Morgunblaðið - 11.02.2021, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.02.2021, Blaðsíða 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021 ✝ Aage Steinssonfæddist í Reykjavík 14. októ- ber 1926. Hann lést á Landspítalanum 5. febrúar 2021. Foreldrar Aage voru Jóhann Torfi Steinsson, f. 6.6. 1887 í Neðra- Hvammi í Dýra- firði, d. 11.11. 1966, og Esther Judith Löfstedt Steinsson, f. 23.6. 1898 á Borgundarhólmi, d. 24.4. 1972. Foreldrar Jóhanns voru Steinn Kristjánsson og Helga Jónsdóttir. Foreldrar Estherar voru Aage Löfstedt og Matthilda Guðmunds- dóttir. Alsystkini voru Örn, f. 26.5. 1921, d. 1.3. 2009, Inger Steinunn, f. 8.4. 1924, d. 25.4. 1936, Steinar, f. 14.10. 1926, d. 16.5. 2015, Helgi, f. 27.12. 1928, d. 4.8. 2000, Haukur, f. 27.9. 1933, d. 16.3. 2013, Harry, f. 27.9. 1933, d. 17.1. 2003, og hálfsystir, Ólafía Jóhannsdóttir, f. 1.3. 1915, d. 20.9. 1998, af fyrri konu Jóhanns, Ólafíu Hólm Ólafsdóttur, f. 29.3. 1888, d. 3.3. 1915. Aage kvæntist 29.7. 1949 Anne-Marie Steinsson f. í Narvik í Noregi 22.10. 1929, d. 24.12. 2007. Foreldrar Dagmar Ingrid Krist- ensen, f. í Valle Revelsöy 9.2. tæknifræði við Stockholms Tekniska Institut 1949 og fram- haldsnámi í rekstrartæknifræði frá Noréns Korrespondens- institut 1963. Varð rafvirkja- meistari 1954 og vann við tækni- fræðistörf þar til hann tók við starfi stöðvarstjóra við Grímsár- virkjun 1959. Aage varð raf- veitustjóri Vestfjarða 1963 og vann síðar að undirbúningi stofnunar Orkubús Vestfjarða 1978, sat í stjórn og veitti tækni- deild forstöðu til 1982. Formað- ur Orkuráðs 1979-83 og stjórn- arformaður Tækniþjónustu Vestfjarða 1975-80. Fulltrúi Al- þýðubandalagsins í bæjarstjórn Ísafjarðar 1970-82 og ritstjóri Vestfirðings 1976-82. Aage var skólastjóri Iðnskól- ans á Ísafirði og vann að því að koma á kennslu í öðrum verk- námsgreinum og undirbúnings- greinum Tækniskólans og var í nefnd heimamanna um stofnun Menntaskóla á Ísafirði. Formað- ur nefndar um fyrstu námskrá rafveituvirkja og leiddi upp- byggingu náms í rekstrarfræð- um við Tækniskóla Íslands. Við starfslok keypti hann fiskeldi- stöð á Barðaströnd sem farið hafði í þrot og byggði þar upp öflugt bleikjueldi. Útför Aage fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag kl. 13. Streymi: https://promynd.is/aage Virkan hlekk á streymi má finna á: https.//www.mbl.is/andlat 1909, og August Martin Jensen, f. í Mo í Rana 15.5. 1906. Saman eignuðust þau sex börn, þau eru: 1) Torfi Steins- son, f. 8.3. 1950, eign- aðist fimm börn með fv. konu sinni Jó- hönnu Helgadóttur, f. 24.3. 1950, og síðar tvö með Helgu Nönnudóttur, f. 29.1. 1955, núverandi sambýliskona er Tína Weber, f. 22.10. 1960. 2) Árni Steinsson, f. 16.2. 1952, kvæntur Kristrúnu Gísladóttur, f. 13.8. 1953, og eiga þau fjögur börn. 3) Bryndís Magna Steinsson, f. 20.6. 1953, gift Erni Eyjólfssyni, f. 1.11. 1944, og eiga þau þrjú börn. 4) Eva Dagmar Steinsson, f. 25.7. 1954, gift Kristjáni Guðjónssyni, f. 29.2. 1952, og eiga þau fjögur börn. 5) Sjöfn Heiða Steinsson, f. 14.3. 1957, gift Halldóri Þorgeirs- syni, f. 25.7. 