Morgunblaðið - 11.02.2021, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 11.02.2021, Blaðsíða 74
74 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021 af því að þær auðga íslenska tungu og menningu – og þannig hefur það verið allt frá upphafi. Ef við hefðum í gegnum tíðina ekki notið góðra þýð- inga væru bókmenntir okkar fátæk- ari fyrir vikið,“ segir Aðalsteinn og tekur fram að sem höfundur líti hann á þýðingastarf sitt sem ákveðna endurmenntun. „Mér finnst mjög spennandi að þýða vegna þess að þá er maður í raun að vinna með öðrum höfundi, sem veit ekki af því meðan á því stendur. Á stundum er jafnvel erf- iðara að þýða en frumsemja, því sem þýðandi er maður bundinn af ramma sem annar höfundur hefur sett,“ seg- ir Aðalsteinn sem í sínum þýðingum hefur fyrst og fremst hallað sér að ljóðum. „Það er bæði gefandi og lær- dómsríkt að þýða, þó þetta sé vissu- lega líka ákveðin bilun,“ segir Aðal- steinn og bætir við: „Sem höfundi hættir manni til að festast í ákveðnu fari, en í þýðingarvinnunni opnast augu manns fyrir einhverju nýju. Þýðingarvinna og það að lesa aðra höfunda hefur óhjákvæmilega áhrif á það sem maður gerir. Í þeim skiln- ingi er þetta endurmenntandi.“ Þýðendur leggja alúð í verkið Spurður hvernig hann sem útgef- andi velji bækur til þýðingar segist Aðalsteinn horfa jafnt á klassíkina og til nýrri verka. „Sum verkefni koma upp í hendurnar á manni, en í öðrum tilvikum horfi ég yfir sviðið og leita að spennandi verkefnum,“ segir Að- alsteinn og nefnir Dyrnar sem dæmi um bók sem hafi komið upp í hend- urnar á honum. „Guðrún hafði að gamni sínu verið að dunda við að þýða þessa bók. Ég rakst á hana og þá hafði hún orð á því að hún væri að þýða bók sem hún teldi að gæti hentað Dimmu til út- gáfu. Það er alltaf mjög ánægjulegt þegar þýðendur hafa frumkvæðið að þýðingum. Þýðendur leggja auðvitað alltaf alúð við sín verk, en það er ein- hvern veginn meira undir þegar maður hefur sem þýðandi sjálfur frumkvæðið að því að bók sé þýdd í stað þess að vera fenginn til verks- ins.“ Spurður um þýðingu sína á 43 smámunum segist Aðalsteinn reyna eftir fremsta megni að fylgjast með því sem hæst beri í færeyskri útgáfu. „Ég hafði lengi vitað af Katrinu Ottarsdottur sem kvikmyndagerðar- konu, enda var hún frumkvöðull þar í landi og leikstýrði fyrstu leiknu fær- eysku kvikmyndinni í fullri lengd. Ég hef í gegnum tíðina lesið bæði ljóð og smásögur sem hún hefur sent frá sér,“ segir Aðalsteinn og tekur fram að 43 smámunir hafi orðið á vegi hans fyrir tilviljun. „Heimurinn er oft miklu minni en við höldum. Það kom nefnilega í ljós að hún er gift forleggjara sem starfar í Danmörku og hann gefur út bækur Gyrðis Elíassonar þar í landi,“ segir Aðal- steinn sem er útgefandi Gyrðis hér- lendis. „Ég fór að skoða á vefnum hans hvað hann væri að gefa út og rakst þá á þessa bók Katrinar,“ segir Aðalsteinn og tekur fram að hann hafi heillast af því hversu öðruvísi bókin væri. „Ég hef mjög gaman af örsagnaforminu sem er stundum eins og prósaljóð. Þegar ég fór að lesa bókina og sá að hún hafði unnið með það að hafa hverja sögu jafn- mörg orð þá hugsaði ég með mér að það yrði skemmtileg glíma að fylgja þeirri forskrift.