Morgunblaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2021 Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri verður haldin laugar- daginn 6. og sunnudaginn 7. mars 2021 frá kl. 11-18. Að þessu sinni verður sýningin haldin í samvinnu við verslunina Vesturröst og Skot- félagið Markviss á Blönduósi. Til sýnis verða haglabyssur, riffl- ar, skammbyssur og herrifflar ásamt ýmsu tengdu skotveiðum, m.a úr einkasöfnum. Skotfélagið Markviss á Blönduósi hélt 30 ára afmælissýningu fyrir skemmstu. Félagsmenn úr Mark- viss munu koma með valdar byssur frá þeirri sýningu og verður þar margt fróðlegt að sjá. Þá mun verslunin Vesturröst sýna ýmsan búnað til skotveiða og iðkunar skot- íþrótta. Félagsmenn frá Skotveiði- félagi Íslands (Skotvís) munu einnig kynna félagið og félagsstarfið. Einnig verða til sýnis skotvopn og munir úr einkasöfnum og ís- lenskar haglabyssur sem smíðaðar voru á Dalvík og Ólafsfirði. Árleg byssusýning á Stokkseyri Ljósmynd/hunting.is Byssur Sýningin er haldin í Veiðisafninu á Stokkseyri og verður fjölbreytt að vanda. Eik fasteignafélag hf. Aðalfundur 25. mars 2021 Eik fasteignafélag hf. // Sóltún 26, 105 Reykjavík // www.eik.is Aðrar upplýsingar: Hluthafi getur falið umboðsmanni að sækja hluthafafund fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram dagsett og skriflegt eða rafrænt umboð á eyðublaði eða í samræmi við eyðublað sem er aðgengi- legt á heimasíðu félagsins. Rafrænt umboð skal senda á netfangið stjornun@eik.is áður en fundur hefst. Umboð verða ekki afturkölluð svo gilt sé gagnvart félaginu eftir að þeim hefur verið framvísað við afhendingu fundargagna eða eftir setningu fundarins, hvort heldur sem fyrr er. Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á aðalfundinum og leggja fram ályktunar- tillögur ef hann gerir skriflega eða rafræna kröfu um það til stjórnar félagsins eigi síðar en mánudaginn 15. mars 2021. Hægt er að senda tillögur fyrir fundinn á netfangið stjornun@eik.is. Hafi hluthafi krafist þess að fá mál tekin til meðferðar á fundinum eða lagt fram ályktunartillögur fyrir framangreindan tíma, verða dagskrá og tillögur uppfærðar á heimasíðu félagsins eins fljótt og auðið er eftir móttöku þeirra. Endanleg dagskrá og tillögur verða birtar eigi síðar en fimmtudaginn 18. mars 2021. Mál sem ekki hafa verið greind í endanlegri dagskrá aðalfundar er ekki unnt að taka til endanlegrar úrlausnar á fundinum nema með samþykki allra hluthafa en gera má um þau ályktun til leiðbeiningar fyrir félagsstjórn. Á hluthafafundum félagsins fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar. Atkvæðagreiðslur og kosningar verða einungis skriflegar á fundinum ef einhver atkvæðisbærra fundarmanna krefst þess. Stjórnarkjör skal jafnan vera skriflegt ef framboð fleiri aðila koma fram en nemur fjölda sæta sem kjósa skal um. Hluthafar geta greitt atkvæði bréflega fyrir fundinn með því að fylla með skýrum og greinilegum hætti út atkvæðaseðil sem finna má á heimasíðu félags- ins, undirrita og votta seðilinn, og senda hann með pósti á lögheimili félagsins eða rafrænt á netfangið stjornun@eik.is. Atkvæðaseðillinn þarf að uppfylla framangreind skilyrði og berast í síðasta lagi einni klukkustund fyrir upphaf aðalfundarins svo atkvæðið teljist gilt. Frestur til þess að senda tilnefningarnefnd félagsins framboð til stjórnar rann út 4. febrúar 2021. Tillögur tilnefningarnefndar koma fram í skýrslu nefndarinnar sem er aðgengileg hluthöfum á heimasíðu félags- ins. Fresti til að tilkynna um framboð til stjórnar á netfangið stjornun@eik.is lýkur sjö sólarhringum fyrir aðalfund, nánar tiltekið kl. 16.00 fimmtudaginn 18. mars 2021. Eyðublöð vegna framboðs til stjórnarsetu er að finna á heimasíðu félagsins og verða upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar birtar þar og verða til sýnis á skrifstofu þess eigi síðar en sólarhring eftir að framboðsfrestur rennur út. Aðalfundur er lögmætur án tillits til fundarsóknar ef hann er löglega boðaður, sbr. 11. gr. samþykkta félagsins. Aðalfundurinn