiki og 46 leiki fyrir
yngri landslið Íslands.
Hann ætlar sér stærri hluti í fram-
tíðinni en mun fram að því njóta þess
að spila í Lettlandi.
„Ég skrifaði undir þriggja ára
samning og markmiðið mitt er, eins
og það var áður en ég fór til Eng-
lands og Noregs, að ná að spila á sem
hæstu stigi. Ég er enn þá ungur, ný-
orðinn 23 ára, og ég hef enn trú á að
ég geti spilað á hæstu stigunum.
Þetta er öðruvísi leið en aðrir hafa
farið en ég hef fulla trú á að þetta geti
virkað hrikalega vel og það er alltaf
gaman að prófa eitthvað nýtt. Að
sjálfsögðu hugsar maður að þetta sé
ekki stærsta skrefið sem ég tek á
mínum ferli. Ég ætla samt að byrja á
því að njóta þess að spila hérna.
Meiddist illa í Noregi
Ég var að stíga upp úr erfiðum
meiðslum hjá Viking á seinasta ári.
Þegar ég var keyptur til Viking var
fullt traust en eftir meiðslin var erf-
iðara að vinna þetta traust til baka.
Ég spilaði flestalla leiki þegar ég var
orðinn góður en fann samt ekki fyrir
algjöru trausti. Á sama tíma voru
þeir hjá Riga virkilega spenntir að fá
mig hingað. Það var mjög gaman að
finna fyrir svona miklum áhuga hjá
meistaraliði,“ sagði hann.
Axel er spenntur fyrir að búa í
Riga, höfuðborg Lettlands, en þar
búa rúmlega 600.000 manns. „Það er
jákvæður punktur að félagið skuli
vera í Riga. Allir sem ég hef talað við
segja að þetta sé æðisleg borg. Ég
hef bara heyrt góða hluti um hana og
það þarf aðeins eitt flug til að komast
þangað frá Íslandi. Það er margt já-
kvætt og skemmtilegt við þessi fé-
lagaskipti,“ sagði Axel.
Hann var lánaður til Viking í Nor-
egi frá Reading á Englandi árið 2018
og hjálpaði liðinu að tryggja sér sæti í
efstu deild. Í kjölfarið var hann
keyptur til norska félagsins en strax
eftir 17 mínútur í fyrsta leik í efstu
deild meiddist hann illa á hné og var
frá út allt tímabilið 2019. Hann lék
svo 17 leiki á síðustu leiktíð eftir að
hann jafnaði sig á meiðslunum.
„Þetta voru risameiðsli en ég er í
toppstandi núna. Það tekur eitt ár að
koma sér alveg upp úr þessum
meiðslum, svo maður er enn þá að
koma sér í alveg 100 prósent leik-
form. Þótt ég hafi spilað mikið á síð-
asta tímabili fann ég samt að ég var
svolítið þungur á mér eftir þessi
meiðsli. Ég var í 15 mánuði frá en
núna líður mér mjög vel,“ sagði Axel
Óskar.
Spennandi
ævintýri í
Lettlandi
Ljósmynd/Riga FC
Lettland Axel Óskar er orðinn leikmaður Lettlandsmeistara Riga.
Axel fyrsti Íslendingurinn í lettnesku
úrvalsdeildinni Ætlar sér enn lengra
England
Bikarkeppni, 16-liða úrslit:
Swansea – Manchester City.................... 1:3
Leikjum Leicester City og Brighton,
Sheffield United og Bristol City og Ever-
ton og Tottenham var ekki lokið þegar
blaðið fór í prentun og þau er að finna á
mbl.is.
Brighton – West Ham.............................. 1:0
Dagný Brynjarsdóttir lék ekki með
West Ham vegna meiðsla.
Ítalía
C-deild:
Padova – Carpi......................................... 6:0
Emil Hallfreðsson lék allan leikinn með
Padova.
Grikkland
Bikarkeppni, 8-liða úrslit:
PAOK – Lamia ......................................... 5:2
Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn
með PAOK.
Theódór Elmar Bjarnason var ekki í
leikmannahópi Lamia.
Olympiacos – Aris.................................... 2:1
Ögmundur Kristinsson var varamark-
vörður Olympiacos.