“ Styðja þetta menningarstarf Aðspurður segir Aðalsteinn að það geti verið snúið að þýða úr færeysku. „Það er erfitt sökum þess hversu ná- lægt tungumálið er íslensku. Þá er alltaf hætta á því að maður gefi sér merkingu orða, sem er kannski önn- ur en í íslensku. Maður þarf því alltaf að passa sig. En ég lét lesa bókina yfir til öryggis,“ segir Aðalsteinn og tekur fram að það hafi tvímælalaust hjálpað sér í þýðingarvinnunni að hann hefur árum saman reglulega lesið færeysku. „Þegar ég hef mögu- leika á því fæ ég einhvern til að lesa yfir þýðingar með tilliti til frumtext- ans, sérstaklega þegar bók er þýdd af öðru tungumáli en hún er skrifuð á,“ segir Aðalsteinn og nefnir Dyrnar sem dæmi. „Guðrún þýddi hana úr ensku og hafði tvær aðrar þýðingar til hliðsjónar. Fyrir útgáfu fengum við ungverska stúlku sem býr á Íslandi til að lesa yfir frumtextann úr ungversku og bera saman við íslensku þýðinguna,“ segir Aðal- steinn og tekur fram að það sé ekki alltaf hægt enda háð því að yfir- lesarinn geti bæði lesið frummálið og íslensku. „Það er alltaf gaman að geta vandað vel til verks,“ segir Aðal- steinn og tekur fram að allir sem taka að sér að lesa yfir þýðingar séu rausnarlegir á sinn tíma. „Það eru margir sem leggja hönd á plóg til að styðja þetta menningarstarf.“ Merkilegur maður Ekki er hægt að sleppa Aðalsteini án þess að forvitnast hvaða þýðingar séu væntanlegar hjá Dimmu á yfir- standandi ári. „Ég hef reynt að skipta útgáfuárinu þannig upp að þýðingar komi frekar út fyrri hluta árs. Það ræðst nú af því að þá eru meiri líkur á að bækurnar fái ein- hverja athygli í fjölmiðlum og hjá les- endum.“ Í apríl kemur út hjá Dimmu skáld- sagan Ferðataskan eftir Sergej Dovlatov í þýðingu Áslaugar Agnars- dóttur. „Þetta er önnur skáldsaga Dovlatovs sem Dimma gefur út,“ segir Aðalsteinn og rifjar upp að 2017 hafi komið út Kona frá öðru landi, einnig í þýðingu Áslaugar. „Ferðataskan er eitt þekktasta verk Dovlatov, sem var landflótta Rússi. Hann skrifaði um tíu bækur eftir að hann flúði frá Rússlandi og settist að í New York. Þar átti hann mjög skrautlegt líf, en varð því miður ekki langlífur því hann dó tæplega fimm- tugur að aldri um 1990 þegar hann var á hátindi ferilsins.“ Í sama mánuði er einnig væntan- leg skáldsagan Kona sem flýr eftir Anaïs Barbeau-Lavalette í þýðingu Jóhönnu Bjarkar Guðjónsdóttur. „Barbeau-Lavalette er frönskumæl- andi kanadískur rithöfundur og þekkt kvikmyndagerðarkona. Hér er um að ræða skáldsögu sem segir ör- lagasögu úr fjölskyldu. Bókin bygg- ist á sönnum atburðum, en er mjög stílfærð. Þetta er þriðja bókin sem Jóhanna Björk þýðir fyrir Dimmu frá frönskumælandi Kanada. Mjög ólíkar bækur á allan hátt. Í maí er væntanleg ljóðabókin Úr vonarsögu eftir Hanne Bramness, sem er eitt af þekktari ljóðskáldum Norðmanna um þessar mundir og hefur hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín, sem hafa verið þýdd og út- gefin á mörgum tungumálum,“ segir Aðalsteinn, sem sjálfur þýðir bókina. „Þetta eru alvöruþrungin ljóð þar sem flottar myndir eru dregnar upp í endurliti,“ segir Aðalsteinn og tekur fram að á borðshorninu sé líka þýð- ing hans á ljóðum eftir bandaríska skáldið Hal Sirowitz, en eftir hann hafa áður komið út hjá Dimmu tvær bækur í íslenskri þýðingu Aðalsteins, Sagði mamma og Sagði pabbi. „Svo er ég með ljóðabók sem er eftir eitt af Liverpool-skáldunum,“ segir Aðal- steinn og vísar þar til Rogers McGough. „Þar er um að ræða úrval ljóða eftir hann sem Óskar Árni Ósk- arsson velur og þýðir. McGough er skemmtilegt og öðruvísi skáld, sem gaman er að gefa út á íslensku. Hann er eitt af þekktari