Morgunblaðið - 11.02.2021, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 11.02.2021, Blaðsíða 76
AF LEIKLIST Þorgeir Tryggvason Pólverjar á Íslandi eru aðbestu manna yfirsýn aðminnsta kosti jafn margir og íbúar Akureyrar. Það er all- nokkuð, og ekki að undra þótt smám saman sé að verða til menn- ingarlíf í þessu samfélagi sem „utanbæjarmenn“ verða líka varir við. Bíó Paradís hefur um skeið sýnt pólskar bíómyndir reglulega, og þá ekki einungis hámenning- arlega útflutningsvöru. Það var einmitt við sýningu á pólskri glæpamynd sem hugmyndin að Co za poroniony pomysł kviknaði. „Úff hvað þetta er slæm hugmynd“ ku nafnið þýða, sem er auðvitað alrangt, og í góðum takti við létt- íróníska nálgun þeirra Jakubs Ziemanns, Aleksöndru Skoł- ozynska og Ólafs Ásgeirssonar. Leikhús um og fyrir pólska samfélagið hefur verið áberandi undanfarna mánuði, svona ef „áberandi“ er rétta orðið yfir leik- húslífið almennt. Vel má kalla eftir að fleiri listgreinar taki sér tak líka. Væri ekki t.d. ráð að þýða meira af pólskum bókmenntum? Þau eiga nýlega bakaðan Nóbels- höfund, Olgu Tokarczuk. Og það kæmi verulega á óvart ef þessi fjörutíu milljóna manna þjóð lum- aði ekki á jafngóðum krimmum og hver önnur. En aftur í Tjarnarbíó. Þar er í gangi ansi sniðug sýning sem er trúlega fyrst og fremst ætluð Pól- verjum á Íslandi þótt þessi Húsvík- ingur sem hér skrifar hafi haft um- talsvert gaman af. Í anda laus- beislaðra samsköpunarsýninga nútímans vinna þátttakendur úr eigin reynslu, tveir sem ungir Pól- verjar að leita lífshamingju og framtíðar á framandi slóðum og einn Íslendingur sem ákveður líka að kynna sér annan heim. „I feel like I have a super- power!“ hrópar Óli upp yfir sig þegar hann hefur náð þannig tök- um á pólsku með hjálp Duolingo- appsins að hann er farinn að skilja Pólverja á förnum vegi, úti í búð og í heita pottinum. Nýr heimur opnast. Þá er næsta skref að eign- ast vini í nýja heiminum og kynna sér menninguna. Upphefst þá mjög forvitnilegt sjónarspil, ekki síst frá sjónarhóli Íslendingsins. Þau Óli og vinir hans, Kuba og Ola, velta upp hverri staðalmyndinni á fætur annarri af pólska samfélaginu og Pólverjum almennt. Vodka og pierogi-hveitibollur eru þar í aðal- hlutverki. Séríslenska þætti á borð við veðrið, óskiljanlega sunnu- dagslokun Vínbúðarinnar og hina hjálpsömu Agnieszku hjá Lands- bankanum sem greiðir götu landa sinna um refilstigu íslenska fjár- málaumhverfisins milli þess sem hún stundar sjósund með vinkon- um sínum ber einnig á góma, allt við góðar undirtektir innvígðra áhorfenda. Og sjarmi sýningar- innar hrífur okkur utanbæjar- mennina með, þótt hún sé laus- beisluð, ekki sérlega dramatísk og leikhópurinn augljóslega vanur að fást við aðra hluti en standa á sviði og deila lífi sínu með ókunnugum. Það kemur á óvart hvað skugga- hliðar sambúðarinnar fá lítið pláss; útlendingaandúð, launamisrétti, atvinnuleysi og hunsun. Varla nema beitt ljóðlína frá Olu, þess efnis að Íslendingar elski þegar Pólverjar vinni vinnuna sína almennilega. Annars er létt yfir þessari slæmu hugmynd. Co za poroniony pomysł er skemmtilegur gluggi inn í óþarf- lega ósýnilegan menningarkima mitt á meðal okkar, um leið og hann skemmtir og gleður greini- lega þá sem eru þar öllum hnútum kunnugir. Salvör Gullbrá Þór- arinsdóttir er leikstjóri sýningar- innar, leikmynd og búninga gerði Þórdís Erla Zoëga og ljósin eru hönnuð af Kjartani Darra Krist- jánssyni. Nina Słowinska aðstoðaði við þýðingu, en sýningin fer fram á þremur tungumálum og þýðingu á hin málin varpað jafnóðum upp á skjá svo allir geti verið með í gamninu. Sýnt í tvo heimana »Co za poroniony pomysł er skemmti- legur gluggi inn í óþarf- lega ósýnilegan menning- arkima mitt á meðal okkar, um leið og hann skemmtir og gleður greinilega þá sem eru þar öllum hnútum kunnugir. Ljósmynd/Marcin Matusiak Samsköpun „Í anda lausbeislaðra samsköpunarsýninga nútímans vinna þátttakendur úr eigin reynslu, tveir sem ungir Pólverjar að leita lífshamingju og framtíðar á framandi slóðum og einn Íslendingur sem ákveður líka að kynna sér annan heim,“ segir í rýni um Co za poroniony pomysł sem Leikhópurinn PólíS sýnir í Tjarnarbíói. 