Morgunblaðið - 11.02.2021, Page 60

Morgunblaðið - 11.02.2021, Page 60
60 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021 Áhættustjóri Lífsverk er opinn lífeyrissjóður fyrir háskólamenntaða. Allir sem lokið hafa grunnnámi á háskólastigi geta skráð sig í sjóðinn. Lífverk var fyrsti lífeyrissjóðurinn sem byggði á aldurstengdum réttindum, tók upp sjóðfélagalýðræði og rafrænt stjórnarkjör. Sérstaða Lífsverks er m.a. hár ávinningur réttinda og val um leiðir fyrir skyldusparnað. Sjóðurinn er ört vaxandi og nemur hrein eign í árslok um 120 milljörðum króna. Gildi sjóðsins eru: Heilindi – jákvæðni – ábyrgð Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna á heimasíðu hans www.lifsverk.is Menntunar- og hæfniskröfur: Lífsverk lífeyrissjóður óskar eftir að ráða öflugan einstakling í nýtt og spennandi starf áhættustjóra. Í starfinu felst einnig greiningarvinna og eftirfylgni á sviði eignastýringar. Nánari upplýsingar um starfið veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) í síma 511 1225. • Ábyrgð á starfssviði áhættustýringar • Greining, mæling og skýrslugjöf um áhættu • Mótun og umsjón með áhættustefnu og áhættustýringarstefnu • Frumathugun og greining nýrra fjárfestingarkosta • Eftirfylgni með óskráðum eignum • Flokkun eigna, skýrslugjöf og skoðun fjárfestinga með tilliti til stefnu Lífsverks í ábyrgum fjárfestingum • Aðstoða stjórn og stjórnendur við þróun og viðhald á skilvirku eftirlitskerfi fyrir áhættu í rekstri sjóðsins Helstu verkefni og ábyrgð: Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni. • Háskólapróf á sviði fjármála, verk- eða tölfræði eða sambærileg menntun. Meistarapróf er kostur • Greiningarhæfni og hæfni til að setja fram efni og niðurstöður í tölum og texta • Haldgóð starfsreynsla í eignastýringu eða á fjármálamarkaði • Sjálfstæði, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð • Góð færni í íslensku og ensku • Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót Slökkviliðsstjóri Bæjarfélagið Fjallabyggð varð til við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar árið 2006. Báðir bæir byggja afkomu sína að mestu á sjávarútvegi, vinnslu fiskafurða og ýmis konar þjónustu við þessar greinar. Í seinni tíð hefur fjölbreytnin í atvinnulífinu aukist og mikill vaxtarbroddur er í ferðaiðnaði. Mikil náttúrufegurð er í Fjallabyggð og margar góðar gönguleiðir eru á svæðinu Á veturna er Fjallabyggð sannkölluð vetrar- og skíðaparadís og draumur útivistarmannsins. Afþreyingarmöguleikar eru nánast ótæmandi. Í Fjallabyggð eru einnig tveir níu holu golfvellir og tvær sundlaugar, fjöldi safna, gallería, veitingahús, hótel og verslanir. Þann 1. september 2020 voru íbúar Fjallabyggðar 2.000. Nánari upplýsingar má finna á: www.fjallabyggd.is Menntunar- og hæfniskröfur: Fjallabyggð auglýsir lausa til umsóknar framtíðarstöðu slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar. Slökkviliðsstjóri er yfirmaður slökkviliðsins og faglegur stjórnandi þess. Hann hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á daglegum rekstri brunavarnarmála Fjallabyggðar. Mikil áhersla er lögð á áreiðanlega þjónustu við bæjarbúa og fagleg vinnubrögð. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi í starfið sem er tilbúinn að taka þátt í að stjórna og leiða faglegt starf. Nánari upplýsingar um starfið veita Ármann Viðar Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar (armann@fjallabyggd.is) og Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar (elias@fjallabyggd.is). • Yfirumsjón og ábyrgð á rekstri og stjórnun slökkviliðsins • Ábyrgð á faglegri starfsemi ásamt menntun og þjálfun slökkviliðsmanna • Stjórn slökkvistarfs við eldsvoða og á vettvangi mengunaróhappa á landi • Eldvarnareftirlit sveitarfélagsins, skipulag, úttektir, umsagnir og eftirfylgni • Stefnumótun og áætlanagerð • Samskipti við hagsmunaaðila Helstu verkefni og ábyrgð: Umsóknarfrestur er til og með 22. febrúar 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda í starfið. Einnig skal fylgja afrit af leyfisbréfi og prófskírteini. Um er að ræða fullt starf sem hentar öllum kynjum. Umsókn gildir í 6 mánuði og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Laun og starfskjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. • Löggilding sem slökkviliðsmaður sbr. 17. gr. laga nr. 75/2000 og að lágmarki eins árs reynsla í slökkviliði sem löggiltur slökkviliðsmaður • Stjórnunarreynsla og þekking á rekstri • Reynsla og/eða haldgóð þekking á stjórnun slökkviliðs æskileg • Þekking á yfirferð og eftirliti tækja og búnaðar æskileg • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð ásamt frumkvæði í starfi • Leiðtogafærni, þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum • Vilji til þess að tileinka sér nýjungar í starfi • Góð almenn tölvukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.