1956, og eiga þau tvö börn. 6) Steinn Ágúst Steinsson, f. 20.1. 1959, var kvæntur Helle Steinsson, f. 21.6. 1960, og eign- uðust þau þrjú börn, núverandi sambýliskona Susi Haugaard, f. 18.4. 1966. Afabörn Aage eru 23 og langafabörnin 47. Aage lauk rafiðnnámi frá Iðn- skólanum í Reykjavík, raf- Jæja, þá er komið að leiðarlok- um, pabbi minn, eftir gjöfult og farsælt lífshlaup. – Það er margs að minnast þegar horft er yfir farinn veg en það sem upp úr stendur er hvað þið mamma lögð- uð mikið af mörkum til sam- félagsins, sama hvar við bjugg- um. Það var ekki bara verið að taka þátt í pólitík og berjast fyrir breytingum innan kerfisins eins og þú gerðir til að koma málum áfram heldur stóðuð þið á marg- an hátt saman að þessu. Heimilið var alltaf opið bæði sem skóli og sem dvalarstaður fyrir þá sem komu að og vildu mennta sig. Þið voruð óþreytandi í því að hvetja og hjálpa ungu fólki til náms. Sú sýn sem nú þykir sjálfsögð að geta menntað sig í heimabyggð var sýn sem þú, pabbi minn, hafð- ir sem ungur maður og barðist fyrir og tókst að koma í fram- kvæmd fyrir mörgum áratugum. Margir báru gæfu til að njóta af- raksturs hennar. Þegar við bjuggum fyrir austan í Grímsár- virkjun var sveitaskólinn um hríð inni á heimilinu og fyrir vestan var það uppbygging iðn- og tæknináms sem á tímabili var heima á Mjallargötunni. Við ól- umst upp við að þetta væri bara sjálfsagt mál. Svo var það nú ekki lítið verkefni að koma okkur systkinunum til náms og manns, eins baldin og sum okkar gátu verið á tímabilum í lífi okkar. Sem krakki áttaði maður sig ekki á því að eitthvað væri í gangi sem skipti máli, væri ekki bara brauðstrit, það kom síðar og hef- ur skýrst enn á síðustu misserum þegar við höfum verið að rifja upp með þér þitt merkilega lífs- hlaup og við systkinin komið saman og rætt gamla daga. En þú varst ekki bara frum- kvöðull og athafnamaður í mennta- og raforkumálum, þú varst líka maður gleðinnar og mikill dansari á böllum Sunnu- kórsins á Ísafirði og Rarikböll- um. Þá var fjölskyldan ykkur mömmu afar mikilvæg og til að mynda ekkert verið að láta ófærð og myrkur koma í veg fyrir að hægt væri að fara með börnin á jólaball í sveitinni fyrir austan. Þið fóruð líka með okkur í ótelj- andi útilegur um landið sem breyttust svo með árunum í tíðar gönguferðir með börnum og barnabörnum þegar þau bætt- ustu í hópinn og mörg þeirra minnast með miklum hlýhug. Svo má ekki gleyma að minnast á húsið sem þið byggðuð eigin hendi í Meltröðinni í Kópavogi. Þegar kom að því að við þyrftum að fara suður til að mennta okkur frekar var það stúkað upp svo við gætum búið þar með fjölskyldum okkar. Þar var öllu svo haganlega fyrir komið að við bjuggum þar saman fjögur systkin í einu með stækkandi fjölskyldum okkar þegar mest var. Fermetrafjöld- inn var ekki mikill en það fór vel um okkur og mörg barna- barnanna líta á Meltröðina enn í dag sem miðpunkt. Ég kveð þig nú, pabbi minn, og ykkur mömmu með þakklæti og virðingu. Þið lifðuð til fulls og snertuð marga á lífsleiðinni. Þið hafið verið okkur