Morgunblaðið - 11.02.2021, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 11.02.2021, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021 Áhættustjóri Lífsverk er opinn lífeyrissjóður fyrir háskólamenntaða. Allir sem lokið hafa grunnnámi á háskólastigi geta skráð sig í sjóðinn. Lífverk var fyrsti lífeyrissjóðurinn sem byggði á aldurstengdum réttindum, tók upp sjóðfélagalýðræði og rafrænt stjórnarkjör. Sérstaða Lífsverks er m.a. hár ávinningur réttinda og val um leiðir fyrir skyldusparnað. Sjóðurinn er ört vaxandi og nemur hrein eign í árslok um 120 milljörðum króna. Gildi sjóðsins eru: Heilindi – jákvæðni – ábyrgð Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna á heimasíðu hans www.lifsverk.is Menntunar- og hæfniskröfur: Lífsverk lífeyrissjóður óskar eftir að ráða öflugan einstakling í nýtt og spennandi starf áhættustjóra. Í starfinu felst einnig greiningarvinna og eftirfylgni á sviði eignastýringar. Nánari upplýsingar um starfið veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) í síma 511 1225. • Ábyrgð á starfssviði áhættustýringar • Greining, mæling og skýrslugjöf um áhættu • Mótun og umsjón með áhættustefnu og áhættustýringarstefnu • Frumathugun og greining nýrra fjárfestingarkosta • Eftirfylgni með óskráðum eignum • Flokkun eigna, skýrslugjöf og skoðun fjárfestinga með tilliti til stefnu Lífsverks í ábyrgum fjárfestingum • Aðstoða stjórn og stjórnendur við þróun og viðhald á skilvirku eftirlitskerfi fyrir áhættu í rekstri sjóðsins Helstu verkefni og ábyrgð: Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni. • Háskólapróf á sviði fjármála, verk- eða tölfræði eða sambærileg menntun. Meistarapróf er kostur • Greiningarhæfni og hæfni til að setja fram efni og niðurstöður í tölum og texta • Haldgóð starfsreynsla í eignastýringu eða á fjármálamarkaði • Sjálfstæði, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð • Góð færni í íslensku og ensku • Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót Slökkviliðsstjóri Bæjarfélagið Fjallabyggð varð til við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar árið 2006. Báðir bæir byggja afkomu sína að mestu á sjávarútvegi, vinnslu fiskafurða og ýmis konar þjónustu við þessar greinar. Í seinni tíð hefur fjölbreytnin í atvinnulífinu aukist og mikill vaxtarbroddur er í ferðaiðnaði. Mikil náttúrufegurð er í Fjallabyggð og margar góðar gönguleiðir eru á svæðinu Á veturna er Fjallabyggð sannkölluð vetrar- og skíðaparadís og draumur útivistarmannsins. Afþreyingarmöguleikar eru nánast ótæmandi. Í Fjallabyggð eru einnig tveir níu holu golfvellir og tvær sundlaugar, fjöldi safna, gallería, veitingahús, hótel og verslanir. Þann 1. september 2020 voru íbúar Fjallabyggðar 2.000. Nánari upplýsingar má finna á: www.fjallabyggd.is Menntunar- og hæfniskröfur: Fjallabyggð auglýsir lausa til umsóknar framtíðarstöðu slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar. Slökkviliðsstjóri er yfirmaður slökkviliðsins og faglegur stjórnandi þess. Hann hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á daglegum rekstri brunavarnarmála Fjallabyggðar. Mikil áhersla er lögð á áreiðanlega þjónustu við bæjarbúa og fagleg vinnubrögð. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi í starfið sem er tilbúinn að taka þátt í að stjórna og leiða faglegt starf. Nánari upplýsingar um starfið veita Ármann Viðar Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar (armann@fjallabyggd.is) og Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar (elias@fjallabyggd.is). • Yfirumsjón og ábyrgð á rekstri og stjórnun slökkviliðsins • Ábyrgð á faglegri starfsemi ásamt menntun og þjálfun slökkviliðsmanna • Stjórn slökkvistarfs við eldsvoða og á vettvangi mengunaróhappa á landi • Eldvarnareftirlit sveitarfélagsins, skipulag, úttektir, umsagnir og eftirfylgni • Stefnumótun og áætlanagerð • Samskipti við hagsmunaaðila Helstu verkefni og ábyrgð: Umsóknarfrestur er til og með 22. febrúar 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda í starfið. Einnig skal fylgja afrit af leyfisbréfi og prófskírteini. Um er að ræða fullt starf sem hentar öllum kynjum. Umsókn gildir í 6 mánuði og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Laun og starfskjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. • Löggilding sem slökkviliðsmaður sbr. 17. gr. laga nr. 75/2000 og að lágmarki eins árs reynsla í slökkviliði sem löggiltur slökkviliðsmaður • Stjórnunarreynsla og þekking á rekstri • Reynsla og/eða haldgóð þekking á stjórnun slökkviliðs æskileg • Þekking á yfirferð og eftirliti tækja og búnaðar æskileg • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð ásamt frumkvæði í starfi • Leiðtogafærni, þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum • Vilji til þess að tileinka sér nýjungar í starfi • Góð almenn tölvukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.