Morgunblaðið - 11.02.2021, Side 48

Morgunblaðið - 11.02.2021, Side 48
Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is Konan á bak við Sætar syndir er Eva María Hallgrímsdóttir sem er mikill brautryðjandi í sínu fagi og má segja að hún hafi gjörbreytt afmælis- og veislumenningu þjóðarinnar til hins betra. Sætar syndir voru fyrst opnaðar í pínulitlu húsnæði í Nethyl en flutti svo í Híðarsmára þar sem áfram er op- ið og allur bakstur fer fram. Eva María segir að kaffihúsið í Smáralind hafi verið rökrétt næsta skref og viðtök- urnar hafa heldur betur verið eftir því. „Síðustu tvær helgar hafa verið upp- bókaðar í „high-tea“, segir Eva en slíkt hefur notið mikilla vinsælda hér á landi sem ekki sér fyrir endann á. Bóka þarf í slíkt samsæti enda þarf að undirbúa veitingarnar með fyrirvara. Eva María er í senn mikill leiðtogi og frumkvöðull en kaffihúsið í Smára- lind, sem hún kýs að kalla kampavíns- kaffihús, er splunkunýtt fyrirbæri hér á landi og ef marka má viðtökurnar var greinilega vöntun á slíkum stað. Markhópurinn sé konur sem vilji setj- ast niður og fá sér bita. High tea er svo sérsteklega skemmtilegt fyrir hópa. Eins sé hægt að panta botnlausar búbblur með en þá má viðkomandi drekka að vild í tvær klukkustundir. Næsta mál á dagskrá er valentín- usardagurinn en þá hefur Eva María útbúið sérstakt valentínusarbox sem inniheldur súkkulaði, konfekt og freyðivín og kemur í fallegum gjafa- kassa. Svo er bolludagurinn sívinsæll en boðið verður upp á nokkrar teg- undir í ár og fer þar fremst í flokki glæsileg kampavínsbolla sem bragðast svo vel að undirritaðri vöknaði um aug- un. Eva María segir að jafnframt séu alltaf til kökur á kaffihúsinu þannig að auðvelt sé að grípa köku á leiðinni heim sé tilefni til. Það er því ljóst að gestir Smáralindar eiga gott í vændum enda notalegt til þess að hugsa að eiga bókað borð í high tea með vinkonunum í lok vel heppnaðrar verslunarferðar. Bolludraumur Boðið verður upp á dásamlega skemmtilegar bollur við allra hæfi um helgina og svo auðvit- að á mánudaginn. Kampavín og kósíheit Nýjasta skrautfjöðrin í hatti Smáralindar er án efa nýtt kaffihús Sætra synda en kaffihúsið er heldur óvenjulegt því þar er jafnframt boðið upp á kampavín og kræsingar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Búbblur í baði Hugsað er út í hvert smáatriði á kampavínskaffihúsinu. Bleikt og fagurt Kampa- vínskaffihúsið minnir á bleikt ævintýraland. Brautryðjandi Eva María Hallgrímsdóttir er konan á bak við Sætar syndir. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021 N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is AYJA - K129 3ja sæta, 2ja sæta og stóll. Margir litir af áklæði eða leðri. Komið og skoðið úrvalið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.