Morgunblaðið - 11.02.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.02.2021, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 1. F E B R Ú A R 2 0 2 1 Stofnað 1913  35. tölublað  109. árgangur  GÓÐ HELGI BYRJAR Í NETTÓ! Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 11.— 14. febrúar Laxabitar Sjávarkistan 1.599KR/KG ÁÐUR: 2.499 KR/KG -36% -50%Saltkjöt Verð frá 299KR/KG ALLT AÐ 32% AFSLÁTTUR Bláber 125 gr 249KR/PK ÁÐUR: 498 KR/PK ALLTAF GAMAN AÐ GETA VAND- AÐ TIL VERKS LAUFLÉTT Á LAUGAR- DÖGUM BLEIKT ÆVIN- TÝRALAND Í SMÁRALIND NÝR ÞÁTTUR Á K100 50 KAMPAVÍN OG KÓSÍHEIT 48DIMMA MEÐ ÞRJÁR TILNEFNINGAR 74 Nú styttist í að nýr miðbæjarkjarni með hús- um í gömlum stíl verði opnaður við brúar- torgið á Selfossi. Þar verða ýmis hús sem fólk gæti kannast við frá Selfossi, Reykjavík, Akureyri og annars staðar frá. Fjölbreytt starfsemi verður í þeim húsum sem risið hafa í fyrsta áfanga verkefnisins sem Sigtún þró- unarfélag stendur fyrir. Félagið er að undirbúa í samvinnu við at- vinnulífið og hið opinbera að setja upp fjöl- breyttar skrifstofueiningar á Selfossi. Þær verða meðal annars í Landsbankahúsinu á Selfossi og eftir tvö ár er reiknað með að búið verði að byggja yfir þær í nýja miðbænum. Sunnlendingar sem vinna á höfuðborgar- svæðinu geta unnið í þessari aðstöðu hluta úr viku í stað þess að aka alla daga til Reykja- víkur. Talið er að aðstaðan geti gert Selfoss að betri búsetukosti. Einnig eru þær hugs- aðar fyrir minni fyrirtæki og einyrkja. »4 Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölbreytt starfsemi í húsum í gömlum stíl í nýjum miðbæ Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Staðan er náttúrulega mjög slæm. Maður var að vona að þetta færi að glæðast upp úr áramótum en það er ekki sjáanlegt á næstunni. Það er þungt hljóð í fólki og slæm staða,“ segir Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavíkur og nágrennis. Nýjar tölur Vinnumálastofnunar, sem birtar voru í gær, sýna að heild- aratvinnuleysið á Suðurnesjum jókst úr 23,3% í desember í 26% af vinnuafl- inu í seinasta mánuði. Meðal kvenna mældist 29,1% heildaratvinnuleysi í janúar en 24% hjá körlum. Guðbjörg segir að þessar atvinnuleysistölur séu hærri en elstu menn muni eftir og að sögn hennar er ekki að sjá að neitt sé að lifna yfir atvinnulífinu neins staðar á svæðinu. „Þetta hefur aldrei verið svona slæmt hjá okkur,“ segir hún og kveðst ekki sjá fram á neina stóra breytingu á þessu ástandi a.m.k. á næstu tveimur mánuðum, en kveðst þó vona að atvinnuástandið fari að glæðast þegar fer að líða á sumarið. 12,8% heildaratvinnuleysi Atvinnuleysi fór vaxandi á öllu landinu í janúar og var meðalfjölgun atvinnulausra 527 í mánuðinum. Al- mennt atvinnuleysi jókst úr 10,7% í desember í 11,6% í janúar og heildar- atvinnuleysi að hlutabótakerfinu meðtöldu var 12,8%. Atvinnuleysi tengt minnkuðu starfshlutfalli minnk- aði talsvert á landinu í janúar eða um 514 frá desember og var um 1,2%. Vinnumálastofnun spáir því að al- mennt atvinnuleysi í yfirstandandi mánuði aukist lítið eitt og verði á bilinu 11,6% til 11,9%. Enn fjölgar í hópi langtímaatvinnu- lausra. Um seinustu mánaðamót höfðu alls 4.508 einstaklingar verið án atvinnu í meira en heilt ár. Staðan er mjög slæm  Heildaratvinnuleysið á Suðurnesjum komið í 26%  For- maður VSFK segir útlitið dökkt og að þungt hljóð sé í fólki MAtvinnuleysið nálægt því … »40  Ný hverfi og þétting byggðar um- hverfis Reykjavíkurflugvöll breyta vindafari við sumar brautir vall- arins, þannig að þar getur myndast ókyrrð og sviptivindar. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, segir að þetta geti skapað hættulegar að- stæður. Ný hollensk rannsókn sýnir að 4-5 hæða byggð í Nýja-Skerjafirði auki vandann enn. »10 Morgunblaðið/Árni Sæberg Flugöryggi Ný hverfi þétt við Reykjavík- urflugvöll breyta vindafari við brautirnar. Ný hverfi valda ókyrrð á flugbrautum  Reiknuð við- haldsþörf um 150 friðlýstra kirkna þjóðkirkjunnar árið 2019 var rúmlega 217 milljónir króna, að sögn Agnesar M. Sigurðar- dóttur biskups Íslands. Þá námu sóknargjöld til sókna þjóðkirkjunnar alls tæplega 193 milljónum króna en þau þurfa að standa undir margvíslegu starfi og rekstri sóknanna. Viðhaldsvandi kirkna er út- breiddur og tengist niðurskurði sóknargjalda allt frá árinu 2009. Hann nemur tugum prósenta og er langt umfram það sem aðrir þurftu að þola vegna hrunsins. »2 Viðhald kirkna líður fyrir fjárskort Agnes M. Sigurðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.