núlifandi ljóð- skáldum Breta, sem gefið hefur út um fimmtíu ljóðabækur. Þetta er því aðeins smá nasasjón af ljóðum hans. Með vorinu er síðan væntanlegt ljóðasafn Einars Braga sem samsett er úr frumortum ljóðum og úrvali þýddra ljóða. Í apríl verða 100 ár lið- in frá því að hann fæddist og mér fannst tilhlýðilegt að ljóð hans kæmu út að nýju, enda alltaf hætta á því að skáld gleymist þegar útgáfur þeirra hverfa af sjónarsviðinu,“ segir Aðal- steinn og bendir á að stór hluti höfundarverks Einars Braga liggi í ljóðaþýðingum hans. „Hann var einn af atómskáldunum og einn af forvíg- ismönnum Birtings. Merkilegur maður í menningarlífinu á sinni tíð.“ Morgunblaðið/Eggert Löngun „Ég er drifinn áfram af löngun til að gefa út á íslensku fjölbreytta flóru af bókmenntum úr ýmsum áttum,“ segir Aðalsteinn Ásberg. Væntanlegar eru hjá Dimmu bækur þýddar úr frönsku, rússnesku, ensku og norsku. „Þýðingar auðga íslenska tungu“  „Alltaf gaman að geta vandað vel til verks,“ segir Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson útgefandi  Dimma gefur út þrjár þeirra sjö bóka sem tilnefndar eru til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2021 VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég verð að viðurkenna að þetta kom mér á óvart vegna þess að þetta voru óvenjumargar tilnefningar,“ segir Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, út- gefandi hjá Dimmu. Stutt er síðan upplýst var að Dimma væri útgef- andi þriggja þeirra sjö bóka sem til- nefndar eru til Íslensku þýðinga- verðlaunanna 2021, en verðlaunin verða afhent 20. febrúar. Um er að ræða bækurnar 43 smámunir eftir Katrinu Ottarsdottur í þýðingu Aðal- steins, Dyrnar eftir Mögdu Szabó í þýðingu Guðrúnar Hannesdóttir og Berhöfða líf eftir Emily Dickinson í þýðingu Magnúsar Sigurðssonar. „Í gegnum tíðina höfum við næst- um árvisst verið með eina tilnefn- ingu. Það kom því þægilega á óvart í ár að þær væru þetta margar. Þessi fjöldi segir líka litlu forlagi eins og mínu að við hljótum að vera að gera eitthvað rétt,“ segir Aðalsteinn og tekur fram að hann vandi ávallt valið þegar komi að útgefnum bókum. „Stundum er maður heppinn að hitta á efni sem getur haldið áfram að seljast,“ segir Aðalsteinn og nefnir sem dæmi að hann hafi strax séð fyr- ir sér að útgáfan á þýðingum ljóða Dickinson myndi falla í flokk úrvals- verka. „Ég segi stundum að ég sé að þjóna fámennum hópi sérvitringa – þar á meðal sjálfum mér,“ segir Aðal- steinn kíminn og viðurkennir fúslega að oft seljist þýðingar þó í takmörk- uðu upplagi og því skipti miklu máli að geta sótt um og fengið þýðing- arstyrki. Gefandi og lærdómsríkt „Ég er drifinn áfram af löngun til að gefa út á íslensku fjölbreytta flóru af bókmenntum úr ýmsum áttum,“ segir Aðalsteinn og tekur fram að hann horfi ekki síst til nágranna- landa okkar, svo sem Hjaltlandseyja, Norðurlandanna, Kanada og Bret- lands svo nokkur lönd séu nefnd. „Þýðingar eru ekki síst mikilvægar Útsölustaðir: Apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. DLUX 4000 NÝTT Sterkasta D-vítamín sem völ er á frá Better You 4000 AE í hverjum úða • Sykurlaus munnúði • Sama góða piparmyntubragðið • 3ja mánaða skammtur • Óhætt að nota á meðgöngu og meðan á brjóstagjöf stendur Vítamín í munnúðaformi skila hámarksupptöku í gegnum slímhúð í munni sem gerir þau afar hentug í notkun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.