Morgunblaðið - 11.02.2021, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 11.02.2021, Blaðsíða 70
70 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021 KRINGLAN – SMÁRALIND – DUKA.IS rum heimilið Belissima loftljós gFe Ø: 50 cm, H: 41 cm Verð 55.900,- På tværs af Nor- den - Økokritiske strømninger i nordisk barn- och ungdoms- litteratur (Þvert á Norðurlönd – Vistfræðilegir straumar í nor- rænum barna- og ungmennabók- menntum) nefnist nýtt safnrit sem komið er út. Um er að ræða afrakstur af öðru af þremur málþingum þar sem til umfjöllunar er hvernig loftslagsvandinn og umhverf- ismál birtast með æ fyrirferðarmeiri hætti í bókmenntum fyrir börn og ungmenni. „Safnritið er einstakt að því leyti að auk ritgerða inniheldur það sjö sögur með vistfræðilegum áherslum sem unnar voru í samstarfi nokkurra þeirra myndskreyta og höf- unda sem tóku þátt í hinu þriggja daga málþingi „Heimur í umbreyt- ingu“, sem liggur til grundvallar safnritinu. Þar á meðal er sagan „Den befæstede verden“ eftir Ragnheiði Eyjólfsdóttur og Kamilu Slocinska, „Tusen padder gjennom gresset“ eft- ir Tyru Teodoru Tronstad og Karen Filskov og „Aksel Pedersens Dykk“ eftir Arne Svingen og Lindu Bonde- stam,“ segir í tilkynningu frá skrif- stofu Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs. „Það er einstaklega spennandi að fá að eiga þátt í þeim samlegðar- áhrifum sem myndast á þessum vett- vangi þar sem fræðimenn, rithöf- undar og myndskreytar á sviði norrænna barna- og unglinga- bókmennta fá tækifæri til að sækja sér innblástur og miðla öðrum af þekkingu sinni, verkum og reynslu. Að geta auk þess birt sjö nýjar sögur með sterkum frásögnum og fallegum myndskreytingum, sérstaklega samdar fyrir þetta tilefni, gerir safn- ritið í ár alveg einstakt,“ segir Sofie Hermansen Eriksdatter, verkefnis- stjóri málþingsins og safnritsins. Nálgast má ritið á norden.org. Textar eru á dönsku, norsku og sænsku. Vistfræðileg- ir straumar Forsíðumynd eftir Kathrinu Skarðsá.  Nýtt safnrit helg- að norrænum barna- og ungmennabókum Tilkynnt var í gær hvaða tíu bækur væru tilnefndar til Viðurkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, fyrir árið 2020. Viðurkenning Hagþenkis verður veitt við hátíðlega athöfn í mars. Verðlaunin nema 1.250.000 krónum. Hagþenkir hefur frá 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, náms- gögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings. Árið 2006 var tekin upp sú nýbreytni að tilnefna tíu höf- unda og bækur er til greina koma. Viðurkenningarráð Hagþenkis, skip- að fimm félagsmönnum af ólíkum fræðasviðum, stendur að valinu. Ráð- ið skipa Auðunn Arnórsson, Árni Einarsson, Helga Birgisdóttir, Kol- brún S. Hjaltadóttir og Lára Magnúsardóttir. Eftirfarandi höf- undar og bækur eru tilnefnd í staf- rófsröð höfunda. Með fylgir umsögn viðurkenningarráðsins:  Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen. Námsefni í dönsku á grunnskólastigi. Menntamálastofnun og Námsgagnastofnun. „Heildstætt og vandað námsefni í dönsku. Metn- aðarfullt og fjölbreytt höfundarverk þar sem margra ára samstarf tveggja reynslumikilla kennara nýtur sín.