fer fram á íslensku og verða fundargögn og atkvæðaseðlar, sem verða afhent á fundarstað, einnig á íslensku. Nánari upplýsingar um réttindi hluthafa og annað sem varðar aðalfundinn, svo sem endanleg dagskrá, tillögur stjórnar og hluthafa, starfskjarastefna, skýrsla tilnefningarnefndar félagsins, eyðublöð vegna umboðs og framboðs til stjórnar, upplýsingar um atkvæðagreiðslu og atkvæðaseðill vegna skrifleg- ra kosninga og kosninga fyrir aðalfund, skjöl sem verða lögð fram á aðalfundi, upplýsingar um fram- bjóðendur, upplýsingar um fjölda hluta og atkvæðafjölda í félaginu, er – eða verður eftir því sem þau verða til – að finna á heimasíðu félagsins, www.eik.is/hluthafar. Auk þess munu viðeigandi gögn liggja frammi í höfuðstöðvum félagsins, að Sóltúni 26, 105 Reykjavík, þremur vikum fyrir aðalfundinn. Fundargestir eru minntir á að kynna sér gildandi samkomutakmarkanir og hafa með sér andlitsgrímu á fundinn. Framkvæmd aðalfundar félagsins kann að breytast með hliðsjón af tilmælum stjórnvalda eða öðrum viðbrögðum vegna faraldursins. Upplýst verður um ráðstafanir af þessum sökum eftir því sem við verður komið. Drög að dagskrá fundarins er svohljóðandi: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins síðastliðið starfsár 2. Ársreikningur og samstæðureikningur félagsins, ásamt skýrslu endurskoðanda, lagðir fram til staðfestingar 3. Ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu og greiðslu arðs 4. Ákvörðun um þóknun til stjórnar og nefnda fyrir störf þeirra á komandi starfsári 5. Tillaga félagsstjórnar um starfskjarastefnu félagsins 6. Kosning félagsstjórnar 7. Kosning löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarfélags 8. Heimild til kaupa á eigin hlutum 9. Önnur mál sem löglega eru fram borin Reykjavík, 2. mars 2021 Stjórn Eikar fasteignafélags hf. Stjórn Eikar fasteignafélags hf. boðar til aðalfundar í félaginu. Fundurinn verður haldinn í salnum Norðurljósum, Hörpu, fimmtudaginn 25. mars nk. og hefst stundvíslega kl. 16.00. Sjáum um allar merkingar Höfðabakka 9, 110 Rvk | www.runehf.is Gísli, sölu- og markaðsstjóri vinnufatnaðar Sími 766 5555 | gisli@run.is ÖRYGGIS- SKÓR VANDAÐUR VINNUFATNAÐUR 6424 6202 55505536 3307 3407 SAFE & SMART monitor Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Metfjöldi skráninga barst í sumar- búðir kristilegu æskulýðssamtak- anna KFUM og KFUK á fyrsta skráningardegi í ár. Fengust 2.470 skráningar sem er meira en tvöfalt meira en á fyrsta skráningardegi undanfarin ár. Fullbókað er í mörg tímabil í Vatnaskógi og Vindáshlíð og vel bókað í aðrar sumarbúðir. „Þetta eru mjög jákvæðar fréttir fyrir okkur sem vinnum að þessu. Við erum þakklát fyrir traustið sem þetta sýnir að fólk ber til okkar fé- lagasamtaka. Við erum kristileg æskulýðssamtök og finnum fyrir því að fólk vill fá að kynnast boð- skapnum í okkar starfi,“ segir Tóm- as Ingi Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK. Aldrei séð annað eins KFUM og KFUK eru með sumar- búðir á fimm stöðum, Vatnaskógi, Vindáshlíð, Kaldárseli, Ölveri og Hólavatni. Dvalartíminn er yfirleitt tæp vika og eru alls um 2.900 pláss í boði. Á undanförnum árum hafa 2.500 til 2.800 börn sótt sumarbúðir samtakanna. Löng hefð er fyrir því að kynna fyrsta skráningardag og gefa fólki sem er snemma í því að velja sér tímabil. Á síðasta ári voru 1.100 börn bókuð á fyrsta skráningardegi og segir Tómas að það hafi þótt gott. Í fyrradag, á fyrsta skráningardegi í ár, bárust 2.470 skráningar. „Okkar elsta fólk hefur aldrei séð annað eins,“ segir Tómas. Skrán- ingar eru rafrænar. Tölvukerfið stóðst álagið að mestu og tókst að leysa úr hnökrum sem komu upp um tíma. Vatnaskógur og Vindáshlíð eru vinsælustu sumarbúðirnar og er bú- ið að bóka um 90% allra plássa sem þar eru í boði. Biðlistar eru á vinsæl- ustu dvalartímunum fyrrihluta sum- ars. Nú er verkefnið að reyna að Metskráning í sumarbúðir KFUM og K  Tvöfalt fleiri skráningar á fyrsta skráningardegi en nokkru sinni áður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.