Danmörk
Bikarkeppni, 8-liða úrslit:
Fremad Amager – SönderjyskE............ 1:2
Ísak Óli Ólafsson var ekki í leikmanna-
hópi SönderjyskE.
AGF – B93................................................. 3:1
Jón Dagur Þorsteinsson lék fyrstu 60
mínúturnar með AGF og skoraði.
Coca Cola bikar karla
1.umferð:
Þór – KA................................................ 23:26
Þýskaland
Dortmund – Leverkusen .................... 31:29
Hildigunnur Einarsdóttir skoraði 1
mark fyrir Leverkusen.
Danmörk
Ribe-Esbjerg – Skanderborg............. 29:34
Rúnar Kárason skoraði 7 mörk fyrir
Ribe-Esbjerg, Gunnar Steinn Jónsson 4 en
Daníel Þór Ingason komst ekki á blað.
Köbenhavn – Vendsyssel.................... 37:26
Steinunn Hansdóttir skoraði 1 mark fyr-
ir Vendsyssel. Elín Jóna Þorsteinsdóttir
varði 5 skot í marki liðsins.
Svíþjóð
Guif – Lugi............................................ 33:29
Daníel Freyr Ágústsson varði 14 skot í
marki Guif.
Skövde – Redbergslid ......................... 32:31
Bjarni Ófeigur Valdimarsson var ekki í
leikmannahópi Skövde.
NBA-deildin
Detroit – Brooklyn ...........................122:111
Miami – New York ...............................98:96
New Orleans – Houston ...................130:101
San Antonio – Golden State ...............91:114
Portland – Orlando .............................106:97
Sacramento – Philadelphia ..............111:119
Utah – Boston ...................................122:108
HANDKNATTLEIKUR
Olís-deild karla:
Varmá: Afturelding – Stjarnan............19:30
Austurberg: ÍR – Selfoss......................20:15
KÖRFUKNATTLEIKUR
Dominos-deild karla:
Höllin: Þór Ak. – Þór Þ. ........................18:15
Sauðárkrókur: Tindastóll – Grindavík 19:15
Egilsstaðir: Höttur – Haukar ..............19:15
DHL-höllin: KR – Stjarnan .................20:15
Í KVÖLD!
Knattspyrnumaðurinn Aron Jó-
hannsson er að ganga til liðs við
pólska knattspyrnufélagið Lech
Poznan samkvæmt pólska miðl-
inum Sportofwefakty.
Aron er samningslaus sem stend-
ur eftir dvöl hjá Hammarby í Sví-
þjóð en var áður hjá Werder Bre-
men í Þýskalandi, AZ Alkmaar í
Hollandi, AGF í Danmörku og upp-
eldisfélaginu Fjölni.
Aron er sagður skrifa undir
tveggja og hálfs árs langan samn-
ing við Lech Poznan sem er í 10.
sæti pólsku úrvalsdeildarinnar.
Liðið hefur sjö sinnum orðið meist-
ari, síðast árið 2015.
Sagður á leið
til Póllands
Topplið ensku úrvalsdeildarinnar,
Manchester City, er komið áfram í
átta liða úrslit enska bikarsins í
fótbolta eftir öruggan 3:1-útisigur
á Swansea á útivelli í 16 liða úrslit-
unum í gær.
Kyle Walker skoraði eina mark
fyrri hálfleiks en þeir Raheem
Sterling og Gabriel Jesus gull-
tryggðu sigur City-manna með
tveimur mörkum strax í byrjun
seinni hálfleiks. Varamaðurinn
Morgan Whittaker minnkaði mun-
inn fyrir Swansea á 77. mínútu.
Á þriðjudagskvöldið komust
Manchester United og Bournemo-
uth fyrst liða áfram í átta liða úr-
slit.
Þremur leikjum í keppninni var
ólokið þegar blaðið fór í prentun í
gær og er hægt að lesa um þá á
mbl.is en Gylfi Þór Sigurðsson var
fyrirliði hjá Everton þegar liðið
tók á móti Tottenham Hotspur á
Goodison Park og skoraði úr víta-
spyrnu í fyrri hálfleik. sport@mbl.is
Manchester City
áfram í 8 liða úrslit
AFP
Í Liverpool Gylfi Þór Sigurðsson og Lucas Moura í leiknum í gær.