góð fyrirmynd í því hvernig maður getur gefið til baka til samfélagsins og kennt okkur hvað það er mikilvægt að vera sjálfstæður í hugsun. Takk fyrir þann lærdóm og allar ynd- islegu minningarnar. Sjöfn Heiða Steinsson. Tengdapabbi minn Aage Steinsson lést föstudaginn 5. febrúar síðastliðinn á 95. aldurs- ári. Í mínum huga var Aage mjög merkilegur maður, afburða- greindur og frjór. Þegar Aage fór á eftirlaun sneri hann sér að áhugamáli sem hafði verið ofar- lega í huga hans í einhvern tíma en það var fiskeldi. Var byrjað að huga að því hvernig því yrði best hrint í framkvæmd. Mikið þurfti af köldu vatni og eitthvað af heitu. Best væri að kaupa eldis- stöð, eftir dágóða leit ákvað Aage að festa kaup á eldisstöð við Vatnsfjörð á Barðaströnd sem hafði verið notuð sem laxaseiða- eldi. Stöðin var í niðurníðslu og var strax byrjað að flytja efni frá Reykjavík til framkvæmdanna. Efnið var að mestu leyti flutt á heimilisbílnum sem var Lada Station með toppgrind. Það var ráðist í endurbætur á stöðinni með hjálp áhugasamra og gekk vel. Það tók bara örfáa mánuði. Hann ákvað að þarna skyldi framleidd bleikja, það var lítið framleitt af henni á heimsvísu og verðið lægra en á laxi. Það voru sótt seiði á Hóla í Hjaltadal og eldi hófst. Það er skemmst frá því að segja að eldi gekk vel og var fiskurinn flakaður og sendur í flugi á markað. Aage var vakinn og sofinn yfir eldinu og dvaldi langdvölum fyrir vestan og bjó í eldisstöðinni við þokkalegar aðstæður sem voru útbúnar þar. Anna María konan hans dvaldi löngum stundum með honum fyr- ir vestan og naut þá jafnframt samvista við Torfa son sinn og fjölskyldu. Torfi var á þeim tíma skólastjóri á Birkimel. Það kom að því að Aage, kominn á áttræð- isaldur, ákvað að flytja suður aft- ur og tók þá Torfi sonur hans við eldinu. Aage var samt ekki hætt- ur heldur lagðist undir feld og fékk hugmynd að hliðarafurð við bleikjuna og viti menn eftir mikl- ar tilraunir sem fram fóru á heimili hans að Meltröð 6 varð til afurð sem kallaðist Bleikju- smyrja (eitthvað ofan á brauð). Uppskriftin verður ekki gefin upp en uppistaðan er reykt bleikja. Gat ekki klikkað. Þar með var byrjað að gera bílskúr- inn kláran og setja í hann tæki og tól til framleiðslunnar. Umbúðir voru hannaðar og settar í fram- leiðslu. Haft var samband við all- ar matvöruverslanir í Reykjavík og nágrenni og voru flestir til- búnir að taka vöruna inn gegn þvi að varan væri kynnt í verslunum þeirra og þar með var allt í höfn. Framleiðslan fór í gang, dreif- ing og í framhaldinu kynningar. Það er skemmst frá því að segja að vörunni var vel tekið og seldist hún mjög vel á kynningum. Sam- hliða þessu ævintýri tók Aage sig til og klæddi húsið sitt að utan einn og óstuddur. Svona eiga menn að vera. Ég er strax byrjaður að sakna þín Aage. Örn tengdasonur. Afi var mikill réttsýnismaður með sterkar skoðanir. Mennta- mál voru honum hugleikin og þótti honum ekki leiðinlegt að ræða þau málefni. Afi var einn mesti Íslendingur sem við höfum kynnst, þjóðrækinn mjög og ís- lenskur matur í sérstöku uppá- haldi. Eitt