Morgunblaðið - 04.03.2021, Side 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2021
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins
á liðnu starfsári.
2. Staðfesting ársreiknings samstæðu
og móðurfélags og tekin ákvörðun um
hvernig fara skuli með hagnað eða tap
félagsins á reikningsárinu.
3. Ákvörðun um greiðslu arðs.
4. Tillögur um breytingar á samþykktum
félagsins, ef borist hafa.
5. Kosning þriggja einstaklinga
í tilnefningarnefnd.
6. Kosning stjórnar félagsins.
7. Kosning löggilts endurskoðanda
eða endurskoðunarstofu.
8. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna
félagsins fyrir störf þeirra sem og þóknun
nefndarmanna í undirnefndum og
í tilnefningarnefnd.
9. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu
félagsins.
10. Tillaga um lækkun á hlutafé vegna
eigin hluta og breytingu á samþykktum
félagsins.
11. Tillaga um lækkun á hlutafé með greiðslu
til hluthafa og breytingu á samþykktum
félagsins.
12. Tillaga um að heimila félaginu kaup
á eigin hlutabréfum skv. 55. gr.
hlutafélagalaga.
13. Tillögur frá hluthöfum sem ber að taka
á dagskrá.
14. Önnur mál.
Tvær tillögur eru um breytingar á samþykktum
félagsins vegna lækkunar hlutafjár sem báðar
varða grein 4.1 í samþykktunum. Þá er lögð til
breyting á viðauka við samþykktir sem tengjast
heimild til kaupa á eigin hlutum félagsins.
Stjórn félagsins hefur ákveðið í samræmi
við grein 10.6 í samþykktum félagsins að
aðalfundur verði eingöngu haldinn rafrænt.
Hluthafar semætla að sækja fundinn skulu
skrá sig á smartagm.com eigi síðar en fimm
dögum fyrir hluthafafundinn, eða fyrir klukkan
16:00, 6. mars 2021. Fundurinn fer fram í
gegnum tæknibúnaðinn Lumiglobal þar sem
hluthafar geta fylgst með aðalfundarstörfum og
tekið þátt í atkvæðagreiðslum.
Stjórn Símans hf.
Vísað er til Kauphallartilkynningar Símans frá 18. febrúar 2021 þar sem boðað var til fundarins.
Ítarlegri upplýsingar um efni fundarins, þar á meðal skjöl og tillögur sem lögð verða fyrir fundinn,
eru aðgengilegar á vefsíðu félagsins siminn.is/umsimann/fundir.
Dagskrá
Aðalfundur Símans hf.
Verður haldinn rafrænt fimmtudaginn
11. mars 2021 kl. 16:00
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Framkvæmdir við nýtt 40 her-
bergja hótel í Reykholti í Blá-
skógabyggð, Blue Hótel Fagralund,
ganga vel. Undirstöður eru til-
búnar og verið er að smíða hót-
elbygginguna sjálfa úti í Noregi.
Von er á húsinu um miðjan apríl og
stefnt að opnun hótelsins 15. júní.
Þegar hóteleiningarnar koma
verður þeim raðað upp. Jóhann
Guðni Reynisson, framkvæmda-
stjóri Stakrar gulrótar ehf. sem
byggir hótelið, segir að það taki að-
eins nokkra daga að setja húsið
upp. Síðan þarf að ganga frá göng-
um og anddyri og útbúa húsið sem
hótel.
Jafnframt er verið að breyta
eldra gistiheimili fyrirtækisins. Þar
verður móttaka fyrir hótelið og
morgunverðarsalur.
Reiknað með Íslendingum
Áður en kórónuveirufaraldurinn
reið yfir voru langflestir gestir
Fagralundar erlendir ferðamenn.
Nú er óvissa með komur ferða-
manna vegna heimsfaraldursins.
„Við reiknum frekar með Íslend-
ingum í sumar, að minnsta kosti
framan af. Íslendingar vilja hafa
heita potta og hluti af okkar við-
brögðum við breyttri stöðu er að
koma upp pottum og heilsulind fyr-
ir gestina. Mér heyrist á öllu að það
gangi vel að bólusetja í Bretlandi
og Bandríkjunum sem verið hafa
okkar helstu markaðir og ég vonast
til að gestir þaðan fari að skila sér
þegar líður á sumarið,“ segir Jó-
hann Guðni. Í sumar verða skipu-
lagðar fræðslu- og sælkeragöngur
um Reykholt, eins og gert var á síð-
asta ári við góðar undirtektir.
„Ég er bjartsýnn á að ferðaþjón-
ustunni muni vegna vel í sumar og
framvegis,“ segir Jóhann Guðni.
Hótel opnað í Reykholti í vor
Byggingin kemur tilbúin frá Noregi og tekur fáeina daga að setja hana upp
Tölvuteikning/Onno
Fagrilundur Hótelið er í skógarreit í Reykholti. Gönguleiðir verða að veitingahúsunum Mika og Friðheimum.
Héraðsdómur
Reykjavíkur
féllst í gær á
kröfu lögreglunn-
ar á höfuðborgar-
svæðinu um að
þrír sæti áfram-
haldandi gæslu-
varðhaldi í
tengslum við
morð, sem framið var í austurborg
Reykjavíkur í febrúar.
