Morgunblaðið - 11.02.2021, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021
NILFISK VINNUR
VERKIÐ Á METHRAÐA
REKSTRARLAND verslun | Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | Söluver 515 1100 | rekstrarland.is
OPIÐ ALLA
VIRKA DAGA
KL. 8–17
Pipar\TBW
A
Gólfþvottavélar og ryksugur fyrir hótel, fyrirtæki og iðnað
Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Ofveiði og önnur mannanna verk
hafa leitt til þess, að stofnar fjölda
hákarla- og skötutegunda hafa
minnkað um rúmlega 70% á síð-
ustu hálfu öld. Segja vísindamenn
í nýrri rannsókn, að þetta hafi
myndað gríðarstórt gat í vistkerfi
sjávar.
Vísindamennirnir komust að
þeirri niðurstöðu, að tegundum á
borð við sleggjuháf og djöflaskötu
hefði fækkað mikið. En verst væri
ástandið í hvítuggastofninum en
það eru kröftugir hákarlar, sem
eru taldir vera hættulegir mönn-
um.
Hvítuggar eru nú í mikilli út-
rýmingarhættu og er það einkum
rakið til veiða. Þessi háfiskategund
er veidd vegna ugganna en einnig
lenda dýrin oft í veiðarfærum sem
ætlað er að veiða aðrar fiskteg-
undir. Talið er að hvítuggum hafi
fækkað um 98% á síðustu 60 árum,
að sögn Nicks Dulvys, prófessors í
Simon Fraser-háskóla í Kanada,
sem fór fyrir rannsóknarhópnum.
„Þetta er meiri fækkun en sést
hefur hjá stórum landspendýrum
og er orðin svipuð og fækkunin í
steypireiðarstofnunum,“ sagði
Dulvy við AFP.
Dulvy og hópur vísindamanna
söfnuðu og greindu upplýsingar úr
vísindarannsóknum og fiskveiði-
tölfræði til að framkalla mynd af
ástandi 31 hákarla- og skötuteg-
undar. Var niðurstaðan sú, að þrír
fjórðu þessara tegunda væru í út-
rýmingarhættu.
Heildarmyndin var óskýr
Nathan Pacoureau, doktorsnemi
í Simon Fraser-háskóla og aðal-
höfundur greinarinnar, sagði að
fyrri rannsóknir hefðu varpað ljósi
á alvarlegt ástand víða en erfitt
hefði verið að sjá heildarmyndina.
Í greininni, sem birt var í tíma-
ritinu Nature, er leitt að því líkum
að ofveiði og lítil verndun hafi
valdið þessari stöðu. Lögð er
áhersla á, að tegundir geti náð sér
með skipulagðri vernd.
Rannsóknin fjallar einkum um
hákarla og skötur í úthöfunum og
þótt ástand stofnanna sé nokkuð
mismunandi segir í greininni að
heildarþróunin sé ljós. „Gögnin
vörpuðu ljósi á risastórt og sívax-
andi gat í lífríki sjávar,“ sagði
Pacoureau.
Vísindamennirnir komust að
þeirri niðurstöðu, að stofnar 18
tegunda, sem mest gögn er að
finna um, hefðu minnkað um yfir
70% síðustu hálfu öld.
Dulvy sagði að líklega væri
staðan sú sama í öðrum tegundum
en gögn væru ekki nægileg til að
komast að óyggjandi niðurstöðu
um þær.
Setti hljóða
Vísindamennirnir segja að
niðurstöðunar hafi verið áfall.
Pacoureau sagði að sérfræðinga á
fundi um verndun hefði sett
hljóða þegar þær voru sýndar.
Andrea Marshall, stofnandi
Marine Megafauna Foundation og
einn af greinarhöfundum, sagði að
það væri líkast martröð, að fylgj-
ast með hnignun djöflaskötustofna
við Mósambík þar sem hún starf-
ar.
„Þetta hefur gerst hraðar en
okkur gat órað fyrir og sýnir að
grípa verður til tafarlausra að-
gerða,“ sagði hún í yfirlýsingu frá
MMF.
Þrjár tegundir í bráðri hættu
Þrjár hákarlategundir eru tald-
ar vera í bráðri hættu þar sem
einstaklingum hafi fækkað um yf-
ir 80%. Þetta eru hvítuggi og
tvær tegundir sleggjuháfs. Há-
karlar og skötur vaxa hægt og
fjölga sér tiltölulega sjaldan.
Rannsóknin bendir til þess, að
stóraukin línuveiði og veiði með
hringnót hafi höggvið stór skörð í
hákarlastofnana. Önnur rannsókn,
sem ástralskir vísindamenn birtu í
tímaritinu Nature Ecology &
Evolution í vikunni, bendir til
þess að áhrif mannvirkjafram-
kvæmda, ferðaþjónustu, veiða og
skipaferða hafi einnig haft mikil
áhrif á fjölda sjávardýrastofna
vegna þess að flest þessi dýr þurfi
nú að fara yfir mun stærra svæði
en áður.