sinn var ákveðið að elda fyrir hann ítalskan pasta- rétt, sáust á augnaráði hans og málrómi miklar efasemdir um ágæti þessarar eldamennsku. En réttinum voru gerð góð skil og að lokum sagði afi með nokkurri undrun að þetta hefði nú bara verið fínasti matur. Var þó pass- að upp á að sjóða með þessu ís- lenskar kartöflur því hann afi hefur átt stóran þátt í því að halda uppi íslenskum kartöflu- bændum! Hann var mikill dugnaðarmað- ur sem frekar gekk en að taka bílinn og kom hann oft í mat síð- ustu árin til foreldra okkar með stuðningi af stafnum sínum. Hádegið á aðfangadag var stór stund á Meltröðinni þar sem afi stjórnaði möndlugrautnum með mexíkanahatt á höfði og útdeildi vinningum þar sem enginn fór tómhentur heim. Auðsjáanlegt var að afi naut hverrar mínútu með stórfjölskyldunni. Sérstaklega gaman var að fara á Ísafjörð og dvelja þar yfir sum- artímann. Þegar fara átti til Reykjavíkur var stressið ekkert í fyrirrúmi. Ferðin í bæinn tók í það minnsta tvo daga þar sem tjaldað var og bíllinn keyrður á 60 km hraða mestalla leiðina. Þar sagði afi okkur að njóta lands- lagsins og náttúrunnar og helst ættu að vera tveir gírar á bíl, einn áfram og hinn til að bakka. Hann var líka mikill íþróttaunnandi. Þá helst þegar Ólympíuleikar voru og þá sérstaklega vetraríþróttir. Þá sat hann langt fram á nótt og horfði, lagði sig aðeins og byrjaði aftur að horfa um morguninn. Flestir kölluðu þetta jaðar- íþróttir, en afi var ekki á sama máli og fannst til dæmis skíða- ganga, íshokkí og skylmingar flokkast undir alvöruíþróttir í stað fótbolta sem hann sagði að væri ekkert vit í – að sjá 22 full- orðna karlmenn vera að eltast við einn bolta. Þrammandi í stígvélum upp um fjöll og firnindi, gönguferðir, stíflugerðir, íslenskt smjör, fisk- eldi, ók um á Lödu, tekinn fyrir of hægan akstur, naut þess að hafa marga í kringum sig. Þetta var hann afi. Jóhann Pétur, Eva Björg, Tryggvi og Hólmfríður. Elsku afi. Takk fyrir allt sem þú hefur kennt mér um lífið. Ég mun sakna þess að fara í kaffi til þín. Þó að ekki hafi alltaf verið mikið spjall okkar á milli nutum við samverunnar, og þó svo það endaði oft með því að við báðir vorum steinsofandi í stofunni með útvarpið á fullum styrk. Þú varst alltaf með svo einfalda og jákvæða skoðun á lífinu og ég hef ætíð litið mjög mikið upp til þín. Ég er þakklátur fyrir að þú fékkst að lifa góðu og löngu lífi og ég veit að þú ert á fallegum stað núna. Ég samdi ljóð fyrir þig: 1926 Fyrtårnet viser vejen hjem Bølgerne former en hånd Bærer dig frem, let og nem Blikstille hav hvisker blidt; Ved du har grædt, ved du har lidt En havfrisk brise fylder din krop Kærlighed og fred fra tå til top Smilende vinker du verden farvel Dig og lyset går i et med sig selv Endnu en smuk sjæl fik lov til, at flyve Smuk som altid siden 1926 (Vitinn vísar leiðina heim. Bylgjurnar mynda hendur sem bera þig áfram, létt og lipurt. Lygnt hafið hvíslar blítt: Ég veit þú hefur grátið, veit þú hefur þjáðst. Ferskur sjávarblær fyllir líkamann ást og friði frá hvirfli til ilja. Brosandi veifar þú