Morgunblaðið - 04.03.2021, Side 14

Morgunblaðið - 04.03.2021, Side 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2021 Efla verkfræðistofa sér um tæknilega hönnun á öllum húsunumokkar samkvæmt íslenskri byggingar- löggjöf. Klettar eru sterkbyggðhús – sérhönnuð af Eflu verkfræðistofu. Húsin eruhefðbundin timburgrindarhús semeru Íslandi að góðu kunn. Húsin afhendast ósamsett, að hluta í forsmíðuðumeiningumog að hluta sem forsniðið efni. Hentug lausn við þröngar aðstæður. Uppsetning húsanna er afar fljótleg. Klettar erumeð rúmgóðu svefnlofti (hæð2,1m) semeykur notagildi hússins umtalsvert. Klettar 65 –Grunnverð kr. 8.373.000,- Klettar 80 –Grunnverðkr. 10.807.000,- Húsið ámyndinni er af gerðinni Klettar 80 sem reist var 2019 á Vesturlandi. Ítarlegar upplýsingar og afhendingarlýsingumáfinna á vefsíðu okkar. ÍSLENSK HÚS - SÉRHÖNNUÐ FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐURKLETTAR HEILSÁRSHÚS STYRKUR -HAGKVÆMNI -HÖNNUN Landshús - Sími 553 1550 - landshus@landshus.is - www.landshus.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Vandi verslunarrekstrar ein-yrkja og þeirra sem erumeð starfsemi úti á landiliggur í þeim kjörum sem heildsalarnir bjóða. Stóru versl- unarkeðjurnar njóta mikils afsláttar í innkaupum, mun meiri en smærri fyrirtækjum bjóðast. Í þessu efni verður að tryggja jafnræði. Stjórn- völd verða að taka á málinu og koma með lausnir. Þetta segir Einar Jón Ólafsson, kaupmaður í Verslun Ein- ars Ólafssonar á Akranesi, gamal- gróinni verslun sem á að baki 87 ára sögu. Verðið er sanngjarnt Erfið staða dreifbýlisverslunar hefur verið til umfjöllunar í kjölfar útgáfu nýrrar skýrslu um málið. Vandinn helgast af óhagstæðum inn- kaupum, samkeppni við lág- vöruverðsverlsanir og háum kostn- aði við vöruflutninga. Í skýrslunni, sem Emil B. Karlsson, fyrrverandi forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, vann, segir að rekst- ur verslana þessara beri sig tæpast lengi nema opinber stuðningur komi til. Þá sé vert að Samkeppniseftir- litið kanni hvernig viðskiptakjörum sé háttað. „Ef minni verslanir nytu sam- bærilegra kjara og stóru fyrirtækin værum við á grænni grein,“ segir Einar Jón. „Og í raun erum við í þessari búð í ágætum málum. Við- skiptavinir eru okkur tryggir því hér er fjölbreytt úrval af góðum vörum, afgreiðslutíminn langur og verð sanngjarnt. Við höldum álagningu niðri og slíkt er mögulegt því þetta er skuldlaust fjölskyldufyrirtæki og hóf á öllu. Hér vinna um tíu manns en við hjónin og synir okkar mikið við þetta sjálf og þannig gengur dæmið upp.“ Verslunin hefur sál Verslunin góða er í daglegu máli Akurnesinga kölluð Einarsbúð og er á Skagabraut 9-11. Fyrirtækið var stofnað árið 1934 af Einari Ólafs- syni, sem lést árið 1957. Varð þá úr að sonurinn Einar Jón, sem skírður er Ólafsson, tók við rekstrinum að- eins átján ára gamall og er enn að – með Ernu Sigríði Guðnadóttur konu sinni. Synir þeirra, þeir Einar og Guðni, koma einnig að rekstrinum og sinna ýmsum þáttum í daglegum rekstri. Einarsbúð er opin alla virka daga frá hálfátta til sex og hálftím- anum lengur á föstudögum. Lokað er um helgar. „Ég sé enga ástæðu til að hætta störfum þótt ég sé orðinn 83 ára. Heilsan er góð og starfið skemmti- legt,“ segir Einar sem stendur í búð- inni í hvítum slopp, eins og matvöru- kaupmenn fyrri tíðar gerðu gjarnan. Verslunin hefur líka svo sannarlega sál; margt þar innandyra minnir á gamla tíma. Og þarna fæst flest sem þarf; nýmeti í kjötborði, mjólk í kæli og rúgbrauð frá Brauða- og köku- gerðinni við Innnesveg. „Þegar ég byrjaði hér voru þrettán nýlenduvöruverslanir á Akranesi, sem týndu tölunni með tímanum. Umhverfið breyttist og nú eru hér Krónan og Bónus. Auðvitað erum við í samkeppni við þær versl- anir, en verðmunurinn milli okkar og þeirra er ekki svo mikill. Hér er nóg að gera, hingað kemur bæði fólk af götunni til innkaupa og einnig seljum við mikið í fyrirtæki hér í bænum, sem mörg eru komin með mötuneyti fyrir starfsfólkið.“ Náð í nýtt til Reykjavíkur Úr Einarsbúð er farið á hverj- um morgni til Reykjavíkur og náð í kjöt og fisk og fleira sem þarf og við- skiptavinir vilja, segir Einar sem aftur leggur áherslu á að jafna verði stöðuna í viðskiptum við heildsalana. Ætla verði að stóru verslunarkeðj- urnar fái 30-40% afslátt af skráðu verði hjá stóru birgjunum, sem aftur gefa minni fyrirtækjum á markaði 5- 15% afslátt. „Af því má ráða hve mikil álagn- ing og framlegðin er hjá lág- vöruverðsverslununum sem geta neytt aflsmunar til að fá þessi hag- stæðu kjör. Svo virðist líka sem Samkeppniseftirlitið haldi vernd- arhendi yfir starfsemi verslanakeðj- anna. Að minnsta kosti hefur ekki þótt ástæða til að bregðast við ábendingum okkar um þann mikla mun sem er á afsláttarkjörum. Í því misrétti liggur vandi verslunar á landsbyggðinni,“ segir Einar Jón Ólafsson kaupmaður að síðustu. Kaupmaður í hvítum slopp Flest fæst í Einarsbúð, sem er gamalgróin verslun á Akranesi. Viðskiptavinirnir eru okkur tryggir, segir Einar Jón Ólafsson kaupmaður sem telur þarft að jafna stöðu smásala gagnvart heildsölum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Samhent Við höldum álagningu niðri og slíkt er mögulegt því þetta er skuldlaust fjölskyldufyrirtæki og hóf á öllu, segir Einar Jón Ólafsson. Þau Erna Sigríður Guðnadóttir kona hans hafa starfað saman í búðinni í áratugi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.