„Þetta segir okkur, að mað-
urinn hefur víðtæk áhrif á ferðir
dýra, en í mörgum tilfellum hafa
menn ekki gert sér grein fyrir
þessu eða brugðist við,“ sagði Tim
Doherty hjá Háskólanum í Sydn-
ey í Ástralíu, við AFP en hann er
aðalhöfundur greinarinnar.
Nathan Pacoureau sagði við
AFP að ríki heims yrðu að grípa
til aðgerða til varnar hákörlunum
og almenningur þyrfti að þrýsta á
ríkisstjórnir að standa við alþjóð-
legar skuldbindingar.
„Notið hvert tækifæri til að
hvetja ríkisstjórnir ykkar til að
hugsa um hákarla,“ sagði hann.
Hákarlar og skötur í hættu
Stofnar átján tegunda þessara fiska í úthöfunum hafa minnkað um yfir 70% frá 1970 og sumir eru
í bráðri hættu Vísindamenn segja að gríðarstórt og sívaxandi gat hafi myndast í vistkerfi sjávarins
Hvítuggi
Í mikilli hættu
Í hættu
Carcharhinus longimanus
Alopias superciliosus
Since 1990s
Skottháfur
71,1%
13%
75%
65%
50%
25%
1970 1980 1990 2000 2010 2020
2018
Grunnur
100
Talið er að einstaklingum í 18 hákarlastofnum í úthöfunum hafi fækkað um 71% frá árinu 1970, að því er
kemur fram í nýrri rannsókn sem birt var í tímaritinu Nature
18 hákarla- og skötutegundir
1970 - 2018
Fækkun
síðan 1970
Hákörlum hefur fækkað mikið
Heimild: Pacoureau, Rigby, Kyne, Dulvy et al; Half a century of global decline in oceanic sharks and rays - Nature, 27. janúar 2021
Sleggjuháfur
Sphyrna mokarran
Í mikilli hættu
Breyting á áætlaðri stofnstærð Nokkrar tegundir
ævi sinnar dvelur hákarl á miklu dýpi í köldum sjónum.
Hákarlinn er langstærstur háfiska við Ísland, getur náð
sex metra lengd og orðið nokkurra hundraða ára. Rann-
sóknir benda til að hann geti náð hæstum aldri allra
hryggdýra, jafnvel 4-500 árum.
Um skötutegundir segir Klara að hér við land veiðist
einkum tindabikkja og skata. Skötustofninn hafi
minnkað mikið á árunum eftir stríð, m.a. vegna veiða
Breta við landið. Hann virðist hafa náð einhvers konar
jafnvægi, en erfitt sé að meta stofnstærðina. Varðandi
stofnstærð tindabikkju séu viss varúðarmerki í vísitölu
tindaskötu samkvæmt gögnum úr röllum
Hafrannsóknastofnunar. aij@mbl.is
Litlar rannsóknir á háfiskum við Ísland
RÚMLEGA 20 TEGUNDIR ÚR ÁTTA ÆTTUM HÁFISKA HAFA FUNDIST HÉR VIÐ LAND
Ljósmynd/Erlendur Bogason
Eyjafjörður Forvitinn háfur fylgist með tilburðum kafara.
Háfiskar á Íslandsmiðum hafa lítið verið rannsakaðir og
er því margt á huldu um stofnstærð þessara tegunda
og lifnaðarhætti. Sum þessara dýra lifa á miklu dýpi og
því erfitt með rannsóknir. Aðrar tegundir koma hingað
sem flökkutegundir og þá helst upp að suðurströnd-
inni. Lítið er um beinar veiðar á þessum tegundum.
Til ættbálks háfiska teljast um 230 tegundir og finn-
ast þær um öll heimsins höf. Hér við land hafa fundist
rúmlega 20 tegundir úr átta ættum, með fjölmargar
undirtegundir, meðal annars hámeri, hákarl og háfur.
Það sem fiskarnir eiga meðal annars sameiginlegt er
að þeir eru með brjósk en ekki bein í stoðkerfi og á það
sama við um skötur og hámýs.
Nú er orðið lítið um beinar veiðar Íslendinga á há-
karli, en nokkuð fæst sem meðafli. Í aldir og fram yfir
1900 voru þessar veiðar hins vegar umfangsmiklar og
síðari hluta 19. aldar voru þúsundir tunna af hákarlalýsi
fluttar út árlega. Lýsið var m.a. notað til að lýsa upp
borgir Evrópu.
Klara Björg Jakobsdóttir, fiskifræðingur á Hafrann-
sóknastofnun, segir að líklegt sé að þessar veiðar hafi
gengið nærri stofninum, en erfitt sé að segja til um
hver staða hans sé núna. Um sé að ræða hægvaxta teg-
und og afkoman sé ekki mikil. Hún segir að síðustu ár
hafi áhugi almennt vaxið á rannsóknum á hákarli á
norðurslóðum samfara betri tækni, en stærsta hluta