Morgunblaðið - 11.02.2021, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 11.02.2021, Blaðsíða 80
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 20-50% Sparadu- af borðstofu- húsgögnum 11. feb. – 1. mars 20% Sparadu- af öllum borðbúnaði CACTUS BORÐSTOFUBORÐ borðplata úr svörtum marmara. Ø130 cm. Áður 159.900 kr. Nú 127.900 kr. SPARAÐU 32.000 kr. Konseft til ka- oss nefnist myndlistarsýn- ing Aðalsteins Þórssonar sem haldin verður í Deiglunni, sal Gilfélagsins á Akureyri, um helgina. Sýn- ingin verður opnuð annað kvöld, föstudagskvöld, kl. 20 og opin bæði laugardag og sunnudag milli kl. 14 og 17. Um sýninguna segir Aðalsteinn: „Sama vatnið rennur um ána, sama hvernig ásýnd árinnar breytist í því sí- breytilega landslagi sem hún rennur um.“ Í tilkynningu frá skipuleggjendum kemur fram að listamaðurinn haldi á sýningunni áfram að tefla saman verkum sem unnin eru út frá ólíkum nálgunum frá ólíkum tímum. Fyrir þremur mánuðum var það Skáld nú er kaos. Á sýn- ingunni má sjá ný verk og eldri sem fæst hafa verið sýnd áður opinberlega. Nánari upplýsingar um Aðal- stein og verk hans má sjá á vefnum www.steini.art. Konseft til kaoss í Deiglunni FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 42. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. „Mér fannst þetta spennandi ævintýri. Það er gott að prófa nýja hluti. Það hefur enginn Íslendingur spilað í deildinni þarna, þeir eru meistarar síðustu þriggja ára og þetta er nýtt félag sem var fyrst í deildarkeppninni 2016. Það er mikil uppbygging í liðinu og það er skemmtilegt að fara aðrar leiðir en aðrir íslenskir leik- menn,“ segir knattspyrnumaðurinn Axel Óskar Andr- ésson sem samdi í vikunni við lettneska liðið Riga. Axel er 23 ára gamall og lék með öllum yngri landsliðum Ís- lands en hann er alinn upp hjá Aftureldingu. »68 Skemmtilegt að fara aðrar leiðir en aðrir íslenskir knattspyrnumenn ÍÞRÓTTIR MENNING Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Paradísarheimt er minnisstætt verkefni sem markaði tímamót í ís- lenskri kvikmyndagerð. Skáldsaga Nóbelsskáldsins er einstök um margt. Er fróðleg, fyndin og gerist í framandi umhverfi sem þurfti að endurskapa sem leikmynd. Úr því varð ævintýri sem hér er endursagt,“ segir Björn G. Björnsson leikmynda- teiknari. Steinahlíðar og Salt Lake City Í Landsbókasafni Íslands í Þjóð- arbókhlöðunni er nú uppi sýningin Paradísarheimt 60/40, hvar sýnt er og sagt frá leikmyndagerð fyrir sjón- varpsmynd sem byggð var á sam- nefndri skáldsögu Halldórs Laxness. Sýningin var sett upp í tilefni þess að á síðasta ári voru 60 ár síðan bók Laxness kom út og 40 ár frá gerð sjónvarpsmyndanna. Handrit Hall- dórs að sögunni, ritað með hans eigin hendi, er á sýningunni sem er hin fyrsta sem sett er upp úr safnkosti Leikminjasafns Íslands sem nú hefur verið lagt niður. Ritaðar heimildir þess voru afhentar Landsbókasafni en leikmunir og annað slíkt fór til Þjóðminjasafns Íslands. Í Paradísarheimt segir frá Steinari bónda í Hlíðum undir Steinahlíðum, sem skírðist til mormónatrúar og leitaði eftir það að landi fyrirheitna lífs síns og fann í Utah-ríki í Banda- ríkjunum. Bær Steinars var end- urskapaður sem leikmynd, sem enn stendur að hluta og er við Hvalnes í Lóni. Í Salt Lake City í Utah var smíðuð heil gata fyrir myndatök- urnar. Atriði sem gerast áttu í Dan- mörku voru tekin upp í Slésvík- Holtsetalandi í Norður-Þýskalandi, þar á meðal senurnar í konungshöll- inni. „Eftir að tökum lauk hélt ég til haga teikningum, ljósmyndum og ýmsum öðrum gögnum frá þessu verkefni. Þetta má núna sjá og skoða í Þjóðarbókhlöðunni, auk þess sem brot úr sjónvarpsmyndunum rúlla þar á skjá,“ segir Björn G. Björnsson sem starfaði við gerð sjónvarpsefnis í áratugi. Síðustu árin hefur hann ein- beitt sér að gerð og hönnun sögusýn- inga, sem finna má á menning- arsetrum og byggðasöfnum víða um land. Fimm sýningar Í fyrra vann Björn fimm sýningar sem aldrei voru formlega opnaðar vegna Covid-19 en fara nú að verða aðgengilegar. Sýning um grá- sleppukarla er í Byggðasafni Hafn- arfjarðar, önnur um landpóstana gömlu í Skógasafni og Paradísarheimtarsýningin. Þá var svonefnd saltfisksýning í menningar- húsinu Kviku í Grindavík flutt í nýjan sal og endurgerð. Og enn bíður upp- setningar sýning um Tryggvaskála á Selfossi, elsta húsið þar í bæ, sem að stofni til er frá árinu 1891. Paradísarheimt er nú á nýrri sýningu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sýning Paradísarheimt var minnisstætt verkefni sem markaði tímamót í ís- lenskri kvikmyndagerð,“ segir Björn G. Björnsson hér í Þjóðarbókhlöðu.  Ævintýri endursagt  Leikmyndir úr Lóni og frá Utah Handrit Frumdrög Nóbelsskáldsins að Paradísarheimt, bæði handskrifaðar skissur og vélrituð blöð. Upphaf að öðru og meira, sem eftirtekt vakti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.