Morgunblaðið - 11.02.2021, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 11.02.2021, Blaðsíða 71
MENNING 71 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ VA R I E T Y C H I C AG O S U N T I M E S I N D I E W I R E T H E T E L E G R A P H Nafngift nýrrar íslenskrargamanmyndar, Hvernigá að vera klassa drusla,fangar athygli manns. Drusla er vissulega gildishlaðið orð, notað til að niðra og stýra konum en á undanförnum árum hefur það verið notað á valdeflandi hátt af femín- ískum hreyfingum eins og Druslu- göngunni. Þessi örlítið stuðandi titill er nokkuð lýsandi fyrir kvikmynd sem reynir að vekja athygli áhorf- andans á beinskeyttan máta, en kynjapólítík og kynhegðun kvenna liggja henni tvímælalaust til grund- vallar. Hvernig á að vera klassa drusla virðir þó háleitnina að vettugi og miðar ætíð á lægsta samnefn- arann – typpi og píkur (og allt sem getur farið úrskeiðis á stefnumótum þeirra) eru til umfjöllunar. Í upphafsatriðinu er upplegg myndarinnar kynnt á snarplegan hátt undir dynjandi upptakti tónlist- ar. Karen (Ásta Júlía Einarsdóttir), keyrandi um á rallíjálki, sækir Tönju (Ylfa Marín Haraldsdóttir) sem er vant við látin við að fleygja eigum kærasta síns út á götu. Tanja hoppar upp í og er ferðinni heitið út í sveit, þar sem Karen þekkir vel til, en drónaskot (þessu ofnotaða og hvim- leiða stílbragði mætti úthýsa í hvelli) gerir ferðalagi kaggans á þjóðveg- inum skil. Stúlkurnar staðnæmast við bensínstöð en bíllinn vill ekki í gang aftur. Við stöðina eru tvær verslanir, merktar með ósannfær- andi heimagerðum skiltum, þ. á m. „bifreiðaverkstæði Alla“. Hinn ungi og myndarlegi Alli mætir sótugur á hlýrabol, drjúpandi af svita og segul- magnaðri karlorku. Karen, klædd leðurjakka og þröngum gallabuxum, beygir sig yfir skott bílsins og setur stút á varirnar. Fáranleiki mynd- skeiðsins framkallar hugrenninga- tengsl við ógrynni bíómyndaklisja og gefur til kynna að hér sé um ofur kyngerða veröld að ræða. Söguheim- urinn er ýktur og klúr, málaður stórum dráttum og einkanlega bíó- myndalegur í eðli sínu. Söguhetjurnar Karen og Tanja eru tvær hliðar spaugpenings, hálf- gerðar erkitýpur og fullkomið tvíeyki. Sveitapían Karen er spaði sem hefur alltaf svar á reiðum hönd- um og lifir eftir lífsmottóinu „ríða, búið, bless“ – engin ábyrgð, engin eftirsjá. Besta vinkona hennar Tanja er óörugg með sig og „ástsjúk“ að mati Karenar – en líka óinnvígð og „óþekkta aflið“ í sveitinni. Hún fetar braut einkar nútímalegrar kven- hetju, að hætti Bridget Jones og Liz Lemon t.a.m., en hrakföll hennar virðast engan enda geta tekið. Karen reynir með misjöfnum árangri að leggja Tönju lífsreglurnar og kenna henni að sletta úr klaufunum. Ásta Júlía Einarsdóttir leikur Karenu og Ylfa Marín Haraldsdóttir gerir Tönju skil. Ásta Júlía fær bitastæð- ustu brandarana og er með hnefann fullan af stælum. Ylfa Mist er ólukkulegi leiksoppurinn og sýnir breidd í gamanleik sínum en grín hennar er hvað skemmtilegast þegar það er „líkamlegt“. Gaman er að sjá ný andlit fá tækifæri og standa sig jafn vel og raun ber vitni. Sveitin er afar kunnuglegt sögu- svið íslenskra kvikmynda sem ber sína fjölmörgu bagga. Snúið er skemmtilega upp á téðar venjur í Hvernig á að vera klassa drusla en hér er veröldin ekki þunglamaleg og harmræn heldur deila hreppsbúar nektarmyndum á kynlífsappinu „Sveitasex“. Eflaust væri hægt að gera samanburð á myndinni og Dala- lífi Þráins Bertelssonar, en rýnir er ekki nægilega dómbær til þess. Lög og reglur söguheimsins líkjast þó mest amerískum gagnfræða- og menntaskólaræmum á borð við Am- erican Pie og Mean Girls. Andhetjan Sandra minnir á Rizzo úr Grease í leðurjakka sínum er hún keppir við Karenu í ralli og um hylli strákanna og grefur um leið undan vináttu þeirra Tönju. Strákarnir eru auðvit- að ávallt í lopapeysum, þ.e.a.s. þegar þeir eru ekki í fjósinu að sprauta vatni hver yfir annan en erótískt augnaráð myndavélarinnar kyngerir karlpeninginn af þvílíkri kátínu. Kári Gotta og Rúnar Vilberg leika ástar- viðföngin Ívar og Kára og skila skemmtilegri og heillandi frammi- stöðu. Vöðvastælti „lúðinn“ Kári þjálfar sig fyrir geimferð með flaug- um NASA og frosið yfirborð harð- naglans Karenar bráðnar hægt og bítandi. Geimfaraminnið er ein af fjölmörgum klisjum sem er listilega beitt í myndinni en stórskemmtilegt er að sjá henni fleygt inn í íslenskt sveitalíf. Einn af hápunktum mynd- arinnar er þegar kappinn, undir lok myndar, skartar óvænt heilgalla merktum geimferðastofnuninni (og Kaupfélagi Borgfirðinga), en sjón er sögu ríkari. Brandarar kvikmyndarinnar eru linnulausir. Auðvitað hitta þeir ekki allir í mark og myndin veigrar sér ekki við aulagríni, en athyglisvert er að húmorinn tekur á sig ýmsar birt- ingarmyndir. Leikstjóri og handrits- höfundur myndarinnar, Áslaug B. Torfadóttir, sýnir að hún á auðugt kómískt vopnabúr og samvinna hennar með frekar óreyndu leikara- liði er til fyrirmyndar (en reyndari leikarar á borð við Steinunni Ólínu, Ólafíu Hrönn og Þorstein Bachmann eru nýttir vel í aukahlutverkum og styrkja heildarmyndina). Samvinna þeirra Magnúsar Ingvars Bjarna- sonar, kvikmyndatökumanns og klippara, er ekki síst eftirtektarverð og gefur glensinu myndræna vídd. Fallísk form finnast í spenastrokki og Ylfa Marín verður hálfgerð „slap- stick“-drottning í meðförum þeirra. Eitt er að vera fyndin í orði en annað að gera það á sjónrænan hátt. Atburðarás myndarinnar reynir á vináttubönd stúlknanna tveggja en þær læra af reynslunni og vaxa fyrir vikið – þessi venjulegi gangur. Allt er þetta gert til að þjóna gríninu og er öllu drama stillt í algert hóf. Hvernig á að vera klassa drusla veit nefnilega nákvæmlega hvað hún vill vera – taumlaus og lágkúruleg skemmtun og er það hennar helsti styrkur. Myndin er afar lofandi frumraun leikstjórans og ferskur andblær í ís- lenskt kvikmyndalandslag. Lof sé lægsta samnefnara Skemmtileg Kvikmyndin er „taumlaus og lágkúruleg skemmtun og er það hennar helsti styrkur. Myndin er afar lofandi frumraun leikstjórans og ferskur andblær í íslenskt kvikmyndalandslag,“ skrifar rýnir. Hér eru Ylfa Marín Haraldsdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Ásta Júlía Einarsdóttir í hlutverkum sínum. Borgarbíó, Háskólabíó, Laugarásbíó, Smárabíó Hvernig á að vera klassa drusla bbbmn Leikstjórn og handrit: Ólöf Birna Torfa- dóttir. Kvikmyndataka: Magnús Ingvar Bjarnason. Klipping: Kári Jóhannesson, Magnús Ingvar Bjarnason. Aðalleikarar: Ásta Júlía Einarsdóttir, Ylfa Marín Har- aldsdóttir, Konni Gotta, Rúnar Vilberg, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Ísland, 2021. 89 mín. GUNNAR RAGNARSSON KVIKMYNDIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.