heiminum. Þú og ljósið sameinist í eitt Enn önnur falleg sál tekur flugið, falleg, eins og ávallt frá 1926). Hjalte Agust Steinsson. Ástkær afi okkar Aage Steins- son er nú fallinn frá. Afi Aage var einstakur maður sem fór gjarnan sínar eigin leiðir. Hann hafði skoðanir á flestu og hafði mjög gaman af að gera hluti sem standa á skjön við það sem flestum þætti venjulegt. Hann var alltaf að hugsa og spá í hin ýmsu viðfangsefni sem honum þótti áhugaverð hverju sinni og eyddi mörgum tímum á skrifstof- unni sinni heima við spekúlasjón- ir, þó mest ættfræði hin síðustu ár. Hann gekk langa göngutúra með hundinn (Perlu og síðar Snoppu) og þá alltaf í stígvélum. Í göngutúr hugsaði hann hvað best. Líklega hefur vinnan oftast verið það sem fyllti hugann, enda ótrúlega duglegur maður. Það lá í hans eðli að þróa hlutina áfram og leita lausna. Hann stóð aldrei í stað og hefur verið okkur og mörgum öðrum mikill innblástur í gegnum árin. Honum var ein- hvern veginn allt fært. Flestir byrja að slaka á þegar þeir komast á eftirlaunaaldur en það átti ekki við um hann afa. Hann setti sér bara enn háleitari markmið. Þegar hann stóð á sjö- tugu stofnaði hann fyrirtæki og fór út í rekstur í erfiðum atvinnu- geira, á erfiðum stað eða eins og hann orðaði það: „Ég hugsaði með mér að best væri að skoða hvaða atvinnugrein væri alltaf á hausnum. Því næst hugsaði ég með mér hvar væri vitlausasti staðurinn til að stunda þennan at- vinnurekstur.“ Það er skrítin tilfinning að vita ekki af afa uppi á Meltröð, sem hefur verið eins konar ættarsetur fyrir alla stórfjölskylduna og fastur punktur í tilveru okkar allra fram til þessa. Hann og amma voru einstök fyrir okkar fjölskyldu. Þau hjálpuðu alltaf til þegar virkilega á reyndi og þeirra heimili stóð okkur öllum alltaf opið og gat öll stórfjölskyld- an leitað á Meltröðina hvort held- ur sem það vantaði þak yfir höf- uðið, góð ráð, styrk eða hlýju. Getum við seint þakkað þeim það lífsnesti sem þau gáfu okkur. Bæði störfuðu sem kennarar og þreyttust aldrei á því að hjálpa okkur barnabörnunum með lær- dóminn. Auk þess var alltaf nota- legt að tylla sér með afa og ömmu inni í stofu og horfa á fréttirnar eða sjónvarpið því aldrei upplifði maður sig annað en velkominn og heima hjá sér í þeirra návist og ekkert jafnaðist á við kvöldkaffið hennar ömmu. Eftir fráfall ömmu stóð afi sem klettur vaktina á Meltröðinni sem höfuð fjölskyldunnar í fjölda ára. Hver jól og áramót voru allir sem vildu mæta á aðfangadag og gamlárskvöld velkomnir. Það féll ekki ár úr þar til nú og finnum við mikinn söknuð hjá mörgum að hittast ekki í möndlugraut hjá afa í hádeginu á aðfangadag. Sá gamli þreyttist ekki á að reiða fram nýjar þrautir og leiki sem styttu barnabörnunum og í seinni tíð barnabarnabörnunum biðina eftir jólunum. Það er okk- ur öllum mikill missir að þessi náðarstaður hverfi nú með elsku afa en hann mun svo sannarlega lifa áfram í hjörtum okkar og munum við barnabörnin halda möndlugrautinn hans afa hátíð- legan um hver jól. Hvíl í friði, elsku afi, við biðj- um að heilsa ömmu. Takk