Tveir voru úrskurðaðir í áfram-
haldandi tveggja vikna gæsluvarð-
hald, eða til miðvikudagsins 17.
mars, og einn í áframhaldandi viku-
langt gæsluvarðhald, eða til miðviku-
dagsins 10. mars. Þá var einn til við-
bótar úrskurðaður í fjögurra vikna
farbann, eða til miðvikudagsins 31.
mars. Gæsluvarðhald yfir þeim síð-
astnefnda rann út í gær og ekki var
lögð fram krafa um áframhaldandi
gæsluvarðhald.
Fjórir eru nú í gæsluvarðhaldi
vegna málsins og fimm hafa verið úr-
skurðaðir í farbann, samkvæmt upp-
lýsingum frá lögreglunni. Einum
þeirra var sleppt úr haldi á þriðju-
dag.
Þrír áfram
í gæslu-
varðhaldi
Fjórir í varðhaldi
og fimm í farbanni
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Bókunum Íslendinga hefur heldur
fjölgað að undanförnu hjá ferðaskrif-
stofunum Vita og Úrvali-Útsýn. Þar er
Tenerife efst á blaði, enda ekki margir
aðrir kostir í boði. Greinilega verður
vart við ferðaáhuga landsmanna í sum-
ar og haust og eitthvað um að fólk
horfi til dagatals yfir bólusetningar við
skipulagningu utanlandsferða.
Hægt og sígandi hefur íslenskum
ferðamönnum fjölgað á Tenerife upp á
síðkastið, að sögn Þórunnar Reynis-
dóttur, forstjóra Úrvals-Útsýnar. Hún
segir að nokkuð gott ástand sé á Kan-
aríeyjum hvað varðar kórónu-
faraldurinn, rólegra sé yfir þar sem
ferðamenn séu mun færri en í eðlilegu
ári og fólk fylgi reglum sem eru á
svæðinu. Hún segir ánægjulegt að
talsvert hafi verið um fyrirspurnir um
utanlandsferðir í sumar og haust,
ferðahugur sé greinilegur í lands-
mönnum.
Hótelin vilja PCR-próf
Í síðustu viku tilkynntu yfirvöld á
Spáni að ferðamenn frá Íslandi þyrftu
ekki að geta sýnt neikvætt PCR-próf
gegn kórónuveirunni við komuna til
Tenerife sem hefði verið tekið innan
við 72 klukkustundum fyrir brottför.
Þórunn segir að hótel þar hafi hins
vegar tilkynnt um síðustu helgi að þau
óskuðu eftir slíku prófi og því hefði í
sjálfu sér ekki orðið breyting á.
Fram undan er sá tími sem margir
Íslendingar hafa haldið til Spánar og
Portúgals, meðal annars til að spila
golf. Þórunn segir að í ár bjóði ferða-
skrifstofan ekki upp á slíkar hópferðir
nema til Kanaríeyja og segir hún að
enn sé hægt að komast í páskaferðir til
Tenerife. Hún vill ekki gefa upp tölur
um hversu margir Íslendingar verði á
Kanaríeyjum næstu vikurnar á vegum
ÚÚ.
Þráinn Vigfússon, framkvæmda-
stjóri Ferðaskrifstofunnar VITA, seg-
ir að nokkuð góð eftirspurn hafi verið
eftir ferðum til Tenerife undanfarið.
Ólíku sé þó við að jafna við stöðuna
núna og var fyrir tveimur árum. Hann
reiknar með að 3-400 farþegar verði á
vegum Vita á Tenerife í marsmánuði,
en í sama mánuði fyrir tveimur árum
hafi þeir verið um tvö þúsund.
Eldra fólk og forgangshópar
Talsvert er um að eldra fólk bóki
ferðir til Tenerife, en einnig fólk í for-
gangshópum, sem hefur fengið bólu-
setningu, að sögn Þráins. Það fólk hafi
staðið vaktina lengi og eigi sín frí eins
og aðrir. Nú hafi um 13 þúsund Íslend-
ingar verið fullbólusettir og um sex
þúsund hafi fengið kórónuveikina.
Ferðalög þessa fólks séu því orðin auð-
veldari en ella.
Hann segir að staðan sé góð á Tene-
rife um þessar mundir, miklar sótt-
varnir og hótelin fylgist vel með því að
farið sé að reglum. Á vegum Vita verða
fjórar brottfarir til Tenerife í mars.
Til Alicante er ein páskaferð á áætl-
un og segir Þráinn að ágætlega sé bók-
að í þá ferð. Þar sé mest um eigendur
húsnæðis í Alicante að ræða. Golfferðir
til meginlands Spánar hafi hins vegar
ýmist verið felldar niður eða frestað
enda sé staðan ekki eins góð þar og á
Tenerife. Það geti þó breyst er líður á
aprílmánuð.
Varðandi framhaldið segir Þráinn
að margir hafi bólusetningadagatalið
til hliðsjónar þegar spáð sé í utan-
landsferðir. Margir spyrji og séu að
hugleiða ferðir seinni part sumars og í
haust. Þar sé Tenerife ofarlega á blaði,
en einnig Krít sem hafi verið græn
lengi vel, en nú sé staðan þar skil-
greind sem appelsínugul.
Sól Tenerife hefur notið vinsælda
meðal íslenskra ferðamanna.
Íslendingum hefur
fjölgað á Tenerife
Fylgjast með bólusetningadagatali