76 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021 Einn kunnasti handritshöfundur Frakka, Jean-Claude Carrière, er látinn, 89 ára að aldri. Hann var heiðraður með Óskarsverðlaunum árið 2014 fyrir ævistarfið. Carrière var einstaklega fjölhæf- ur og skrifaði handrit fjölmargra kunnra kvikmynda – um 60 mynda alls. Ekki bara franskra heldur líka mynda framleiddra í öðrum Evr- ópulöndum og í Bandaríkjunum. Þekktastur er hann fyrir sam- starfið við leikstjórana Luis Buñuel og Miloš Forman. Í 19 ár skrifaði hann handrit að öllum kvikmyndum Buñuels og hlaut ein þeirra, Le charme discret de la bourgeoisie, Óskarinn árið 1973 sem besta er- lenda myndin. Önnuð rómuð mynd sem spratt af samstarfinu er Belle de Jour (1967). Árið 1963 deildi Carrière með samleikstjóra sínum, Pierre Étaix, Óskarsverðlaunum fyrir bestu stuttmynd, Happy Anniversary. Meðal annarra frægra kvik- mynda sem Carrière skrifaði má nefna Cyrano de Bergerac (1990) þar sem Gérard Depardieu fer á kostum í aðalhlutverkinu, Óbæri- legan léttleika tilverunnar (1988) eftir skáldsögu Milans Kundera – var Carrière tilnefndur til Óskars- verðlauna fyrir handritið, og Tin- trommuna (1979), sem byggðist á skáldsögu Gunters Grass og var leikstýrt af Volker Schlöndorff en hún hlaut Óskar sem besta erlenda myndin. Carrière hlaut frönsku César-verðlaunin fyrir handritið að The Return of Martin Guerre (1982). Carrière naut þess líka að leika og fór með aukahlutverk í tugum kvikmynda. AFP Virtur Jean-Claude Carriére með heiðurs- óskarinn sem hann hlaut 2014. Handritshöfund- urinn Jean-Claude Carrière látinn Framlag Íslands til keppni Óskars- verðlaunanna um bestu erlendu kvikmyndina, Agnes Joy, sem Silja Hauksdóttir leikstýrði, komst ekki áfram í lokakeppnina um verðlaunin. Það var ljóst þegar niðurstöður for- vals Kvikmyndaakademíunnar bandarísku lágu fyrir. Alls 93 þjóðir lögðu fram kvikmynd í keppnina en 15 voru valdar til að keppa til úrslita, kvikmyndir frá Bosníu, Síle, Frakk- landi, Gvatemala, Hong Kong, Íran, Noregi, Fílabeinsströndinni, Mexíkó, Rússlandi, Taívan og Túnis – þá var Drykkja hins danska Thom- asar Vinterberg valin, en hún hefur þegar hlotið Evrópsku kvikmynda- verðlaunin, sem og kvikmynd hins fræga pólska leikstjóra Agnieszka Holland, Charlatan, en hún er lögð fram af Tékklandi. Þá voru 15 lög valin til að keppa um besta kvikmyndalagið, úr þeim 94 sem lögð höfðu verið fram úr allrahanda kvikmyndum. Hyllingin á Húsavík, „Husavik“, úr gaman- myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga með Will Fe- rell í aðalhlutverki, var valin, sem og lagið „Wuhan Flu“ úr framhalds- myndinni um Borat, Borat Subse- quent Moviefilm. Kvikmyndaakademían kynnti alls stuttlista til níu þeirra verðlauna sem keppt verður um en verðlauna- afhendingunni var seinkað í ár vegna kórónuveirufaraldursins og verður hún 15. mars. Auk keppni í fyrrnefndum flokkum var kynnt hvaða 15 myndir keppa í flokki langra heimildarkvikmynda – þar voru 238 myndir í keppni; hvaða tón- skáld keppa um bestu tónlistina, í flokknum sem Hildur Guðnadóttir sigraði í í fyrra; í hvaða kvikmyndum voru besta hágreiðsla og gervi, og þá var kynntur stuttlisti bestu stutt- myndanna. Agnes Joy ekki áfram í keppninni  Lagið um Húsavík keppir til úrslita Íslandsdrama Lagið um Húsavík úr kvikmyndinni um Eurovision komst áfram í lokakeppnina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.