fyrir okkur. Bryndísarbörn, Guðrún Elín Arnardóttir, Róbert Örn Arnarson og Helena Dögg Arnardóttir. Með Aage er genginn einn af brautryðjendum í uppbyggingu orkukerfis landsins sem við nú tökum sem sjálfsögðum hlut, maður sem leitaði sér þekkingar út fyrir landsteinana og helgaði líf sitt því ætlunarverki að bæta hag allra þeirra sem landið byggja. Umhyggja hans fyrir náunganum átti sér djúpar ræt- ur, ekki í pólitískri hugmynda- fræði heldur ást á lífinu og ríkri réttlætiskennd. Hugur hans og hönd voru ekki bundin á klafa vanahugsunar. Ekki fór hann troðnar slóðir og nálgaðist hvert verkefni með frumleika uppfinningamannsins. Þetta, eins og svo margt, áttu þeir sameiginlegt tvíburabræð- urnir Steinar og Aage. Aage sótti sér lífsfyllingu í þeim verkefnum sem honum voru falin eða hann tók sér fyrir hend- ur; sóttist aldrei eftir metorðum eða viðurkenningu annarra. Hann gerði miklar kröfur til sín sjálfs og annarra en var ávallt reiðubúinn að leiðbeina og styðja ef einlægur vilji til að takast á við verkefnið var til staðar. Ást hans á landinu leiddi hann ekki inn á braut þeirrar þjóðern- ishyggju sem leitt getur til ein- angrunar hugarfarsins. Af danskri móður, sonur farmanns sem sigldi um heimsins höf og með lífsförunaut sér við hlið sem flýja þurfti æskuslóðir í Norður- Noregi þar sem hörmungar stríðsins urðu sem skelfilegastar, var sjálfsmynd hans í senn ís- lensk, norræn og evrópsk. Hann valdi sér verkefni við hæfi þegar hann tókst á við upp- byggingu orkukerfis Vestfjarða. Frumleiki hans og þor birtist meðal annars í þróun fjarvarma- veitu á þéttbýlissvæðum Vest- fjarða sem byggði á varmaorku frá varaaflstöðvum og hagkvæm- um kaupum á umframorku frá Landsvirkjun utan álagstíma eft- ir að Vesturlínan, sem hann barð- ist fyrir, kom til. Áhersla hans á varaafl til að tryggja afhending- aröryggi sannaði gildi sitt svo um munaði þegar óveður gengu yfir landið í árslok 2019 og ársbyrjun 2020. Þá rifjaði hann upp eigin reynslu af óveðrum og skilnings- skorti sérfræðinga þess tíma á þörfinni fyrir varaafl. Þegar ég kom inn í fjölskyld- una 1975 átti sýnin um Orkubú Vestfjarða hug hans allan. Hann sá fyrir sér fyrirtæki sem bætt gæti hag allra íbúa Vestfjarða með því að ráðast í arðbærar fjár- festingar og veita alhliða orku- þjónustu. Til að svo mætti verða þyrftu allir íbúar fjórðungsins að setja langtímahagsmuni heildar- innar ofar staðbundnum sérhags- munum. Aage nálgaðist öll þau ábyrgð- arstörf sem honum voru falin sem samfélagsþjónustu hvort sem það var ábyrgð á raforku- kerfi Vestfjarða, seta í bæjar- stjórn eða forysta Iðnskólans á Ísafirði og þeirra menntastofn- ana sem hann byggði upp í skjóli hans. Fátt gladdi hann meira en Aage Steinsson Minningarvefur á mbl.is Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að- gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.         þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber       ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát Minningar og andlát
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.