Morgunblaðið - 04.03.2021, Síða 26

Morgunblaðið - 04.03.2021, Síða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2021 drög að dagskrá Hluthafar eiga rétt á að fá mál sett á dagskrá, leggja fram ályktunartillögur og spyrja spurninga, með skriflegum eða rafrænum hætti. Kröfu þar um skal fylgja rökstuðningur eða drög að ályktun sem berast skal stjórn félagsins eigi síðar en 10 dögum fyrir fund, fyrir kl. 16:00 þann 15. mars 2021. Nánari upplýsingar um réttindi hluthafa er að finna á vefsíðu félagsins: www.eimskip.com/investors Eitt atkvæði fylgir hverjum hlut í félaginu að frádregnum eigin hlutum sem eru án atkvæðisréttar. Aðgöngumiðar, atkvæða- seðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað. Hlut- höfum sem ekki sækja aðalfund stendur til boða að kjósa um dagskrármál með skriflegum hætti eða veita umboð. Ekki verður unnt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum. Eigi síðar en fimm dögum fyrir aðalfund þarf beiðni hluthafa um að kjósa með skriflegum hætti að berast félaginu. Hluthafar geta fengið atkvæðaseðla senda til sín, en einnig má nálgast þá í höfuðstöðvum félagsins þar sem greiða má atkvæði alla virka daga milli kl. 9:00 og 16:00. Atkvæðin skulu berast félaginu fyrir aðalfundinn. Hluthafar geta veitt skrifleg umboð að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Slík umboð skulu berast félaginu áður en aðalfundur hefst eða við skráningu á fundarstað. Nánari upplýsingar um atkvæðareglur og notkun umboða er að finna á vefsíðu félagsins: www.eimskip.com/investors 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess á liðnu starfsári 2. Staðfesting ársreiknings fyrir síðastliðið reikningsár 3. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar á reikningsárinu 2020 4. Tillaga um heimild til kaupa á eigin hlutum 5. Tillaga um lækkun hlutafjár vegna kaupa á eigin hlutum skv. endurkaupaáætlun 6. Tillaga um heimild til lækkunar hlutafjár 7. Tillaga um starfskjarastefnu félagsins 8. Kosning stjórnar félagsins 9. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna, varamanna og undirnefnda stjórnar 10.Kosning endurskoðenda 11. Önnur mál, löglega upp borin reglur um þátttöku og atkvæðagreiðslu á fundinum Athygli hluthafa er vakin á því að tilhögun fundarhalda verður í samræmi við gildandi sóttvarnarreglur á aðalfundardegi og ákvæði hlutafélagalaga um hluthafafundi. Ef breyta þarf tilhögun fundarhalda verður tilkynnt um það í fréttakerfi Nasdaq Iceland eigi síðar en tveimur sólarhringum fyrir aðalfund. Í samræmi við núgildandi reglur verður þátttaka allra fundarmanna skráð, öllum fundarmönnum ber að nota andlitsgrímu og tryggt verður að fjarlægð milli ótengdra aðila sé meiri en 1 metri. Skjöl sem lögð verða fyrir aðalfund er að finna á vefsíðu félagsins: www.eimskip.com/investors Hluthöfum stendur einnig til boða að nálgast skjölin í höfuðstöðvum félagsins að Sundabakka 2, 104 Reykjavík, virka daga milli kl. 9:00 og 16:00. Endanleg dagskrá og tillögur stjórnar verða birtar tveimur vikum fyrir fundinn. Berist tillögur frá hluthöfum verða þær birtar a.m.k. þremur dögum fyrir fundinn ásamt uppfærðri dagskrá. Samkvæmt 63. gr. a. hlutafélagalaga nr. 2/1995 skal tilkynna um framboð til stjórnar skriflega minnst tíu dögum fyrir aðalfund, eða fyrir kl. 16:00 þann 15. mars 2021. Framboðstilkynningu má nálgast á skrifstofu félagsins. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar verða birtar eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent frá kl. 15:30 á aðalfundardegi. Reykjavík, 3. mars 2021 Stjórn Eimskipafélags Íslands hf. aðrar upplýsingar Sundabakki 2 | 104 Reykjavík | +354 525 7000 | eimskip.com Aðalfundur Eimskipafélags Íslands hf. verður haldinn fimmtudaginn 25. mars 2021 kl. 16:00 í fundarsalnum Gullteig á Grand hótel, Sigtúni 28, 105 Reykjavík. Aðalfundur Eimskipafélags Íslands hf. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ágæt loðnuveiði hefur verið á Faxa- flóa síðan um hádegi á mánudag og loðnan hentað vel til hrognavinnslu. Ef vel gengur gæti vertíð lokið á um vikutíma. Mörg skipanna hafa fengið góðan afla og þannig hefur Venus NS landað tvívegis á Akranesi, 650 og um 2.000 tonnum, og Beitir NK var væntanlegur til Neskaupstaðar í gærkvöldi með um 2.000 tonn. Útgerðirnar reyna að haga veið- um þannig að skipin komi inn til löndunar með hæfilegu millibili. Þannig var reiknað með að Víkingur kæmi til löndunar hjá Brimi á Akra- nesi þegar búið væri að landa úr Venusi. Sömu sögu er að segja af skipum Eskju, svo dæmi séu tekin, Aðalsteinn Jónsson var á miðunum í gær, en þegar hann heldur heim á leið taka Jón Kjartansson og síðan Guðrún Þorkelsdóttir til við veiðar. Á heimasíðu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað var í gær fjallað um hrognavertíðina undir fyrirsögninni: Hrognin eru að koma. Þar segir frá því að Beitir hafi fengið 1.750 tonn á Faxaflóa í þremur köstum á mánu- dag. Börkur hafi síðan tekið rúmlega 400 tonna kast og var þeim afla dælt um borð í Beiti. Gert var ráð fyrir að Börkur veiddi í gær og Bjarni Ólafs- son AK í dag. Skipulag veiðanna tekur mið af af- kastagetu hrognavinnslunnar. „Það skiptir mjög miklu máli hvernig gengur að veiða hrognaloðnuna og vinna hrognin en þau eru verðmæt- asta afurð vertíðarinnar. Móttaka hrognaloðnunnar hefur verið undir- búin að undanförnu og nú er allt klárt,“ segir á heimasíðu SVN. Á Akranesi hófst hrognavinnsla hjá Brimi á mánudagsmorgun og hefur gengið vel. Loðnan er skorin og sett í hrognaskilju þar sem hrognin eru skilin frá áður en þau eru hreinsuð. Á Akranesi fara hrognin ýmist í frystingu eða í frek- ari vinnslu hjá Vigni G. Jónssyni, dótturfyrirtæki Brims á Akranesi. Langmest af afurðunum fer til Jap- ans. Akranes Við hrognavinnslu fer loðnan í gegnum talsvert ferli. Til vinstri setur Rakel Hilmarsdóttir, starfsmaður Vignis G. Jónssonar, hrognin í poka. Til hægri fylgist Skagfirðingurinn Stefán Gísli Haraldsson með hreinsunarferlinu hjá Brimi á Akranesi. Reikna má með að hrognavinnsla hefjist í dag í Neskaupstað og fljótlega í Vestmannaeyjum, á Eskifirði og Fáskrúðsfirði. Morgunblaðið/Eggert Hrognavertíðin að komast á fullt  Ágæt loðnuveiði á Faxaflóa Loðnuhrogn Ástþór Örn Árnason, bóndi í Miðdal í Skagafirði, vinnur við hreinsun hrogna. Hópur fólks sem tengist landbúnaði kemur að vertíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.