“  Bergljót Soffía Kristjánsdóttir. Fræðaskjóða. Bókmenntafræði fyrir forvitna. Bókmennta- og listfræði- stofnun Háskóla Íslands. Sæmundur. „Ítarleg og skemmtileg umfjöllun um bókmenntafræði. Hugtök eru skýrð á nýstárlegan hátt með mýmörgum dæmum. Mikill fengur fyrir áhuga- fólk um bókmenntir.“  Gísli Pálsson. Fuglinn sem gat ekki flogið. Mál og menning. „Læsi- leg og þörf bók þar sem hugmyndin um útrýmingu og endalok dýrateg- undar er skoðuð frá óvenjulegu sjón- arhorni.“  Gunnar Þór Bjarnason. Spænska veikin. Mál og menning. „Vel skrifuð bók þar sem stjórn- málum á örlagatímum er fimlega fléttað saman við sögur einstakra manna og fjölskyldna með vandaðri sagnfræði.“  Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring. Hestar. Angústúra. „Teflt er saman gömlum sögum og nýjum skemmtilegum texta og líf- legum myndum í bók sem bæði fræðir og gleður.“  Jón Hjaltason. Fæddur til að fækka tárum. Káinn. Ævi og ljóð. Völuspá útgáfa. „Kveðskapurinn tal- ar sínu máli í hlýlegri frásögn af ævi drykkfellda hagyrðingsins og stemn- ingin fyrir skáldskap í daglegu lífi Vestur-Íslendinga verður næstum áþreifanleg.“  Kjartan Ólafsson. Um Komm- únistaflokkinn og Sósíalistaflokkinn. Draumar og veruleiki. Stjórnmál í endursýn. Mál og menning. „Merk samantekt á sögu ysta vinstrisins í ís- lenskum stjórnmálum árin 1930-1968 frá sjónarhóli manns sem sjálfur var í innsta hring þeirrar hreyfingar.“  Kristján Leósson og Leó Krist- jánsson †. Íslenski kristallinn sem breytti heiminum. Mál og menning. „Fróðlegt ferðalag um eðlisfræðisögu ljóssins og mikilvægt hlutverk silfur- bergs frá Íslandi í henni.“  Pétur H. Ármannsson. Guðjón Samúelsson húsameistari. Hið íslenska bókmenntafélag. „Vandað og ítarlegt yfirlitsrit um ævi og verk Guðjóns Samúelssonar. Verðugur minnisvarði um manninn sem mótaði byggingarlist og skipulagsmál hins nýsjálfstæða Íslands.“  Sigurður Ægisson. Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin. Bókaútgáfan Hólar. „Ríkulega myndskreytt og frumlegt verk um íslenska varpfugla með margvíslegum fróðleik, ljóðum og frásögnum af sambúð náttúru og manns.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Framúrskarandi Höfundar þeirra tíu framúrskarandi rita sem tilnefnd eru til viðurkenningar Hagþenkis þetta árið. Viðurkenningin verður veitt í mars. Tilnefningar Hagþenkis 2020  Viðurkenningin verið veitt síðan 1986  Verðlaunin nema 1.250.000 krónum Í Metropolitan-safninu í New York hefur verið sett upp sýning á papp- írsverkum spænska meistarans Franciscos Goya (1746-1828) og kall- ast hún Goya’s Graphic Imagination. Goya var einn merkasti mynd- listarmaður Evrópu áratugina kringum aldamótin 1800 og auk rómaðra málverka liggja eftir hann um 900 teikningar og 300 grafík- myndir, aðallega ætingar. Á sýning- unni í New York er sjónum beint að einstökum myndheimi pappírsverk- anna, verka sem hafa veitt fjölda listamanna mikilvægan innblástur. Eftir að hafa verið lokað í meira en hálft ár vegna kórónuveirufarald- ursins hefur safnið nú verið opið um hríð fyrir takmarkaðan fjölda gesta, að viðhöfðum stífum sóttvörnum. AFP Áhrifarík Grímuvarinn gestur með stækkun einnar teikningar Goya. Hylla stórbrotið ímyndunarafl Goya
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.